Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 Jít«r0im&I«í)iÖ Byrjað að sigla á Bret- land í næsta mánuði —VIÐ ernm strax byrjaðir að íá fyrirspurnir um verð á fiskmörk- uðunum f Evrópu, en við höfum ráðlagt útvegsmönnum að láta ekki báta og togara byrja að sigla með aflann fyrr en eftir mánaða- mótin, sagði Jónas Haraldsson skrifstofustjóri Llú í samtali við Mbl. Jónas kvaðst búast við því að netabátarnir yrðu fyrstir af stað f söluferðir og þá með jjfsaafla til Þýzkalands. Síðan myndu togar- arnir fylgja í kjölfarið og sigla á Þýzkaland, Bretland og Belgfu. Hann sagði að umboðsmenn LÍÚ hefur veitt þær upplýsingar, að verð væri nú þokkalegt á mörkuð- um en ekki væri samt ráðlegt fyrir íslenzku skipin að hefja sigl- ingar fyrr en í næsta mánuði, en þá hækkar verðið alla jafna. Að sögn Jónasar eru menn alls óhræddir að sigla á Bretland og verður landað í gömlu fiskibæjun- um, Hull og Grimsby. Jack Nicklaus með 12 laxa í Laxá í Dölum GOLFSNILLINGURINN Jack Nicklaus hefur sfðustu fjóra daga verið við laxveiðar f Laxá f Dölum ásamt konu sinni og þremur sonum. t gærmorgun fékk Nicklaus þrjá laxa og er búinn að veiða samtals 12 laxa frá þvf sfðdeg- is á miðvikudag. Til að byrja með var slæmt veður vestra og vöxtur f ánni, þannig að Iftið veiddist. Sfðustu dagana hefur aflinn þó glæðzt og Nicklaus lfkaði dvölin vel við Laxá f Dölum. Nicklaus kemur til Reykja- víkur í dag og heldur golfsýn- ingu á golfvellinum á Seltjarn- arnesi um klukkan 14 í dag. Síðan heldur hann beint út á flugvöll þar sem einkaþota hans bíður eftir honum og flýgur með hann heim til Bandaríkjanna. Um næstu helgi verður Nicklaus síðan meðal keppenda á stóru golf- móti í Bandaríkjunum. Að sögn veiðivarða í veiði- húsinu í Laxá í Dölum eru komnir þar á land í sumar um 40Ó laxar. Er eingöngu veitt Framhald á bls. 43 AtlGI.YSINGASIMINN ER: 22480 JW«r0unbIabib SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1976 Stöðug hækkun á heimsmarkaðsverði áls: Þróunin ýtir undir stækkun Álversins segir Ragnar HaBdórsson forstjóri ísal — HIN hagstæða þróun á álmörkuðunutn að undan- förnu ýtir undir það að við notum þá heimild sem við höfum um stækkun Álvers- ins í Straumsvfk, sagði Ragnar Halldórsson for- stjóri ísal, þegar Mbl. ræddi við hann í vikunni. — Við höfum heimild til að stækka verksmiðjuna sem nemur 10 þúsund tonna framleiðslu á ári, en engin ákvörðun hefur ennþá verið tekin í þessum efnum. Málið verður þó vafalaust rætt á næstunni. Að sögn Ragnars hækkaði ál- verð á heimsmarkaði hinn 10. Reykjavikurskákmótíð hefet á þriðjudaginn: Heildarverðlaun 1270 þús. kr. □-------------------------□ Kynning á þáttakendum f Reykjavfkurmótinu er á bls. 16 og 17. □ □ ---- REYKJAVtKURSKÁKMÓTIÐ hið 7. f röðinni, hefst á þriðjudag- inn. Teflt verður f Hagaskólanum og hefjast flestar umferðirnar klukkan 17.30 nema hvað taflið hefst klukkan 14 einstaka sinnum um helgar. MótinU lýkur 14. sept- ember. Þátttakendur í mótinu eru 16 að tölu, 8 íslendingar og 8 útlendir Náttfari í Norðursjóinn TVEIR íslenzkir bátar stunda nú veiðar f Norðursjónum, Kap II VE og Fffill GK. Kap seldi nýlega i Hirthals og fékk lágt verð fyrir aflann, meðalverð 68 krónur. Fífill hefur stundað makrflveiðar og selt tvisvar f Þýzkalandi. Fór báturinn góða söluferð fyrst, en f sfðari ferðinni skemmdist hluti aflans. Fleiri bátar munu bráð- lega halda á miðin f Norðursjó, þar á meðal bátur með því fræga nafni Náttfari. skákmeistarar. Þeir eru kynntir annars staðar I blaðinu. Tefldar verða 15 umferðir. Biðskákir verða tefldar að Grensásvegi 46. Verðlaun í mótinu nema samtals 6850 dollurum, eða sem næst 1270 þúsund krónum. Fyrstu verðlaun eru rúmar 400 þúsund krónur, önnur verðlaun um 300 þúsund krónur og þriðju verðlaun um 185 þúsund krónur. Þá eru veitt sér- Framhald á bls. 43 ágúst s.l. úr 43 centum hvert enskt pund f 48 cent. Því er spáð að þessi þróun haldi áfram og að verðið fari í 50 cent um næstu áramót. Öll framleiðsla ísal selst jafnóðum og stöðugt gengur á þær birgðir, sem safnazt höfðu fyrir í hrauninu við Álverið á þeim tíma, sem sölutregða var á heimsmarkaði. Þær birgðir eru nú 19 þúsund lestir en voru 27 þúsund lestir þegar þær voru mestar. Um mánaðamótin næstu mun verksmiðjan ná fullum afköstum á ný, en eins og fram kom í frétt- um í vetur var framleiðslu hætt í 40 kerjum af 280 vegna sölu- tregðunnar ytra. Hafa þessi ker verið gangsett hvert af öðru og er nú framleitt ál í 278 kerjum. Tvö síðustu kerin verða á næstunni notuð til tilrauna vegna hreinsun- arútbúnaðarins, sem stendur til að setja upp í Álverinu. John Connally kom til Islands í gær til laxveiða BANDARlSKI stjórnmálamað- urinn John Connally, fyrrum ríkisstjóri f Texas og fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, var væntanlegur til tslands f gær- kvöldi með einkavél frá Banda- rfkjunum en hann-sat flokks- þing repúblikana f Kansas f vikunni. Connally kemur hing- að f einkaerindum og mun halda til laxveiða. Með honum eru nokkrir félagar hans. John Connally er með kunn- ustu stjórnmálamönnum f Bandaríkjunum og var mikið rætt um hann fyrr í vikunni sem hugsanlegt varaforsetaefni Fords forseta. Connally var rík- isstjóri í Texas þegar John Kennedy forseti var skotinn til bana í Dallas, og var í bflnum með Kennedy þegar Lee Harvey Osvald skaut á þá. Varð hann sjálfur fyrir tveimur skot- um, en náði sér sfðar að fullu. Hann var náinn samstarfsmað- ur Lyndon Johnsons sem varð Bandaríkjaforseti á eftir Kenn- edy, en þeir báðir voru lengi miklir áhrifamenn i stjórnmál- um f Texas. Á stjórnartima Nix- Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.