Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
11
Komin út bók um
Poseidon-slysið
Águst Vigfússon skrif-
ar um samtíðarmenn
ÆGISÚTGÁFAN hefur
sent frá sér bókina
Poseidon-slysið eftir Paul
Gallico. Þýtt hefur Bárður
Jakobsson. Bókin er 237
blaðsíður.
Á bókarkápu segir m.a:
„Eitt stærsta skip veraldar er á
siglingu um heimshöfin með
fjölda farþega. Jólin eru i nánd og
gleðskapur mikill um borð.
Skyndilega breytist allt i hrika-
legan harmleik. Skipið verður
fyrir flóðbylgju og hvolfir á svip-
stundu.
Ringulreiðin er ólýsanleg. 15
farþegar ákveða sameiginlega að
reyna að bjarga lífi sinu.
Erfiðleikarnir reynast ótrúlegir
og hópurinn reynist ærið sundur-
leitur þegar á reynir. Hetjur, af-
reksmenn, ruddar, lyddur, gleði-
konur, fyllibyttur.
Paul Gallico hefur skrifað
margar bækur, sem vakið hafa
heimsathygli, má þar til nefna
„Love let me not hunger," „The
hand of Mary“, „The small
miracle" og margar fleiri.
Þessi bók hans „Poseidon slys-
ið“ hefur samt öðlast mesta
frægð, verið kvikmynduð og hvar-
vetna hlotið lof gagnrýnenda."
Bókakðpa
bókarinnar
MÖRG ERU GEÐ GUMA nefnist
bók eftir Ágúst Vigfússon, sem
Ægisútgáfan hefur sent frá sér. 1
bókinni segir Agúst frá samtíðar-
mönnum og má þar nefna Sigurð
Einarsson, Hannibal Valdimars-
son, Stein Steinar og Eggert
Lárusson.
A kápusfðu bókarinnar segir
m.a.: „Höfundurinn, Ágúst Vig-
fússon, er þegar landsþekktur af
útvarpserindum sínum og fjölda
frásagna, sem birst hafa eftir
hann. Hann er þeirrar náttúru, að
fólk leggur við hlustir þegar hann
flytur mál sitt og les það sem
hann skrifar. ... Fólk er oftast
viðfangsefni Agústs, en hugstæð-
astar eru honum þær persónur,
sem orðið hafa utangarðs eða fara
ekki alfaraleiðir."
Bókina prýða teikningar eftir
Kristin G. Jóhannsson.
Agúst Vigfússon
Sjálfstæðisfélag Seltirninga:
—
Gísli Olafsson
kjörinn formaður
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lags Seltirninga var haldinn 26.
október s.l. Fundarstjóri var
Magnús Valdimarsson og fundar-
ritari Alfþór B. Jóhannsson.
Guðmundur Magnússon fráfar-
andi formaður flutti skýrslu
stjórnar og Guðmar Marelsson
skýrði reikninga.
Gísli Ólafsson forstjóri var kos-
inn formaður félagsins en aðrir i
stjórn voru kjörin Kristín Frið-
bjarnardóttir, frú, Guðmar Mar-
elsson sölum., Magnús Valdimars-
son framkv.stj. og Adolf Tómas-
son tæknifræðingur. I varastjórn
voru kosin þau Ásgeir S. Ásgeirs-
son kaupm. og Áslaug Harðardótt-
ir frú.
Guðmar Magnússon og Guð-
mundur Hjálmsson gáfu ekki kost
á sér til endurkjörs i stjórn. Fund-
urinn þakkaði þeim mikil og góð
störf I þágu félagsins.
Að loknum kosningum í kjör-
dæmisráð Reykjaneskjördæmis
og í fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna á Seltjarnarnesi flutti Sigur-
geir Sigurðsson bæjarstjóri fram-
sögu um fjárhagsáætlun og
bæjarmál Seltirninga en sfðan
sátu hann og bæjarfulltrúarnir
•Snæbjörn Ásgeirsson og Karl B.
Guðmundsson fyrir svörum. Al-
menn þátttaka var f umræðunum,
en fundurinn var fjölsóttur og
lauk ekki fyrr en um miðnætti.
Kver með
útlendum
kvæðum
eftir Jón Helga-
son prófessor
Komin er út hjá Helgafelli ný bók
eftir Jón Helgason prófessor,
Kver með útlendum kvæðum.
Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur segir m.a. um þetta
nýja kver Jóns Helgasonar á
kápusíðu:
„Jón Helgason hefir öðrum frem-
ur bæði vald og mátt til að gera
þýðingar á íslenzku. Hann er vita-
skuld eitt af höfuðskáldum vorum
og býr sem skáld að ævintýralegri
sögulegri kunn áttu í islenzku
málfari. Hann hefir gefið út bók
með þýðingum, „Tuttugu erlend
kvæði og einu betur", og þær
þýðingar, sem hér birtast eru
áframhald hennar. Vegna sam-
lifunar sinnar við aldir málsins,
leikur Jón Helgason það að þýða
Jón Helgason prófessor
fyrri tfma kvæði með hverjum
þeim fortfðarblæ, sem hann kýs
sér eða við á hverju sinni. En
hversu mjög sem vér dáumst að
málvfsi hans, er meira vert um
hitt, hve stíll hans er persónuleg-
ur og rfkur að tilfinningum í
hvaða lfki, sem hann býst.“
Bókin er 50 bls að stærð.
Rætt um STEFNU
HINS OPINBERA í
f j árf estingar málum
A FUNDI sem Stjórnunarfélagið
efnir til t dag verður rætt um
stefnu hins opinbera f fjár-
festingarmálum. Hefst fundurinn
með hádegisverði að Hótel Loft-
leiðum, Leifsbúð, og mun Ragnar
S. Halldórsson setja fundinn og
ávarp flytur Geir Hallgrfmsson
forsætisráðherra.
Síðan verður fundi haldið
áfram í ráðstefnusal hótelsins og
mun þar flytja erindi Jón Sigurðs-
son ráðuneytisstjóri um það hver
ætti að vera stefna hins opinbera
í fjárfestingarmálum. Ólafur
Davíðsson hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnuninni gerir grein fyrir
samsetningu og þróun fjárfest-
inga hér á landi í samanburði við
það hvort Islendingar fjárfesti of
mikið. Halldór Guðjónsson
kennslustjóri H.t. mun ræða um
hverjir taki raunverulega ákvarð-
anir um fjárfestingar hins opin-
bera. Þá verður fjallað um áhrif
opinberrar stefnu á fjárfestingar
einkafyrirtækja.
t lok fundarins fara fram pall-
borðsumræður og er fundurinn
opinn öllum áhugaaðilum um efn-
ið.
12861 13008 13303
laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17
Herrar: StaMr ílauelsjakkar,
herraföt meö vesti og stakar
terelínbuxur. Skyrtur frá Men's
Club, enskar Maoskyrtur, ullar
rúllukragapeysur, rúllukraga-
bolir.
Kúrekastígvél - támjóir herra-
skór.
Dömur: Regn- og ullarkápur.
Úrval af dömupeysum. Kjólar,
jakkar, hvítar og mislitar
blússur.
Gallabuxur frá: Levi's, Inega
og Kobi.