Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 15 Sr. Lárus Halldórsson: Flateyjarkirkja I Flatey á Breiðafirði stendur fögur kirkja. Hún var reist árið 1926 og af mikilli framsýni til hennar stofnað. Vel búin gripum og af góðri ræktarsemi prýdd og við haldið. Sfðar varð atvinnuþróun í landinu slík, að í Vestureyjum eyddist byggð og nú eru heima- menn i Flaeyjarhreppi örfáir að- eins miðað við það sem einu sinni var. En kirkjan er þar enn. Ennþá I notkun og í fullu gildi, einnig sem tákn þeirrar trúar og menningar, sem lifað hefur og dafnað öldum saman í þessu undurfagra og sér- kennilega byggðarlagi. Þannig er kirkjan í Flatey stór hluti þeirra mannlífsverðmæta, sem fáliðaður hópur á heimaslóðum hefur fullan hug á að varðveita og hlynna að. Fyrir allmörgum árum gerði listamaðurinn Balthasar ágæta myndskreytingu í kirkjuna. Þau listaverk hafa nokkuð látið á sjá sfðustu árin, mest vegna skorts á hægri og jafnri upphitun. A næsta vori mun höfundur þeirra hafa hug á að lagfæra þau á ný.. En heimamenn vilja, að þá verði betur um búið. Nú fer fram gagnger viðgerð á kirkjunni og skal nú um bætt að kröfum timans frá því sem áður var. Meðal annars var á þessu ári lögð raflögn i kirkjuna til ljósa og hitunar. Ennþá nær þó taugin að- eins inn fyrir kirkjuvegginn. Ennþá vantar innanhússlögnina og hitunartækin og veldur þvi fjárskortur að svo er. Samt ætla forsjármenn kirkjunnar að láta þessu verki lokið fyrir 1. apríl 1977, en til þess þarf ekki minna en 1 — 1!4 milljón króna. Þessir peningar eru til, ef nógu margar fúsar hendur leggja þá fram. Þess vegna er nú heitið á brott- flutta Eyhreppinga og aðra þá, sem bera -góðan hug til þessa gamla byggðarlags, að þeir veiti lið með einhverri gjöf í sjóðinn til þess að verkinu verði lokið á til- settum tfma. Sá sem þessar línu les kann að eiga dýrmætar minningar bund- nar einmitt við Flateyjarkirkju. Margir kvöddu ástvini sfna f þeim helgidómi, nokkrir hafa gengið þar f hjónaband eða verið skfrðir þar eða fermdir. Ötai aðrar helgar stundir hafa þar ýmsir átt. — Yrði það ekki góður vottur ræktarseminnar. ef hægt væri að láta fé af hendi rakna til þess nauðsynja verks, sem endur- bætur á Flateyjarkirkju eru. Þar geta margar hendur unnið létt verk. Sá sem eitthvað á að þakka gömlu heimabyggðinni sinni - og kirkjunni sinni - honum gefst nú færi á að sýna þakklætið í verki. Framlögun verður veitt viðtaka í Biskupsstofu f Reykjavík, hjá formanni sóknarnefndar f Flatey — og hjá undirrituðum. Guð elskar glaðan gjafara. HELGI SIG. GUÐMUNDSSON: Fyrir- spurn til dóms- málaráð- herra um aðstöðu lögregl- unnar í Keflavík lögreglan ýmsum málum þar, svo sem vörslu fanga og umferðar- slysum auk aðstoðar ef um stór- dansleiki er að ræða f samkomu- húsinu Festi. öflu þessu svæði eiga 19 lög- reglumenn að sinna og skiptast þeir þannig á vaktir, að á virkum dögum eru fimm menn á vakt til kl. 02.00, en þá fer einn maður af vaktinni. A föstudags- og laugar- fengið ríflegan tíma i útvarpi og sjónvarpi til kynningar á efni hússins. Og segir mér hugur um, að þegar frá líður „Sólarferð" megi Þjóðleikhússtjóri halda vel á spöðunum í þeim efnum. Ósköp gekk nýjungin stutt „Don Juan i Helvíti". Eða var nafnið of slá- andi fyrir hina nýju stefnu á stóra sviðinu? Þeir menn, sem stjórna Þjóð- leikhúsinu, verða að gera sér grein fyrir gildi góðra minninga í húsi sem Þjóðleikhúsinu. Margir fara í leikhús, ekki endilega'til að sjá einhver ný og ný stórafrek. Heldur til þess að njóta lista og andblæs þess að vera í virtri menningarstofnun, sem er hluti í menningarviðleitni þjóðarinnar, og hefur verið það hingað til — hvað sem verður. Þeir hinir sömu menn, verða að gera sér grein fyrir því, að ekki tekur langan tíma að brjóta niður virðingu og orðstír, sem tekið hef- ur áraraðir að byggja upp. VERKSTJÓRN I umræðu um dómsmál, ný- verið, sagði Sigurður Líndal eina meginorsök slælegrar dómsmála- meðferðar vera „skort á verk- stjórn". Mér kemur það f hug, vegna þess að mér finnst það eiga við um stjórn Þjóðleikhússins. Það dugar ekki við nokkra stjórn, hvorki dóms- né menningarmála, að læra klásúlur utanað eða geta dagskvöldum sinna svæðinu atta menn til kl. 03.00 á föstudags- kvöldum en til 04.00 á laugardags- kvöldum, þá fara tveir menn af vaktinni. Það skal þó tekið fram, að af framangreindum mönnum er ætíð einn, sem aldrei getur yfirgefið varðstofu yfir vaktina. A svæðinu er einnig, sem kunnugt er einn fjölfarnasti vegur landsins, m.ö.o. Reykjanes- brautin. Oft hugsa ég til þess með óhug, hvað gerast mundi ef stór- slys yrði þar, en um brautina fara margir hópferðabílar, með allt að 50 manna hóp innanborðs. í viðbót við allt þetta, eiga svo þessir sömu lögreglumenn að sinna brunasíma fyrir mest allt svæðið, þjófabjöllukerfum, taka á móti beiðnum um sjúkrabifr., veita upplýsingar um lækna- þjónustu að nóttunni svo og að hafa eftirlit með fangaklefum á neðri hæð. Það liggur I augum uppi, að slíkt vinnuálag er mönnum ekki bjóðandi og hlýtur hver hugsandi maður að sjá að við þetta verður ekki unað öllu lengur. Vil ég nú spyrja, dómsmálaráð- herra góður; hafa mál þessi alger- lega farið framhjá dómsmálaráðu- neytinu og f járveitingavaldinu. Er ekki kominn tími til að tekin verði til greina beiðni um fjár- veitingu til nýrrar lögreglu- stöðvar í Keflavík, en teikning af henni hefir verið til f nokkur ár. Má ekki til með að taka til greina mannfjölgun á þessum stöðum og hafa fjölda lögreglu- manna i einhverju samræmi við hann og öll þau umsvif, sem svo stórt umdæmi, sem að framan greinir hefur í för með sér. Helgi Sig. Guðmundsson. þulið titla á leikritum og leikrita- höfundum eða lágabálkum, en svo þegar að framkvæmdum kemur, á skortir alla verkstjórn. Og ekki bætir um, ef menn hafa ekki sett sér einhver mörk. Segja aðeins — „Það er „víst" ekki meiningin að sýna hvað sem er“. En hver á að ráða? Kannski næsti maður eða „hvíslari"? Því miður er það alltof algengt, að skólakerfi okkar útskrifi menn, sem einungis hafa lært klá- súlur og rullur utanbókar, en sjálfstæð og rökrétt hugsun er aukaatriði. Og lítið virðist brýnt fyrir slíku „menntafólki", á hvaða grunni þjóðfélagið stendur og hvaða reglur og mök sá grunnur setur. VlSAÐ TILVEGAR Næst, þegar íslenzki fáninn verður dreginn að húni við Þjóð- leikhúsið, er það von mín, að Þjóðleikhússtjóri leiði aðeins að því hugann, að það tákn þjóðar- innar, er ekki einungis til skrauts á tyllidögum, rautt, hvítt, blátt. — Þar er tákn þess boðskapar, sem þjóðin hefur borið gæfu til að fylgja og verður svo vonandi um ókomna tíð. — Ef menn hafa villzt frá þeim boðskap, þá er þeim mönnum bent á að taka aft- ur upp þráðinn, þar sem hann slitnaði. — Enn er timi til að taka sig á. LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.