Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
Henning Bjarnason flugstjóri ásamt kvikmyndahóp brezka sjónvarps-
ins BBC, á flugvellinum (Glasgow.
BBCkvikmynd-
ar í íslandi
Fullur
steypu-
bíll valt
Akureyri, 18. nóvember.
STEYPUBÍLL, fullhlaðinn
steypu, fór fram af tveggja metra
hárri vegarbrún nálægt Malar- og
steypustöðinni klukkan 13.40 í
dag, valt hálfa veltu og
staðnæmdist á hvolfi. I fyrstu var
óttazt að ökumaður hefði slasast
og var hann þvi fluttur í skyndi i
sjúkrahús. Sem betur fer kom í
ljós að hann hafði aðeins skorizt á
enni og marizt á fæti, en var ekki
alvarlega meiddur.
Nauðsynlegt reyndist að skera
tromluna af steypubílnum til þess
að rétta hann við og ná honum
upp á veginn aftur. Öllum
kunnugum ber saman um, að hér
hafi átt í hlut afar gætinn og
þaulvanur ökumaður. — Sv.P.
Ráðstefna
um þjóðveldið
FÉLAGSVÍSINDAFÉLAG
Islands boðar til ráðstefnu um
islenzka þjóðveldið sunnudaginn
21. nóvember I stofu 301 í Árna-
garði og hefst hún kl. 14. Fram-
sögumenn verða Haraldur Ólafs-
son lektor, og Sveinbjörn Rafns-
son sagnfræðingur.
Almennar umræður verða og
taka þátt I þeim m.a. Björn Þor-
steinsson prófessor, dr. Jakob
Benediktsson, Jón Hnefill Aðal-
steinsson, Sigurður Líndal
prófessor og Sigurður Þórarins-
son prófessor.
— Bundið
slitlag
Framhald af bls. 27
gera nánast ekki neitt, eða taka
lán til framkvæmdanna, innlent
eða erlent.
Innlent lán gæti verið í sama
eða svipuðu formi og lög frá 16.
maí 1975 kváðu á um, um happ-
drættislán rikissjóðs fyrir hönd
vegasjóðs vegna framkvæmda við
Norðurveg og Austurveg.
Erlend lán til framkvæmdanna
er sjálfsagt auðvelt að fá, en ég
bendi sérstaklega á þá leið að
kannaðir verði möguleikar hjá
Norræna fjárfestingarbankanum.
Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til
að ræða frekar fjármögnunina.
Ég vænti þess að sú nefnd, sem
fær tiilögu þessa til meðferðar
kanni þann þátt sérstaklega.
STAÐAOKKAR
MIÐAÐ VIÐ AÐRA
Staða Íslands meðal annarra
þjóða að því er varðar slitlag á
vegi, er fyrir neðan allt, sem ég
þekki. Á þingi F.Í.B. fyrir
skömmu voru lagðar fram upplýs-
ingar um framkvæmdir Færey-
inga í vegagerð, samanborið við
okkur. Sennilega eru Færeyingar
teknir til vtmanburðar vegna
þess að þeir . u fámennari en við
og mætti ætla að geta þeirra væri
einnig minni í Ijós kernur þó, að
heildarafk' t okkar í lagningu
varanlegs sli!la;;s síðustu 15 ár er
um 2/3 af ársgetu Færéyinga og
við ættum að lcggja á 800 km á ári
miðað við þessa framdur okkar.
Auk þessa haf-a Færeyingar full-
komnari ferjur milli staða en við.
Og enn aðrar þjóðir hafa byggt
upp samgöngukerfi sitt með járn-
brautarlestum, fyrir utan full-
komna vegi Staða okkar er því
heldur aum, svo ekki sé fastar
kveðið að orði, er við berum okk-
ur saman við aðra, og kominn tími
til að snúa nú við blaðinu og hefja
það átak f lagningu bundins slit-
lags, sem við böfum svo lengt beð-
'ð eftir
BREZKA sjónvarpið BBC vinnur
nú að gerð kvikmyndar um sam-
skipti og samvinnu flugumferðar-
stjóra og flugmanna, manna, sem
sjaidan hittast en vinna þó á sam-
eiginlegum vettvangi. Hefur BBC
fengið leyfi nokkurra flugfélaga
um samvinnu við gerð myndar-
innar og eru það Flugfélag
Íslands, Aer Lingus, British
Airways og Logan Air.
Fyrir tveim vikum var fyrri
hluti þáttarins um Flugfélag
Flóamarkaður
Ananda Marda
ANANDA Marda sem er jóga-
hreyfing, sem hér hefur nýlega
haslað áer völl, efnir til
flóamarkaðar í Ingólfscafé á
laugardaginn og hefst hann
klukkan 11 árdegis. Ágóði rennur
til barnaheimilis, sem hreyfingin
hyggst koma á fót og enn hefur
ekki tekizt að fá húsnæði undir.
Að sögn félagsmanna í jógahreyf-
ingunni verður margt eigulegra
muna á boðstólum á
flóamarkaðinum, bæði nýir og
gamlir.
Trúnaðarmenn
hjá ísal styðja
aðgerðir í
kjaramálum
Á FUNDI trúnaðarmanna verka-
lýðsfélaganna hjá Isal í Straums-
vík var samþykkt eftirfarandi:
Fundur trúnaðarmanna verka-
lýðsfélaga sem samningsaðild
hafa við Isal, haldinn miðviku-
daginn 17. nóvember 1976, lýsir
yfir fyllsta stuðningi og samstöðu
við ályktun trúnaðarráðs Verka-
mannafélagsins Hlífar, um að
verkalýðssamtökin hefji aðgerðir
og sóknarbaráttu fyrir bættum
kjörum og noti til þess hverja þá
aðferð sem lfkleg er til árangurs.
— Dómkirkjan
Framhald af bls. 2
basarinn öllum opinn. kaffiveit-
ingarnar verða f salnum niðri f
Tjarnarbúð, en basarinn f
sölunum uppi. — Konurnar
vænta þess, að þessi breyting
mælist vel fyrir.
Basarinn er stór og óvenju fjöl-
breyttur. Að venju er mikið hægt
að fá af prjónlesi og mörgu öðru,
einnig kerti, pappísvörur og
smávarning ýmiss konar. Þá
verða á basarnum ódýrar teppa-
mottur og sfðast en ekki sfst
verður þar dálftill kökubasar.
Allur ágóði af þessu, sem ann-
arri fjáröflun Kirkjunefnd
kpnawómkirkjunnar, fer nú til
þeirra viðgerða og endurbóta,
sem fyrirhugaðar eru á Dómkirkj-
unni. Ég vænti þess því, að sem
ílestir velunnarar Dóm-
Islands myndaður um borð í þotu
félagsins á leiðinni milli Glasgow
og Kaupmannahafnar og sá siðari
á fimmtudag á leiðinni frá Kefla-
vík til Glasgow. Sömu flugliðar
voru í báðum tilfellum við stjórn
þotunnar, Henning Bjarnason
flugstjóri, Garðar Steinarsson
flugmaður og Ásgeir Magnússon
flugvélstjóri. Einnig var kvik-
myndað í Hveragerði og Garðabæ.
Ráðgert er að frunisýna myndina
í brezka sjónvarpinu í febrúar og
væntanlega víðar eftir það.
kirkjunnar leggi leið slna I
Tjarnarbúð á sunnudaginn til að
eiga þar ánægjulega stund I kaffi-
salnum og geti jafnframt keypt á
hagkvæmu verði nytsama hluti til
eigin nota eða jóiagjafa.
Kirkjunefnd kvenna hefur
unnið ómetanlegt starf fyrir Dóm-
kirkjuna á undanförnum árum.
Það vil ég þakka, um leið og ég
ítreka ósk mina um, að Reykvík-
ingar sæki basarinn og kaffisöl-
una og stuðli jafnframt að svo
ágætu málefni, sem hér er á ferð.
Þórir Stephensen.
— Frönsk
Framhald af bls. 2
Aðgöngumiðar að tónleikunum
eru seldir við innganginn og kosta
þeir 400 krónur, en hægt er að fá
áskriftarskírteini, sem gilda á alla
tónleikana og kosta þau 2 þúsund
krónur.
Það er tónleikanefnd Háskól-
ans, sem gengst fyrir tónleika-
haldi þessu, en nefndin mun jafn-
framt gangast fyrir sýningum á
óperukvikmyndum í samvinnu
við félagið Germaníu. kvikmyndir
þessar eru gerðar í
Hamborgaróperunni undir stjórn
Rolfs Liebermanns. Þær verða
sýndar í Nýja bíói og er aðgangur
að sýningunum ókeypis. Nýlega
var sýnd óperan Brúðkaup
Fígarós eftir Mozart, en eftir ára-
mót er ætlunin að sýna Töfra-
skyttuna eftir Carl Maria von
Weber og Meistarasöngvarana frá
Niirnberg eftir Wagner.
— Sigalda
Framhald af bls. 25
fengist í gegn á tímabili nema
með skyndiverkföllum.
Lélegt
öryggiseftirlit.
„öryggiseftirlit á vinnustað
var aldrei nógu gott, og á
öryggiseftirlit ríkisins þar
stóran hlut að máli. Það fylgist
mjög slælega með umbeðnum
breytingum, en sem betur fer
urðu engin alvarleg óhöpp á
meðan framkvæmdum stóð,
fyrir utan tvö umferðarslys."
Aðspurðir um tröllslegar
launasögur verkamanna í
Sigöldu sögðu Hilmar og
Sigurður, að launin hefðu ekki
byggst á samningum þeim sem
verkalýðsfélagið hefði gert,
heldur miklu fremu á óeðlilegri
bónusgreiðslu. 1 tímavinnu
voru greitt sömu laun og f
byggð, en að auki staðaruppbót
sem var 1,3 klst. á dag. Vinnu-
timinn hefði ávallt verið 12
klst. á dag og unnið aðra hverja
helgi.
Verst sögðu þeir að sam-
skiptin v.ið Energoprojekt
hefðu verið í fyrrahaust, en
verktakinn ákvað að setja
aldurstakmörk 18 — 20 ára á þá
sem fengju vinnu í Sigöldu.
Þessu hefði verkalýðsfélagið
hnekkt fyrir dómi, en ekki
hefði eingöngu verið við
Júgóslavana að sakast, heldur
einnig Vinnuveitendasamb-
andið og verkalýðshreyfinguna,
en að lokum hefðu allir sæst.!
Fá fyrirtæki í
heiminum hefðu
þoiað þetta tap
Milutin Kojic hefur verið
ræðismaður Júgóslavfu á
Islandi frá 1966, eða í 10 ár.
Hann segir, að fá fyrirtæki i
heiminum hefðu þolað það tap,
sem Energoprojekt hefur orðið
fyrir vegna framkvæmdanna f
Sigöldu. „Það hugsa kannski
margir á Islandi þannig, að
Energoprojekt sé ríkisfyrirtæki
og því skipti tap þess ekki öllu
máli. Svo er ekki, það er eign
fólksins, sem vinnur hjá fyrir-
tækinu og er algjörlega óháð
júgóslavneska ríkinu. En það sé
stærð verksins sem hafi komið
fyrirtækinu til góða f erfiðleik-
unum í Sigöldu. Sigölduvirkjun
er alls ekki stór framkvæmd í
augum forráðamanna fyrir-
tækisins. T.d. má benda á að
Energoprojekt byggði 2200 MW
virkjun í hinu fræga járnhliði
Dóná, milli Júgóslavfu og
Rúmeníu, en Sigölduvirkjun er
ekki nema 150 MW.“ Kojic
segir að Energoprojekt hafi
mikinn áhuga á að semja um
Hrauneyjarfossvirkjun og það
sem fyrst, þ.e. áður en farið
yrði með öll hin dýrmætu tæki
úr landi, og raunar væri hægt
að hefjast strax handa við virkj-
un Hrauneyjarfoss.
Stærsta dælustöð
f N-Evrópu.
„Vandamálin sem komu upp f
Sigöldu, voru mörg, en eitt það
stærsta var hinn mikli vatns-
elgur í stöðvarhúsgrunninum.
Vatnselgurinn reyndist vera
þrisvar sinnum meiri en gert
hafði verið ráð fyrir og af þeim
sökum varð að leigja sérstakar
flugvélar til að koma með dælu-
búnað til landsins og við
stöðvarhúsið er nú stærsta
dælustöð í N-Evrópu.
Það yrði ánægjulegt ef hægt
yrði að halda áfram með verk
hér á landi. Samskipti Islands
og Júgóslavíu hafa alltaf verið
góð. Júgóslavía studdi Island er
fiskveiðilögsagan var færð út í
50 mílur og var eitt fyrsta land-
ið, sem studdi útfærsluna í 200
mflur,“ sagði Kojic að lokum.
— Fólksflótti
Framhald af bls. 2
fram f júnfmánuð. Sá aðili, sem
tók að sér umsjón með verkinu
kom aðeins til þess að yfirlíta
verkið á 2ja mánaða fresti og var
uppbyggingarstarfið þvf að mestu
stjórnlaust. Var verkinu skilað í
september en þá hvfldi á frysti-
húsinu 10 milljón króna skulda-
hali, sem ekki hefur tekizt að
létta af húsinu. Hvíla m.a. launa-
kröfur á húsinu, sem gera það að
verkum að ekki er unnt að hefja
rekstur f því. Hins vegar hefur
það verið vinnsluhæft síðan í
ágúst.
Þá skýrði Theodor frá því að í
apríl hefði verið keyptur til
Bíldudals og gerður út í sumar
bátur. Var útgerð hans rekin með
miklum myndarskap, en löndun
fór fram i Bolungarvfk. Þegar
uppbygging frystihússins var
langt komin sfðla sumars var
báturinn sendur í slipp til þess að
gera hann sem beztan, þegar
húsið tæki til starfa. Fjármagns-
fyrirgreiðsla vegna endurbóta á
bátnum hefur tafizt og er hann
enn f Reykjavík, þar sem nú er
raunar verið að leggja siðustu
hönd á vinnu við hann. Er vonast
til að hann geti verið kominn til
Bfldudals eftir helgi. Þá er unnið
að þvf hjá Byggðasjóði að leysa
vandamál frystihússins og greiða
úr þeirri 10 milljón króna skulda-
flækju, sem hvílir á þvf. „Vonum
við,“ sagði Theodor „að eftir
næstu helgi geti hjólin hér farið
að snúast á ný.“
Theodor Bjarnason sveitar-
stjóri sagði að ef ekki rættist úr
nú hið skjótasta ætti byggðarlagið
á Bíldudal enga framtfð fyrir sér.
Þegar hafa flutzt á brott 17%
þeirra íbúa, sem voru á skrá þar
hinn 1. desember f fyrra eða um
60 manns. Bitnar þessi fækkun
illa á byggðarlaginu, því að þegar
slfk skriða losnar, virðist ekkert
stöðva fólk á flóttanum og það
hleypur frá eignum sfnum og
öllu. Því þarf — sagði Theodor
ekki aðeins að kasta I uppbygg-
inguna hér einhverju smælki —
gera þarf stórátak og helzt þyrftu
að verða gerðir út héðan 2 bátar
eða lítill skuttogari. Gallinn er
bara sá að slík skip liggja ekki á
lausu í dag — sagði Theodor
Bjarnason sveitarstjóri.
— Beirút
Framhald af bls. 1.
Bardagarnir hófust hins vegar
eftir að Saiqa reyndi að ná
stöðvunum með vopnavaldi f stað
þess að bfða eftir að DFLP
afhenti þær.
Sveitir Sýrlendinga hótuðu að
blanda sér í leikinn. Komu
sýrlenskar hersveitir til búðanna
og vöruðu báða aðila við og
hótuðu að bæla niður bardagann.
PLO sendi skilaboð til Eliasar
Sarkis, forseta Lfbanons, og yfir-
manna sýrlenzku sveitanna og
krafðist þess að Sýrlendingar
hefðu sig úr búðunum. Var
þannig komið á veg fyrir afskipti
þeirra.
— Spánn
Framhafd af bls. 1.
lagi við hið sterka hægri sinnaða
Þjóðarsamband, sem hótaði að
sitja hjá við atkvæðagreiðsluna ef
kosið yrði hreinni hlutfalls-
kosningu til neðri deildarinnar.
Sagði Þjóðarsambandið að slfkt
myndi leysa upp þingið og veikja
stjórnina.
— Fasteignasala
Framhald af bls. 48
Ástandið einkennist nú af mjög
miklu framboði á fasteignum og
meira en verið hefur um langan
tima, þannig að fasteignasalar
staðhæfa að sjaldan hafi verið
eins auðvelt að finna góðar eignir
fyrir hvern og einn og einmitt nú.
Fasteignasalar telja að þetta
ástand á markaðinum megi rekja
til óvissu, svartsýni og peninga-
leysis, þar sem útlánatak-
markanir bankanna hafi vafalitið
sitt að segja, enda þótt bankarnir
hafi aldrei verið taldir stór liður i
fjármögnun ibúðakaupa. „Mér
finnst næstum þvf eins fyrir
okkur að spá um ástandið og fyrir
jarðfræðingana að spá um
Kröflu,“ sagði einn fasteigna-
salanna f viðtali við Morgun-
blaðið, „það er mikil ólga undir
niðri, það hrannast upp ibúðir hjá
okkur og það hrannast upp vanda-
mál hjá fólki út um allt sem þarf
að fara að skipta um húsnæði, og
ég held að fyrr en varir muni
eitthvað gerast, stiflan bresta og
hreyfing komast á málin."
Afleiðing alls þéssa er sfðan sú,
að I þeim tilfellum sem um sölur
er að ræða á fasteignum hefur
útborgun f þeim yfirleitt lækkað
nokkuð og dreifist nú á lengri
tlma en áður var reglan. Ibúða-
verðið sjálft er aftur á móti all
stöðugt en er engu að sfður hlut-
fallslega lægra en oftast áður ef
miðað er við brunabótamat eign-
anna, eins og stundum er gert til
viðmiðunar. Salan nú er aðallega
í minni fbúðum og sfðan aftur I
stórum eignum, jafnvel óvenju-
lega-mikil og telja fasteignasalar
að það megi rekja til þess að nú
megi fá slíkar eignir á mjög hag-
stæðum kjörum.