Morgunblaðið - 03.10.1976, Side 7

Morgunblaðið - 03.10.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 7 Við staðnæmumst í dag á göngu okkar í haustblíðunni. Haustlitirnir eru þar alls ráð- andi, hrífandi fallegir. Sól er orðin lágt á lofti, og þetta minnir okkur á, að sumar- gróðurinn er að deyja og brátt kemur veturinn og leggur mjöll sina eins og lík- klæði yfirengi, tún og garða- gróður. Sú fegurð, sem við blasir nú, er því sársauka blandin. Dauðinn snertir aldrei svo mannlegt líf, að ekki verði eftir sár eða sökn- uður, jafnvel þótt það sé ekki annað en augnayndi sumar- gróðursins, sem við erum svipt. En haust og vetur eru ekki eilif. Við vitum, að aftur mun vora og sumarsól mun skína á ný. Þannig deyr lífið ekki, það sem skapar yndi sumars- ins. Það hverfur aðeíns um stund, og við mætum því aftur á nýju vori. En það er fleira en náttúr- an, sem prédikar á degi sem þessum. Það er sunnudagur, Drottinsdagur, og hann hefur að venju sinn boðskap að flytja. Guðspjall dagsins segir söguna af Jesú í Nain. Hann nálgast þessa litlu borg ásamt lærisveinum sínum. En þá kemur líkfylgd út um borgarhlíðið. í Ijós kemur, að á líkbörunum hvílir ungur maður. Hann er einkasonur móður sinnar og hún er ekkja. Myndin er þvi átakan- leg, og Jesús finnur til með móðurinni. Þess vegna geng- ur hann að líkbörunum, vek- ur hinn unga mann til lífsins á ný og gefur móður hans hann aftur. Hin þunga sorg í Nain breyttist skyndilega i mikla og djúpstæða gleði. Slíkt var eðlilegt. Og við eigum frá- sagnir af fleiri svipuðum at- burðum. Við minnumst dótt- ur Jairusar og Lasarusar frá Betaníu. En þá vakna spurn- ingar. Af hverju gerði Jesús þetta? Var það rétt, fyrst hann hjálpaði ekki öllum? Ekkjan i Nain, Jairus sam- kundustjóri og systurnar Marta og María í Betaníu voru ekki þau einu í landinu, sem syrgðu ástvini sína á þessum árum. Hvi voru þ: u tekin út úr, fyrst ekki var hægt að hjálpa öllum? Þannig spyrja margir, en ég vil þá spyrja á móti. Er þetta rétt, að Jesús hafi ekki hjálpað öllum, öllum þeim, sem á orð hans vilja hlusta, ihuga gjörðir hans og taka mark á hvoru tveggja? íhug- um, að von og trú samtíðar- manna hans gagnvart fram- haldslífi varákaflega veik. En með því að vinna hin kær- leiksríku kraftaverk, þarsem hann kallar látna menn aftur til þessa lifs, þá sýnir Jesús svo að ekki verður um villst, að hann er herra bæði lífs og dauða. Og svo þegar upprisa hans fylgir í kjölfarið, þá má Ijóst vera, að enginn, sem mark tekur á Jesú Kristi, þarf að vera í efa um það lengur, að orð hans, „Ég lifi og þér munuð lifa", þau reynast sönn. Hver, sem i dag syrgir lát- inn ástvin og þekkir sögu Jesú Krists, hann veit það, ef hann vill vita það, að ástvin- ur hans er ekki dáinn. Eins og Kristur reis upp, eins á mannssálin sína upprisu og kærleikur Krists bíður þess að mega leiða hana í hið himneska föðurskaut. Þess vegna er það ekki rétt, að Jesús hafi ekki getað hjálpað öllum. Hann hefur gert það, gert þaðá þann hátt að við getum aldrei full- þakkað það eða skyggnt til botns þá miklu gleði, sem upprisuvissan veitir hverjum þeim, er hana eignast. Gröfin er ekki endastöð. Hún táknar dyr nýs lífs. Gröf- in er ekki blindgata Hún táknar þjóðbrautina, þar sem vegarskiltið er letrað þessum orðum: „Hærra minn Guð til þín." — Við höfum numið staðar í haustblíðunni. Náttúran birtir okkur boðskap Guðs með ýmsu móti. í dag gengur hún í lið með guðspjalli dagsins, sem við fyrstu ásýnd sýnir dauða, en á í bakgrunni lif. Látum hinn kristna megin- boðskap um líf í kærleiksríkri umsjá og varðveislu Jesú Krists gefa okkur aukinn styrk til að ganga vonglöð mót hverjum nýjum degi, sem segir okkur ekki aðeins, að lífið lifir, heldur einnig hitt, að hvar sem við köllum Krist okkur til hjálpar við verkefni og erfiðleika dag- legs lífs, þá mun allt slíkt snúastá betra veg, böl verða að blessun, barátta vinnast til sigurs og dauðí umbreyt- ast í líf. Kantlímingarpressa Til afgreiðslu strax G. Þorsteinsson og Johnson h.f. Ármúla 1. Sími 85533. - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum í póstkrötu — Vakúm pakkað ef óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnaitirði Sími: 51455 Höfum kaupendur a8 eftirtöldum verSbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓOS: 1 Kaupgengi pr. kr. 100.- 1965 2 flokkur 1622 05 1966 1 flokkur 1471.20 1966 2. flokkur 1381 60 1967 1 flokkur 1 298 80 1968 1 flokkur 1131.12 1968 2.flokkur 1064 07 19 70 1 flokkur 73215 1 VEÐSKULDABRÉF: 1 — 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1965 1. flokkur 1833 04 1972 1 flokkur 460 00 19 72 2 flokkur 384 70 1976 2 flokkur 100 00 — dagvextir 1976 2 flokkur er nýtt útboð. Sala nýrra spariskirteina Rikissjóðs hefst 5 október n k Tökum á móti pöntunum mánudaginn 4 október n k frá kl 9 30 til 1 6 00 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS: 1973 B 326 63 (10% afföll) 1974 D 24414 1974 E 159.21 (10% afföll) 1975 G 11088 (10% afföll) 1976 H 11164 (6 5% afföll) VEÐSKULDABRÉF: 3ja mán veðskuldabréf með hæstu vöxtum 4ra ára veðskuldabréf með hæstu vöxtum 6 ára veðskuldabréf með 1 0% vöxtum 8 ára veðskuldabréf með 1 2% vöxtum. NRRKITmcSRPHAG Í21RRDI HP.s Verðbréfamarkaður 1 Lækjargötu 1 2, R (Iðnaðarbankahúsinu) I Sími 20580 Opið n.k. mánudag frá kl. 9.30 til 1 6 00 og aðra virka daga frá kl. 1 3.00 til 1 6.00. t e d d y Þar, sem við höfum tekið að okkur alla sölu og dreifingu frá Fataverksmiðjunni Sólídó s.f. undir vörumerkinu óskum við eftir að allir þeir fjölda mörgu sem verzlað hafa með snúi sér í framtíðinni beint til okkar og munum við kappkosta að veita sem allra beztu þjónustu nú sem fyrr. Ágúst Ármann hf. SUNDABORG, SÍMI 86677. Kaupmenn — innkaupastjórar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.