Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
21
KORUNA xT-------V i----=—
BÚÐIRNAR CfiSSSjAóalstræti 4 [u***JUX
vió Lækjartorg
Kjördæmamálið:
S.U.S. lýsir yfir
stuðningi við sam-
eiginlega álitsgerð
Á FUNDI stjórnar Sambands
ungra sjálfstæðismanna 8.
nóvember sl. var samþykkt eftir-
farandi ályktun:
„Stjórn S.U.S. lýsir fullum
stuðningi sfnum við þær megin-
hugmyndir, sem fram koma f
sameiginlegri álitsgerð fulltrúa
S.U.S., S.U.F., og S.U.J. um kjör-
dæmaskipan og kosningaréttar-
málefni.
Þessar hugmyndir eru:
1. Að kosningareglur verði þann-
ig úr garði gerðar, að með þeim
verði tryggt aukið og virkara lýð-
ræði en nú er. Auka beri valfrelsi
kjósandans á kostnað flokksræðis-
ins. í þessu skyni verði tekið upp
persónukjör og fólki auðveldað að
koma að framboðum.
2. Að jafna verði kosningarétt
borgaranna, þannig að einn
kjósandi hafi ekki margfaldan
kosningarétt á við annan, eins og
nú er.
3. Að tryggja beri betri nýtingu
atkvæða en nú verður við komið,
þannig að sem allra flestir
kjósendur hafi áhrif á kjörið.
Stjórnin álítur þær hugmyndir,
sem fram eru settar f álitsgerð-
inni um „persónukjör með val-
kostum" vel til þess fallnar að
mæta ofangreindum sjónarmið-
um. Með þeirri tilhögun er tryggt
persónubundið kjör, jafnframt
þvf að kostum hlutfallskosninga
er haldið.
Þá telur stjórnin, einnig, að
hugmyndirnar um útfærslu þessa
fyrirkomulags hér á landi séu
allrar athygli verðar.
Stjórn S.U.S. beinir því til þing-
flokks og miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, að nú sé brýnt að taka
hugmyndir um breyttar kosninga-
reglur til vandlegra umræðna
innan flokksins. Væntir stjórnin
þess, að framangreind mál verði
til umfjöllunar á flokksráðsfundi
26. og 27. nóvember n.k. og lands-
fundi flokksins á komandi vori.“
Mummi
ogjólin
Barnabók frá Leiftri
PRENTSMIÐJAN Leiftur hefur
gefið út nýja barnabók, Mummi
og jólin, eftir norska höfundinn
Ingebrigt Davik.
Baldur Pálmason þýddi bókina.
Fjaltar bókin um Mumma, sem er
sex ára, sjómannasonur á L:ndey,
ekki langt undan landi, og ýmis-
legt sem á daga hans drífur um
jólin. Ingebrigt Davik er þekktur
hér á landi og dvaldist f nokkur ár
á Akureyri.
SNYRTISTOFA Gróu Pétursdóttur hefur um þessar mundir starfað f
fimm ár. Nokkrar breytingar verða á rekstri stofunnar við þessi
tfmamót og framvegis verða þar starfandi tveir snyrtisérfræðingar,
Gróa Pétursdóttir og Þórdfs Rjörnsdóttir. Þá hafa ný tæki verið keypt
til að bæta þjónustuna við viðskiptavini. Meðfylgjandi mynd er tekin f
snyrtistofunni.
Fóstrur halda fund
um dagvistunarmál
794 milljónir
í „svörtu bylt-
inguna ” í ár
SVEITARFÉLÖGIN úti á landi
hafa gert meira átak í varanlegri
gatnagerð á þessu ári en nokkru
sinni fyrr. Hefur verið unnið fyr-
ir 794 milljónir króna við þessi
verkefni í ár og eru þó ekki taldar
með framkvæmdir við varanlega
gatnagerð í Reykjavík, á
Reykjanesi, Isafirði og Vest-
mannaeyjum. Sagði Unnar
Stefánsson f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að „svarta byltingin"
væri greinilega ekki lengur að-
eins á götum Reykjavíkur og
sveitarfélögin kappkostuðu nú að
leggja olfumöl, malbik eða að
steypa götur í bæjunum.
>5
I HAUST var myndaður starfs-
hópur innan Fóstrufélags tslands,
vegna þess ástands sem nú ríkir f
byggingu dagvistarheimila.
Síðastliðin tvö ár hefur ekkert
heimili hafið starfsemi, svo f dag
er ástandið þannig, að biðtfminn
er eitt til tvö ár eftir dvöl. Þörfin
fyrir þessi heimili er mikil, m.a.
vegna þess ástands sem nú rikir í
þjóðfélaginu, þar sem foreldrar
verða að vinna utan heimilis til að
sjá þvi farborða.
Starfshópurinn hefur haft sam-
band við nemendafélög og ýmsa
félagshópa á stór-
Reykjavíkursvæðinu til sam-
starfs. Akveðið hefur verið að
stofna samtök til baráttu fyrir
byggingu fleiri dagvistunar-
heimila. Undirbúningur að stofn-
un samtakanna er í fullum gangi
og er einn liðurinn í þvf að halda
almennan fund. Sá fundur mun
verða i Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut laugardaginn 20.
nóvember kl. 2. e.h. Þar verða
malin rædd frá ýmsum hliðum og
eru allir sem áhuga hafa á mál-
efninu hvattir til að koma á fund-
inn.
DÖMUDEILD, )
HERRADEILD,
TÁNINGADEILD,
[ BARNADEILD
EINNIG NYJA
BLÓMA- OG
GJAFAV ÖRUDEILD
^ : 'l
GIFURLEGT URVAL
AF ÖLLUM
FATNAÐI
VIKURBÆR, TÍSKUHÆÐIN, KEFLAVÍK