Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1976 13 „Fiðrildi” í suðrænni sól ELDRI bæjarbúar I Kópavogi hafa um nokkurra ára skeið haft með sér félagsskap, og ekki alls fyrir löngu fékk félagsskapurinn nafn, og nefnist „Fiðrildin". t október s.l. skriðu 30—40 fiðrildi úr púpunum og flugu til Mallorca þar sem þau flögruðu um f sólinni f hálfan mánuð. Þessi starfsemi er á vegum Félagsmálastofnunar Kópavogs Taflfélagid skuldar tæp- ar 2,3 millj- ónir kr. vegna al- þjóðamótsins og hefur Asthildur Pétursdóttir haft mikið með þessa starfsemi að gera og var m.a. fararstjóri I ferðinni til Mallorca. Asthildur sagði að nafnið hefði eiginlega komið til af því að hún hefði farið til Svíþjóðar og Dan- merkur í sumar til að kynna sé málefni aldraðra í þessum löndum og hefði hún tekið eftir því að þessar þjóðir notuðu mikið blómanöfn á slík félög. „Svo vild- um við heldur ekki tengja nafnið gömlu fólki á nokkurn hátt,“ sagði hún. „Ferðin til Mallorca heppnaðist sérlga vel,“ hélt hún áfram. Það var greinilegt hve fólkið naut þess að vera frítt og frjálst og það var eins og margir skildu eftir ýmsa krankleika þarna fyrir sunnan. Mér fannst reynslan af þessu það góð, að ég vil endilega hvetja til að meira verði gert af slíku.“ Ljósm. Kristinn Olafsson. RÚMLEGA sjötug kona varð fyrir bifreið á Hringbraut við Laufásveg síðdegis á föstudag. Konan var á leið suður yfir götuna og hafði bfll á vesturleið stöðvað fyrir henni. Ónnur bifreið, einnig á vesturleið, ók fram úr hinni og lenti á konunni. Hún var flutt á slysadeild en reyndist ekki alvarlega slösuð. Miklar umferðartafir urðu á meðan lögreglumenn gerðu mælingar á slysstaðnum. Ljósmyndin er af vettvangi, og hafa plastmerki verið sett upp þar sem skór konunnar eru. ÞAÐ KOM fram á aðalfundi Tafl- félags Reykjavfkur nýverið, að gffurlegt tap varð á alþjóðlega skákmótinu, sem félagið stóð fyr- ir f Hagaskóla s.l. haust. Sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri er tapið 1,6 milljónir króna. Skuldir félagsins vegna mótsins eru nú tæpar 2.3 milljónir króna og aðr- ar skuldir rúm ein milljón. Lausaskuldir félagsins nema alls 3.3 milljónum króna, þar af gjald- falla skuldir að upphæð 2,4 millj- ónir fyrir áramót og engir pening- ar til, að sögn Olafs H. Ólafssonar ritara félagsins. 1 skýrslu stjórnar félagsins kemur fram að allur tilkostnaður við alþjóðlegu skákmótin hefur margfaldast ár frá ári á meðan styrkir rfkis og borgar hafa litið hækkað. Segir f skýrslunni að styrkir þessara aðila verði að hækka úr 500 þúsundum í 1600 þúsund á næsta ári ef endar eiga að ná saman. Fáist opinberir styrkir ekki hækkaðir sé félags- samtökum eins og Taflfélagi Reykjavíkur ekki stætt á þvf að leggja út I annað eins fjármála- ævintýri og að halda alþjóðlegt skákmót. A aðalfundinum baðst Guðfinn- ur Kjartansson undan endurkjöri sem formaður TR. Var í hans stað kjörinn formaður Ólafur Björns- son. Sagði Ólafur H. Ólafsson rit- ari að hinnar nýju stjórnar biði mikið starf i bönkum landsins, eins og reikningar félagsins bentu til. „....ella segi ráð- herra af sér” Nemendaráð Tækniskóla Is- lands hefur sent menntamálaráð- herra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, eftirfarandi: „Aðalfundur nemendaráðs Tækniskóla Islands mótmælir harðlega þeim gerræðislegu vinnubrögðum, sem viðhöfð hafa verið við samning og frágang út- hlutunarreglna Lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna. Aðalfundur N.T.Í. krefst þess, að ráðherra dragi undirskrift sína til baka og leiðrétti úthlutunar- reglur þannig að sanngjarnar megi teljast, ella segi ráðherra af sér. f.f. Nemendaráðs T.I. Hermann Hermannsson," EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AUGLYSINGA- SIMINN KR: 22480 PHILCO þVOTTAVÉLAR frábaerqæði 1. Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. 2. Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar.öll- um þvotti. 4. 2 stillingar fyrir vatnsmagn—orkusparnaður. 5. Viðurkennt ullarkerfi. 6. Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. 7. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu —tryggir rétta meðferð alls þvottar. 8. Stór hurð — auðveldar hleðslu. 9. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. 10. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. 11. Nýtt stjórnborð skýrir með táknum hvert þvottakerfi. 12. Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur. 3FALT SÁPUHÓLF PHILCO ÞURRKARI ln BHB 5FTÍ1 Sparið rým:: Þurrkarinn ofan á þvottavél- inni og handhægt útdregið vinnuborð á milli. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.