Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWflröiuibla&ib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3H«r0unl>I«itiit> FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 Deyfð í fasteignasölu: Fíkniefnamálið mikhu Utborganir lækka og dreifast á lengri tíma MJÖG rólegt hefur verið i fast- eignasölu á höfuðborgarsvæðinu nú um skeið. Markaðurinn einkennist af miklu framboði en eftirspurn er hins vegar mjög Iftil og tregða þannig f sölu. Þetta hefur haft f för með sér að út- borganir hafa lækkað nokkuð og dreifast einnig á lengri tfma en verið hefur. tbúðaverðið sjáfft hefur hins vegar ekki lækkað, og ekki taldar Ifkur á þvf, enda segja fasteignasalar að markaðsverðið hafi ekki um langt skeið verið lægra ef miðað er við brunabóta- mat fasteignanna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaóið hefur orðið sér úti um hjá fasteignasölum hefur verið lítil hreyfing á fasteigna- markaðinum á síðustu mánuðum, þó að öðru hverju hafi komið þokkalegir kaflar inn á milli. Framhald á bls. 26 Ylræktarverið í’ullnægir ekki arðsemiskröfum Fjárfestingafélagsins - miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um fyrirtækið FJARFESTINGAFÉLAG tslands eða sérfræðingar þess hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ylræktarverið, sem menn hafa verið að velta fyrir sér að stofna, sé ekki nógu arðbært fyrir það. Er þessi niðurstaða fengin á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja um ylræktarver, en verið getur að ftarlegri upplýsingar geti breytt þessari niðurstöðu og þvf hefur félagið enn ekki gefið algjört afsvar á þátttöku sinni f fyrirtækinu. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá stjórnar- formanni Fjárfestingafélagsins, Gunnari J. Friðrikssyni. Gunnar sagði að Fjárfestingafélagið væri þess eðlis að það gæti ekki orðið viðskiptaaðili við væntanlegt ylver. Því ætti þetta aðeins við um það, en ekki um önnur félög, sem verið hafa að íhuga þátttöku í ylræktarverinu. Félög eins og Flugleiðir, Skeljungur og Kassa- gerðin myndu geta orðið við- skiptaaðilar ylversins og fjárfest- ing þeirra í væntanlegu fyrirtæki lyti því öðrum lögmálum, þ.e. þau myndu skapa sér viðskiptavin með þátttöku sinni f fyrirtækinu. Ylræktarverið samsvarar ekki þeim kröfum, sem félag á borð við Fjárfestingafélagið gerir og arð- semi þess er þvf ekki nægileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja um ylræktarverið. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær frá aðila, sem kunnur er arðsemis- könnuninni, getur vel verið að fyrirtækið reynist nægilega arð- bært. Þessi sami aðili sagði ennfremur að reyndist grund- völlur fyrir einu ylræktarveri væri allt eins víst að 20 til 30 slík fyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Alvarlegt atvinnu- ástand SVEITARSTJÖRINN á Bíldu- dal lýsir þvf f fréttaviðtali hér f Morgunblaðinu f dag, að at- vinnuleysisbætur til Bíld- dælinga séu aldrei undir einni milljón króna f hverjum mánuði. Við sfðasta manntal, 1. desember sfðastliðinn, voru um 350 íbúar á Bildudal. Til þess að gefa hugmynd um hve alvarlegt ástand at- vinnumála er á Bíldudal mega menn gera sér grein fyrir því, hve mikið þyrfti að greiða Reykvíkingum f atvinnuleysis- bætur, ef atvinnuleysi væri hlutfallslega hið sama meðal Reykvfkinga. Upphæðin, sem greiða þyrfti mánaðarlega væri um 250 milljónir króna. Erfitt getur verið að bagsast mót haustveðrinu. Þá er gott að eiga mömmu að og hvfla litla fætur. — Ljósm. Mbf.: Friðþjófur. Gæzluvarð- haldsföngum fjölgar á nýjan leik Gæzluvarðhaldsföngum hefur á ný fjöigað I ffkniefnamálinu mikla. 1 gær var maður einn úr- skurðaður f allt að 30 daga gæzlu- varðhald vegna málsins og f fyrra- dag var annar úrskurðaður I allt að 15 daga gæzluvarðhald. Nú sitja þvf inni fjórir menn vegna rannsóknarinnar. Frá upp- hafi hafa 18 manns verið settir í gæzluvarðhald i sambandi við rannsókn þessa umfangsmesta ffkniefnamáls, sem komizt hefur upp hér á landi. Nýjustu gæzluvarðhalds- fangarnir eru karlmenn, báðir um tvítugt. Geirfinnsmálið: r Urskurður Hæsta- réttar væntanleg- ur eftir helgina LJÓST er, að Hæstiréttur mun ekki fjalla um kæru á gæzfuvarð- haldsúrskurðinn á Geirfinns- málinu fyrr en eftir helgi. t gær hafði rétturinn ekki fengið gögn frá réttargæzlumanni fangans, en gögn frá sakadómi bárust sem kunnugt er f fyrradag. Morgunblaðið ræddi f gær við rannsóknarmenn f Geirfinns- málinu og kváðu þeir ekkert nýtt að frétta. Unnið er af kappi að rannsókn málsins og hafa bæði gæzluvarðhaldsfanginn og Sævar Ciecielski verið í yfirheyrslum, en rannsóknin beinist nú að sam- Framhald á bls. 29 Lömb þyngjast ekki á mýr- arbeit eftir ágústbyrjun Sjá grein á bls 18 -□ □ □ í BYRJUN ágústmánaðar í haust hættu lömbin að vaxa í tilraunareitunum á mýrlendi á láglendinu, þó næg beit væri og burt séð frá því hvort um ræktað land var að ræða eða óræktað, óborið eða ekki. Á þessu bar ekki hjá ánum eða nautgripunum, aðeins Gundelach vill algjörlega nýtt samkomulag við ísland EBE fái fiskveiðiréttindi hér gegn viðleitni þess til fiskverndar við Grænland GUNDELACH, samninga- maður Efnahagsbandalagsins f viðræðum þess við önnur rfki um fiskveiðimál eftir að banda- lagið hefur fært út fiskveiðilög- sögu sfna f 200 mflur, hefur ekki f hyggju að fá fiskveiði- samkomulagið milli tslands og Bretlands endurnýjað né heldur samningana við Belgfu og V-Þýzkaland. Þess f stað ætlar hann að freista þess að ná algjörlega nýju heiidarsam- komulagi við fslenzk stjórnvöld fyrir hönd bandalagsins, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér f Briissel. Samkomulag þetta á ekki alfarið að byggjast á gagn- kvæmum veiðiréttindum heldur fela f sér sameiginlega skilgreiningu á verndunar- aðgerðum vegna fiskistofna, og byggir Gundelach þessa röksemd á því, að stærð og við- komumöguleikar vissra fisk- stofna við ísland, svo sem þorsks og ýsu, séu að verulegu leyti komnir undir viðleitni Efnahagsbandalagsrlkjanna innan lögsögu sinnar á þessu sviði, og á hann þar vafalaust við uppeldisstöðvar ýmissa nytjafiska við Grænland. Fyrir þessa viðleitni sína í verndunarmálum telur Gunde- lach að Efnahagsbandalags- rfkjunum beri að fá að stunda veiðar hér við land, en síðar skuli reglan um gagnkvæmni vera lögð til grundvallar. Það er sögð skoðun Gundelach, að Framhald á bls. 29 '< lömbin hættu að bæta við sig. Þetta kemur fram í við- tali við sérfræðingana Ólaf Guðmundsson, Andrés Arnalds og Bandaríkja- manninn Bement inni í blaðinu um beitartilraun- irnar, sem verið er að gera víðs vegar um landið, m.a. fyrir „þjóðargjöfina“ svo- kölluðu. Ekki kunna þessir sérfræðingar á tilraunastöð landbúnaðarins skýringu á þessari merkilegu út- komu úr beitartilraununum i mýrlendishólfunum. En ein lfk- legasta skýringin, sem eftir er að sannprófa, er sú, að rakinn sé svo mikill í fóðrinu, að lömbin fái ekki nóg af þurrefnum, þó að þau fái fylli sína og hafi næga beit. Ærnar og nautgripirnir eru stærri og fá þvf meira af þurrefn- um. Þetta sýnir að ekki er nóg að hafa beit tal að auka afurðirnar og útkoman gæti orðið sú, að það borgaði sig að skilja lömbin frá á slíku landi f lok júff og setja þau á fóðurkálsbeit, en tilraunir með það eru hafnar. Taka þremenningarnir fram, áð þarna sé ekki enn um niðurstöður að ræða, enda landnýtingartilraun- irnar aðeins á öðru ári og þetta nýkomið í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.