Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 19 Þetta gerðist líke .... Uppátœki 1: Fatafella í hátoftunum Flugmaður einnar aff farþegaþotum brezka flugfélagsins British Airways á leið frá Frankfurt til London varð nú fyrir helgina að lækka hitastigið um borð I þotunni, sem var risaþota af Júmbógerð. Ástæðan var sú að einn farþeganna, — karlmaður, — hafði tekið upp á þvl að fletta sig klæðum, að þvl er næst varð komizt vegna hita. Maður þessi, sem kom frá Gilbert og Ellice-eyjum á Kyrrahafi og var um þrltugt, hafði klætt sig úr öllum fötum strax eftir flugtak á Frankfurtflugvelli, og þrátt fyrir þessa tilraun flugstjórans til að koma til móts við hann sat hann alla leiðina til London allsber I sæti slnu. Flugþjónn einn reyndi velsæmisins vegna að breiða yfir hann teppi, en maðurinn kastaði þvl jafnharðan frá sér. Er þotan lenti I London, stóðu verðir laga og velsæmis svo á flugvellinum og tóku á móti þeim bera og færðu hann I handjárnum á braut. En einn farþeganna sagði: „Þetta var miklu betra en bíó." Uppátæki 2: Flughöfn fyrir FFH Fyrsti flugvöllur jarðar sem ætlaður er eingöngu fyrir fljúgandi diska eða flúgandi furðuhluti (FFH) hefur nú verið opnaður ekki langt frá Bordeaux I Frakklandi. Það var tæknistarfsmaður einn á flugvellinum I Bordeaux sem fékk hugmyndina að flughöfn þessari. Maðurinn, sem heitir Robert Cotten, segir: „Það er að vlsu ekki oft sem fljúgandi furðuhlutir lenda, en það stafar einfaldlega af þvl að þeir hafa engan stað til að lenda á." Hann einsetti sér þvl að leggja fram sinn skerf til að bæta lendingarskilyrði fyrir FFH á jörðu. þar eð opinber stjórnvöld hafa þar alveg brugðizt skyldu sinni. Með stuðningi borgarstjórans I Ares. skammt frá Bordeaux, gerði hann flugvöllinn með lendingarljós um og vindpokum. Og um slðustu helgi var svo flughöfnin opnuð með pompi og pragt. Þar vantaði ekkert nema fljúgandi disk til að notfæra sér hina nýju aðstöðu. En I ræðu borgarstjórans við athöfnina kom fram að fyrsti FFH sem þarna lendir mun sleppa við að greiða lendingargjöld. Uppátœki 3: Að éta reiðhjól Franski skemmtikrafturinn Michel Lotito sem hefur getið sér gott orð fyrir mikla leikni við að éta alls kyns glerdót og rakvélarblöð og þvfumllkt. hefur nú I hyggju að rlfa I sig heilt reiðhjól. Þessi hnýsilega máltlð skal hefjast 1. janúar næstkomandi, en mathákurinn gerir ekki ráð fyrir að Ijúka henni fyrr en nokkrum mánuð um slðar. Uppátœki 4: Með sönnunargagnið undir tungunni Maður nokkur í Jacksonville i Florída var stöðvaður af lögreglunni nú fyrir helgina er hann ók bifreið sinni að gatnamótum einum þar í borg. Lögreglan hugðist þó ekki gera annað en kanna ökuskírteini mannsins. Viðkomandi lögreglumaður segir að maðurinn, James Lee Hollis, 24 ára að aldri, hafi litið út fyrir að vera með eitthvað undir tungunni. Þegar hann var beðinn um ökuskírteinið sagði hann ekkert og neitaði að svara öðrum spurningum. Slðan stökk hann út úr bifreiðinni og lenti í handalögmálum við tvo lögreglumenn. Eftir nokkra viðureign var Hollis yfirbugaður og færður á sjúkrahús til að gangast undir læknismeðferð. Þegar þangað kom bar það við að hann hóstaði skyndilega og út úr munni hans hrökk lítill poki með maríhúana Urðu því þær lyktir að James Lee Hollis var ákærður fyrir stuld, árás, ólögleg fíkniefni og fyrir að veita handtöku viðnám með ofbeldi. Uppátœki 5: Afkastamikill hrúðgumi ÞEGAR Radovan Sreckovic lézt I þorpinu Djurdjevo í Júgóslavíu ekki alls fyrir löngu taldi konan hans að ekkert yrði auðveldara en að ganga frá lögfræðilegum formsatriðum varðandi arffinn. En ekki leið á löngu áður en alls kyns konur tóku að skjóta upp kollinum sem kváðust vera eiginkonur Sreckovic. Og nú eru það samtals fimm eiginkonur sem krefjast þess að fá arf eftir hann. Radovan Sreckovic var tíðum á ferðalagi og dagblaðið Vecemje Novosti f Belgrad hefur skýrt frá því að hann hafi m.a. kvænzt konu I Djurdjevo og i Belgrad, svo og öðrum konum I Austurríki og i Frakklandi. TÆKNIUNDUR Þegar tísti 1 prestinum FYRIR nokkrum árum fundu Bandarfkjamenn upp mikið þarfaþing, sem eflaust verður komið um allan heim áður langt Ifður. Þetta er svokölluð tfsta, móttökutæki, á stærð við spila- stokk; bera menn það á sér og þegar tfstir f tækinu vita þeir, að þeir eiga að mæta á ákveðnum stað og geta þá brugðið skjótt við — eða iátið tfstið sem vind um eyru þjóta. Tfstur eru nú orðnar mjög algengar f Bandarfkjunum og hafa framleiðendur varla við eftirspurn, enda þótt þeir séu einir 550. Skoðanir manna um tfsturnar eru dálítið skiptar. Einhver komst svo að orði, að þær „færðu mönnum sálarró“, hvorki meira né minna. „Sá, sem ber á sér tfstu veit, að hægt er að ná til hans ef þarf, en auk þess veit hann, að meðan ekkert tfst heyrist þarf enginn á honum að halda!“ Aftur á móti kallaði annar tfstuna háls- ólina sfna og kvað aldrei stundar- frið fyrir f jandans tfstinu. „Enda er ég búinn að mölva þó nokkrar tfstur f bræði minni," sagði hann. Það er þó alveg efalaust, að aðdáendur tfstunnar eru miklu fleiri en hinir. Margir geta haft gagn af tfstun- um. Það eru til dæmis læknar, sölumenn, verkstjórar, blaða- menn, viðgerðarmenn, lögreglu- þjónar, flugfreyjur, þjónar og eiginmenn barnshafandi kvenna. svo að nokkrir séu nefndir. Og fleiri mætti telja; m.a. komst upp um einn innbrotsþjóf, sem bar á sér tfstu þótt hún dygði ekki f það sinn. Þá hefur heyrzt, að vændis- konur séu farnar að nota tfstur. Flestar tfsturnar gefa frá sér eintóna hljóð og veit maður þá, að hann á að koma á ákveðinn stað undir eins, eða hringja f tiltekið sfmanúmer. En auðvitað hafa ver- ið gerðar flóknari tfstur handa þeim, sem hafa mikið umleikis; eru sumar tvftóna, annar tónninn boðar mann t.d. á skrifstofu sfna en hinn heim. Þá eru til tfstur, sem kalla mann skipandi röddu „Hringdu í konuna þfna,“ eða „Hringdu á skrifstofuna." Enn aðrar titra hljóðlaust. Þær eru handa þjónum á veitingahúsum, sjónvarpsmönnum og heyrnar- lausum til dæmis. Algengar tfstur nema köll úr svo sem 35 km fjarlægð. Er þá hægt að kalla f menn milli borga. Það er augljóst, að mikið hagræði er að tækjum þessum, enda er þvf spáð, að þrjár milljónir manna a.m.k. verði búnar að fá sér tfstur áður en áratugur verður liðinn. Til skamms tfma keyptu læknar mest af tfstum, en nú eru menn úr öllum stéttum farnir að nota þær. Eg get nefnt prest nokkurn f Michigan. Hann ber tvær tfstur á sér. önnur boðar hann til slökkvi- starfa, en hin til prestþjónustu f sjúkrahúsi. Hann ber þær reyndar ekki á sér, þegar hann flytur messu. Hann hafði þær á sér við skriftir, en hætti þvf af slæmri reynslu. Mörgum synda- selum brá nefnilega illa (þótt þeir ættu það e.t.v. skilið), þegar þeir játuðu einhverja stórsyndina og tfsti f prestinum ... — WAYNE KING • ITALSKAR • ÞÝZKAR • SPÆNSKAR BLLLI SERFLOKKI Verð kr. 1.215.000 GOÐIR GREhBSLUSKILMALAR BIFREIÐAR l LANOBUNAÐARvELAR Suðurlandsbraut 14 — Reykjavik — simi 38600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.