Morgunblaðið - 03.10.1976, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1976
46
Fjalakötturinn II —
Sýningar í nóvember
26. sept. síðastliöinn fjallaði
ég nokkuð um sýningar Fjala-
kattarins út októbermánuð, en
hér verður fjallað um þær
myndir sem sýna á í kiúbbnum
í nóvember.
4., 6. og 7. nóv.:
L’Avventura, 1960, (Ævintýr-
ið) eftir ítalska leikstjórann
Michelangelo Antnioni var
sýnd í Bæjarbíói fyrir einum 10
eða 12 árum síðan, og eflaust
muna ýmsir eftir henni frá
þeim tíma. L’Avventura var
sýnd á kvikmyndahátíðinni i
Cannes 1960 en vann ekki til 1.
verðlauna, (hún hlaut hins veg-
ar sérstök verðlaun) þar sem
mynd Fellinis, La Dolce Vita,
vakti meiri athygli áhorfenda
og dómenda. Það er athyglis-
vert, að báðar þessar merku
myndir fjalla i grundvallar-
atriðum um sama efnið um, sið-
fræði, tilfinningar og hugmynd-
ir nýs tíma um nýtt gildismat á
gömlum hefðum og hindurvitn-
um. I stað þess að rekja efni
L’Avventura, sem fjallar um
óstýrilátar tilfinningar ófull-
kominna mannvera, væri fróð-
legt að vitna í nokkrar setning-
ar í dreifibréfi, sem Antonioni
skrifaði og lét dreifa fyrir sýn-
inguna í Cannes 1960. Þar dreg-
ur hann fram skarpan saman-
burð á vísindum annars vegar,
sem sífellt þreifa fyrir sér inn í
framtíðina og ávallt eru tilbúin
til að neita sannleika gærdags-
ins, ef það yrði til þess að auka
skilning þeirra á framtíðinni,
þó ekki væri nema um smábrot,
— milli visindanna annars veg-
ar og rígbundinnar, stirðnaðrar
siðfræði hins vegar, sem menn
gera sér grein fyrir hvaða gall-
ar eru á, en sem fá þó að standa
óbreyttir. „Frá fæðingu er mað-
urinn hlaðinn tilfinningum,"
segir Antonioni, „sem alls ekki
henta þörfum hans. Þær móta
hann án þess að hjálpa honum,
fjötra hann án þess að vísa
honum leið úr ógöngunum. Svo
virðist, sem .nanninum hafi
ekki enn tekist að losna undan
þessu oki. þessari arfleifð.
Hann starfar, hatar, þjáist, rek-
inn áfram af siðfræði og goð-
sögnum, sem þegar voru orðin
úrelt á tímum Hómers. Þetta er
fáránlegt, — i dag, þegar við
erum um það bil að hefja ferðir
til tunglsins. En svona er staða
okkar nú samt!“ (Þetta minnir
óneitanlega nokkuð á hug-
myndir Kubricks í 2001).
Antonioni segir síðan, að á síð-
ustu árum hafi tilfinningar ver-
ið grandskoðaðar en án nokk-
urs árangurs, ekki hafi verið
hægt að finna neinar nýjar til-
finningar, né heldur að ráða
nokkra bót á þessu vandamáli.
„Ég ætla mér ekki þá dul, mér
væri það ómögulegt, að þykjast
geta fundið lausnina. Ég er
ekki siðapostuli. Mynd min,
L’Avventura, er hvorki ákæra
né prédikun. Hún er saga, sögð
í myndum og ég vona, að fólk
sjái ekki í henni nýja, blekkj-
andi tilfinningu, heldur geti
það séð með hvaða hætti það er
mögulegt að blekkja sínar eigin
tilfinningar.” — „Lokaniður-
staðan, sem persónur minar
komast að, er ekki siðferðilegt
stjórnleysi. Þær öðlast, þegar
best tekst til, einskonar gagn-
kvæma meðaumkun. Þið mun-
uð segja mér, að einnig þessi
niðurstaða sé gömul. En hvaða
möguleikum öðrum er til að
dreifa?”
Með þessari yfirlýsingu fyrir
sýningu myndarinnar hefur
Antonioni vafalítið viljað vekja
athygli áhorfenda á þvi, að
þrátt fyrir stöðugar nýjungar
og framfarir í heiminum og nýj-
ar hugmyndir, sem krefjast
breyttrar hegðunar, þá stendur
tiifinningalif mannsins I stað.
Þar af leiðandi á hann í árekstr-
um við umhverfið, honum verð-
ur fótaskortur á taflborðinu,
þar sem stöðugt er breytt um
leikreglur og eina lausnin í
augnablikinu er að hann viður-
kenni auðmjúklega takmörk
sín og vanmátt.
11., 13. og 14 nóv.:
Rashomon, gerð 1950.
18., 20. og 21. nóv.:
Að lifa.(Ikiru), gerð 1952.
Báðar þessar japönsku mynd-
Takashi Shimura, einn af helstu leikurum Kurosawa I mynd hans
Ikiru.
Toshiro Mifune, sem leikið hefur 1 flestum myndum Kurosawa f
Rashomon.
Kvikmyndasýnmgar í Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna hefur sent frá sér
dagskrá um kvikmyndasýn-
ingar, sem haldnar verða í
húsakynnum stofnunarinnar
að Neshaga 16, á hverjum
þriðjudegi kl 17:30 og
20:30 fram til áramóta Öll-
um er heimill ókeypis að-
gangur. Dagskránni er skipt
nokkuð niður, þannig að í
október eru sýndar myndir,
sem tengdar eru við tónlist
og dans, bæði heimildar—
og fræðslumyndir (um Alvin
Ailey og Alwin Nikolais, um
klassískan ballett o fI ) og
skemmtimyndir eins og Top
Hat, með Fred Astaire og
Ginger Rogers, og The
Wisard of Oz með Judy Gar-
land. í nóvember er yfirskrift-
in „kvikmyndir" og meðal
efnis má nefna Nanook of
the North, hina klassísku
heimildarmynd Robert
Flahertys um líf eskimóanna,
sem hann gerði 1920 —
'21 Þá verða sýndar fjórar
stuttar myndir eftir og með
Chaplin, en þær nefnast The
Tramp, The Woman, The
Bank og Police. Chaplin
gerði þessar myndir 1 91 5 og
'16, þegar hann var á
samningi við Essanay-
fyrirtækið, en sá samningur
kvað á um, að Chaplin skyldi
gera 35 myndir á ári, en
hann gerði hins vegar 14 á
jafnmörgum mánuðum.
Þá er einnig á dagskrá
myndin The Hustler eftir
Robert Rossen, með þeim
Paul Newman, Jackie
Gleason og George C. Scott í
aðalhlutverkum, og einnig
vérða sýndar ýmsar stuttar
myndir. í desefnber, sem ber
yfirskriftina „Staðir, USA",
verða sýndar nokkrar
heimildarmyndir og auk þess
kvikmyndin Those
Magnificent Men in Their
Flying Machines, með
stjörnuleikara í hverju hlut-
verki.
Nánari upplýsingar um
þessar sýningar er hægt að
fá í Menningarstofnuninni að
Neshaga 1 6
ir eu eftir meistarann Kuro-
sawa, sem óþarfi er að kynna
hér.
Rashomon er í rauninni ein
saga, sögð fjórum sinnum. Ung
hjón eru á ferð i skógi og hitta
þar ræningja einn. Hann platar
eiginmanninn afsíðis og bindur
hann, og svivirðir síðan konuna
fyrir framan hann. Um þetta
ber framburði vitna saman,
þegar þau eru yfirheyrð, en um
það hvernig dauða eiginmanns-
ins bar að höndum eftir þennan
atburð er framburður ósam-
hljóða. Ræninginn segist hafa
drepið eiginmanninn í heiðar-
legu einvigi, eiginkonan segist
hafa drepið hann vegna þess að
hann hataði hana eftir þetta, og
eiginmaðurinn, sem talar í
gegnum miðil, segist hafa fram-
ið sjálfsmorð. Eina vitnið að
atburðinum segir svipaða sögu
og ræninginn, en honum er var-
lega trúað, þar sem hann hefur
orðið uppvís að lygum.
Rashomon er ein þekktasta
mynd Kurosawa en það er I
rauninni aðeins tilviljun að svo
er. Myndin var gerð fyrir
Dahei-fyrirtækið í Japan, sem
hafði aldrei trú á myndinni,
hvorki á meðan hún var i
vinnslu eða eftir að þeir fóru að
sýna hana. Þá barst sú beiðni
frá kvikmyndahátíðinni i Fen-
eyjum að japanir veldu ein-
hverja mynd til sýningar þar og
japanir, sem voru allsendis
óvanir að taka þátt I vestrænum
kvikmyndahátíðum, höfðu ekki
hugmynd um, um, hvaða mynd
þeir gætu sent. Rashomon kom
ekki einu sinni til álita. Beiðnin
frá Feneyjum hafði hins vegar
einnig komið til konu nokkurr-
ar, sem stjórnaði Italiafilm í
Japan og þegar hún hafði skoð-
að nokkrar myndir stakk hún
upp á Rashomon, en það vakti
mikla andstöðu, og sérstaklega
hjá Dahei, og það var með
mestu tregðu, að þeir sendu
myndina. Þegar Rashomon
vann síðan fyrstu verðlaun í
Feneyjum 1951, rak japana í
rogastans. Þeir höfðu ekki trú-
að því, að vesturlandabúar
kynnu að meta japanska leiktil-
burðu og frásagnarmáta. Ef
ekki hefði komið til þrákelni
þessarar konu og kvikmyndahá-
tíðin í Feneyjum, er ekkert lík-
legra en Rashomon rykfélli nú
á hillum Dahei-fyrirtækisins
sem hver önnur meðalmynd.
Ikiru merkir ,,að lifa“. Kuro-
sawa hefur skrifað: „Stundum
hugsa ég um minn eiginn dauða
— ég hugsa um það að vera
ekki lengur til, — og það voru
þessar hugsanir, sem urðu
kveikjan að Ikiru“.“ Sagan er
um mann, sem veit að hann á
aðeins hálft ár ólifað. Þegar
gamli maðurinn, Watanabe, yf-
irgefur lækninn með þessi tíð-
indi, segir læknirinn við aðstoð-
armann sinn: „Ef þú værir
hann og ættir aðeins hálft ár
ólifað, hvað mundir þú gera?” I
myndinni reynir Kurosawa að
svara þessari spurningu og
svarið felst að nokkru i heiti
myndarinnar að lifa, sú stað-
reynd að vera til. Fyrstu við-
brögð Watanabe er hræðsla, á
næsta stigi reynir hann að halla
sér að fjölskyldu sinni, en þar
sem hann er ekkjumaður og
sonur hans hefur nóg með sin
vandamál og sinnar fjölskyldu,
finnur hann enga huggun þar.
Þá fyrst fer Watanabe að efast,
sennilega í fyrsta sinn á ævinni
um allt, sem hann hefur tekið
sem sjálfsagða hluti hingað til.
Að efast vekur tilfinningar,
vekur lífskraft. Hann efast um
skrifstofuna, sem hann vann á
og þá tuttugu og fimm ára
dyggu þjónustu, sem hann innti
þar af höndum og — erfiðast af
öllu — hann efast um son sinn.
Þegar dauðinn nálgast, vaknar
hann til vitundar um það, að
hann er frjáls, að lífið er hans,
og hefur alltaf verið það. Hann
hefur bara ekki hugsað um áð-
ur, meðan hann lifði eftir fast-
mótuðum venjum, sem tóku af
honum það ómak að efast.
Eftir að hafa séð Ikiru fyrir
einum niu árum minnist ég
hennar enn sem stórkostlegar
kvikmyndar, sem hafði óvenju-
mikil áhrif á mig. Vonandi
þurfa sem fæstir að missa af
Ikiru, sem fjallar raunverulega
um eina vandamálið, sem
mannkynið á við að stríða, list-
ina að lifa.
Siðasta sýning i nóvember er
á mynd Pietro Germis, Sedotta
e Abbandonata (Fifluð og yfir-
gefin), en um hana var fjallað
26. sept. sl. SSP
Nanook, f samnefndri mynd eftir Robert Fiaherty.