Morgunblaðið - 03.10.1976, Page 24

Morgunblaðið - 03.10.1976, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ræða utan- ríkisráðherra Einar Ágústsson ut- anríkisráðherra ávarp- aöi allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna sl. þriðjudag. Það var mjög að vonum að meginefni ávarpsins fjall- aði um hafréttarmálefni. Ráðherrann lagði áherzlu á, að ráðstefnunni hefði þegar tekizt að ná sam- komulagi um ýmis mikil- væg efnisatriði, þar á með- al um stærð auðlindalög- sögu og landhelgi, sem naumast yrði frá horfið. Þýðingarmesta atriðið, sem enn væri óleyst, væri um alþjóða- hafbotnssvæðið. Nauðsyn- legt væri að þetta viðfangs- efni fengi forgangsmeð- ferð á framhaldsfundum ráðstefnunnar, sem hefjast í New York 23. maí á næsta ári, og að allt yrði gert til að auðvelda lausn þess á milliþingafundum fram til þess tíma. Vitnaði ráðherra til þess að Hamilton S. Am- erasinghe, sem er í senn forseti allsherjarþingsins og hafréttarráðstefnunnar, hafi lagt áherzlu á slíka málsmeðferð á lokafundi hennar hinn 17. september sl. Ráðherra sagöi að rangt væri að hafréttarráðstefn- an hefði mistekizt. Sann- leikurinn væri sá, að það sem þegar hefði áunnizt, hefði veigamikla þýðingu, en hafa yrói þolinmæði við úrlausn þess, sem eftir væri. Því næst fjallaði ráð- herra um vígbúnaðarkapp- hlaupiö í heiminum, sem hann taldi alvarlegasta vandamál mannkynsins í dag. Hin alþjóðlega vopna- sala næmi 20 milljörðum dollara á ári og þá væri ekki meðtalið það, sem her- væddar þjóðir framleiddu í eigin þágu og næmi marg- faldlega þessari fjárhæð. Samdráttur í vopnafram- leiðslu myndi losa mikla fjármuni, sem betur væru komnir til göfugri verk- efna. Utanríkisráðherra ræddi einnig kynþátta- og nýlenduvandamál, einkum með hliðsjón af þróun mála í S-Afríku, ástandið í Líb- anon og Mið- Austurlöndum almennt, og það verkefni S.Þ. að tryggja það, að þessi og önnur ríki gætu í framtíð búið í friði og öryggi innan viðurkenndra landamæra. Utanríkisráðherra ræddi sérstaklega um starfsvett- vang S.Þ., sem væri mikil- vægur öllum þjóðum. Lagði ráðherra í því efni út af orðum, sem finna má í fornum ritum íslenzkum, og enn eru íslendingum tungutöm, ,,að ber væri hver að baki, nema sér bróður eigi“. Bakfiskurinn í íslenzkri utanríkispólitik undanfarin 30 ár hefur verið þátttaka í Sameinuðu þjóðunum sagði ráóherr- ann. Svo myndi verða um langa framtíð. Hér skal sérstaklega tek- ið undir þau oró utanríkis- ráðherra, að styrkur okkar og öryggi, sem fullvalda þjóðar í víðsjálum heimi, liggur ekki hvað sízt í þvi fjölþjóðlega samstarfi, sem við erum aðilar að, bæði innan Sameinuðu þjóð- anna, margháttaðs sam- starfs Norðurlanda, EFTA og ekki sízt Atlantshafs- bandalagsins, þ.e. varnar- samstarfs vestrænna lýð- ræðisþjóða. Með aðild okk- ar að Nato fetuðum við í fótspor bræðraþjóða okk- ar, Norðmanna og Dana, sem máttu þola bitra reynslu af haldleysi hlut- leysis og hernám á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar — og létu sér að kenn- ingu verða. Reynsla okkar varð raunar hliðstæð, þ.e. hernám, þó að við hlytum það lán í óláni, að lenda þeim megin víglínunnar sem lýðræði og mannrétt- indi voru nokkurs metin. Þessi reynsla, hnattstaða landsins og viðblasandi staðreyndir líðandi stund- ar leiddu okkur til þess varnarsamstarfs, sem ætl- að er að tryggja frið í okk- ar heimshluta og öryggi og fyllveldi aðildarríkjanna, hvað tekizt hefur allar göt- ur frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Friður, öryggi og velferð þjóðanna hvilir á alþjóð- gerðu starfsmenn sjón- varpsins ólöglegt verkfall. Af þeim sökum féllu út- sendingar sjónvarps niður í allmarga daga. Nú hefur vaknað sú spurning, hvort sjónvarpsnotendur eigi rétt á afslætti af afnota- gjöldum vegna þess. Það hefur verið dregið í efa af forráðamönnum Ríkisút- varpsins. Hér hlýtur ríkisfyrirtæki að sitja við sama borð og einkafyrirtæki. Þegar dag- blöð hætta að koma út vegna verkfalla, sem nokkrum sinnum hefur legu samstarfi. Samtök sameinuðu þjóðanna eru viðleitni til að skapa betri og traustari heim og frið- samlega sambúð þjóða. Á þeim vettvangi hefur margt vel tekizt, þó rangt sé að horfa fram hjá hætt- um sundurlyndis og gagn- stæðra hagsmuna. Engu að síður er það rétt hjá utan- ríkisráðherra að bakfiskur- inn í utanríkisstefnu íslendinga í 30 ár hefur verið heiðarleg viðleitni til að taka þátt í óhjákvæmi- legu, fjölþjóðlegu sam- starfi, til að tryggja eigið öryggi og stuðla að friði og farsæld í heiminum. argjöldum í samræmi við það, enda engin rök til þess að menn greiði fyrir vöru, sem þeir ekki fá. Með sama hætti eiga sjónvarpsnot- endur nú kröfu til aö fá afslátt af afnotagjöldum í samræmi við þann dag- fjölda, sem útsendingar féllu niður. Yfirmenn Rík- isútvarpsins geta ekki kom- izt upp með það, þótt um ríkisfyrirtæki sé að ræða að hafa að engu þann sjálf- sagna rétt þeirra sem kaupa þá vöru, sem þeir framleiða og gátu ekki lát- ið í té um skeið vegna ólög- legs verkfalls Afsláttur af afnotagjöldum Fkomið fyrir, hafa kaupend- yrir nokkru ur fengið afslátt af áskrift- | Reykjavíkurbréf CLaugardagur 2. október ♦♦♦♦♦••♦♦> „Menn sem kalla sig frjálslynda” Jóhann Hannesson, fyrrum þjóðgarðsvörður og prófessor, sem nú er nýlátinn, var einn þeírra manna, sem hvað mest og bezt mótuðu skoðanir fólks á ís- landi, meðan hann var og hét. Hann var einarður maður en sanngjarn og tillitssamur í rök- ræðum, hafði fastar og ákveðnar skoðanir, sem voru byggðar á mikilli menntun og lífsreynslu, sem mun næstum einsdæmi með okkar þjóð. Eftir langa útivist, þar sem hann var m.a. trúboði í Kína (talaði einn örfárra Islend- inga kínversku), kom hann heim til íslands og hóf að veita nýjum menningar- og hugmyndafræði- legum straumum ínn i íslenzkt þjóðlíf. Það er ekki óalgengt að hitta ungt fólk, sem heldur því fram, að greinar Jóhanns Hannes- sonar, ekki sízt þær, sem hann skrifaði í Morgunblaðið eftir Kínadvöl sína, hafi haft mikil og varanleg áhrif á það. Jóhann var ekki sfzt lýðræðislega hugsandi maður í stjórnmálum og gagn- rýndi harkalega það einræði, sem alls staðar hefur fylgt i kjölfar valdatöku marxista. Jóhann Hannesson flutti oft og einatt framsöguræður á fundum og þá ekki sízt meðan Stúdenta- félag Reykjavíkur hélt uppí kröft- ugri starfsemi hér á landi og markaði spor í samtímasögu og þótti þá ávallt mikill fengur að ræðum hans enda voru þær sér- stæðar og merkilegt framlag í heldur einhæfar umræður hér á landi; minnisstæð eru t.a.m. skrif hans um firringu i nútima samfél- agi, og þá með tilliti til marxism- ans. Eitt helzta hlutverk blaða er að koma merkilegum skoðunum á framfæri við almenning. Og með- an Morgunblaðinu tekst að hvetja menn eins og Jóhann Hannesson til að leggja eitthvað til málanna, gegnir það þörfu hlutverki í þjóð- félagi okkar. Jóhann Hannesson var ólíkur þeim, sem nú láta hvað mest að sér kveða í fjölmiðlum. Hann var stórlega vel hugsandi maður, reyndi að bæta fólk með upplýsingu og rökum, sannur húmanisti. Hann sló ekki um sig til að vekja athygli á sjálfum sér eða „sínum mönnum", enda hugði hann aldrei á framboð og hvarfl- aði ekki einu sinni að honum að komast á þing. Þó hefði Alþingi íslendinga verið mikill fengur að manni eins og Jóhanni Hannes- syni, svo miklir sem mannkostir hans voru. En hver spyr nú um mannkosti? Ögetið er þess grundvallar, sem Jóhann Hannesson byggði á trú sína og sannfæringu. Hann var guðfræðingur að mennt og fastur fyrir i lífsafstöðu sinni. En auðvelt var að rökræða við harin trúmál eins og annað, enda talaði hann með yfirsýn og af hleypidómaleysi þess, sem hef- ur hlotið mikla menntun og hefur þroska til að láta hana auka sér viðsýni, enda ekki vanþorf á hér á landi, þar sem þröngsýni, ónær- gætni og tillitsleysi eru að verða eitt helzta einkenni þeirra, sem hæst tróna. Maður, sem hefur verið um nokkurt skeið érlendis, kom heim nýlega og sagði, að sér hefði fund- izt hann vera „dottinn ofan í drullupoll“, þegar hann fór að lesa brigzlyrðin og „fréttirnar'* í íslenzku dagblöðunum. Slík er taugaveiklunin, að engu er líkara en að hér séu menn annaðhvort einungis að tala um glæpamenn eða við glæpamenn. En þvi miður eru forsendurnar fyrir þessum umræðum í þjóðfélaginu þær, að upp hefur komizt um hrikaleg glæpamál, sem enn hefur þvi mið- ur ekki verið unnt að brjóta til mergjar, þannig að allir þeir sem sekir eru hafi verið látnir sæta ábyrgð. En vonandi verður ekki langt þar til svo verður. Manns- hvörf og e.t.v. morð I sambandi við þau hafa ekki verið daglegt brauð á íslandi. Morgunblaðið hefur áður fagnað því, að erlend- ur sérfræðingur skuli hafa verið fenginn til starfa hér á landi til að upplýsa þessi mál. Enn fagnar blaðið þvf. Og vonandi fæst niður- staða, sem hreinsar loftið. Snúum okkur aftur að Jóhanni Hannessyni og drögum nokkurn lærdóm af því, sem hann boðaði. Um eitt skeið skrifaði hann greinaflokk i Lesbók Mbl. sem hann nefndi Þankarúnir og var hann mikið lesinn. Hann fjallaði um andleg verðmæti á menn- ingarlegan hátt, en það er að verða undantekning i íslenzkum dagblöðum. Þar ræður ríkjum flatstill meðalmanna. Þó að Gyðingar væru annarrar trúar en kristnir menn, þoldi Jóhann Hannesson ekkiannað en að þeim væri sýnd full virðing — og þá ekki sízt af kristnum mönn- um — og gagnrýndi harðlega þær ofsóknir, sem Gyðingar hafa orðið fyrir. Hann sagði í einum Þanka- rúnum sinum: „Á hvað ber eink- um að benda börnum til að koma I veg fyrir að hatur á Gyðingum myndist með þeim, þegar kennd eru kristin fræða? Þessi spurning kann að virðast furðuleg og óþörf, en samt er hún í brennidepli í kennaramenntun nútímans og væri ekki úr vegi að sumir prestar hugleiddu hana lika. Er ekki furðulegt, að menn geti leiðzt út í hatur um leið og þeir kenna trúar- brögð kærleikans? En svo lævis og lipur er syndin, að menn ganga í þessa gildru, eflaust oft óafvit- andi, og ekki sízt menn, sem kalla sig frjálslynda (leturbr. Mbl.) og telja sig af þeim sökum meiri nútímamenn og heldur betri en aðra menn, sem ekka skreyta sig fjöðrum frjálslyndisins. Það er engin tilviljun að illræmdustu Gyðingaofsóknir hófust í Þýzka- landi í kjölfar frjálslyndu guð- fræðinnar. Þar í landi héldu margir frjálslyndir guðfræðingar að sér höndum, meðan ýmsir fremstu menn díalektísku guð- fræðinnar sátu í fangelsum eða voru hundeltir af nazistum fyrir andmæli gegn Aríagreininni og augljósa samstöðu með Gyðing- um. Um þetta þögðu menn yfir- leitt á íslandi eða tóku í streng með villutrúarmönnum. . .“ I þessum orðum felst ekki litill lærdómur fyrir þá íslendinga, sem nú lifa og hlusta á hvern donkíkótinn af öðrum hæla sér af því að vera boðberi frjálslyndis og kærleika, mannbætandi lifs og heiðarleika, á sama tíma og hver hundeltir annan. Jafnvel mál- gagn kommúnista hefur ekki við að hrósa sjálfu sér nú í vikunni og blæs út eins og plastfill af því að hafa „brotið blað í islenskri blaða- mennsku", svo að vitnað sé i hégómann. Meðan þeir alþýðu- bandalagsmenn rembast við að „brjóta dagblað" í blaðamennsk- unni reyna þeir og aðrir að bera það út, að útbreiðsla Mbl. dragist saman, enda þótt Mbl. hafi aldrei veríó greitt af jafn mörgum áskrifendum og nú. Útbreiðsla blaðsins eykst jafnt og þétt, þrátt . fyrir óskhyggju keppinauta. (Mbl. hefur margoft óskað eftir því, að komið verði á fót upplags- eftirliti hlutlausra aðila til að fram komi réttar tölur um út- breiðslu dagblaðanna — og er það hér mcð cnn ítrckað). I nafni frjálsiyndis segist mál- gagn Alþýðubandalagsins hafa kallað Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, á hvalbeinið, en hafði að vísu ekkert upp úr því annað en hversdagslegt samskraf um veizlur og kunningjaboð, en dembdi sér svo yfir hann vegna lánamála hans — og miklast af öllu saman (!). Timinn er ekki lengi að svara f sömu mynt og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.