Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 35

Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 35
 — Skipulag Gufuness Framhald af bls. 3 þess að þessi svæði hefðu verið lengi til meðferðar og hefði ver- ið vel til skipulagningarinnar vandað. Sagði hann að efnt yrði til sýningar á Kjarvalsstöðum nú í haust til að kynna það fyrir borgarbúum. I lok ræðu sinnar sýndi Birg- ir ísleifur Gunnarsson lit- myndir frá ýmsum stöðum i borginni bæði gamlar og nýjar. Á eftir hófust fyrirspurnir og þar gafst íbúum hverfanna kostur á að gera að umtalsefni málefni sinna hverfa og svaraði borgarstjóri þeim. — Smith Framhald af bls. 1. með Bretanum Ivor Richards, sem er forseti ráðstefnunnar. Sagðist hann mundu skilja eftir tvo ráðherra sinna og koma síðan aftur þegar menn væru farnir að tala um sjálft vandamálið. Aðspurður um hvort einhver árangur gæti orðið af ráðstefn- unni sagði Smith að of snemmt væri að segja nokkuð um það því brugðið gæti til beggja vona. Richards tilkynnti í kvöld að hann hefði boðað óformlegan fund með leiðtogum allra sendinefndanna á morgun til viðræðna um hugmyndina um að ákveða dag fyrir formlegt sjálfstæði Rhódesíu. Sagði hann, að eftir viðræður við leiðtoga svertingja og Smith hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu að tími væri kominn til að ákveða sjálf- stæðisdag. Bæði Smith og aðrir full- trúar á ráðstefnunni hafa í MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 35 grundvallaratriðum fallizt á að meirihlutastjórn taki við í landinu innan tveggja ára en margir svörtu fulltrúanna vilja ekki bíða lengur en fram í september á næsta ári, sam- kvæmt heimildum meðal þjóð- ernissinna. — Gundelach Framhald af bls. 1. ákvörðun utanrfksráðherra bandalagsins I Haag fyrir helgina þegar samkomulag tókst um út- færslu fiskveiðilögsögu EBE- landanna i 200 mílur. Gundelach kvaðst ekki hafa rætt við íslenzku stjórnina og sagði að hún og bandalagið hefðu ekkert formlegt samband haft sín á milli, aðeins skýrt hvort öðru frá gangi mála. Aðspurður kvað hann líklegt að hann yrði formaður sendinefndar EBE í viðræðum við Islendinga þar sem hann færi um þessar mundir með samskipti banda- lagsins við erlend rfki, en ganga yrði frá formsatriðum fyrst Gundelach ræddi við fulltrúa irsku stjórnarinnar í Dyflinni áð- ur en utanríkisráðherrar EBE komu saman í Haag þar sem sam- komulag tókst í deilu Breta og Ira um fiskveiðistefnuna. Aðspurður hvort viðræðurnar færu fram á lslandi sagði Gunde- lach að hann yrði fyrst að ræða við íslenzku stjórnina og það yrði að ákveða í samráði við hana. Hann sagði að staðfesting fundar stjórnarnefndarinnar á miðviku- daginn væri aðeins formsatriði og að engar umræður mundu fara fram á fundinum. Samkvæmt samkomulaginu I Haag fengu írar tryggingu fyrir þvi að þeir sérhagsmunir þeirra að auka veiðar á heimamiðum yrðu viðurkenndir I viðræðum sem slðar færu fram um fiskveiði- stefnuna. Þetta skilyrði settu írar fyrir því að fallast á útfærslu I 200 mílur. Bretar lögðust gegn því að of mikil áherzla væri lögð á sérstöðu Ira vegna veiða Breta sjálfra á heimamiðum og utanríkisráð- herra þeirra, Anthony Crosland, tókst að fá inn í samkomulagið málsgrein þar sem bent var á sér- stöðu annarra EBE-svæða sem væru háð fiskveaðum eins og Skotland og Grænland. Tilraunir Breta og Ira til að fá viður- kenningu bandalagslandanna á 50 mílna einkalögsögu hafa ekki bor- ið árangur. Irski utanríkisráðherrann, dr. Garrett Fitzgerald, lét bóka í fundargerð að Irar mundu aðeins fallast á bráðabirgðasamkomulag við þriðju ríki þar til deilan um veiðar nálægt ströndum hefði ver- ið leyst. Þá lét vestur-þýzki utanríkisráðherrann, Hans- Dietrich Genscher, bóka yfir- lýsingu þar sem hann vísaði á bug hvers konar tilraun Ira til að tengja þessi tvö mál. Dr. Fitzgerald og Crosland létu báðir í ljós ánægju með niður- stöður Haag-viðræðnanna sem Fitzgerald líkti við jarðsprengju- svæði. Fitzgerald sagði að EBE hefði nú gert skýran greinarmun á Irlandi og örðum löndum banda- lagsins. Crosland neitaði því hins vegar að írar hefðu betur tryggt málstað sinn en Bretar. — Jóhanna Framhald af bls. 17. inn sírenur í gang og hélt áfram á fullri ferð. I Marineland var mikill viðbúnaður. Fljótt og vel gekk að koma „Jóhönnu" fyrir í laug- inni. Strax og búið var að sleppa henni lausri settust tveir froskmenn á bakið á henni og reyndu að fá hana vel á kaf. Gekk það miklu betur en menn áttu von á, því allir bjuggust við að hún myndi ekki hreyfa sig strax eftir svona langa flug- ferð. Það skipti engum togum að „Jóhanna" tók mikinn kipp og synti af miklum hraða um búrið með mennina á bakinu. Sfðan var hent til hennar makríl, en hún lét hann sökkva til botns, síðan var sfld hent til hennar og tók hún við henni strax. Þá fyrst voru þeir Martin Padley og Roland de la Poype eigandi Marinelands ánægðir og buðu öllum til veizlu í veit- ingastaðnum, sem þar er. — í tilefni Reykjavíkiirbréfe Framhajd af bls. 34 þeir sem hingað til hafa metið húsmóðurstörf til fjár f sambandi við missi starfsorku og þeir sem meta ágæti reynslu við húsmóður- störf með tilliti til annarra starfa, munu í flestum tilfellum vera karlar, sem búa með húsmæðrum. Að loknum lestri þessa Reykja- vikurbréfs vakna margar spurningar og þá fyrst, í hvaða tilgangi er svona samsetningur borinn á borð fyrir fólk. Vonandi er tilgangurinn ekki að etja konum saman. Konur ekki síður en karlar hafa við næg vandamál að eiga, þótt ekki sé verið að stuðla að þvf, að þær líti hver á aðra sem óvini. Oft á tíðum eiga konur alls ekki val á því hvort þær vinna eingöngu á heimilum eða sækja einnig vinnu utan heimilis. Margar konur, sem vinna eingöngu húsmóðurstörf, gera það ekki af því að þær langi mest til þess, heldur af því að þær fá ekki gæzlu fyrir börn sín eða af þvf að þær eiga svo mörg börn, að þær hafa ekki efni á að greiða fyrir umönnun barnanna og hafa ekki þrek til að sinna heimilis- störfum eftir vinnu utan heimilis. Svo eru konur, sem vinna utan heimilis, ekki af þvf að þær langi til þess, heldur vegna þess að þær eru tilneyddar. En eitt er vfst, þeir sem stjórna þessu þjóðfélagi þurfa ekki að hafa samvizkubit vegna þess að þeir hafi gert Morgunin eftir, þegar blaða- maður Morgunblaðsins kom í sædýrasafnið, voru þeir Elías Jónsson löggæzlumaður, frá Höfn í Hornafirði og de la Poype að gefa Jóhönnu. Vildi hún ekkert annað en fslenzka sfld eins og fyrri daginn. „Kannski að við þurfum líka að kaupa sfld frá tslandi f framtfð- inni,“ sagði de la Poype þegar hann kvaddi okkur. konum það of auðvelt að vinna utan heimilis. Ef tilgangur skrifanna er sá að beina konum inn á heimilin, þá er rétt að upplýsa konur um það í leiðinni, að þær skuli vera við þvf búnar að fara út á vinnu- markaðinn ef svo skyldi fara að þær yrðu eiginmannslausar. Mikilvægi húsmóðurstarfa virðist ekki felast í því hvernig störfin eru af hendi leyst og ekki heldur hve mik;ð starfið er, heldur fyrst og fremst því, hvort karl er á heimilinu eða ekki og svo þvi, hvort hlutaðeigandi karl hefur sæmilegar tekjur. Þegar sú breyting var gerð á skattalögum, sem heimilaði frá- drátt á helmingi tekna giftra kvenna áður en skattur var lagður á samanlagðar tekjur hjón- anna, þá var hugmyndin sú að frádrátturinn kæmi á móti þeirri útgjaldaaukningu sem það hefur í för með sér að kona sækir vinnu utan heimilis. Um það má deila hvað sé hæfilegur frádráttur vegna þessa kostnaðarauka, en þá fyrst virðast húsmóðurstörf lítils metin, ef það skiptir engu máli fyrir afomu heimilanna hvort húsmóðirin getur sinnt heimilinu óskipt eða hefur heimilisstörf að aukastarfi að afloknum vinnudegi utan heimilis. Að endingu ítreka ég tilmæli mfn um gleggri málsútlistun greinarhöfundar á tilvitnunum úr grein hans og svör við framan- greindum spurningum. Þórukoti, 13. október 1976 OKKAR FRAMTÍÐ í REYKJAVÍK HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976 Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Árbæjar- og Seláshverfi Þriðjudagur 2. nóvember kl. 20.30. FÉLAGSHEIMILI RAFVEITUNNAR Fundarstjóri Skúli Möller, kennari Ingibjörg Ingimarsdóttir húsfrú Fundarritari \ UMHVERFIÐ ÞITT Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og upp- dráttum af ýmsum borgar- hverfum og nýjum byggða- svæóum. 2. Litskuggamyndir af helztu framkvæmdum borgarinn- ar nú og að undanförnu. 3. Skoðanakönnun um borg- armálefni á hverjum hverfafundi og verða nið- urstöður birtar borgarbú- um eftir að hverfafundum lýkur Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.