Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sfmi 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 60.00 kr. eintakið.
Togarakaup og
staðbundin vandamál
Talið er, að á næstu
mánuðum muni 8—9
skuttogarar bætast í fiski-
skipastól landsmanna. Þar
að auki munu liggja fyrir
beiðnir um kaup á 15 nýj-
um skuttogurum til viðbót-
ar. Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra skýrði frá
því í ræðu á Alþingi fyrr í
vikunni að ekki yrðu veitt-
ar ríkisábyrgðir fyrir kaup-
um á fleiri skuttogurum er-
lendis frá. Þessi afstaða
ríkisstjórnarinnar er hár-
rétt og sýnir, að hún er
reiðubúin til þess að
sporna gegn vanhugsaðri
fjárfestingu enda þótt
þrýstingurinn sé mikill frá
ýmsum aðilum, einstakl-
ingum og sveitarfélögum.
Það er auðvitað fráleitt
að kaupa fleiri togara eins
og sakir standa. Eins og
ástandi fiskstofna okkar er
nú háttað er ljóst, að sá
togarafloti sem fyrir er
getur auðveldlega veitt
þann afla, sem talið er fært
að taka og raunar er veiði-
geta fiskiskipaflotans mun
meiri en við þurfum á að
halda nú. í ljósi þess kem-
ur auðvitað ekki til mála að
festa þúsundir milljóna í
nýjum togurum, sem
mundu aðeins bætast við
þann umframflota, sem nú
þegar er til staðar.
Þessi ásókn í að kaupa 15
nýja skuttogara enda þótt
sá togarafloti sem fyrir er
geti hæglega hagnýtt leyfi-
legan afla er eitt af mörg-
um dæmum um þá vit-
leysu, sem ríkir í fjárfest-
ingarmálum okkar Islend-
inga. Það er eins og menn
séu aldrei reiðubúnir til
þess að hugsa heila hugsun
til enda, þegar fjárfesting
er annars vegar og gildir
þá einu, hvort um er að
ræða togarakaup, eða ýms-
ar opinberar framkvæmd-
ir. Um skeið hafa menn
einblínt mjög á þá stað-
reynd, að krónutala launa
er nú mun lægri hér en í
nágrannalöndum. Nauð-
synlegt er að brjóta það
mál til mergjar og finna
þær skýringar, sem á því
eru. Flestir þeir, sem um
það hafa hugsað, munu þó
sammála um, að ein af
ástæðunum er hin ofboós-
lega og oft óarðbæra fjár-
festing, sem við höfum ráð-
izt í. En sjálfsagt eru skýr-
ingarnar fleiri.
Umræður um togara-
kaup hafa spunnizt í sam-
bandi við staðbundin at-
vinnuvandamál í tveimur
byggðarlögum, Bíldudal og
Ólafsvík. Bersýnilegt er, að
atvinnuástand á Bildudal
er alvarlegt en atvinnu-
rekstur hefur lengi staðið
höllum fæti í þvi byggðar-
lagi af einhverjum ástæð-
um, þrátt fyrir margvís-
lega fyrirgreiðslu, eins og
glöggt kom fram í ræðu
forsætisráðherra á AI-
þingi. í Ólafsvík er fremur
um að ræða slæmar horfur
í atvinnumálum á næst-
unni en að teljandi at-
vinnuleysi sé þar nú skv.
þeim upplýsingum, sem
fram komu í umræðum á
Alþingi.
Það er nauðsynlegt að
finna leiðir til þess að út-
rýma atvinnuleysi á Bíldu-
dal og skjóta traustari stoð-
um undir atvinnurekstur
þar. Og það er nauðsynlegt
að koma í veg fyrir, að at-
vinnuleysi fái að festa ræt-
ur í Ólafsvík. Það hefur
verið eitt aðal markmið
þeirrar ríkisstjórnar, sem
nú situr í landinu að koma í
veg fyrir atvinnuleysi,
þrátt fyrir þá erfiðleika,
sem að hafa steðjað. Og
þegar atvinnuleysi skýtur
niður í einstökum byggðar-
lögum verður að bregðast
skjótt við. Atvinnuleysið er
mesta bölið og það verður
að hafa forgang að upp-
ræta það.
En togarakaup bæta þar
ekki úr, þegar ekki er
nægilegur fiskur í sjónum
til þess að standa undir
hagkvæmri útgerð þeirra
togara sem fyrir eru. Meiri
ástæða er til að reyna að
dreifa hráefninu meira á
milli byggðarlaga en nú er
gert. Þetta ætti að vera
framkvæmanlegt, þegar
það er svo, að í sumum
byggðarlögum kallar afl-
inn sem að landi berst á
óhóflega vinnu fólks en í
öðrum byggðarlögum
skortir hráefni. Hér þarf
til að koma náin samvinna
milli nærliggjandi byggða
um dreifingu og vinnslu
hráefnis. Það er svo, að
sjávarþorpin í kringum
landið byggja fyrst og
fremst á útgerð og fisk-
vinnslu og það er ákaflega
hæpið að hægt sé að leysa
atvinnumál þeirra með
öðrum hætti en í tengslurn
við sjávarútveginn. En þá
þarf til að koma hagkvæm-
ari nýting þeirra atvinnu-
tækja, sem til staðar eru í
sjávarútvegi.
„Ég ber ekki á móti því að Energoprojekt hefur
mikinn áhuga á að byggja Hrauneyjarfossvirkjun.
Hér erum við með fjöldann allan af dýrmætum
tækjum, sem nota þarf við framkvæmdir eins og f
Hrauneyjarfossvirkjun og eins eigum við mikið af
byggingarefni á fslandi. Þetta með öðru gerir það að
verkum að við getum örugglega boðið mun lægra en
aðrir í þá virkjun. Ef Hrauneyjarfossvirkjun kostar
t.d. um 50 millj. dollara samkvæmt áætlunum, þá
getur Energoprojekt byggt hana fyrir 43 — 44 millj.
dollara,“ sagði Lazac Zakula framkvæmdastjóri Ener-
goprojekt f Sigöldu er blaðamaður Mbl. ræddi við
hann.
Framkvæmdum Energoprojekt við Sigöldu er nú
lokið, að vfsu á eftir að fara fram Iftilsháttar jarðvegs-
vinna, en ekki verður hægt að framkvæma hana fyrr
en í vor, og mun Landsvirkjun sjá um það eins og
komið hefur fram f fréttum. Júgóslavarnir eru þvf á
förum úr Sigöldu og mikill hluti þeirra manna, en
eftir eru menn við niðursetningu véla o.fl. Rafalar og
aðrar vélar f stöðvarhús koma frá Brown, Boveri og
Cie f V-Þýzkalandi og Energomachexport f Sovétrfkj-
unum. Er nú lögð mikil áherzla á að ljúka við frágang
á vélum fyrir áramót, þannig að framleiðsla með
túrbfnu 1. geti hafist f janúar, en f stöðvarhúsinu
verða alls þrjár túrbfnur og á hver um sig að geta
framleitt 50000 kw, eða 50 MW, þá er gert ráð fyrir að
bæta megi við f jórðu túrbínunni.
Sigölduvirkjun
Stöðvarhúsið f Sigöldu. t haksýn sjást aðr
Steypan hef
í 8400 einb
— Viljum gjarnan taka að okkur fram-
kvæmdir við Hrauneyjarfossvirkjun
— segja forráðamenn Energoprojekt
Verkið
á krossgötum
„Vissulega eru það tímamót,
þegar aðalverktaki þessara
miklu framkvæmda skilar verk-
inu af sér. Energoprojekt er nú
svo til búið með það verk er það
átti að vinna. Inntaksmannvirk-
in eru tilbúin til að taka við
vatni, sömu sögu er að segja af
frárennslisskurðinum, hann er
tilbúinn, þá er stöðvarhúsið til-
búið af hálfu verktakans, og því
er ekki óeðlilegt að Ener-
goprojekt hætti nú störfum,
enda hávetur að koma,“ sögðu
verkfræðingar Landsvirkjunar
í Sigöldu þeir Egill Skúli Ingi-
bergsson og Páll Ólafsson.
„Áður en framleiðsla rafmagns
getur hafist með fyrstu túrbín-
unni þarf að reynslukeyra hana
um nokkurn tíma og er vonast
til að það verði í desember, og
ætti framleiðsla að geta hafist
skömmu eftir áramót. Mikil
áherzla er lögð á að rafmagns-
framleiðslan geti hafist sem
fyrst, þar sem ýmissa aðgerða
er þörf í Búrfellsvirkjun, en
hverflar Búrfellsstöðvarinnar
verða teknir upp, þegar fram-
leiðsla er hafin hér.“
650 manns
þegar flest var
Þegar starfsmenn voru flestir
við Sigölduvirkjun unnu þar
um 650 manns, en í sumar hafa
unnið þar 400 manns. I gær var
mönnum fækkað um 200—250,
þannig að eftir eru ekki nema
150—200 manns, og verða
næsta úthaldstímabil sem
endar 2. desember. Þá verður
aftur fækkað mönnum, og eftir
það verða fáir við vinnu í Sig-
öldu.
Á vegum Landsvirkjunar
vinna 40 manns við niður-
setningu véla, og um 30 eru við
önnur störf.
Eins og
8400 einbýlishús.
„Það er samdóma álit allra að
samvinna verktakans og Lands-
virkjunar hefur verið mjög góð
að undanförnu og verkið því
gengið vel. Þau markmið sem
sett hefðu verið hefðu náðst og
allt gengið áfallalaust. Þegar
verkið byrjaði, gekk á ýmsu,
verkföll voru og mannskapur-
inn hljóp brott, en það breytir
ekki heildarmyndinni. Þá
hefur tíðin verið mjög góð í
haust, en hins vegar er ekki nóg
að vera með gott tíðarfar ef
ekki er hægt að nýta sér það,“
sögðu Egill Skúli og Páll.
Steypuframkvæmdir við
mannvirkin í Sigöldu voru
gífurlega miklar. AIls voru
steyptir 84 þúsund rúmmetrar,
en það er álíka mikil steypa og
fer í 8400 meðal einbýlishús. 43
þús. tonn af sementi voru notuð
og 5000 tonn af steypustyrktar-
járni. Grafnir voru 3.3 millj.
rúmmetrar af jarðvegi og 2.1
millj. rúmmetrar af fyllingar-
efni notað. Asfaltkápan á
varnargarðinum er 52.500 fer-
metrar og fóru 2000 tonn af
asfalti í hana.
Aðeins
2 gæzlumenn
„Það er hugmyndin að í fram-
Verið er að ljúka við að steypa kringum túrl
Séð út eftir aðrennnslisskurðinum.