Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 Grein og myndir: Þórleifur Ólafsson „Það er miklu auðveldara að þjálfa háhyrninga, en höfiunga. Höfrungar eru eins og mennirnir, sumir bráðgáfaðir, en aðrir nautheimskir og læra aldrei neitt. Hins vegar hefur aldrei veiðst heimskur háhyrningur og þeir læra yfirleitt á 3 vikum það, sem höfrungar læra á minnst þrem mánuðum,“ sagði enski dýratemjarinn Martin Padley við blaðamann Morgunblaðsins skömmu eftir að DC-6B flugvél Iscargo var lögð af stað frá Höfn í Hornafirði s.l. fimmtudag til Nizza f Frakklandi með háhyrninginn Jóhönnu innanborðs, f sædýrasafnið Marineland, sem er einkaeign Frakkans Roland de la Poype. Um leið og Iscargo-vélin sleppti hjólunum frá flugbrautinni á Höfn hrópaði Padley „júbbí, júbbí,“ svo mikil var gleði hans, enda hafði veiði Jóhönnu kostað gífurlegt fé og fyrirhöfn. Fyrst fór Marineland að huga að veiði háhyrnings hér við land fyrir þremur árum og samkvæmt tölum sem Mbl. fékk uppgefnar í Marineland er ekki fjarri lagi að veiði og flutningur „Jóhönnu“ til Marineland hafi kostað 110 þúsund dollara eða um 22 milljónir króna. Það gekk vel að koma kerinu, sem „Jóhanna“ var geymd í fyrir í flug- vélinni, enda margar hjálp- fúsar hendur á lofti. Þegar búið var að skorða það af í vélinni var strax farið í loftið og stefna um, og því ættu háhyrningar þá ekki að geta það?“ Heppilegasta stærðin 3.5 metrar Að vísu sagðist Padley álíta að „Jóhanna" væri lítið eitt of „Höfrungar geta ver- ið nautheimskir en heimsKur há hyrningur n helur aldrel velðst 99 Jóhanna tekin út 'r Iscargo-vélinni I Nizza. /í.wí- ■/ Það er gott að slappa af f rigning- unni. SAGT FRÁ FÖR HÁHYRNINGS- INS JÓHÖNNU" MEÐISCARGO TIL NIZZA í FRAKKLANDI Hér brosir Calypso sfnu bifðasta til stúlkunnar, seni er að klappa honum. tekin á Nizza, þá frægu borg á frönsku Riveríunni. Hallgrím- ur Jónsson flugstjóri fékk leyfi til að fljúga í 7000 feta hæð aila leiðina. Var það gert til þess að loftþrýstingurinn yrði sem lík- astur því sem ha n er v sjávar- mál. Þótt flogið væri í þessari hæð, haggaðist vélin aldrei á leiðinni, enda sneiddi Hallgrím- ur meðfram öllum „skýjafront- um“ sem sáust á leiðinni. „Jóhanna" lá á 60 sm þykkri svampdýnu á leiðinni í karinu, en það var síðan klætt að innan með nælon dúk sem Seglagerð- in Ægir saumaði og vatns- heldum krossviði. Áður en „Jóhanna" var sett um borð í flugvélina var sérstakur áburð- ur borinn á hornið á henni, sömuleiðis á bægslin, sporðinn og trýnið. Þá var handklæða- efni sett yfir hana og sífellt ausið yfir vatni. Strax og vélin hafði náð fullri hæð var dælt 600 lítrum af vatni í búrið með handdælu, en vatnið var sett um borð I tunn- um, sfðan var settur skelís út i vatnið til að halda þvf sem köld- ustu. Nú var handdælan flutt yfir f kerið og stanzlaust dælt vatni yfir, efri hluta hvalsins. Litlum vatnsúðara tengdum við rafmagnsdælu var komið fyrir ofan við hyrnuna á „Jóhönnu” og úðað f sifellu vatni yfir. Svona gekk það til Frakklands, og skiptust menn á við verkið. „Það sést strax á háhyrning- um, hvort þeim lfður vel eða illa,“ sagði Martin Padley, „þegar þeim lfður vel stendur hyrnan beint upp í loftið, en þegar þeim iíður illa vfsar hún niður. Eini háhyrningurinn á meginlandi Evrópu „Sem stendur er þetta eini háhyrningurinn á megilandi Evrópu. Það var einn í Wind- sorgarðinum í Bretlandi, en hann hefur nú verið fluttur til Bandarfkjanna. Háhyrningar hafa aldrei eignast afkvæini í dýragörðum og er ástæðan ein- faldlega sú að bæði kynin hafa aldrei verið saman í búri, en sá brezki hefur nú hitt kynsystur sfna f Bandarfkjunum. Já, ég geri mér góðar vonir um, að „Jóhanna“ geti eignast afkvæmi þ.e.a.s. ef við náum karldýri handa henni og að þvf stefnum við. Höfrungar hafa oft átt afkvæmi f sædýrasöfn- stór fyrir dýrasöfn, en hún væri 4.5 metrar að lengd, en heppi- legasta stærðin væri 3.5 metrar þegar hvalirnir væru fluttir í söfnin. Háhyrningar af þeirri stærð væru fljótari að læra hin- ar ýmsu kúnstir, fyrst og fremst vegna þess hve miklu léttari þeir eru en hinir eldri. „Jóhanna" verður fyrst um sinn ein í lauginni f Marine- land, en eftir 2 vikur til mánuð hefzt þjálfun hennar. Þá verð- ur nokkrum höfrungum sleppt í laugina til hennar, þá getur hún séð hvernig þeir fara að, og fljótlega úr því fer hún að skemmta áhorfendum Marine- lands." Kemur frá Hull „Sjálfur er ég fæddur og upp- aiinn f Hull f Bretlandi og lærði rafmagnsfræði. Sfðan vann ég eilítið við efnafræðistörf og fór f þvf sambandi til Kanada og var þar f 314 ár. Eftir þann tíma fór ég í frf til Bretlands og var í raun orðinn þreyttur á tækn- inni. Einn daginn rölti ég inn f dýragarðinn í Yorkshire, og þegar ég kom þangað voru starfsmennirnir f verkfalli. Mér leist ekkert á aðbúnað dýranna og fór því að hjálpa fram- kvæmdastjóranum. Ég vann þarna í nokkra daga og ætlaði að þvf búnu á ný til Kanada, enda fríið búið. Framkvæmda- stjóri dýragarðsins bað mig þá að starfa áfram hjá sér. — Eg hugsaði mig nokkuð um og svaraði síðan: „Allt f lagi ef ég fæ að hugsa um höfrungana." Það var í lagi og síðan eru liðin átta ár, en s.l. sex ár hef ég starfað á vegum Marinelands milli Nizza og Cannes." 7 höfrungar f Marineland „Við erum með 7 höfrunga í Marineland, 2 kvenkyns og 5 karla, þá erum við með nokkur sæljón, mörgæsir, seli og fleiri dýr fyrir utan fiska. Marine- land átti um nokkurn tfma einn háhyrning, en hann lézt í fyrra. Ástæðuna fyrir því tel ég vera að vatnið í lauginni var of heitt fyrir hann, og fékk hann ein- hverja veiki og dó síðan f fyrra. Við áttum í svipuðum erfiðleik- um með höfrungana f fyrstu, en s.l. 8 ár hafa þeir dafnað vel í sædýrasöfnum. Mikil samvinna er nú á milli dýarsafna f heim- inum hvað viðvíkur umönnun höfrunga og háhyrninga. Helztu vandkvæðin við um- önnun háhyrninga er hve stórir þeir geta orðið, eða allt að 10 metra langir. Af þeirri ástæðu þarf mjög stórar laugar undir þá og ennfremur verða þeir mjög þurftafrekir með árunum. Laugin, sem „Jóhanna" veður f, er 27x32 metrar að stærð og 4—5 metrar að dýpt, og á að tefjast nógu stór fyrir tvo há- hyrninga. Til þess að „Jó- hönnu“ lfði betur höfum við skipt um hreinsitæki og tökum nú sjóinn á 15 metra dýpi 400 metra frá landi. Sjórinn sem við tökum er 11—12° heitur. Rotaði mig þegar ég ætlaði að taka blóðsýni „Það er ótrúlegt hvað höfrungarnir geta lært mikið á stuttum tfma, og hinn inni- byggði radar þeirra er ótrúlega nákvæmur, en samt teljast skynfæri háhyrninganna enn nákvæmari, enda er heili þeirra miklu stærri. Ég lék mér að því f fyrra að þjálfa einn af höfrungunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.