Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 29 smáauglýsingar —- smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | Kjólar Kjólar í stærðum 36 — 50. Opið laugardag frá kl. 10 — 12. Dragtin Klappastig 37. Ytri-Njarðvík 4ra herb. íbúð til leigu sími 92-2093. Keflavík Höfum fjársterkan kaupanda að nýju eða nýlegu einbýlis- húsi í Keflavik strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27. Keflavik. sími 1420. Atvinna óskast Kona sem búsett hefur verið í Sviþjóð i 6 ár. Óskar eftir atvinnu margt kemur til greina, vön simavörslum, götun, afgreiðslust. Vakta- vinna æskileg. Uppl. i sima 84376. Atvinna óskast 22 ára gömul stúlka með stúdentspróf óskar eftir vinnu sem fyrst. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 32701 milli kl. 1 og 5. Atvinnurekendur Hárgreiðslusveinn óskar eftir atvinnu. Vinsamlegast leggið inn umsóknir á Mbl. fyrir 23. nóv. merkt: Strax — 2686. IOOF. 1 EE 1581 1 198'/2 EE Er. IOOF 12 = 1581 1 198'/2 = □ Helgarfell 59761 1 197 VI. — 2 I.O.G.T. Basar og kaffisala verður laugardaginn 27. nóv. kl. 2.30 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Erum til viðtals i Templara- höllinni á morgun laugardag frá kl. 2 — 5. Einnig svarað i síma 1 3355 — 2001 0. Basarnefndin. Öldrunarfræðafélag íslands. Fundur verður haldinn þriðjudaginn 23. nóv. kl. 20.30 i föndursalnum á Grund (inngangur frá Brá- vallagötu). Félagar fjölmennið. Stjórnin. Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum auglýsir opið hús laugardaginn 20. nóv. kl. 15 i Glaðheimum Vogum. Allir aldraðir á Suðurnesjum velkomnir. Vanti ykkur akstur hringið sem fyrst. Munið simanúmerin á áður- sendu dreifibréfi. Stúkan Frón númer 227 Aðalfundur verður i dag föstudaginn 1 9 nóv. i Templarahöllinni kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. ÆT. 3ÍÍ Frá Guðspekifélaginu Fundur í kvöld hefst kl. 20.45. Dagskrá. Afmælisminning. Deildarforseti flytur. Birgir Bjarnason, flytur: erindi er nefnist: „Aparnir". Septima. Laugardaginn kl. 15 flytur Halldór Haraldsson. píanó- leikari erindi með tóndæm- um um rússneska tónskáldið Alexander Skrjabin. L Kirkjukvöld í tilefni af 35 ára afmæli gengst kvenfélag Neskirkju fyrir samkomu í kirkjunni sunnudaginn 21. nóv. kl. 20.30. Einsöngur Margrét Matthías- dóttir. Erindi Þórarinn Þórar- insson fyrrv. skólastjóri. Tví- söngur með gítarundirleik Oddur og Ingi. Orgelleikur Reynir Jónasson. Veitingar verða fram bornar í félagsheimilinu að lokinni samkomu í kirkjunni. | radauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar Hafnarfjörður Á aðalsafnaðarfundi Hafnarfjarðarsafnaðar sem haldinn verður sunnudaginn 21. nóvember að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14, verður tekin til umræðu og afgreiðslu tillaga kirkjugarðsstjórnar um byggingu likhúss og annarrar aðstöðu i kirkjugarðinum. Kirkjugarðsstjórn. Nauðungaruppboð að kröfu Benedikts Sigurðssonar hdl.. Brynjólfs Kjartanssonar hdl., Jóns G. Briem cand. jur., Gjald- heimtunnar i Reykjavik og innheimtumanns rikissjó'ðs verða bifreiðarnar Ö-368, Ö-1923, Ö-3080 og Ö-3227 svo og sjónvarpstæki (RCA og Philips) og sófasett, seldar á nauðung- aruppboði sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33, Keflavik, föstudaginn 26. nóvember n.k. kl. 1 6. Uppboðshaldarinn i Keflavik. Njarðvik. Grindavik og Gullbringusýslu. Bílasala Alla Rúts Borgartúni 24 auglýsir Höfum fengið i sölu rauðan, sérlega fallegan Datsun 1 20A F II, árgerð 1976, framhjóladrifinn með útvarpi. Ekinn 8000 km., ennþá í ábyrgð. húsnæöi i boói Bílskúr til leigu Við Hagamel 50, R er til leigu steyptur upphitaður bílskúr með geymslu. Tilbúinn til afhendingar í næstu viku. Fyrirframgreiðsla æskileg. Uppl. í s 25648, kl. 10—12 og 17 —19, næstu daga. Hugheilar þakkir sendi ég til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu mér hlýhug á sex- tugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur. Gíslína Lára Kristjánsdóttir, Hjallabraut 4, Hafnarfirði. Er tekinn til starfa við tannlækningar að Laugavegi 66, Tímapantanir í síma 21990, alla virka daga. Sigurður Björgvinsson, tann/æknir. — Geirfinnsmálið Framhald af bls. 48 bandi þeirra tveggja fyrst og fremst. Eins og áður hefur komið fram, er Sævar einn þeirra pilta, sem sitja inni vegna Geirfinns- og Guðmundarmála. Þess má í lokin geta, að i dag eru liðin tvö ár siðan Geirfinnur Einarsson hvarf i Keflavik. Rann- sóknin á hvarfi hans er einhver sú mesta, sem fram hefur farið hérlendis. — Gundelach Framhald af bls. 48 vegna verulegrar ofveiði siðustu árin séu óhjákvæmi- legar ráðstafanir I þá veru að draga úr veiðum að ákveðnu marki, sem Efnahagsbandalag- ið eigi að fallast á. Gundelach er væntanlegur hingað til lands til framhaldsviðræðna við íslenzk stjórnvöld I næstu viku. Samkvæmt sömu heimildum liggur nú að mestu leyti fyrir rammasamningur um fiskveiði- mál milli bandalagsins og Bandarikjanna en smiðshöggið á samkomulagið mun einkum MS sw MS MZ MS SÍ| Aðnls 7íS\ AÚGl ^jSEWTEIK NDAM Iræti 6 simi MS ÝSINGA- E MISTOFA EP ÓTA 25810 verða I þvi fólgið að ganga frí leyfisveitingum til handa fiski- skipum bandalagsrikjanna innan 200 sjómilna lögsögu Bandarikjanna. Samningsstaða Bandalagsins gagnvart Banda- rikjunum er fremur veik, þar sem það hefur nánast ekkert að bjóða á móti. Kanadamenn munu enn sem komið er hafa sýnt lítinn áhuga á viðræðum við Efnahagsbandalagið, þannig að Gundelach hefur jafnvel dregið I efa að kanadisk stjórnvöld hafi gert sér að fullu grein fyrir því að það er við bandalagið sem heild að semja en ekki einstök riki innan þess. A sama tima hafa kanadisk stjórnvöld á hinn bóginn lagt mikla áherzlu á að koma I kring efnahags- og viðskiptalegri samvinnu við bandalagið, en Gundelach segir að Kana- damenn verði að gera sér grein fyrir að þeir geti ekki einangrað þessa samvinnu við örfá áhugasvið sin, heldur verði að vera um allsherjarsamkomu- lag að ræða, þar sem fiskveiðar séu innifaldar. Viðræður bandalagsins og norskra stjórnvalda hefjast I þessari viku og grundvöllurinn þar verða gagnkvæm fiskveiði- réttindi. Sovétrikin, Pólland og A-Þýzkaland hafa enn ekki svarað tilboði Efnahagsbanda- lagsins um viðræður um fisk- veiðimál, en Gundelach hefur sagt, að bandalagsrikin eigi að taka harða afstöðu til þessara rlkja og ekki leyfa þeim veiðar innan fiskveiðilögsögu banda- lagsins eftir 1. janúar, þegar 200 mllurnar koma til fram- kvæmda. Af hálfu bandalagsins er ekki óttast að Sovétrlkin muni ekki virða lögsöguna, þar sem þau hafi þegar viðurkennt 200 sjómllna fiskveiðilögsögu I reynd, bæði gagnvart tslandi og Noregi. Spurningin sé hins vegar um vilja sovézkra stjórn- valda til að ganga til samninga við bandalagið sem sllkt. — Frönsk Framhald af bls. 1. vegna oltuinnflutnings um þessa miklu aukningu hallans, sem hefur skert mjög mögu- leika Valery Giscards d’Estaings á að koma efna- hagsmálunum á réttan kjöl. Fall frankans átti sér stað rétt um það leyti sem viðskipta- tölurnar voru birtar. Fást nú 5 frankar fyrir einn dollar en áöur 4,98. — Starf . . . Framhald af bls. 30 leysingja á Islandi. Af henni má fáða að brýn nauðsyn er á að starfandi sé félagsráðgjafi fyrir heyrnarlausa hér á landi eins og tlðkast I öðrum löndum. 11. Allt starf félagsmanna er sjálfboðavinna, en þó fer ekki hjá þvl, að nokkurt fé þarf til starfseminnar. Drýgsta tekju- lind félagsins hefur verið bazar, sem félagskonur gangast fyrir á hverju hausti. Er þetta veigamikill þáttur I félags- starfinu. Nú hin slðari ár hefur félagið gengist fyrir Happdrætti I sam- vinnu við Félag Heyrnarlausra, auk þess hefur félagið notið nokkurra styrkja frá hinu opin- bera. Minningarkort félagsins fást I Bókaverslun tsafoldar, Austurstræti. 12. Foreldra og styrktafélag heyrnardaufra er aðili að öryrkjabandalagi íslands. 13. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 2. október slðast- liðinn rlkti mikill einhugur og voru margar samþykktir gerðar varðandi starf félagsins, stöðu þess og stefnu. Skrifstofa félagsins er nú að Hátúni 10A slmi 13240 og er hún opin fyrir hádegi. Frá foreldra- og styrktarfélagi Heyrnardaufra. — Rannsóknir á Islandi Framhald af bls. 19 úr hinum misstóru beitarhólf- um á sama landi. Þá'átta þeir sig á því hve mikilvægt er að fá samvinnu um hæfilega nýtingu landsiris. Þegar R. Bement var um það bil að hætta Störfum við beitar- rannsóknir á sléttum Banda- ríkjanna eftir 18 ára starf, var þess farið á leit við hann, að hann færi I tvo mánuði til ís- lands sem ráðgjafi frá Samein- uðu þjóðunum til að aðstoða Islendinga við að setja upp rannsóknaverkefni. Jú, hann var til I það. Og stðan hefur hann komið hér 9 sinnum. — Fólkið hér hefur tekið mér svo vel, að mér finnst ég fremur vera að koma heim en I annað land, þegar ég kem, segir hann. Upphaflega hafði Bement áformað að halda héðart til sex Afrlkulanda vegna beitarrann- sóknaverkefnis, sem er að hefj- ast á landsvæðinu sunnan Sahara, allt frá eyðimörkinni og suður til sjávar. En hans verkefni I þeirri ferð verður að ræða við stjórnvöld I hverju landi og ganga úr skugga um að þau skilji hversu mikilvægt verkefni þetta er á svæði, þar sem vlða er ofbeit og uppblást- ur vegna þurrka. En nú hefur þeirri ferð verið frestað fram I janúar, og Bement heldur heim til Colorado á búgarð sinn. A 500 hektara landi hefur hann 65 kýr, og þar er hann sjálfur með eigin beatartilraunir. — Það er gott að komast heim á miíli, v segir hann þegar við kveðjumst, því þó landið sé óltkt þvi sem er hér, þá eru áhyggjur bóndans alltaf þær sömu af heyjum og skepnum. En ég kem bráðum aftur, bætir hann við. — E.Pá. — Áætlunarflug Framhald af bls. 13. flugvélategundum, sem ég hefi kynnzt. Fólki finnst þær hins veg- ar iðulega ótraustvekjandi, þær eru gamaldags í^útliti og önnur þeirra sem við eigum er að mestu ómáluð. Fólk hefur að vlsu ekki neitað að fara um borð I þær, en ekki verið hrifið af þessum far- kostum fyrr en að lokinni flug- ferð. Það segir þá gjarnan, að þetta séu beztu vélar, sem það hafi flogið með, og undir þau orð getum við fyllilega tekið, segir Sigurður Aðalste flugmaður hja Flugfélagi Norðurlands að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.