Morgunblaðið - 02.11.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.11.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Sigurður K. Waage Sigurður K. Waage for- stjóri látinn Sigurður Kristinn Waage for- stjóri Sanitas er látinn í Reykja- vík, en hann fæddist í Reykjavík 1902. Sigurður stofnaði gosdrykkja- og aldinsafagerðina Sanitas 1924 Framhald á bls. 47. Frumvarp að nýrri tollskrá væntanlegt: innar í skyndiverkfalli: Mótmæla hvernig staðið var að ráðn- ingu nýs forstjóra AÐEINS fjórir af rúmlega 20 skrifstofumönnum Skipaútgerðar ríkisins mættu til starfa f gær- morgun. Voru það þeir Guðjón Teitsson, sem lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins um mán- aðamótin, Guðmundur Einarsson, nýráðinn forstjóri Skipaútgerðar- innar, og tveir aðrir af yfirmönn- um fyrirtækisins. Astæðan fyrir því að fleiri mættu ekki til starfa á skrifstof- unni 1 gær er sú, að sögn Agnars Jónssonar, trúnaðarmanns starfs- fólks Skipaútgerðarinnar, að skrifstofufólkinu llkaði ekki hvernig staðið var að ráðningu hins nýja forstjóra. — Við teljum að gengið hafi verið framhjá tveimur hæfum, gamalreyndum starfsmönnum fyrirtækisins auk þess sem samgönguráðherra hafi Nafn manns- ins sem lézt BANDARÍKJAMAÐURINN, sem beið bana í umferðarslysi á Reykjanesbraut aðararnótt s.l. laugardags, hét Norman Fetter, 43 ára gamall. Hann var yfirmað- ur fjarskiptastöðvar varnarliðsins í Grindavík. verið búinn að ákveða hver fengi starfið áður en það var formlega auglýst laust til umsóknar, sagði Agnar Jónsson í viðtali við Morg- unblaðið 1 gær. Verkfall þetta náði ekki út fyrir skrifstofur Skipaútgerðarinnar og þannig var t.d. unnið I skemm- um fyrirtækisins og eins við Heklu, sem var 1 höfn f Reykjavík í gær. Ekki mun verkfallið eiga að standa nema í þennan eina dag. Framhald á bls. 47. Þriðji fundur borgarstjóra ÞRIÐJI hverfafundur Birgis ls- leifs Gunnarssonar, borgarstjóra með fbúum Reykjavfkur verður f kvöld með fbúum Arbæjar- og Seláshverfa. Fundurinn, sem verður f Félagsheimilí Rafveit- unnar hefst klukkan 20.30. Fundarstjóri verður Skúli Möller kennari, en fundarritari Ingibjörg Ingimarsdóttir húsfrú. A fundinum mun borgarstjóri ræða um málefni Reykjavíkur, skipulag höfuðborgarinnar og framtíð. Þá mun hann og svara fyrirspurnum fundargesta. Afþreyingarheimili fyrir vangefna Herferd Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir bættri adstödu vangefinna Ljúkum verkinu... gefi 70 kr. eða 280 á hverja meðalfjöl- Guðmundur Efnarsson frkvstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar. t þessari viku hefur Hjálparstofnun kirkjunnar efnt til her- ferðar fyrir málefnum vangefinna hér á landi. Herferð þessi 1.—7. nóvember er gerð í fiamhaldi af fórnarviku kirkjunnar f marz s.l. þar sem þessi mál voru einnig til meðferðar. Mbl. ræddi við Guðmund Einarsson fraframkvæmdastjóra Hjálparstofnunar- kirkjunnar um þessa herferð: Eitt brýnasta verkefnið fyrir landinu vangefna er að koma á fót krónur afþreyingarheimili og er það skyldu. samdóma álit allra þeirra er að þessum málum vinna, sagði Guðmundur. Verkefnið sem við stefnum að nú er að safna því sem upp á vantar til byggingar afþreyingarheimilis, eða til við- bótar því, sem safnaðist í marz s.l. en þá söfnuðust á sjöttu milljön króna. Kostnaður við slíkt heimili fokhelt er 15—20 milljónir króna. Þetta jafngild- ir því að hvert mannsbarn í Til hjálpar vangefnunt börnum Hvaða starfsemi fer fram á slíku heimili? 1 álitsgerð sem við fengum frá Styrktarfélagi vangefinna kom fram að á núverandi heim- ilum eru vistmenn með mjög mismunandi greind og getu til náms og starfs. Lyngásheimilið er þar einna verst sett vegna Framhald á bls. 47. Hjálparstofnun kirkjunnar Gíró 20.000 Veggspjald það, sem útbúið hefur verið f tilefni herferðar- innar. Sölugjald af vélum og tækjum til iðnaðar fellt niður 1. janúar FRUMVARP tíl laga um tollskrá verður lagt fyrir Alþingi f haust og er þess vænzt, að ný lög um tollskrá geti öðlazt gildi hinn 1. janúar næstkomandi. Þetta kom fram f fjárlagaræðu fjármálaráð- herra við fyrstu umræðu fjárlaga- frumvarps fyrir árið 1977. Frum- varpið er framhald þeírrar stefnu, er mörkuð er með toll- skrárlögum frá 1970 og 1974 og endurspeglar frumvarpið þvf samningsbundnar tollalækkanir vegna aðildar Islands að EFTA og ákvæði frfverzlunarsamnings Islands við Efnahagsbandalag Evrópu. í ræðu Matthfasar Á. Mathiesen kom fram, að f ársbyrjun 1974 hafi tollar af vélum til sam- keppnisiðnaðar verið felldir nið- ur, en tollar af hráefnum verið lækkaðir um helming frá þvf sem þeir höfðu verið í árlok 1973, en Fundur um idn- að á Akranesi SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi efna til fundar um iðnaðarmál og verður þar sérstak- lega fjallað um járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. A fundinum verða þeir dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðárráðherra og dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaður tslenzka járnblendi- félagsins. Munu þeir flytja fram- söguræður, en sfðan gefst fundar- mönnum tækifæri til þess að spyrja þá um iðnaðarmál og þá sérstaklega um væntanlegar og yfirstandandi framkvæmdir á Grundartanga. Fundurinn, sem er á miðviku- dagskvöldið, verður að sögn Harð- ar Pálssonar kærkomið tækifæri fyrir Akurnesinga til þess að hlusta á skýringar og fréttir af gangi mála, hvernig staðið verði að byggingu járnblendiverk- smiðjunnar. Þá sagði Hörður að Gunnar Thoroddsen myndi að öll- um líkindum einnig fjalla um iðn- að almennt á Islandi. sfðari helmingur tollalækkana á hráefnum tók gildi 1. janúar 1976. Má því segja að frá byrjun þessa árs hafi íslenzkur samkeppnisiðn- aður yfirleitt búið við tollfrelsi á aðföngum til framleiðslu. Þessi regla hefur þó ekki verið án undantekninga, og er að þvf stefnt í toliskrárfrumvarpinu að leysa þau vandamál, sem eftir voru skilin á þeim aðlögunartíma, sem liðinn er frá 1970. Ber þar einkum að nefna lækkun tolla á timbri og ýmiss konar plötum til smfða og bygginga úr trjáviði, lækkun tolla á ýmsum rekstrar- vörum og öðrum aðföngum til iðn- aðar. Samkvæmt heimild í fjárlögum fyrir árið 1975 hefur fjármála- ráðuneytið nú um tveggja ára skeið fellt niður að hálfu eða endurgreitt að hálfu eftir þvi sem við hefur átt, sölugjald af ýmsum vélum til iðnaðar. í frumvarpinu nú er lagt til að samþykkt verði heimild til að fella niður að fullu eða endurgreiða sölugjald af vél- um og tækjum, vélahlutum og varahlutum til samkeppnisiðnað- ar (verndarvöruiðnaðar) og verð- ur það gert frá og með 1. janúar 1977. Með þessari heimild og með tollskrárlögum yrði stigið stórt skref að því marki, að íslenzkum samkeppnisiðnaði verði eigi Iþyngt með aðflutningsgjöldum, svo og að sambærileg tollaákvæði gildi um samkeppnisiðnað og gilt hafa um hina svokölluðu stóriðju, sagði fjármálaráðherra á ræðu sinni. YFIRLÝSING Vegna fyllyrðinga Jóns Halls- sonar, fyrrverandi bankastjóra Alþýðubankans, sem hafðar eru eftir honum f fjölmiðlum um að fundargerðir bankaráðs hafi ver- ið falsaðar, kemst fyrrverandi bankaráð Alþýðubankans ekki hjá þvf að gefa eftirfarandi yfir- Iýsingu: A hluthafafundi Alþýðubank- ans mánudaginn 25. október hélt Jón Hallsson því fram, að rangt væri bókað svar, sem hann gaf við fyrirspyrn frá Einari ögmunds- syni, sem var eftirfarandi orðrétt úr fundargerð bankaráðs frá fundi 17. nóvember 1975: „2. liður. Einar spurði banka- stjórana, hvort þeir hefðu ekki staðið báðir að þessum útlánum. Jón svaraði þvf játandi, en gat um að vegna fjarveru sinnar erlendis um tíma f októbermánuði, hefði hann ekki vitað um allt.“ Jón Hallsson gerði aldrei at- hugasemd við bókanir frá fund- um bankaráðs og við höfum undirrituð þvf aldrei heyrt at- hugasemdir frá hans hendi þær varðandi fyrr en nú. A hluthafa- fundinum gat Jón Hallsson þess, að sér hefði verið kunnugt um að Einar ögmundsson mundi bera fram slíka fyrirspurn og hefur svar Jóns við henni verið yfirveg- að. Hvað Jón segir nú varðandi þetta atriði skiptir ekki máli og breytir ekki fyrra svari hans. Hermann Guðmundsson, Einar ögmundsson, Björn Þorhallsson, Jóna Guðjónsdóttir, Markús Stefánsson. Skrifstofumenn Skipaútgerðar- Karl Einars- son látinn KARL Einarsson, hin landsfræga eftirherma, lézt úr hjartabilun hinn 28. október sfðastliðinn. Karl var 42ja ára er hann lézt, en hann hafði kennt sér meins fyrst fyrir ári sfðan. Karl Einarsson fæddist 7. júnf 1935 og fór 15 ára til sjós á fiski- bát. Hann var lengi til sjós, m.a. á varðskipum og um skeið bryti á Herjólfi. Þá rak hann um skeið sjálfstæðan atvinnurekstur og síðustu 2 ár starfaði hann á skrifstofu sýslumannsins f Gull- bringu- og Kjósarsýslu f Grinda- vfk. Fyrir 10 árum fór Karl að fást við eftirhermur og kom þá í ljós að hann hafði einstaka hæfileika í að bregða sér í hvers manns líki. Karl Einarsson var kvæntur Evu Pétursdóttur frá Dalvfk. Hann lætur eftir sig 6 börn. Dr. Gunnar Thoroddsen Dr. Gunnar Sígurðsson ANNAÐ starfsfólk Skipaútgerð- arinnar en skrifstofufólkið mætti til sinnar vinnu f gær og var með- al annars unnið við lestun f Heklu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.