Morgunblaðið - 02.11.1976, Page 15

Morgunblaðið - 02.11.1976, Page 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 15 . . . idnkynning á Egilsstöðum Björn Guttormsson mundar hér tæki það sem hann vann við. „Einasti Björn Gutt- ormsson í þióðskránni” Stundaði búskap í 50 ár, vinnur nú í iðnaði Á ferð okkar um Brúnás hf. geng- um við fram á aldraðan mann sem handlék stóran skurðarhníf. Maðurinn sagðist vera að skera niður sýnishorn af filmunni sem fer í einkaframleiddu hurðirnar hjá Brúnási — Já já, þetta eru nokkrar gerðir og litir. Allt eru þetta reyndar plastefni, en þetta lfkist þó eik, spæni og þess háttar. — Ja, ég er búinn að vera hérna i hurðagerðinni síðan sú starf- semi hófst, en þá var ég reyndar búinn að vera hjá þessu ágæta fyrirtæki í eitt ár. Ég kann vel við mig hérna. Hér vinnur gott fólk og glaðlegt. Ég var áður bóndi, hafði stundað búskap í 50 ár. Eg stundaði búskap á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og heiti Björn Guttormsson. — Það er nú reyndar nokkuð merkilegt nafn, strákur minn. Það er nú nefnilega svo að hjá þjóðskránni er enginn annar Björn Guttormsson á skrá, sagði Björn og brosti breitt. Það er aðeins einn Björn Guttormsson á þjóðskránni, og það er ég. Það eru ekki margir sem eiga sér engan nafna í dag. Ég er eini Björn Guttormsson á Islani og hjá onum stendur þú nú. —áá kölluð Ussa. Ussa er eini kven- maðurinn sem starfar hjá Brún- ási. Hún sagðist ekki beint hafa neinn sérstakan fastan starfa inn- an fyrirtækisins, heldur hlypi svona f það sem mest lægi á. í þetta sinn væri hún f glersam- setningunni, þvf þar væri nokkuð stór pöntun sem þyrfti að ljúka. — Ég hef ekkert út á greyin að setja, sagði hún þegar við spurð- um hana hvernig væri að vera svona ein innan um alla þessa karlmenn. Maður verður að veita greyjunum örlftið aðhald, og passa að þeir geri ekki neinar vitleysur, sagði hún og glotti kfmnislega til vinnufélaga sinna, þeirra Gunnlaugs og Sigfúsar. — Hún er alveg ágæt greyið, sögðu þeir þegar við spurðum þá um þennan starfsfélaga þeirra af veikara kyninu. — Hún vinnur verk sitt vel, sagði Gunnlaugur. — Hún gantast stundum við okkur, sagði Fúsi. Ussa sagðist bara kunna vel við sig hjá Brún- ási, en þó væri aldrei að vita hvað framtíðin bæri f skauti sér. Senni- lega ætti hún eftir að giftast og helga sig heimili, í stað þess að vinna svona í verksmiðju. — áá. Bamavagnar og kerrur barnavagnar, kerrur og kerruvagnar eru norsk gæöavara gerö fyrir norölægar slóðir. Tvíburavagnar og — kerrur einnig jafnan fyrirliggjandi. Mikið úrval — sanngjarnt verð Sendum gegn póstkröfu — Fást einnig víða um land FALKINN Suðurlandsbraut 8 — simi 84670 TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI GÓLFTEPPI ULLARTEPPI — NYLONTEPPI — ACRYLTEPPI __ STÖKTEPPI OG MOTTUR Q_ TEPPARENNINGAR í METRAVÍS, BREIDD 69 CM OG 91 CM Q_ VIÐ SNÍÐUM, TÖKUM MÁL OG ÖNNUMST ÁSETNINGU LU GREIÐSLUSKILMÁLAR h- TEPPAVERZLUNIN 1 FRIÐRIK BERTELSEN, H LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266 I TEPPI - TEPPI - TEPPI - TEPPI - TEPPI TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI — TEPPI,— TEPPI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.