Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976
Fólksflótti frá Bíldudal:
17% íbúanna hafa flutzt
brott síðan í desember
ATVINNUASTAND á Blldudal
hefur verið mjög bágborið síðast-
liðið hálft annað ár, svo sem m.a.
kom fram 1 umræðum á Alþingi I
fyrradag. Hefur verið samfellt og
nær algjört atvinnuleysi þar
mestallt árið, en þð hefur rækju-
vinnsla verið tfmabundin á
veturna, en þó ekki trygg vegna
þess að stundum hefur afli
brugðizt.
Samkvæmt upplýsingum
Theodors Bjarnasonar, 'sveitar-
stjóra á Bfldudal, hefur smávegis
iðnaður og byggingarstarfsemi
verið á staðnum, trésmfðaverk-
stæði og tvær litlar smiðjur. Nú
hins vegar sagði Theodór að við
blasti að allt væri að leggjast þar
niður, þar sem eftirspurn eftir
þjónustu þessara fyrirtækja hefði
gjörsamlega dottið niður svo og
hefði viljað við brenna að þeir,
sem óskuðu eftir þjónustu hefðu
átt í erfiðleikum með að greiða
fyrir hana.
Atvinnuleysi á Bildudal hefur
verið langvarandi og sagði Theo-
dor að atvinnuleysisbætur næmu
aldrei undir einni milljón króna á
Mokveiði 1 reknetin
MOKVEIÐI hefur verið sfðustu
daga hjá reknetabátunum og
hefur veiði sjaldan eða aldrei
verið meiri hjá þessum bátum frá
því að veiðarnar hófust.
Um 20 bátar stunda þessar veið-
ar frá Höfn í Hornafirði og voru
þeir með um 5500 tunnur í gær.
Einnig er líklegt að einhverjir
hafi landað afla f Vestmanna-
eyjum.
Aflahæstir reknetabátanna í
gær voru Æskan Sl og steinunn
SH með 500 tunnur, Gissur SF,
Steinunn SF, Matthildur og
Jóhannes Gunnar GK voru allir
með 450 tunnur en aðrir bátar
voru með frá 200 til 330 lestir.
mánuði. Þvi hafa menn verið að
spá f það fyrir vestan, að eins gott
væri fyrir þjóðarbúið að nota
þessa peninga til einhverrar
uppbyggingar og atvinnu-
skapandi framkvæmda, t.d. til
þess að koma fiskvinnslu í gang.
Hreppurinn rak útgerð á Bíldu-
dal fram til ársins 1970. Þá kom
rækjan og gaf skjótan gróða og þá
tók að halla undan fæti fyrir
annarri útgerð og frystihúsinu á
staðnum. Árið 1970 var stofnað
almenningshlutafélag um frysti-
húsið, Arnfirðingur h.f., en það
félag komst aldrei af stað með
rekstur frystihússins vegna
skuldamála. Þegar þetta félag
varð gjaldþrota tók Fiskveiða-
sjóður við eigum þrotabúsins.
Annað félag var sfðan stofnað
1971 og rak það húsið til ársins
1975, er það óskaði eftir þvf að fá
eignir þess keyptar. Var þá stofn-
uð Fiskvinnslan á Bfldudal h.f.
sem keypti frystihúsið í árs-
byrjun 1975. Atti þetta félag að
taka við eignum hússins og jafn-
framt að fá aðstoð frá sjóðnum til
uppbyggingar þess. Var félaginu,
sem áður var með fullan rekstur I
húsinu, sagt upp leigusamningi. 1
millitíðinni kom Byggðasjóður
inn i myndina og rak húsað og
skilaði sfðan Fiskveiðasjóði þvf
um miðjan september 1975, er
nýja félagið yfirtók frystihúsið.
Var nú hafizt handa um
uppbyggingu frystihússins — að
sögn Theodors Bjarnasonar og
gekk það verk fremur illa eða allt
Framhald á bls. 26
Helgi V. Jónsson, formað-
ur Stúdentafélags Rvíkur
FYRIR skömmu var haldinn á
Hótel Loftleiðum aðalfundur
Stúdentafélags Reykjavfkur, og
var það 105. aðalfundur þess.
Fráfarandi formaður Sigurður
Hafstein hrl. flutti skýrslu
stjórnar um störf félagsins á
liðnu ári. Þá voru afgreiddir
reikningar félagsins og önnur
aðalfundastörf.
Fráfarandi formanni voru
þökkuð ágæt störf í þágu félags-
ins en síðan var ný stjórn kjörin
og skipa hana þeir Helgi V. Jóns-
son hrl., formaður, Stefán
Hermannsson verkfræðingur,
varaformaður, Björn Teitsson
sagnfræðingur, ritari, Þorsteinn
Pálsson lögfræðingur, gjaldkeri
og Jón Ingvarsson hdl.
í varastjórn félagsins voru
kjörnir Guðmundur Malmquist
hdl., Baldur Guðlaugsson lög-
fræðingur, Páll Skúlason
lögfræðingur, Sveinn Gústafsson
viðskiptafræðingur og Benedikt
Guðbrandsson hdl.
Ákveðið er að halda fullveldis-
fagnað stúdenta að Hótel Borg
föstudaginn 3 desember n.k.
Stúdentafélagið hefur jafnan
gengist fyrir fullveldisfagnaði i
sambandi við fullveldisdaginn 1.
desember fyrir alla stúdenta og
gesti þeirra. Fullveldisfagnaður-
inn verður haldinn á Hótel Borg
og mjög vel til hans vandað eins
og venja er. Ræðumaður á
fagnaðinum er Davíð Oddsson
borgarfulltrúi og veizlustjóri Páll
Bergþórsson veðurfræðingur.
*
Uthlutun lána til námsmanna vel á veg komin:
Rúmlega 341 millj.
krónur í haustlán
Þau koma fram á tónleikunum, sem hefjast f Félagsstofnun stúdenta
kl. 17 1 dag, (talið frá vinstri): Jónas Ingimundarson, Jósef Magnús-
son, Rut Magnusson og Páll Gröndal.
Frönsk kammertónlist á
Háskólatónleikum í dag
1 DAG, laugardag, kl. 17 verða
Háskólatónleikar 1 Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Þar
verður flutt frönsk kammertón-
list eftir Fauré, Dupare, Roussel,
Gaubert, Chausson og Ravel.
Flytjendur tónlistarinnar eru
Rut Magnússon, mezzósópran,
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari, Jósef Magnússon flautuleak-
ari og Páll Gröndal, sem leikur á
selló.
Meðal verka á fónleikunum er
lagaflokkurinn Chansons madé-
casses, eða Söngvar frá
Madagasgar.
Þetta verða aðrir háskólatón-
leikarnir í vetur. Alls verða
haldnir átta tónleikar á þessu
starfsári, hinir síðustu í lok apríl.
Framhald á bls. 26
ÚTBORGUN haustlána til náms-
manna á tslandi hófst hjá Lána-
sjóði fslenzkra námsmanna
síðastliðinn þriðjudag. Til náms-
manna erlendis hófst útborgun
haustlána hinn 11. þessa
mánaðar. 1 haustlán verða greidd
85% af f járþörf alls 341.8
milljónir, 129.3 milljónir hér á
landi og 212.5 milljónir til náms-
msnna erlendis.
Að sögn Sigurjóns Valdimars-
sonar, framkvæmdarstjóra Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna, mun
í dag verða lokið við að senda
öllum námsmönnum hérlendis
tilkynningar um útborgunina.
Þegar hefur mikill hluti lánanna
verið afgreiddur og hefur verið
mikið að gera á skrifstofu LÍN
undanfarna daga.
Breytingar voru í haust gerðar
á reglum um námslán og náms-
styrki og hefur mikill styrr staðið
um þessar breytingar meðal
námsmanna að undanförnu.
Meðal breytinganna má nefna að
námsmenn erlendis fá nú ekki
haustlán eins og áður. Fá þeir
hins vegar víxillán, en eftir að
hafa sent lánasjóðnum staðfest-
ingu á námsárangri og/eða náms-
ástundun á haustmisseri fá þeir
almennt Ián eftir áramót. Er
reiknað með að þeir greiði siðan
víxillánið með þessu láni og er
þessi breyting gerð til samræmis
við hvernig þessum málum er
háttað hjá námsmönnum hér
heima.
Basar og kaffisala
Dómkirkjukvenna
Sovézka „gestrisn-
in” ekki einsdæmi
TVEIMUR starfsmönnum
(slenzka sjónvarpsins var
nýlega boðið til Sovétrfkjanna
og dvöldust þeir þar f vikutfma.
Einhver mistök munu hafa
orðið við móttöku mannanna,
er til Sovétrfkjanna kom, þvf að
yfirvöld þar eystra könnuðust
ekki við þá, er þangað kom og
urðu þeir þvf fyrir óvæntri Iffs-
reynslu, kynntust þvf hve rfkis-
kerfi f allri sinni stærð getur
verið svifaseint og illviðráðan-
legt.
Mbl. hafði í gær samband
við þessa tvo sjónvarps-
menn, sem eru Jón Þórarins-
son dagskrárstjóri og Helgi E.
Helgason fulltrúi. Þeir vildu
ekkert segja um þessa ferð,
a.m.k. að svo stöddu, en sam-
kvæmt því, sem Morgunblaðið
hefur fregnað, munu þeir eða
sjónvarpið hafa óskað eftir þvi
að þeir fengju tækifæri til þess
að skoða sýningu austur-
evrópsks sjónvarpsefnis, Tele-
forum, sem var í Moskvu um
svipað leyti. Vegna þessarar
óskar mun ruglingur hafa
myndazt og þegar þeir félagar
komu til Moskvu, lentu þeir í
miklum erfiðleikum. Voru þeir
t.d. félitlir, þar sem gert hafði
verið ráð fyrir því, að uppihald
yrði greitt af gestgjöfum
þeirra, sovézkum stjórnvöldum.
Urðu þeir því að búa við mjög
þröng kjör allan tímann þar
eystra, nema síðasta daginn, er
mistökin uppgötvuðust. Þá
fengu þeir þjóna og fylgdar-
menn á hvern fingur.
Er þetta nú I annað sinn á
ekki löngum tíma, sem fslensk-
ir gestir verða fyrir óþægindum
f heimsókn í Sovétríkjunum.
Svo sem menn rekur minni til
urðu íslenzkir júdómenn fyrir
merkilegri lífsreynslu í Sovét-
ríkjunum 1 sumar og urðu þá
m.a. fyrir barsmíðum þar
eystra.
SUNNUDAGINN, er kemur þ. 21.
nóvember, verður Kirkjunefnd
kvenna Dómkirkjunnar með
basar og kaffisölu f Tjamarbúð,
og hefst hvort tveggja kl. 2.30
síðdegis.
Þetta er árlegur viðburður í
starfi kvennanna. Þær hafa ævin-
lega fengið húsfylli, því þeir , sem
einu sinni hafa þegið veitingar
þeirra, vilja gjarnan koma aftur
og njóta þess, sem þær framreiða
bæði vel og rausnalega.
Á basarnum hefur alltaf verið
hægt að fá fjölbreytt úrval ýmiss
konar muna, sem konurnar hafa
að mestu unnið sjálfar á vinnu-
fundum sínum á kirkjuloftinu.
Borunum
lýkur senn
JÖTUNN, stóri jarðborinn, sem
verið hefur við Kröflu undan-
farið, er nú um það bil að ljúka
við holu nr. 11 og gufuborinn
hefur lokið við holu nr. 10. Verða
borarnir nú fluttir, gufuborinn
yfir á holu nr. 5, sem þarf að
dýpka og Jötunn yfir á holu nr. 9,
sem ljúka á við. Eru þetta síðustu
boranirnar í vetur við Kröflu.
Hingar til hefur basarinn ein-
göngu verið ætlaður kaffigestum,
en nú verður þessu breytt, og er
Framhald á bls. 26
Kjarvalsstaðir:
Fjórir rithöf-
undar lesa úr
verkum sinum
FJORIR rithöfundar munu
lesa úr verkum sfnum næst-
komandi sunnudag.
Á sunnudaginn sl. hófust
reglulegar bókmennta-
kynningar á Kjarvalsstöðum
og mun svo verða hvern
sunnudag fram til jóla.
Áheyrendur fylltu fundarsal
Kjarvalsstaða á þessari fyrstu
kynningu og var upplestri
höfundanna, sem lásu, vel tek-
ið. Höfundarnir sem lesa á
sunnudaginn eru Ási 1 Bæ,
Guðmundur Daníelsson,
Guðrún Helgadóttir og Jóhann
Hjálmarsson. Bókmennta-
kynningin verður í fundarsal
Kjarvalsstaða og hefst kl. 16.
Aðgangseyrir er 200 kr.