Morgunblaðið - 02.11.1976, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976
47
— Sigurður K.
Waage...
Framhald af bls. 2
og var einkaeigandi verk-
smiðjunnar þar til 1939 er fyrir-
tækið var gert að hlutafélagi. Sig-
urður starfaði lengi að margs kon-
ar félagsmálum. Hann var einn af
stofnendum Félags islenzkra iðn-
rekenda og í stjórn þeirra um
árabil. Hann söng lengi með
karlakór KFUM og sfðar í Fóst-
bræðrum. Einnig söng hann með
Dómkirkjukórnum. A yngri árum
var hann með dugmestu íþrótta-
mönnum Vikings í knatt-
spyrnunni.
Sigurður var þríkvæntur.
Fyrsta kona hans, Kristín Helga,
lézt 1938, önnur kona hans, Stein-
unn, lézt 1962, en eftirlifandi
kona hans er Lára Ágústsdóttir.
— Krafla
Framhald af bls. 48
hafa gengið saman um 8 milli-
metra. Þá mun stöðvarhúsið við
Kröflu hafa sigið um 10 milli-
metra meira að norðan en sunn-
an. 1 raun er ekki ljóst, hve mikið
húsið allt hefur sigið. Mælingin er
afstæð við suður- eða norðurgafl
þess, þ.e. norðurendinn hefur sig-
ið meir en suðurendinn.
Þær hræringar, sem átt hafa sér
stað nú síðustu daga, virðast eiga
upptök sín við Gjástykki. Tilgáta
jarðvlsindamannanna er sú, að
hraunkvika sé að brjóta sér leið
norður að Gjástykki neðanjarðar
og valdi það jarðhræringunum.
— Meira aðhald
Framhald af bls. 48
burðar ber þess að geta, að við
könnun hinn 19. marz s.l.
komu fram 842 tékkar að fjár-
hæð 12.2 millj. kr. sem ónóg
innstæða var fyrir og námu
þeir sem næst sama hlutfalli af
veltu dagsins
Reiknistofa bankanna
vinnur nú sem næst alla tékka
sem berast bönkum á Reykja-
víkursvæðinu og næsta
nágrenni, og er fjöldi tékka-
reikninga, sem Reiknistofan
annast vinnslu á nú, um 80
þús. Voru hreyfingar hjá
henni aðfararnótt s.l. laugar-
dags um 65.000, þar af tékkar
um 46.500 talsins, og nam
heildarfjárhæð útborgana
6.070 millj. kr.
— Mótmæla
Framhald af bls. 2
— Við viljum að það komi skýrt
fram að þessum verkfallsaðgerð-
um okkar er ekki beint gegn Guð-
mundi Einarssyni persónulega,
sagði Agnar Jónsson i gær.
— Við kunnum hins vegar ekki
við það, að í hálft ár áður en þessi
staða var auglýst hefur það verið
opinbert leyndarmál að hann
fengi stöðuna. Auk hans sóttu
tveir mjög reyndir starfsmenn
fyrirtækisins um forstjórastöð-
una, en hvorugur fékk. Þeir voru
Hallur Hermannsson skrifstofu-
stjóri, sem starfað hefur hjá fyrir-
tækinu f rúm 30 ár, og Kristinn
Helgason innkaupastjóri, sem
verið hefur hjá fyrirtækinu í rúm
20 ár. Ef allt hefði verið með
felldu hefði annar hvor þeirra átt
að fá starfið, sagði Agnar Jóns-
son.
Fréttir aðeins úr f jölmiðlum
Guðmundur Einarsson, hinn
nýráðni forstjóri Skipaútgerðar-
innar, sagði f viðtali við Morgun-
blaðið í gær, að hann hefði ekki
neinar fréttir af þessum verk-
fallsaðgerðum, nema úr fjölmiðl-
um í gærdag. — Þetta var fyrsti
vinnudagur minn hjá Skipaút-
gerðinni og ég vissi ekkert um
þessar verkfallsaðgerðir þgar ég
mætti til vinnu minnar, sagði
Guðmundur. — Guðjón Teitsson,
sem nú lætur af störfum sem for-
stjóri, setti mig inn f starfið í gær,
en af þvf gat ekki orðið að hann
kynnti mig fyrir skrifstofufólk-
inu, eins og áformað hafði verið.
Aðspurður sagði Guðmundur,
að honum hefði verið veitt staðan
f september, en hvenær ráðherra
hefði tekið ákvörðun um að veita
honum stöðuna vissi hann ekki.
Forstjóraskiptin
Guðmundur Einarsson er fædd-
ur í Reykholti 25. júnf 1943. Hann
lauk prófi frá viðskiptadeild Ha-
skóla tslands 1968. Hóf hann að
námi loknu störf við Efnahags-
stofnun rfkisins og starfaði þar
m.a. að rannsóknum og áætlana-
gerð f samgöngu- og byggðamál-
um. Guðmundur var deildarstjóri
launadeildar fjármálaráðuneytis-
ins frá árinu 1974. Guðmundur er
kvæntur Dóru Sigurðardóttur og
eiga þau þrjú börn.
Guðjón F. Teitsson, sem nú læt-
ur af störfum sem forstjóri Skipa-
útgerðarinnar fyrir aldurs sakir,
hefur starfað við Skipaútgerð rfk-
isins frá stofnun hennar 1929.
Fyrstu árin sem skrifstofustjóri,
undir stjórn Pálma heitins Lofts-
sonar, en tók síðan við forstjóra-
starfinu árið 1953. Guðjón hefur
jafnframt því að vera forstjóri
fyrirtækisins gegnt formanns-
starfi í Stjórnarnefnd Skipaút-
gerðar rfkisins og mun hann
gegna þvf starfi áfram um sinn.
— Barnakenn-
arar...
Framhald af bls. 48
prófið er virt á 90 stig, en það
nýja á 140 stig meiðað við launa-
greiðslur. Kennarar með gamla
kennaraprófið fá nú 4 stig á ári f
viðbót, en það sama fá kennarar
með Kennaraháskólapróf.
Kennari með gamla prófið þarf
þvf að hafa 13 ára kennslu að baki
til þess að hljóta sömu laun og
byrjandi frá Kennaraháskólan-
um.
Kennaraháskólanemi á að koma
einn dag i viku á öðru ári f barna-
skólana og starfa með einum
bekk, njóta handleiðslu
kennarans og kenna bekknum.
Enginn kennari er skyldugur til
þess að sinna þessari æfinga-
kennslu, en hins vegar ber skóla-
stjóranum að taka við kennara-
nemunum.
Kennarafélag Hvassaleitisskóla
samþykkti að sinna ekki lengur
æfingakennslunni á þeirri for-
sendu, að það væri óeðlilegt að
minna metnnir kennarar í laun-
um leiðbeindu þeim sem hærra
væru metnir sökum menntunar
einnar.
— Vængir
Framhald af bls. 29
um leyfum mannsins, en venjan
mun vera að leita álits stéttar-
félagsins hér innanlands.
Hérlendis munu starfa flug-
virkjar hjá Flugfélagi Norður-
lands, sem hafa svipuð réttindi á
Twin Otter og Erling Jóhannsson
hafði, sem var hjá Vængjum.
Valdimar sagði, að ef til vill væri
unnt að veita undanþágu frá því
að maðurinn hefði sveinsbréf í
flugvirkjun, en hin skilyrðin tvö
yrði maðurinn að uppfylla, annað
væri ekki forsvaranlegt frá
öryggissjónarmiði. Það væri
vissulega hagsmunir flugvirkja
að Vængir stæðu sig, en allra
öryggiskrafna yrði að gæta til
hins ftrasta.
— Megn óánægja
Framhald af bls. 5
laga varðandi Bifreiðaeftirfit
rfkisins og breytingu á skrán-
ingu bifreiða algjörlega óbrgytt
frá fyrra þingi.
Upphaflegt frumvarp var
samið með tilliti til meintra
hagsmuna Bifreiðaeftirlits
rfkisins, og lagt fram á sfðasta
Alþingi, án þess að Umferðar-
laganefnd leitaði umsagnar
ýmissa aðila sem málið varðar.
I meðförum Alþingis var leitað
umsagna um frumvarpið, og að
þeim fengnum taldi Allsherjar-
néfnd Alþingis ýmsa meinbugi
á frumvarpinu auk þess sem
ýmsar athugasemdir komu
fram á Alþingi, sem treysti sér
því ekki til að samþykkja frum-
varpið. Þegar þetta frumvarp
er nú endurflutt, þá er ekki
tekið tillit til neinna þeirra
athugasemda eða breytinga
sem komið höfðu fram, og
verður að átelja þá þvingun
sem sýnd er með endurflutn-
ingi á frumvarpinu óbreyttu."
Og f lok ályktunarinnar segir:
„Landsþing F.l.B. 1976 bend-
ir á, að samkvæmt/frumvarpinu
er gert ráð fyrir að Bifreiða-
eftirlit ríkisins verði gert að
sjálfstæðri stofnun með yfir-
töku verkefna frá lögreglu-
stjórum, og er þvf á þessu sviði
sem öðrum stefnt að frekari
miðstýringu valds f stað yfirlýs-
inga um hið gagnstæða.
Þingið leyfir sér að vara við
þessari þróun, og bendir á, að
mun eðlilegra sé að þessi verk-
efni verði áfram í höndum
lögreglustjóraembættanna, og
bifreiðaeftirlitsmenn verði
starfsmenn viðkomandi
embætta og starfi á ábyrgð
þeira, en sé ekki fjarstýrt frá
Reykjavfk eins og nú á sér
stað.“
— Afþreyingar-
heimili...
Framhald af bls. 2
ólíks aldurs vistmanna, sem eru
allt frá 2 ára upp f 37 ára. Hins
vegar þykir núorðið rétt að
greina vistmenn nokkuð að eft-
ir aldri og getu og álitið að með
því móti geti þeir fengið meiri
og betri þjálfun við sitt hæfi.
t stuttu máli má því segja að
þarna sé um að ræða heimili
fyrir þá, sem hafa fremur litla
getu til náms og starfs. Með
byggingu þessa heimilis vinnst
tvennt einkanlega, annars veg-
ar að nokkrir vistmenn sem
dvelja nú á dagvistunarheimil-
um geta farið á þetta heimili og
um leið opnast sá möguleiki að
taka fleiri vistmenn á þær
stofnanir sem fyrir eru. í öðru
lagi getur félagið aukið starf-
semi sína og veitt skjólstæðing-
um sinum betri þjónustu.
Hvar er ráðgert að þetta
heimili verði?
Fyrirhugað er að reisa þessa
byggingu á lóð þeirri sem
Styrktarfélag vangefinna á við
Stjörnugróf sunnan við
Bjarkarásheimilið sem þar er
nú. Húsið er nú á teikniborðinu
og er gert ráð fyrir um 400 fm.
húsi. Við fyrstu hentugleika
verður síðan hafizt handa um
bygginguna og þess má geta að
forstöðukona Bjarkaráss, Gréta
Bachmann, er nú í Noregi til að
kynna sér rekstur slíks heimil-
is.
Þá sagði Guðmundur Einars-
son að forráðamenn Styrktar-
félags vangefinna hefðu rætt
við borgarstjóra um þessa fyrir-
huguðu byggingu og hefði hann
tekið mjög jákvæða afstöðu til
málsins. Þórður Þorbjarnarson,
borgarverkfræðingur, kannaði
þetta mál nú frá skipulagslegu
sjónarmiði. Hann sagði að
Hjálparstofnunin vildi með
þessu átaki stuðla að því að
þessi draumur um bætta að-
stöðu vangefinna og ætti
Hjálparstofnunin þar allt undir
skilningi gefenda.
Hvernig hefur undirbúningi
herferðarinnar verið háttað?
Við reynum að sjálfsögðu
jafnframt söfnuninni sjálfri að
koma upplýsingum til almenn-
ings um aðstöðu eða öllu heldur
aðstöðuleysi vangefinna á sem
víðtækastan hátt. Það er undir-
staða þess að fólk geri sér grein
fyrir þeirri aðstöðu sem þetta
fólk býr við. 1 því skyni höfum
við gefið út 3 blöð i dagblaðs-
formi og nú síðast blað sem er
dreift í 12 þúsund eintökum
ásamt veggspjaldi, sem verður
sett víða upp. I útvarpsþáttum,
sem gerðir eru í sama augna-
miði og sendir verða út í vik-
unni, verður einnig fræðsla um
þessi málefni.
Ertu bjartsýnn á að takast
muni að ná því fé sem þarf til
byggingarinnar?
Með hliðsjón af þeim já-
kvæðu undirtektum sem við
fengum á síðustu fórnarviku
þegar ekki var um eiginlega
söfnun að ræða heldur frekar
kynningu á málefnum þroska-
heftra barna þá er óhætt að
segja að almenningur hafi
vakriað til vitundar um það að-
stöðuleysi sem þessi minni
máttar þjóðfélagshópur býr við
og ekki getur barizt fyrir mál-
um sfnum sjálfur. Ég hlýt því
að vera bjartsýnn á að fólk liggi
ekki á liði sínu og hver og einn
leggi sitt af mörkum til að ná
þessu takmarki. Fólkið í land-
inu hefur áður sýnt samstöðu
þegar koma þarf til hjálpar
þeim sem minna mega sín á
erlendri grund, en hér er um að
ræða verkefni við okkar bæjar-
dyr þar sem engin hætta er á að
milliliðir taki eitthvað af því fé
sem safnast, heldur gengur það
óskert til þessa verkefnis.
Að lokum var Guðmundur
inntur eftir því af hverju
Hjálparstofnunin tæki nú að
sér innlent verkefni, oftast
hefðu slík söfnunarverkefni
verið erlend.
— Já, það er rétt að Hjálpar-
stofnunin hefur einkanlega á
undanförnum árum barizt fyrir
málefnum sém eru utan okkar
lands. Hins vegar er einföld
ástæða fyrir því að við tökum
nú þetta innlenda verkefni.
Hjálparstofnunin hefur allt frá
upphafi hjálpað einstaklingum
hér heima sem átt hafa í erfið-
leikum, þótt hljótt hafi farið
um þá starfsemi. Hefur mest
verið farið eftir ábendingum
presta í þessu efni. Gegnum
það starf hefur okkur orðið
ljóst það alvarlega aðstöðuleysi
sem þessi þjóðfélagshópur býr
við og hve lítið stjórnvöld hafa
getað sinnt þessum málaflokki.
Það er ljóst að ef bíða hefði átt
eftir aðgerðum hins opinbera
hefði sú bið getað orðið löng
svo þarna þurfti að koma til
myndarlegt átak fra almenn-
ingi sem þá jafnframt ýtti við
stjórnvöldum til aðgerða, sagði
Guðmundur Einarsson að lok-
um.
— Ekkert hægt
að spá...
Framhald af bls. 1.
Pennsylvaníu, Michigan, Illinois
og Ohio þrátt fyrir mikla herferð
demókrata til að smala kjósend-
um á kjörstað.
Talsmenn Fords forseta sögðu
að ef kosningaþátttaka i þessum
fylkjum yrði um 50% myndi Ford
sigra en ef hún færi mikið yfir
55% myndi Carter hafa það.
Stjórnmálafréttaritarar eru yfir-
leitt sammála um að hin mikla
fylgisaukning forsetans á síðustu
dögum eigi rætur sínar að rekja
til þess að óháðir kjósendur hafa
fylkt sér um hann fremur en
Carter. Þessir kjósendur hafa
ekki látið álit sitt I ljós fyrr en nú,
því að í skoðanakönnunum hefur
yfirleitt alltaf verið spurt um
stuðning við Ford og Carter eftir
flokkslínum. Þeir benda á að þótt
Harry Truman 1948 og Hubert
Humphrey 1968 hafi sótt mikið I
sig veðrið síðustu daga kosninga-
baráttunnar hafi þeir aldrei verið
eins langt á eftir eins og Ford var
1 ár, en um tíma hafði Carter 33%
meira fylgi en hann og slðast I
ágúst var mundurinn 18.
Skoðanakönnun New York
Times og CBS sem kunngerð var i
morgun segir að það hafi verið
afstaða forsetans til helztu mál-
efna kosningabaráttunnar, m.a.
heit um að berjast gegn verðbólg-
unni, reynsla hans og sú stað-
reynd, að hann er forseti lands-
ins, sem hafi verið helzta ástæðan
fyrir þvl, að óháðir kjósendur
fylgtu sér um hann. Skv. þessari
könnun er allt talið benda til, að
kosningarnar verði einhverjar
þær tvfsýnustu sem fram hafi far-
ið og er líkt við kosningarnar 1960
er Kennedy sigraði Nixon með
120 þúsund atkvæða mun.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Jack Ford, son forsetans, að-
eins að máli á New York flugvelli
slðdegis I gær, er hann kom þang-
að með einkaflugvél til að sækja
kosningafundi I New York, og
spurði hann hvað hann teldi um
úrslitin. Hann svaraði því til, að
það væri ekki minnsti vafi á að
faðir sinn myndi sigra með tölu-
verðum mun, ekkert gæti stöðvað
sókn hans úr þessu. Aðspurður
hverjar hann teldi aðstæðurnar
fyrir þvi, að faðir hans hefði sótt
svo I sig verðrið, sagði Ford: „Við
höfum alltaf vitað að meirihluta
kjósenda styddi forsetann, það
tók hann aðeins lengri tíma en við
áttum von á að sýna það."
Ford og Carter hafa undan-
farna daga farið sem eldibrandar
um helztu baráttufylkin I Mið-
vesturríkjunum og á austur-
ströndinni og I dag verða báðir á
sömu slóðum I Ohio og Penn-
sylvaníu og hugsanlega verður
ákveðið á slðustu stundu að koma
vfðar við. Á morgun verða báðir
komnirtil heimastöðva sinna.Cart-
er til Plains I Georglu og Ford I
Michigan þar sem greiðir atkvæði
áður en hann heldur til
Washington til að fylgjast með
úrslitunum. Báðir menn eru orðn-
ir mjög þreytulegir að sjá, þóti
þeir beri sig vel enda hefur álagið
á þá verið gífurlegt og alls
ekki mannlegt, eins og einn
stjórnmálafréttaritari CBS-
fréttastofunnar sagði. Hann
sagði, að það eitt að þeir hafi lifað
þessa kosningabaráttu af réttlæti
kosningu hvors sem væri, þeir
hefðu sýnt það svo ekki væri um
að villast, að þeir þyldu ofur-
mannlegt álag. Eina spurningin
væri hvort bandarískir kjósendur
hefðu þolað álag baráttunnar
þannig að þeir gætu valið rétt.
— 0 —
Frá Reuter-fréttastofunni.
JIMMY Carter sagði I dag, að til-
raun svertingjaprests til að fá að
prédika I baptistakirkju I Plains,
heimabæ Carters, en Carter til-
heyrir þeirri kirkju, hefði átt póli-
tfskar rætur.
Carter sagði á blaða-
mannafundi, sem kallaður var
óvænt saman, að deilurnar um
ákvörðun stjórnar kirkjunnar um
að hafa enga messu sfðasta sunnu-
dag frekar en að láta svertingjann
prédika yllu sér miklum leiða.
Kvaðst hann ekki vera sáttur við
þessa ákvörðun en að hann teldi
ekki ástæðu fyrir sig að segja sig
úr söfnuðinum vegna hennar.
Carter á allt sitt undir atkvæðum
svertingja I kosningunum á
þriðjudag.
„Ég get ekki sagt mig úr mann-
legu samfélagi vegna þess að þar
er misrétti,“ sagði Carter. „Ég
ætla ekki að segja mig úr kirkju
minni. Þetta er ekki mfn kirkja,
þetta er guðs kirkja."
Á meðan Carter talaði á blaða-
mannafundinum reyndu blökku-
mannaleiðtogar, sem styðja hann,
að bera I bætifláka fyrir hann og
prestur kirkjunnar skýrði frá þvf,
að stjórn hennar hefði beðið hann
um að segja af sér.
Carter sagði á blaðamannafund-
inum að tilraun svarts prests,
Clennon Kings, til að fá inngöngu
f kirkju baptista í Plains, en allur
söfnuður hennar er hvftur, hefði
verið pólitfsk. Væri presturinn f
nánu sambandi við blaðaútgef-
andann Jim Gray, sem hefði lengi
verið hatrammur andstæðingur
Carters. Éngu að sfður kvaðst
hann harma að þetta hefði gerzt
og sagði að kirkjan hefði átt að
vera manninum opin.
Margir helztu leiðtogar blökku-
manna, þar á meðal séra Martin
Luther King og Coretta King, fað-
ir og ekkja hins látna Martins
Luthers King, og Adrew Young,
þingmaður frá Georgfu, ítrekuðu
stuðning sinn við Carter f dag.
Bruce Edwards, prestur
baptistakirkjunnar, sagði í dag að
hann væri á móti þvf að aðeins
hvítir menn fengju að vera í söfn-
uða kirkjunnar og því hefðu allir
stjórnarmenn hennar, nema
Jimmy Carter, samþykkt að mæla
með því við hann að hann segði af
sér.
Gerald Ford, forseti, fór f dag
um Ohio, sem er eitt af 8 mikil-
vægustu fylkjunum í kosningun-
um, og bað hann fólk um að styðja
sig með bænum og atkvæðum. Er
hann og aðstoðarfólk hans orðið
mjög vongott um að hann muni
bera sigur úr býtum á morgun.
Á hverjum viðkomustað f fylk-
inu sagði Ford við áheyrendur
sfna: „Fyrir tveimur árum bað ég
ykkur að styðja mig með bænum.
A morgun bið ég ykkur að styðja
mig með bænum, en einnig með
atkvæðum."
Forsetinn fór einnig um heima-
fylki sitt, Michigan, og gerði sið-
ustu tilraun til að tryggja sér sig-
ur þar. Þessi tvö fylki hafa saman-
lagt 46 kjörmenn og eru mjög
mikilvæg. Allt frá árinu 1932 hef-
ur sá forsetaframbjóðandi, sem
sigrað hefur f þessum fylkjum,
sigrað kosningarnar. Tap í
Michigan yrði mikið áfall fyrir
Ford, en hann var skipaður for-
seti eftir að Nixon sagði af sér.