Morgunblaðið - 02.11.1976, Side 14

Morgunblaðið - 02.11.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 fjðnkynning á Egilsstöðum .... iðnkynning á Eglisstöðum .... iðnkynning á Egilsstöðum Starfsemin sprengdi fljótt nýja húsið utan af sér Byggingarfélagið Brúnás hf. Þessi útidyrahurð á eftir að halda úti vondum veðrum fyrir einhvern. „Þetta byggingarféiag er með þeim elztu á Iandinu, ef það er þá bara ekki það eizta. Það eru I það minnsta mjög fá byggingarfyrir- tæki sem enn eru starfandi, og hafa staðið stanzlaust undir sama nafni eins og Brúnás hf. hefur gert,“ sagði Páll Pétursson verk- stæðisformaður hjá Brúnási þeg- ar við ræddum við hann nú f vikunni Það var á árinu 1958 að Brúnás hf. var stofnaður. Ekki kvaðst Páll vita hve margir störfuðu hjá fyrirtækinu á byrjun, en um þess- ar mundir starfa um 40 fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þessi starfsmannaf jöldi er nokk- uð breytilegur, þvf það eru oftast mikil umsvif hjá okkur á sumrin, og þá getur þessi fjöldi farið al- veg upp f 75 manns, eins og gerð- ist nú f sumar," sagði Páll. — Ég kom til fyrirtækisins árið 1964, og það má segja að þá hafi verkefnin verið meira dreifð, heldur en er í dag. Fyrst um sinn vorum við miklu meira í húsbygg- ingum, sem þá vildu vera nokkuð dreifðar, en í dag er starfsemin að mjög miklu leyti komin undir eitt þak, og umsvifin eru að verulegu leyti á sviði alls konar smíða á innviði húsa, þ.e. innréttingum. Við smiðum hér í þessu húsnæði okkar, sem er um 800 fermetrar, bæði skápa og skúffur, innihurðir og útihurðir, og reyndar allt sem hugsanlega er smíðað í hús sagði Páll. Steypustöð — glersamsetning vörubifreið og krani Ilvað er þetta stórt fyrirtæki, og hvernig skiptist starfsemin? — 1 fyrra var veltan hjá okkur um 75 milljónir, og ég reikna með að hún verði nokkru meiri f ár. Nú fastir starfsmenn eru þetta í kring um 40, en sú tala hleypur þó nokkuð upp á sumrin. Sjálf starfsemin er nokkuð fjölbreytt, en fyrirtækið er fyrst og fremst rekið sem þjónustufyrirtæki í þágú byggingariðnaðarins. Þann- ig byggjum við hús, rekum steypustöð, vörubifreið, gröfu og krana, starfrækjum glersamsetn- angu, og siðast en ekki síst, þá erum við í þessari inréttinga- smíði, sagði Páll. —Húsin smiðum við stundum alveg frá grunni og upp úr, þ.e. þar til að þau eru íbúðarhæf, sagði Páll ennfremur — Stund- um, reyndar oft, sjáum við um einstaka þætti húsnæðis svo sem innréttingarnar, eða þá hurðirn- ar. Nú erum við rétt byrjaðir á okkar stærsta samningi, en það er Menntaskóli Austurlands, sem rís hér við kauptúnið. Við erum rétt í þann veginn að fara I uppsláttinn. Þetta er samningur upp á um 300 milljónir, þ.e. þessi áfangi, en við vorum þeir einu sem buðum í þetta verk. Páll sagði steypustöð þeirra ganga svona sæmilega. — Það eru svona á milli 2000 og 4000 rúm- metrar sem við framleiðum á ári hverju, sagði hann, en þetta magn vill náttúrlega ráðast töluvert af byggingarstarfseminni. í fyrra vorum við með um 4000 rúm- metra, en það ár var nú eiginlega nokkuð sérstakt. Það kemur helst til af því að mjög mikið var um steypuvinnu á Reyðarfirði, en þar var byggður skóli og hafnarmann- virki. — A árinu 1969 hófum við gler- samsetningu. Sú starfsemi er þó unnin við fremur frumleg skil- yrði, og ekki beitum við mikilli tækni I vinnubrögðum okkar I þeirri framleiðslu. Við ætlum að flytja þessa starfsemi I annað og stærra húsnæði, og einnig munu framleiðsluhættir verða endur- bættir við það tækifæri. Þessi glersamsetning er ekki beint hlut- ur sem pening er upp úr að hafa. Við erum að þessu fyrst og fremst til að veita þjónustu viðskiptavin- um en það er eiginlega svo með alla okkar starfsemi að hún er frekar þjónusta en fjöldafram- leiðsla. — Já, svo rekum bið vörubif- reið, byggingarkrana og gröfu. Þessi rekstur er mikið til kominn vegna okkar eigin starfsemi, en við leigjum þessi tæki þó einnig talsvert út. Nú það má segja að starfsemin sé að sprengja þetta húsnæði alveg utan af sér, en þó eru ekki nema 7 ár síðan við flutt- um hingað inn, og má því næstum segja að starfsemin hafi byrjað á því að sprengja nýja húsið utan af sér. Hér erum við með starfsemi á 800 fermetra gólffleti, en gamla húsnæðið, sem er hér rétt fyrir neðan, var 150 fermetrar. Það má jú segja að það séu áætlanir um stækkun húsnæðis, en þau mál eru þó ekki nema á umræðustigi enn sem komið er. — Starfskraftur okkar hefur alltaf verið eins góður og ákjósan- legast hefur verið. Meirihlutinn er faglærður, en hér á Egilsstöð- um er geysimikið af iðnaðar- mönnum. Það er ekki mikil hreyf- ing á föstu starfsmönnunum okk- ar, og svo eru nú flest allir hlut- hafarnir I fyrirtækinu einnig starfandi hér. Sérstæðar hurðir Eitthvað virðast þetta vera ný- stárlegar hurðir sem hér má sjá. Er þessi framleiðsla ef til vill einsdæmi hér á landi? — Já, við hófum framleiðslu á þessum hurðum í fyrra, sagði Páll, en við fengum fyrir þeim einkaleyfi þá. Það er bandarískt fyrirtæki sem fann upp þetta framleiðslulag, en þessar hurðir hafa orðið geysi-vinsælar vlða um heim. Þær eru unnar á þann hátt, að filmunni sem er í yzta laginu er rennt inn i tæki sem mótar í hana þetta munstur sem sjá má. Þetta er plastfilma sem mótuð er við nokkurn hita, en þetta lag síðan límt á viðinn. Við höfum marga möguleika með munstur og liti, og einnig erum við að fara út i framleiðslu á loftplötum með þessari tækni, en á þvá sviði eru munsturmöguleikarnir jafnvel enn meiri. „Veiti karlmönn- unum að- hald” — Ussa hjá Brúnás ein meðal 40 karlmanna I GLERSAMSETNINGUNNI hjá Brúnási hittum við fyrir eina unga mey á meðal mannanna tveggja, sem þar vinna að stað- aldri Sagðist fljóðið heita Inga Þóra Vilhjálmsdóttir, en vera Það er að komast ágætis hreyf- ing á þessa framleiðslu okkar, en við höfum þó ekki auglýst hana mikið. Við förum bara rólega út í þetta, þvi það er ekki víst að við hefðum mannskap í þennan þátt ef okkur bærust stórar pantanir. Við erum ennþá einnig n.k. þjón- ustuaðilar á þessu sviði fremur en fjöldaframleiðendur. Það eru um 300 hurðir sem við höfum fram- leitt, og nú þegar hafa þær farið um allt land. Núna erum við t.d. að senda pöntun til Hellissands, og aðra til Stykkishólms, en einn- ig höfum við sent nokkuð til Reykjavíkur. Það er nú í athugun að setja upp svona hurðaiðju i Reykjavík, en ég veit þó ekki hvað þvi líður. Smíðað mörg síma- og pósthúsin Það var mér sagt Páll að þið smiðuðuð mikið fyrir Póst og slma? — Já, þetta er alveg rétt. Við höfum smlðað mikið fyrir Póst- og símamálastjórnina, og reyndar mjög mikið fyrir hið opinbera. Auk menntaskólans sem við erum að hefja smíðar á, og ýmissa fram- kvæmda fyrir hrepps- og sveitar- félög hér á Austurlandi þá höfum við smíðað mörg pósthúsin. Til að mynda höfum við byggt yfir þá starfsemi hér á Egilsstöðum, þá á Reyðarfirði, Seyðisfirði, Borgar- firði og Vopnafirði. Nú svo smíð- uðum við viðbót við símstöðina á Eskifirði, og þá smlðuðum við og settum upp innréttingar I sím- stöðina á Þingeyri. Þá má kannski nefna hurðir I Menntaskólann á ísafirði, en svona mætti lengi telja. Vandamálin helst á sviði flutninga Ef einhverjir eru, hverjir eru þá helstu erfiðleikar sem þið eig- ið við að glfma? — Númer eitt, tvö og þrjú á því sviði eru flutningar. Fyrirtæki sem staðsett er eins og þetta, I núverandi markaðs- og dreifi- kerfi, á við ýmiss konar flutninga- vandamál að stríða. Hráefni er að mestu leyti skipað á land I Reykjavík, og því bætist ofan á það, talsverður umhleðslukostn- aður og flutningskostnaður, en auk ranglátra töjla, þá gerir þetta vöruna nokkuð dýra. Það stendur þó eitthvað til bóta I þessum efn- um, því nú er verið að byggja Framhald á bls. 31 Inga Þóra Vilhjálmsdóttir við eitt glerið sitt. Úr vinnusal Brúnáss hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.