Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976 Dagur Plágunnar The Day of the Locust, Am. 1974. Leikstjóri: John Schlesinger. Handrit: Waido Salt. Kvík- myndataka: Conrad Hall. John Schlesinger mun þekkt- astur hér fyrir mynd sína Mid- night Cowboy, en auk þess var sýnd síðastliðinn vetur myndin Sunday, Bloddy Sunday eftir hann, einnig í Háskólabió. The Day of the Locust olli mér nokkrum vonbrigðum. Hún er að vísu fagmannlega mjög vel unnin, en það virðist vanta í hana einhvern lifs- neista. Hún er fyrir það fyrsta of löng og i öðru lagi er eins og persónurnar fljóti i lausu lofti, nema Tod Hackett (William Atherton). Karen Black sem Faye Greener er ákaflega ótrú- verðug og reyndar gjörsamlega óskiljanlegur persónuleiki. Það kemur líka í ljós, að i bók Nath- anel West, sem kom út rétt fyr- ir 1940, er Faye aðeins 17 ára stúlkukind, en Karen Black sýnist minnst 10—15 árum eldri og þess vegna verður hinn barnalegi persónuleiki hennar algjörlega falskur. Þá leikur Donald Sutherland einhvern karakter, sem nefnist Homer Simpson. Þessi persóna er fyrir mér, enn sem komið er að minnsta kosti, fullkominn leyndardómur. Það litla, sem áhorfendur fá að vita um fortið hans, er I andstöðu við umsvif hans í myndinni, framkoma hans i myndinni er með ein- dæmum skuggaleg og ekkert gert til að skýra hana út. Bókin, Day of the Locust, er eins og áður sagði, skrifuð af Nathanel West 1938, en West var góðkunningi Scott Fitzger- ald, sem skrifaði The Last Tycoon á svipuðum tima og Budd Schulberg, sem skrifaði „What makes §ammy Run?“, einnig á sama tíma, allt bækur sem gagnrýndu draumaverk- smiðjuna I Hollywood, spáðu fyrir um hrun hennar og lýstu eymdarlifi þess fólks, sem barð- ist um I neðsta þrepi stjörnu- stigans og sem endalaust var troðið á. Þessar lýsingar virðast fara fyrir ofan garð og neðan í myndinni nema hvað Schlesing- er tekst mjög vel upp I lokin að lýsa múgæsingu þegar lýðurinn safnast fyrir utan kvikmynda- hús eitt, þar sem frumsýning myndarinnar The Buccaneer er í þann veginn að hefjast og og vill því yfirgefa þennan firrta gerviheim, sem Faye reynir I sifellu að vera hluti af. En þar sem hann tyllir sér nið- ur ekki fjarri múgnum, verður hann fyrir aðkasti brjálaðrar barnastjörnu (sem er eins kon- ar samnefnari fyrir allt það óeðli, sem birtist með fólki á þessum stað), sem reitir Homer svo til reiði, að hann tryllist og drepur þetta fyrirbæri. En æst- ur múgurinn er fljótur að gripa til sinna ráða og dagar Homers eru taldir. en i kjölfarið fylgir allsherjar dómsdags-lýsing, þar sem trylltur og blóðþyrstur múgurinn ræðst nú á hvað sem fyrir er, bílum er velt, fólk troð- ið undir og eldsúlur fara að teygja sig til himins. Gervi- heimur I molum. Þegar Faye snýr aftur til bústaðar Tods, er staðurinn yfirgefinn, en eftir situr gerviblóm I jarðskjálfta- sprungu I veggnum — og úr þvi hafa lekið tveir blóðtaumar. Táknrænt um dauða Tods, von- ir hans og sársauka. Kvikmyndataka Conrads Hall er mjög góð — og í rauninni of Andrei Tarkovsky. Hættir Tarkovsky að gera myndir? Rússneski leikstjórinn Andrei Tarkovsky, sem gerði myndirnar Solaris og Andrei Rublev, sem Háskólabió hefur sýnt og I ans Childhood, sem sjónvarpið hefur sýnt, lauk fyr- ir tæpum tveim árum við nýj- ustu mynd sína The Mirror. Áð- ur hefur verið fjallað um Tarkovsky og myndir hans hér á síðunni og sagt frá þeim töf- um, sem Rublev — myndin lenti í, — myndin var gerð 1966 og.var fyrst sýnd I Cannes '69 og eftir að hafa hlotið verðlaun þar sýnd i Rússlandi ’70. The Mirror virðist eiga að hljóta svipuð örlög og Rublev, hún fæst að visu sýnd, en aðeins með mjög miklum takmörkun- um. Ýmsir aðilar, bæði I Rúss- landi og á Vesturlöndum, sem þekkja til aðstæðna, telja Tarkovsky tvímælalaust snjall- asta kvikmyndagerðarmann Rússa um þessar mundir, en eins og að likum lætur lita stjórnvöld þar i landi hann hornauga. Þrátt fyrir skoðanir ýmissa frjálslyndra gagnrýn- enda i Rússlandi um nauðsyn persónulegrar listsköpunar, er flokkslínan í þessum efnum einföld og klár: rússneskar kvikmyndir verða að vera gerðar fyrir fjöldann, og vitna kvik mund /idcin SlGURÐUR SVERRIR PALSSON þar í Lenin, sem sá ekki annað við kvikmyndir en áróðursgildi þeirra, og hann lét þvi þau boð út ganga, að kvikmyndir væru list fjöldans. Síðan hafa flokkurinn og opinberir,dómar- ar rikisins skoðað allar rúss- neskar myndir með þessu hugarfari og skipta þeim sam- kvæmt því í þrjá flokka. Fyrsti flokkur þýðir fullt pólitískt samþykki, fullkomin dreifing, allt upp í hundrað kópiur til sýningar, ríflegur bónus og prósentur til aðstandenda myndarinnar. Annar flokkur þýðir pólitfskt samþykki en minni dreifing, færri kópiur til sýningar og lægri prósentur til höfundanna. Þriðji flokkur, en þar lenti mynd Tarkovskys, The Mirror, þýðir pólitískt ósamþykki, dreifingin er tak- mörkuð við þriðja flokks kvik- myndahús og verkamanna- klúbba, mjög fá sýningareintök og engar prósentur til höfund- anna. Stundum eru þessir kvik- myndagerðarmenn ákærðir fyrir að sóa almannafé og tæki- færi þeirra til að búa til fleiri myndir minnka verulega. Mynd Tarkovskys, The Mirr- or, er eins konar ævisaga hans, frá barnæsku til fullorðinsára, margslungin saga minninga, drauraa og raunverulegra at- burða. Er myndin gerð f þeim stil nútímamynda vestrænna, að hlaupið er fyrirvaralaust milli þessara þátta, fram og aft- ur í tfma og þykir ýmsum rúss- neskum gagnrýnendum, sem lofa myndina, hún likjast meir krossgátu en kvikmynd. Þvi Tarkovsky gefur allar nauðsyn- legar vísbendingar en engin svör. Það hefur frétzt eftir kunn- ingjum Tarkovskys, að honum hafi sárnað mjög mikið, hvern- ig mynd hans var tekið og hvaða meðhöndlun hún hlaut af hálfu opinberra yfirvalda. Hann er sagður hafa talað um að gera ekki fleiri myndir. Þessi ummæli eru ákaflega skiljanleg, ekki sizt þegar á það er litið, að Tarkovsky og fleiri hafa unnið að þvi, að fá Sergo Paradjanov (leikstjóra Shadows of our forgotten ancestors) leystan úr fangelsi án árangurs. Paradjanov var fangelsaður fyrir tveimur árum og f fyrra var búizt við að hann yrði lát- inn laus, þegar rússnesk yfir- völd létu lausa ýmsa „hættu- lausa fanga, sem höfðu hagað sér vel“. Svo var þó ekki og veit nú enginn, hvar Paradjanov er niðurkomin 1. John Schlesinger ásamt William Atherton og Karen Black við upptöku á Day of the Locust. góð. Myndirnar eru of fallegar til að hæfa efninu og þessi draumkenndi þokublær i öllum myndum fór í taugarnar á mér. En þetta er alveg í samræmi við stfl myndarinnar, Faye og Hom- er eru þokukenndar persónur, fjarlægar og firrtar sambandi við umhverfi sitt. En þó þessi firring sé höfuðverkefni Schlesingers í myndinni er óþarfi, og jafnvel skaðlegt, að halda áhorfendum jafn langt frá myndinni og hann gerir.SSP stjörnurnar eru væntan ..ar staðinn. Múgu inn er hálftrylltur af' æáingi. Það er hér sem Homer Simpson kemur enn við söguna, og nú loks sem algjör andstæða við múginn. Faye hafði yfirgefið hann og hann ætlar nú að halda á brott, eftir að hafa lýst þvi yfir við Tod, að það sem skipti máli sé ást og umhyggja, ekki gervihugmyndir annarra um náungann. Homer lftur á kær- leikann sem æðsta takmarkið Bugsy Malone vekur athygli Kvikmyndin „Bugsy Malone“ hefur vakið nokkra athygli og þykir bráðsmellin. Þetta er „gangster„-mynd, leikin eingöngu af börnum. Myndin var sýnd á Cannes í v.or og hlaut þar frábærar undirtektir sem gamanmynd. Leikstjðri er Alan Parker og á myndinni sjáum við upptöku á einu atriðinu. Með aðalhlutverk fara Scott Baio og Florrie Dugger. / i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.