Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM kalt, þrátt fyrir eldinn undir gufukatlin- um hans. En hin furðulegustu ævintýri áttu eftir að koma fyrir Manga. Á einhverjum af- skekktasta stað járnbrautarinnar brá honum við meir en nokkru sinni áður á ævinni. Því allt í einu var kallað: „Stopp- aðu, járnbrautarlest“, og út á teinana stökk stór, svartskeggjaður maður. Hann var klæddur blá-hvítum jakka, í bláum buxum og stórum, hnéháum leðurstígvél- um. Eyrnahringar úr gulli héngu úr eyr- unum á honum, á höfðinu hafði hann svartan hatt með mynd af hauskúpu og leggjum og hann hélt á tveimur ægileg- um marghleypum, sem hann beindi beint að Manga. — Guð geymi gufuketilinn minn! stundi Mangi og stoppaði svo skyndilega að það marraði í hjólunum hans. — Þarna er sjóræningi á ferðinni! Járnbrautarstjórinn og járnbrautar- vörðurinn og allir farþegarnir stungu höfðinu út um gluggann, þegar lestin stoppaði, og þegar þeir sáu sjóræningj- ann, ráku allir upp hræðsluóp. — Heyrðu! kallaði vörðurinn. Hvað viltu? Þú getur ekki farið svona að ráði þínu. — Jæja, sagði sjóræninginn og var illilegur á svipinn. — En er það ekki einmitt það, sem ég hefi gert? Vörðurinn neyddist til að játa, að sjóræninginn hefði rétt fyrir sér og sagði: — Hvað heitirðu annars? — Hvaó heiti ég? Sjóræninginn horfði svo grimmdarlega á lestarvörðinn að hann skalf á beinunum. Hvað heiti ég? öskraði ræninginn. Áttu við, að þú vitir ekki, hvað ég heiti? Fari það nú í græn- golandi Atlar.tshafið! Ég hélt, aó allir þekktu mig. Ég heiti Surtur sjóræningi! Hann benti á jörðina rétt við hliðina á járnbrautarteinunum, Þegar Mangi leit þangað, kom hann auga á trékistu, búna látúni og kopar, en við hlið kistunnar stóð lítil tunna. ....... viw MORödNf KAFFÍNO GRANI göslari Grani goslari ryðst fram á sjónarsviðið f Morgunblaðinu f fyrsta sinn f dag. Höfundur hans, George Crenshaw, var um áraraðir samstarfsmaður Walt Disneys, en byrjaði sfðan sjálfur að skapa eigin persónur, — Grani hefir þegar aflað sér mikilla vinsælda vfða um heim og létt mörgum f skapi. Hann heimsækir ykkur við og við nú á næstunni — þó ekki daglega — og hver veit nema þið eignizt þar nýjan heimilisvin. „Hafi fólk- ið hér í hverfinu peninga til að kaupa hjólbörur, hefur þú það.“ — Hver er refsingin við tvf- kvæni? — Tvær tengdamæður. Já, sagði skipstjoðrinn á gufuskipinu við óttasleginn farþega — ég er nú búinn að vera svo lengi við siglingar á þessum slóðum, að það má segja, að ég þekki orðið hvern boða og hvert sker. Rétt f þvf tók skipið harka- lega niðri og hristist allt og skókst. — Og hérna er nú einmitt eitt af þessum skerjum. Aðalorsök hjónaskilnaða er hjónabandið. Móðirin kallaði árangurslaust á son sinn. Hún leitaði um allt húsið og endaði með að fara upp á þak. Þar kallaði hún: „Ertu þarna, Jón?“ „Nei, mamma, en þú ættir að leita f kjallaranum." s______________________________ Læknirinn: Hóstinn f yður er léttari f dag en f gær. Sjúklingurinn: O, það er ekki að furða, ég hefi verið að æfa mig f alla nótt. Læknirinn: Ég get ekkert gert fyrir yður, maður minn. Þessi sjúkdómur er arfgengur. Sjúklingurinn: Viljið þér þá ekki gera svo vel að senda reikninginn til hans föður mfns. Sjúklingurinn er að vakna eftir svæfingu við uppskurð og sér að gluggatjöldin eru dregin fyrir gluggann. — Hvers vegna er dregið fyrir spyr sjúklingurinn? Læknirinn: Sjáið þér til, það er að brenna hús þarna hinum megin við götuna og ég vildi ekki láta yður halda, að upp- skurðurinn hefði mistekizt. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 2 kannski vegna þeirrar dulúðar sem er að finna í þeim. Og menn streyma f kvikmyndahúsin sem sýna myndir, gerðar eftir bókum hans. Frá upphafi hefur James Everest haft sérstöðu f bók- menntaheiminum. Hann er rit- höfundur sem hefur selzt vel og hefur fengíð afburða góða dóma bókmenntamanna, en slfkt fer sjaldnast saman. Hann hefur orð- ið goðsögn f lifandi lffi, til að ég noti þennan útþynnta frasa sem er fyrir löngu úr tfzku. En á þó við hér. Nftján ára gamall skrifaði hann bókina „The Kingdom Lost“ og hún vakti á honum athygli og með henni sló hann f gegn. Margar bækur fylgdu í kjölfarið og tuttugu og fimm ára gamall fékk hann Pulitzerverðlaunin. Næstu tfu árin skrifaði hann frábærar bækur, en gagnrýn- endur fóru að tala um til- breytingarleysi f formi og stfl. En svo fékk hann uppreist, þegar Nóbelsverðlaunin féllu honum f skaut fyrir „The Valley of the Shadow“ og þar með skipaðí hann sér á bekk með mestu rithöfund- um samtfmans. Þó hefur Everest jafnan tekizt að halda sjálfum sér utan við allt. Myndir hans hafa að vísu verið á kápum bóka hans, en engin atriði úr ævi hans. Væru spurningar um hann lagðar fyrir forleggjara hans var þeim svarað loðið og út f bláinn. Lengi var talið að James Everest væri dulnefni og það var varla fyrr en hann fékk Nóbels- verðiáunin, að maðurinn sjálfur kom að ráði fram á sjónarsviðið Jack Severing gerði hlé á skrif- um sfnum og hugsaði til þess er hann sjálfur hafði lesið fyrstu bók Everest. Hann hafði þá Ifk- lega verið sextán ára og fullur eftirvæntingar hafði hann sökkt sér niður f hana. Það var furðulegt að það skyldi vera öldungis sú bók sem hafði leitt til þess að hann hafði komið hingað til Texas f gær. Hann hélt áfram: „Eftir að Everest fékk Nóbels- verðlaunin heyrðist ekki mikið frá honum. Hann bjó annaðhvort á risastórum búgarði sfnum f Texas ásamt fámennu liðí, f lúxusfbúð sinní f New York eða sumarhúsi sfnu f Mexico. Kona hans hafði dáið skömmu eftir að fyrsta bók hans kom út og hann hafði ekki kvænzt á nýjan leik. Hann heitir f verunni James Whíte en hann notaði það nafn aldrel. Eftir að Nóbelsverðlaunabókin kom út virtist þörf rithöfundarins til að vera í næði og ró vaxa enn. Stöku sinnum tókst þó blaða- manni að komast að honum til að fá viðtal við hann eða kvikmynda- handritahöfundur sem átti að vinna upp úr bók eftir hann fékk leyfi til að ráðgast við hann. En einhvern veginn hafði sú hefð skapazt að haldið var upp á út- gáfudag „The Kingdom Lost“ á hverju ári. Sú bók hafði orðið eins konar hiblfa yngstu kyn- -slóðarinnar. Ilvert ár, þann 15. aprfl, fóru tveir blaðaljósmyndar- ar og nokkrir blaðamenn til dvalarstaðar rithöfundarins f það og það skiptið og sfðan gat að iesa heldur magrar lýsingar þeirra á fundi þeirra við skáldið. I ár stendur svo á að nú er aldarfjórðungur líðinn sfðan þessi umtalaða bók kom út. Var af þvf telefni gefin út sérútgáfa af henni og skrifaði rithöfundur- inn formála að henni. Þess vegna fékk og fjölmennari blaðamanna- hópur að heimsækja James Ever- est en áður. Og það var ástæðan fyrir því að ég kom akandi eftir þjóðvegi Tex- as f bflaleigubf) og var á leið til búgarðs James Everest. Ég hafði tilbeðið þennan mann f meira en tfu ár og ég var bæði kvfðinn og eftirvæntingarfullur þegar ég nálgaðist áfangastað. Þegar mað- ur er komínn um og yfir þrftugt eru hugsjónirnar farnar að fölna og fá goð á stalli sfnum. Þvf óttað- ist ég að fundur minn með Ever- est myndi verða til að svipta mig hugsjón minni og satt að segja langaði mig ekki að glata henni. Ég var feginn þvf að Vernon Fix, aðalljósmyndari Perspektivs, hafði getað komið með mér. Hann )á makindalegur f sætinu við hlið- ina á mér og virtist satt að segja ekki mikíð Iffsmark með honum. En það er sannarlega enginn doði yfir myndunum sem hann tekur. Mér hefur fallið vel að vinna með Vern sfðan fundum okkar bar saman. Samstarf okkar hófst strax fyrsta daginn minn á blað- inu og Vern kom inn á skrifstofu mfna. Þar sem hann var næstum þrjátfu árum eldri en ég gat hann sem hægast hafa boðið mér hjálp sfna. En það gerði hann ekki. Þess f stað sagði hann með glettnisglampa í auga: — Heldurðu ekki að okkur tak- ist að möndla þetta f sameiningu. Og okkur hefur satt að segja tekizt það bærilega allar götur sfðan. Þetta verkefni bauð upp á fyrstu heimsókn okkar til Suður- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.