Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 31 Einar Guðmundsson: Hálfyrði um þjóðsögur „En fleira er til á himni og jörðu, Hóraz, en heimspekina okkar dreymir um,‘‘ lætur William Shakespeare Hamlet segja. Hórazi þótti gegn furðu að vofa föður Hamlets birtist en lét loks sannfærast. Vofan nísti sál Hamlets og hafði rik áhrif á hann. Ekki eru allar vofur svo heiftræknar, en að vísu veltur á ýmsu um göfgi þeirra. Sú firra var um skeið rikjandi í kaþólsk- um sið að ætlað var, að óskirð börn mættu eigi hólpin verða — og þau fengu því eigi leg I vigðri mold. Geta má nærri hvernig mæðrum slikra barna hefur liðið er þau voru urðuð eins og hræ úti á vlðavangi. Fyrr meir var talað um útburð- arvæl og var stundum talið vita á illviðri. Menn sáu útburði all- oft, og er sagt, að þeir gangi á öðru knénu og öðrum olnbogan- um, en hafi fætur og hendur krosslagðar. Ekki voru þeir klæðgöfugir. „M6ðir mfn I kvf, kví, kvfddu ekki þvf, þvf; ég skal lána þér duluna mfna að dansa f að dansa í,“ kvað útburður undir kvíavegg, er móðir hans var að mjólka ær í kvium ásamt annarri griðkonu og var að fárast yfir því að eiga ekki skartföt, svo að hún gæti farið til vikivaka, sem henni var boðið til. Brá henni svo við vísuna að hún varð vitstola alla ævi upp frá því. (Þjóðsögur J.Á.) Stundum eru vofur eins og raddir náttúrunnar eða hálf- runnar saman við þær. Sllkt kemur m.a. fram I þjóðsögunni: Meyjarnar I Fossinum. (Þjóð- sögur E.G. III. hefti): Fyrir einni eða tveimur öldum bjuggu efnuð hjón I Tungufelli i Ytrahreppi. Það bar til vor eitt, að dætur þeirra tvær innan við tekt léku sér austast I Tungufellstúni ásamt fleiri börnum. Sólskin var, veður heitt, vöxtur I ám og kominn sauðgróður. I miðjum leiknum tóku systurnar eftir þvl, að tvær stúlkur ókunnar voru komnar og tóku þátt I honum með þeim. Þeim systrum þótti vænt um. Varð meira fjör I leiknum en áður. Systurnar máttu ekki vera að heiman nema ákveðna stund. En þær gleymdu sér af kátlnunni. Hús- freyja kallaði á dætur sínar. Þær báðu ókunnu stúlkurnar að koma heim með sér og þiggja góðgerðir. Stúlkurnar önsuðu eigi, en kinkuðu kolli til merkis um, að þær þægju boðið. Fóru þær inn I baðstofu með systrun- um. Þeim var boðið að sitja á hjónarúmi úti við gluggann og færður matur, svið og fleira. Þær virtust vera á svipuðu reki og voru líkar i sjón. Þær mæltu ekki orð frá vörum. önnur þeirra hafði glitrandi gullhring á fingri, fornlegan mjög. Fing- ur hennar léku sífellt um hringinn, líkt og hann væri hennar yndi. Þetta sáu allir, sem I baðstofunni voru, og héldu að þær væru feimnar. Þvl næst fóru þær út þegjandi og brostu við systrunum um leið. Systurnar létu þær ekki fara með vitið úr bænum og fylgdu þeim til dyra og út fyrir tún. Misstu þær sjónar af þeim, er minnst varði I foss nokkurn. Þær sáu stúlkur þessa aldrei framar. Hins vegar heyrðu þær, áður en þær sneru heim, söng úr fossinum, sem bergmálaði I hamrakór alveg við. Var söngur sá margupptekinn, og námu systurnar vísuna: „Vid lifum til aó lofa Krist af list þv( Hf hann öllu gefur. Þó eitt sinn viróist þér allt þitt misst, innst og yzt, eilffðin geymt þaó hefur.“ Systurnar héldu heim alvar- legar I bragði. Þetta varð þeim minnisstæðastur dagur æskuár- anna. Enginn maður hefur fyrr né síðar skilið þessa einkenni- legu sýn. En ef til vill kynni sýnin að eiga skylt við atburð, sem sagður er hafa gerzt i land- areign Tungufells á 14. öld, er stúlkur tvær fórust þar I fossi nokkrum. Hvers vegna þær fór- ust, mun ekki kunnugt og ekki heldur nöfn þeirra. Sennilegt er að þær hafi verið systur, átt heima I Tungufelli og týnzt I foss, er þær voru að leikjum. (— af list, — innst og ýzt; þessi vísuorð bæði eru einungis berg- mál). Kinar Guðmundsson. Frá ráðstefnu Neytendasamtakanna: Löggjöf um neyt- endavernd vantar NYLEGA er.lokið ráðstefnu sem haldin var á vegum Neytenda- samtakanna, .JVeytandinn ,1 nútlma samfélagi". Þar voru flutt mörg framsöguerindi um málefni neytenda, m.a. um neytenda- vernd, um kaupalög neytendur og afborgunarskilmála, um slysa- tryggingar, vandamál dreifbýlis og um vátryggingafélögin. Það kom fram á ráðstefnunni að löggjöf vantar hér á landi er Nidurskurði útgjalda mót- mælt í London London 17. nóvember — Reuter. TUTTUGU þúsund félagar I verkalýðshreyfingunni og starfs- menn Verkamannaflokksins gengu I dag til þinghússins og kröfðust þess, að stjórn Verka- mannaflokksins skæri ekki niður opinber útgjöld, þrátt fyrir tilraunir slnar til að styrkja stöðu pundsins. Um þetta leyti eru embættis- menn alþjóðagjaldeyrissjóðsins staddir I London til að kanna efnahag landsins áður en ákveðið verður hvort sjóðurinn veiti Bretum 3,9 milljarða dollara lán, sem þeir hafa farið fram á. Mun sjóðurinn að Ifkindum krefjast þess að Bretar dragi úr greiðslu- halla slnum og lfkleg leið til þess er að draga úr útgjöldum hins opinbera og hækka skatta. Gangan I dag naut stuðnings 13 verkalýðsfélaga og stjórnar Verkamannaflokksins. Átti að rtiyrða Maó? Hong Kong 17. nóv. AP. AP-fréttastofan sagði I kvöld, að skýrt hefði verið frá þvl I útvarpsstöð I Yunnanhéraði I Suður-Kína, að fjórmenning- arnir, sem handteknir voru skömmu eftir lát Maos, þar á meðal ekkja hans, Chiang Ching, hefðu haft á prjónun- um áform um að ráða Maó for- mann af dögum og hrifsa þannig til sín völdin. Ekki var nánar skýrt frá því hvernig þau hefðu ætlað að fram- kvæma þessar áætlanir slnar. verndar hagsmuni neytenda en samtökin hafa á undanförnum árum lagt mikla áherzlu á að slík lög verði sett. Segir I frétt frá ráðstefnunni að launþegasamtök hafi að mestu vanrækt þennan þátt hagsmunabaráttunnar þar sem starf þeirra hafi aðallega beinzt að kaupgjaldsmálum. Þá var rætt um kaupalögin og voru fundarmenn sammála um að endurskoðun þeirra væri mjög brýn. Einnig var rætt um neyt- endavandamál dreifbýlisins og þær aðstæður sem hafa skapazt við það, að vlða úti á landi þar sem er aðeins einn stór þjónustu- aðili, verður oft mikil kyrrstaða og öll þjónusta mjög takmörkuð og geti myndazt nánast ein- okunaraðstaða. Þegar lög um neytendavernd verði sett sé nauð- synlegt að skipa umboðsmann neytenda á hverjum lands- fjórðungi eða vlðar, og skal hann vera ráðgefandi og til aðstoðar I neytendamálum. Fram kom einnig á ráðstefnu Neytendasamtakanna að við stefnumörkun stjórnvalda I land- búnaðarmálum hafi hagsmunum neytenda oftast ekki verið nægur gaumur gefinn og jafnvel of lltill skilningur sýndur á hverjir séu hagsmunir landbúnaðarins sjálfs. Stapafellið losnaði af sjálfsdáðum STAPAFELLIÐ losnaði af strandstað f mynni Hornaf jarðar- óss milli klukkan 2 og 3 aðfarar- nótt miðvikudags. Losnaði skipið af sjálfsdððum og fór frfi Horna- firði I gær eftir að hafa losað þar olfu, en 600 lestir af bensfni og olfu voru f tönkum skipsins. Litl- ar skemmdir munu hafa orðið fi skipinu, en þær voru ekki fullkannaðar er skipið hélt frfi Hornafirði f gær. Sjö bátar héldu til síldveiða á ný I fyrradag eftir nokkurra daga brælu og komu inn með um 450 tunnur. Jóhannes Gunnar var með mestan afla, eða 140 tunnur. Hinir bátarnir voru með 50—60 tunnur hver. I gærdag reru allir slldarbátarnir en veður var óhag- stætt suðvestan og töluverður sjór. Stórglæsileg stereosamstæða fyrir nútíma heimili Þessi glæsilega stereosamstæða samanstendur af útvarpstæki með langbylgju, miðbylgju og FM-bylgju. Stereomagnara 2x25 w sinus — 2x 35 w músik. Hi og Low filterum, styrkleika mælum fyrir báðar rásir. Sleðarofum fyrir styrk og tón. Innbyggt 4 rása kerti. Úttök fyrir 6 hátalara og 2 heyrnartæki Cassettu-segulbandstækið er bæði fyrir chromecassettur og venjulegar Sjálfvirkt endastopp, teljari, DNF filter. Innbyggð cassettu geymsla Þetta tæki hefur vakið mikla athygli fyrir fallegt og vandað útlit Við lánum yður tækið heim til reynslu, ef þér óskið VERÐ ÁN HÁTALARA KR. 163.465. TK 400 HÁTALARAR KR. 23.825 PR. STK. TK 600 HÁTALARAR KR. 34.200 PR. STK. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræt' 10 A Sími 16995. NÝTT frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.