Morgunblaðið - 02.11.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976
27
— Hversu glæsileg og fullkomin sem þessi
bygging verður, verður hún aldrei að leikhúsi,
lifandi leikhúsi, nema fyrir það starf og þau
listrænu afrek, sem þar verða unnin, sagði
Steindór Hjörleifsson, formaður Leikfélags
Reykjavíkur, með:l annars eftir að fyrsta
skóflustungan hafði verið tekin að Borgarleik-
húsi ( Reykjavík í fyrradag.
Fyrsta skóflustungan var reyndar ekki tekin
eins og venjulegast þegar merkilegar fram-
kvæmdir fara af stað. Vélskófla var notuð við
þennan merka atburð og það var borgarstjórinn
í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, sem
það gerði. Mælti hann nokkur orð við þessa
athöfn, sömuleiðis Steindór Hjörleifsson, for-
maður LR, og í hófi að þessari athöfn í Kringlu-
mýrinni lokinni flutti Vigdís Finnbogadóttir,
leikhússtjóri, stutt ávarp.
í hófi a8 athöfninni lokinni, hægra megin vi8 borðið sitja
Steindór Hjörleifsson, formaSur Leikfélags Reykjavikur,
og Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri.
Ljósmynd öl.K.M.
Birgir ísleifur Gunnarsson tekur fyrstu skóflustunguna a8 borgarleikhúsinu.
Steindór Hjörleifsson sagði
í sínu ávarpi að . viðstaddir
skyldu minnast þeirra sem
hefðu átt þann draum með
þeim að Borgarleikhús risi f
Reykjavik, en væru ekki
lengur með þeim. Sagði
Steindór Hjörleifsson í viðtali
við Morgunblaðið í gær, að
honum fyndist þessi áfangi
að sjálfsögðu mjög merkur
og tími til kominn að hann
næðist. — Við höldum
áfram ótrauð fram veginn og
þetta gengur örugglega allt
vel ef guð og gæfan verða
okkur hliðholl, sagði Stein-
dór.
Eignaraðildeftirframlögum
Leikfélag Reykjavikur og
Reykjavíkurborg hafa gert
með sér samning þess efnis,
að lokinni byggingu leik-
hússins verði eignaraðild
hvors aðila metin eftir fram-
lögum. Byggingasjóðir Leik-
félagsins hafa nú verið af-
hentir Reykjavikurborg sem
sjá mun um byggingu húss-
ins. Leikfélagið mun halda
áfram að efna til skemmtana
og verður ágóðanum sem
fyrr varið til byggingar
Borgarleikhússins. í þessum
mánuði er einmitt áætlað að
frumsýna í Austurbæjarbfói
„Kjarnorku og kvenhylli".
Borgarleikhúsið á sem
kunnugt er að standa í nýja
miðbænum austan við
Kringlumýrarbraut, sunnan
Miklubrautar. Fyrsti áfangi
verksins hefur verið boðinn
út og er þar um að ræða gröft
fyrir grunni go botnplötu. Á
þeim áfanga að vera lokið
fyrir 1. mai næsta ár og var
útboðsverðið 54 milljónir
króna. Áætlaður bygginga-
kostnaður Borgarleikhússins
alls er 940 milljónir króna.
Aðspurður sagði Birgir ís-
leifur Gunnarsson í gær, að
hann gæti ekki sagt um það
á þessu stigi málsins hve
miklu fé yrði veitt til bygging-
ar hússins árlega. Það færi
eftir fjárhagsáætlun borgar-
innar hverju sinni. í bygging-
arnefnd hússins eiga sæti
Gústaf A. Pálsson, fyrrum
borgarverkfræðingur, Ólafur
B. Thors af hálfu Reykjavik-
urborgar og Guðmundur
Pálsson fyrir hönd Leikfélags
Reykjavikur. Arkitektar að
húsinu eru þeir Guðmundur
Kr. Guðmundsson, Ólafur
Sigurðsson og Þorsteinn
Gunnarsson leikari.
BRYNJÓLFUR BYRJAÐI
í ávarði sinu á sunnudag-
inn rakti Vigdís Finnboga-
dóttir leikhússtjóri þátt Leik-
félags Reykjavíkur í þeim
áfanga, sem hefði náðst með
því að fyrsta skólfustungan
að Borgarleikhús hefði nú
verið tekin
Sagði Vigdís m .a ., að vorið
1953 hefði Brynjólfur
Jóhannesson lagt til að 25
þúsund krónur af ágóða LR
leikárið 1 952—53 yrði varið
til stofnunar húsbygginga-
sjóðs LR, sem með tíð og
tíma yrði varið til byggingar
leikhúss fyrir Leikfélagið.
Húsbygginganefnd hefði ver-
ið skipuð ög samstarfs hefði
siðar meir verið leitað hjá
Reykjavíkurborg, sem sýnt
hefði þessu máli mikinn
áhuga og skilning allan tím-
ann. Fé hefði nú verið safnað
I þessu augnamiði í 23 ár og
áfram yrði haldið þar til
byggingin yrði komin upp og
Leikfélag Reykjavíkur komið
þangað með starfsemi sína.
Ólafur B. Thors, sem sæti á í byggingarnefnd borgarleikhússins af hálfu Reykjavikur-
borgar, Guðmundur Kr. GuSmundsson arkitekt, Guðmundur Pálsson í byggingarnefnd af
hálfu LR, DavíS Oddsson borgarfulltrúi og Sonja Bachmann borgarstjórafrú voru meðal
viSstaddra er fysta skóflustungan var tekin að borgarleikhúsinu.
„ALDREI LIFANDI LEIKHÚS NEMA
FYRIR ÞAÐ STARF OG ÞAU LISTRÆNU
AFREK. SEM ÞAR VERÐA UNNIN..."