Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 Aðalfundur FEF: Viðgerðir og endur- bætur hafnar á væntan- legu neyðarhúsnæði AÐALFUNDUR Félags ein- stæðra foreldra var haldinn að Hótel Esju mánudaginn 15. nóvember. I skýrslu formanns kom fram að viðgerðir og endur- bætur á húsinu Skeljanesi 6 f Hraðskákmót bankamanna NÝLEGA efndi Samband fslenzkra bankamanna til hrað- skákkeppni bankamanna f salar- kvnnum Starfsmannafélags Ut- vegsbankans. Tefldar voru 7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi og hafði hver keppandi 15 mfnútur fyrir hverja skák. Keppendur voru 18 og urðu úrslit þessi: vinning. 1. Jóhann örn Sigurjónsson, Landsbanka 5V4 2. Gunnar Gunnarsson, (Jtvegsbanka 5 3. Stefán Þormar, Búnaóarbanka 5 4. Leifur Jósteinsson, Landsbanka 5 5. Kristinn Bjarnason, Búnaóarbanka 5 6. Hilmar Viggósson, Landsbanka 4'A 7. Guðm. Þorsteinsson, Búnaóarbanka 4‘/í 8. Jóhannes Jónsson, (Jtvegsbanka 4 9. Bragi Björnsson, (Jtvegsbanka 4 10. Baldur ólafsson, Landshanka 3V4 11. Ámi Þ. Kristjánsson, Búnaóarbanka 3 12. Gunnar Herbertsson, (Jtvegsbanka 2•A 13. Bergur Bjömsson, Landsbanka 2V4 14. Ólöf Þróinsdóttir, (Jtvegsbanka 2V4 15. Svana Samúelsdóttir, Landsbanka 2 16. Gfsli Helgason, Búnaóarbanka 2 17. Marfus Sveinsson, Landsbanka 2 18. Þorvaróur Magnússon, (Jtvegsbanka '/4 Reykjavfk, sem FEF hefur fest kaup á, eru hafnar og grænt Ijós hefur fengizt frá byggingarnefnd Reykjavfkur fyrir ýmsum breyt- ingum sem þarf að gera á rishæð hússins. Einnig kom fram að Reykjavfkurborg hefði veitt 3ja milljón króna lán til tfu ára vegna húsakaupanna og muni veita frekara lán á næsta ári. Að skýrslu formanns lokinni las Finnur Fróðason reikninga Félagssjóðs og Húsbyggingar- sjóðs og síðan fór fram stjórnar- kjör. Listi kjörnefndar var sam- þykktur án mótframboða; form. var endurkjörinn Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður. I aðal- stjórn voru kosin Steindór Hjartarson verkstjóri, Ingibjörg Jónasdóttir ritari, Margrét Sigurðardóttir nemi og Hansfna Kolbrún Jónsdóttir skrifstofu- stúlka. I varastjórn voru kosin Helgi Daníelsson vélvirki, Ágúst Öskarsson kennari og Steinunn Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi. Endurskoðendur voru endur- kjörnir: Bergþóra Kristinsdóttir og Guðbjörg Þórðardóttir. Að loknum aðalfundarstörfum skemmti Ómar Ragnarsson við undirleik Magnúsar Ingimars- sonar og jólakort FEF voru af- hent á fundinum. Island í 2. sæti í alþjóðaræðu- keppni k venna I FRÉTTATILKYNNINGU frá Málfreyjudeildinni Vörðunni f Keflavfk segir m.a.: „Málfreyjudeildin Varðan í Keflavík, sem stofnuð var f des- ember 1975 og gerðist aðili að alþjóðasamtökum Toastmistress 3. maí 1976, hefur á þjálfunarskrá sinni ræðukeppni sem haldin er einu sinni á ári. I slfkri ræðukeppni eru ræðurn- ar fluttar á ensku, þar eð vinn- ingsræðan er síðan send á segul- bandi til ársþings Toastmistress, sem í ár var haldið í Kalifornfu í Bandarfkjunum. Vinningsræðan í ræðukeppni Vörðunnar, sem haldin var 31. maás.l., fjallaði um vélvæðingu og hafði að fyrirsögn „THE DARK AGE OF MECHANICAL POWER" var samin og flutt af Erlu Guðmundsdóttur, þáverandi forseta deildarinnar og hlaut sú ræða annað sæti í úrslitakeppni á ársþingi Toastmistress f júlí 1976. Þótt enginn fulltrúi frá deild- inni færi á ársþingið, hafa þó fregnir borist frá þessum heims- sögulega atburði, þegar fslenzkar konur gengu inn til samstarfs við konur um allan heim f þjálfun hæfni sinnar og eflingu eigin- leika sinna. Og ennfremur: „Þjálfunarstarf f málfreyju- deildum beinist í átt til eflingar samskipta og forustu-hæfileika. Þetta er framkvæmt með flutn- ingi verkefna á reglulegum fund- um, samkvæmt niðurröðun f áfanga. Þjálfunaráfangar eru þrfr I deild. Um þetta leyti er tæpur þriðjungur aðila Vörðunnar að ljúka 1. áfanga sem felur í sér 15 verkefni. Máffreyjum f Vörðunni var frá upphafi hugleikið að kynna þessa þjálfun öðrum konun á tslandi, og finnst nú tími til kominn að hefja útbreiðslu senn hvað líður. Munu þær auglýsa kynningarfund í Reykjavfk á næstunni." 4,5% hagvöxt- uríV-Evrópu Genf 17. nóvember — NTB FLEST lönd Vestur-Evrópu munu á þessu ári auka brúttó- þjóðarframleiðslu sfna um 4,5%, að þvf er segir f nýútkominni skýrslu frá efnahagsnefnd SÞ fyr- ir Evrópu (ECE). Bretar geta hins vegar ekki búizt við meira en 0,5% aukningu f ár og það sama á við um röð smárfkja eins og Svfþjóð, Finnland, Sviss og Ir- land, segir nefnin, en aðild að henni eiga allar Evrópuþjóðir þar á meðal Sovétrfkin og Albanfa. Atvinnuleysi verður áfram í Vestur-Evrópu, en það fer þó minnkandi. I fyrra jókst þjóðar- framleiðslan um 5% í Austur- Evrópu og samkvæmt bráða- birgðaskýrslum þaðan bendir allt til þess, að aukningin verði sú sama í ár. Austur- Evrópuþjóðirnar hafa fundið fyr- ir efnahagssamdrættinum á þann hátt, að Vestur-Evrópuþjóðir hafa minnkað innflutning, sem leitt hefur til halla á viðskiptajöfnuði austantjalslandanna. Hefur hall- inn áttfaldazt frá árinu 1972. Heyrnarleysingjaskólinn. Starf Foreldra ogstyrkt- arfélags hegrnardaufra Tfu ár í sögu félags er ekki langur tími, þó er það svo að Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra sem nú lítur yfir farinn veg að loknum 10 fyrstu starfsárunum getur að ýmsu leyti verið ánægt með árangur starfsins. Verður nú stiklað á nokkrum helztu atriðunum: 1. A fyrsta ári var hafist handa um að afla upplýsinga um mál- efni heyrnalausra á Islandi til að kynna þau mál fyrir almenn- ingi. — Var fyrir tilstuðlan félagsins haldið útvarpserindi af Brandi Jónssyni skólastjóra Heyrnleysingjaskólans. Þá voru birtar greinar um þessi mál í tímaritinu Menntamál og Heimili og Skóli. Ennfremur gaf félagið út bækling sem Her- dís Haraldsdóttir heyrn- leysingjakennari gerði fyrir fé- lagið og ber hann heitið: Agrip af þróunarsögu heyrnleysingja- kennslunnar og hugleiðingar um vandamál heyrnalausra barna. Hefur þessum bæklingi verið dreift víða, meðal annars 1 nokkrum skólum. 2. Þegar félagið var stofnað 1966 var bygging nýs Heyrn- leysingjaskóla orðin mjög aðkallandi og vann félagið ötul- lega að þvf, ásamt skólastjóran- um, að hrinda því máli í fram- kvæmd. Félagið átti fulltrúa í byggingarnefnd skólans. Kennsluhúsnæðið er nú full- búið og allt hið vandaðasta. Félagið hefur lagt nokkuð af mörkum árlega til kaupa á tóm- stunda- og íþróttatækjum til skólans. 3. Avegum félagsins hefur verið unnið að gerð orðabókar, sem einkum á að vera sniðin við þarfir heyrnadaufra. Hefur félagið fengið nokkurn styrk frá rfkinu til þessa. Er það mál nú á lokastigi. 4. Félagið átti fulltrúa í nefnd, sem skipuð var af menntamála- ráðuneytinu til að fjalla um skipulag kennslu heyrnar- daufra. Nefndin sendi frá sér nokkrar álitsgerðir til ráu- neytisins, og hefur lokið störfum. 5. Strax á þriðja ári félagsins opnaði félagið skrifstofu og hefur smám saman aukið starf- semi sína með þvf að nú um rúmlega eins og hálfs árs skeið hefur félagið rekið þjónustu við félagsmenn sína og heyrn- leysingja. Hefur þessi þjónusta mælst mjög vel fyrir og hafa heyrna- lausir notfært sér hana í æ rfk- ari mæli, er hér um að ræða félagsráðgjafastörf í þágu heyrnleysingja, sem vissulega var brýn nauðsyn á. 6. A 5. starfsári félagsins efndi það til ráðstefnu með heyrna- daufu fólki víða að :f landinu. Fengust þar upplýsingar um hagi þess og afkomu. Þetta var liður f þeirri viðleitni félagsins að efla kynni við heyrnardauft fólk. 7. A þessum árum hefur félagið fengið marga fyrirlesara, bæði fslenska og erlenda, enda er einn þáttur f starfi félagsins sá að fræða félagsmenn um mál er snerta heyrnardaufa. 8. Hin sfðari ár hefur starf fé- lagsins f auknum mæli beinst að þvf að auka samskipti við Félag heyrnarlausra. Hefur samstarfsnefnd verið stofnuð sérstaklega í þvf skyni og hefur þessi nefnd haft forgöngu um að Félag heyrnarlausra er nú fullgildur aðili að Norðurlanda- ráði heyrnarlausra og var sfðasti fundur ráðsins haldinn í Reykjavfk 15. — 17. október síðastliðinn. í júlímánuði sfðastliðnum var haldið norrænt æskulýðsmót fyrir heyrnarlausa að Reykholti í Borgarfirði, mótið tókst sér- staklega vel og voru þátt- takendur 137, en það er fjöl- mennasta mót sem haldið hefur verið af þessu tagi. Greinar f tfmaritum heyrnar- lausra á norðurlöndum benda til að almenn ánægja hafi verið með mótið. Fimm aldraðir heyrnleys- ingjar sóttu ráðstefnu f Finn- landi síðastliðið sumar og er nú ákveðið að næsta ráðstefna fyrir aldraða heyrnleysingja verði haldin hér á landi næsta sumar. Ennfremur fóru 2 piltar til Noregs á námskeið í Félags- málum heyrnarlausra f ágúst- mánuði sfðastliðnum. Þá tóku 5 íslenskir heyrnleysingjar þátt f skákmótum erlendis á sfðast- liðnu sumri. Má af þessu sjá að íslenskir heyrnleysingjar taka nú í æ rfk- ari mæli þátt í norrænu sam- starfi og hefur það vfkkað sjón- deildarhring þeirra. Þessi þátttaka byggist á því að heyrnalausir nota sitt eigið mál, táknmálið, sem gerir það að verkum, að þeir skilja auð- veldlega hvorn annan þó þeir séu af ólíku þjóðerni. 9. Sumarið 1975 gengust félögin fyrir 5 daga námskeiði f tákn- máli fyrir almenning í Norræna húsinu. Sóttu það um 80 manns. Vorið 1976 var gefin út í f jöl- rituðu formi bókin Táknmál, en hún er teiknuð af fslenskum pilti og f henni eru 1388 tákn. Hefur bók þessi vakið verð- skuldaða athygli bæði hér á landi og erlendis. M.a. var hennar getið f sérstökum þætti f danska sjónvarpinu. Sfðar í vetur verður haldið námskeið fyrir almenning f táknmáli. 10. Gerð hefur verið skýrsla af dönskum heyrnleysingja- ráðgjafa um stöðu heyrn- Framhald á bls. 29 Gudni býður Eyjamönnum á sýningu GUÐNI Hermansen, list- málari í Vestmannaeyjum, opnar sýningu á 40 mynd- um í Akogeshúsinu þar um næstu helgi. Verður sýningin opin laugardag og sunnudag frá kl. 14—22. Ókeypis aðgangur er að sýning- unni fyrir Eyjamenn og gesti f Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.