Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Saumafólk óskast sem fyrst. Góð vinnuaðstaða. Uppl. hjá verkstjóra. Dúkur h. f., Skeifan 13. Laginn maður Óskum að ráða laginn og vandvirkan mann til að annast smíði Ijósaskilta o.fl. úr plastgleri. Æskilegt að viðkomandi hafi próf úr iðn- skóla eða hliðstæðum skóla. Geis/aplast s. f., Ármú/a 23, sími 869 1 1. Garðabær Óska eftir blaðburðafólki í Lundunum, Flötunum og Arnarnesi. Uppl hjá umboðsmanni, sími 52252. flfofgimMafeife Afgreiðslustjóri Óskum eftir að ráða lipran og reglusaman mann til afgreiðslu á verksmiðju- og blikk- smíðaframleiðsluvörum okkar. Góð laun fyrir réttan mann--framtíðarstarf. Umsækjendur komi til viðtals mánudag kl 2 — 5. J. B. Pétursson Bhkksmiðja — Verksmiðja Ægisgötu 7 — Sími 13125. Laus störf við íþróttahúsið á Akranesi Hér með eru auglýst laus til umsóknar fjögur störf baðvarða við íþróttahúsið á Akranesi, tvö heilsársstörf og tvö 9 mánaða störf. Laun verða samkvæmt samningi Bæjarstjórnar Akraness og S.T.A.K. Umsóknir skulu berast til Bæjarritarans á Akranesi fyrir 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður í símum 2243 og 2329. Akranesi 1 7. ágúst 1976 Bæjarritarinn á Akranesi. Starf á rannsóknarstofu Þurfum að ráða nú þegar kven-eða karl- mann til starfa á rannsóknarstofu vorri. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdents- próf eða sambærilega menntun og geti unnið sjálfstætt. Vélritunarkunnátta og leikni í meðferð einfaldra reiknivéla þyrfti að vera fyrir hendi. Snyrtimennska í um- gengni mikils metin. Umsækjendur mæti til viðtals á staðnum milli kl. 1—2.30 mánud. 23. ágúst til miðvikudags 25. ágúst. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Máln/ng h. f., Kársnesbraut 32, Kópavogi. Lagermaður Innflutningsfyrirtæki óskar eftir manni til móttöku og verðlagningu á vörum frá útlöndum. Nokkur mála- og stærðfræði- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingar um fyrri störf, menntun og aldur sendist blaðinu merkt „Lagerstarf — 2999'. Afgreiðslustörf Afgreiðslufólk óskast í skóverzlun nú þeg- ar. Tilboð greini aldur og meðmæli. Tilboð merkt: Afgreiðsla — 2778. Lager- og sölustarf Ábyggilegur og reglusamur maður óskast til almennra lagerstarfa, sölustarfa í Reykjavík og nágrenni og til útkeyrslu hjá vefnaðarvöruheildverzlun, nú þegar eða síðar. Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, vinsamlegast sendi umsókn með uppl. um fyrri störf og með meðmælum, ef fyrir hendi eru, til afgr. Mbl. merkt: Lag- er/sölustarf 8680, fyrir 1 . september n.k. Bókasöfn — skólastofnanir Félag Bókasafnsfræðinga vill kanna at- vinnumöguleika fyrir bókasafnslært fólk. Til greina koma fullt starf eða minna og einnig einstök verkefni á höfuðborgar- svæðinu eða úti á landi Vinna gæti hafist nú þegar eða síðar. Skrifleg tilboð óskast send Félagi Bókasafnsfræðinga, pósthólf 1167, Reykjavík. Laus staða Kennarastaða við Menntaskólann á ísa- firði er laus til umsóknar. Kennslugreinar eru rekstrar- og þjóðhagfræði, bókhald, stjórnun og haglýsing íslands. Viðskipta- eða hagfræðimenntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k Nánari upplýsingar veitir skólameistari í símum (94) 3135, 3599 og 3767. Umsóknir ásamt prófskírteinum og öðr- um upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Menntamálaráðuneytinu fyrir 1. sept. n.k. Skólameistari. Bókasafns- fræðingur Staða bókasafnsfræðings við Bókasafn Kópavogs er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 18. sept. Nánari uppl. um starfið veita undir- ritaður í síma 41570 og formaður bóka- safnsstjórnar í síma 42725. Kópavogi 2 1. ágúst 1976. Bæjarritarmn í Kópavogi Jón Guðlaugur Magnússon. Verzlunarstjóri Óskum að ráða verzlunarstjóra við vöru- markað okkar í Bolungarvík. Uppl. á skrifstofu félagsins á ísafirði. Umsóknar- frestur til 31. ágúst. Kaupfélag ísfirðinga Skattstofa Reykjavíkur óskar eftir mönnum til endurskoðunar skattframtala. Umsóknir, sem greina ald- ur, menntun og fyrri störf, skal senda til skattstjóra fyrir 5. sept. n.k. Reykjavík 20. ágúst 19 76 Skattstjórinn í Reykjavík Oskum að ráða eftirtalda menn 1 . Afgreiðslumann í verslun vora. 2. Mann til útkeyrslu og lagerstarfa. Umsækjendur komi til viðtals mánudag- inn 23.8. frá kl. 3 — 5. Upplýsingar ekki veittar í síma. Friðrik A. Jónsson h. f. Bræðrarborgarstíg 1. Starf forstöðukonu við leikskóla Seyðisfjarðar er laust til umsóknar frá 1 . okt. '76. Æskilegt er að umsækjendur hafi fóstru- menntun. Umsóknum skal skila til bæjar- stjóra. Bæjarstjórinn Seyðisfirði. Coca Cola verksmiðjan Árbæjarhverfi Óskum eftir að ráoa eftirtalið starfsfólk: 1. Menn til starfa á lager. 2. Stúlkur á lyftara, bílpróf nauðsynlegt. 3. Menn til starfa við færibönd. Uppl. gefa verkstjórar í síma 82299. Innflytjandi óskast t fyrir sjónvarpsspil — rafmagnstæki sem gerir kleift að spila m.a. fótbolta og tennis. Tækið er tengt í loftnetsinnstungu sjónvarps. HiFi hátalara HiFi plötuspilara. Til greina kemur að réttur aðili fái einka- umboð á íslandi. Skrifið og leitið upplýsinga hjá Wellex Audio Danmark Gasværksvej 10 1656 Köbenhavn V Danmark, sími(01) 242426.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.