Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, EÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson skrifar frá Svíþjóð: Kannski er það lögmál, sem ekki verði undan flúið, að allt hér á jörðu eigi sér vor, sumar og haust. Blöð falla af björkum, og árin eru eins og hlekkir i renni- braut til grafar mannsins. Það er þó ekki angurværð yfir lauffalli haustsins eða liðnum afmælisdög- um sem valda þvf, að ég bið þig að setjast niður með mér stundar- korn, heldur hitt, að ég er að týna áttum, og kannski skilur þú, hvert vegvisarnir benda. Eg hefi verið gestur um stund í velferðarrfkinu Danmörku, höfuðstaðnum Kaupmannahöfn. Hér er niður lifsins hærri, marg- breytiíeiki þess meiri en ég hefi áður kynnzt. Nefndu það, sem hugur þinn girnist, og það er til sölu hér. Vanti þig bók, og hafir þú fjárráð, þá gakktu nokkur skref og hún verður þin, vanti þig leikfang handa hundinum þínum, þá fæst það i næstu verzlun. Undarlegt, hve margt er til, sem þú hafðir ekki hugmynd um að nauðsynlegt er, til þess að ná frá vöggu til grafar. Og hér virðast frelsi þínu vart nokkur takmörk sett. Atvinnuhjásvæfur stofna stéttarfélög, og aftaníossar aug- lýsa bossa sína til leigu. Vanti dagblað fé i kassann, þá er slegið ■ upp æsifregn, t.d. um barn, sem læknar hafi skorið upp í stað ann- ars. Alltaf má leiðrétta greinina síðar, eða læða þvi aftast í frá- sögnina að hún sé röng. A götu- hornum sérðu síðhærð ungmenn- in standa undir áletrunum (Jr NATO, seljandi merki með slag- orðum gegn atómvopnum. Þetta væri gott og blessað, ef ein- hverjum grinistanum hefði ekki dottið i hug að telja börnunum trú um, að enginn sé maður með mönnum, nema hann klæðist skít- ugum, tjásuðum eftirlíkingum amerískra hergalla. Það er hroll- vekjantfi að sjá eitt og sama ung- mennið í áróðursklóm tveggja stórvelda. Hrollvekja er það og að hugsa til þess, að slík getur vel- megun ríkja orðið, að þau hafi efni á að leyfa þúsundum ungra manna og kvenna að ráfa um at- vinnulausum. Ég hafði alltaf haldið, að atvinnuleysi væri i öll- um tilvikum afleiðing þess að vinnu væri ekki að fá. Svo allt í einu kemst ég að því að þetta er herfilegur misskilningur. Sum þjóðfélög virðast það stjórnar- farslega veik, að þau hreinlega þora ekki að setja hnefann i borð- ið og segja: Hingað og ekki lengra. Keppnin um lýðhyllina er slík, að leiðtogarnir hætta ekki á að draga linu milli þeirra sem þarfnast og hinna sem ekki nenna. Öllum er boðið að nægta- borði þjóðfélagsins, verðugum jafnt sem afætunum. Fjarri er mér að amast við fólki, sem legg- ur niður vinnu, t.þ.a. nema til annarra starfa, er það álítur henta sér betur, fjarri er mér það lika að amast við að hamlað fólk á einn eða annan hátt lifi á sam- eignarsjóðum þjóðfélagsins, en að ungt, fullfrískt „ég- nenni-því-ekki-fólk“ geri það, á sama tíma sem þjóðfélagið flytur inn fólk, t.þ.að vinna verkin, sem hinum innfæddu þykja neðan sinnar virðingar að sinna, það blöskrar mér. Undarlegt er að heyra fólk halda því fram, að með þvf að kynna sér hvernig hægt er „að spila á kerfið", þá fáist hærri þóknun fyrir en laun verkamanna geta tryggt. Ungur drykkjusjúk- lingur valt hér um götur og torg i 10 ár. Svo sneri hann inn á braut lífsins á ný i aprfl s.l. Hann sótti um vinnu og fékk. Hann lýsir gleði sinni yfir unnum sigri í ágætis blaðagrein, fyrir nokkrum dögum, en jafnframt undrun sinni á því, að þjóðfélagið metur vinnu hans nú 25.728,00 kr. lægra á mánuði en hjálparsjóðir verð- lögðu vímuráf hans á. Inn í þessa mynd er þó ekki tekin sú stað- reynd, að ríkið krefur hann nú um skatt af vinnutekjunum. Með þessa staðreynd i huga skilst það kannski. hvernig menn geta lagt niður vinnu og helgað sig baráttu hins vinnandi manns fyrir bættu þjóðféiagi. Hvort á að hlæja eða gráta? Er lýðræðið dauðadæmt? Sigurður Haukur Guðjónsson. Fyrir nokkru sat ég á einka- heimili og hlýddi á ráðsetta, eldri borgara ræða um vandamál líð- andi stundar. Eins og oftast í slik- um „vizku“-umræðum, þá var rætt um stjórnleysið, máttleysi stjórnmálamannanna, hátt verð- lag og þetta allt, sem við þekkjum úr stofuræðum okkar heima. Hvers vegna var t.d. smjörverð ekki lækkað, svo offramleiðslan kæmi Dönum til góða, i stað þess að gefa Rússum feitmetið fyrir hálft gjald? Hvernig gat skrípa- karli eins og Glistrup skotið upp á himin danskra stjórnmála? Hvað er gjaldeyrisstaða? Já, hvað eiga stjórnmálamenn við, er þeir segja: Með því að taka 800 þúd. króna lán erlendis, þá náðum við 400 þús. króna jákvæðri stöðu við útlönd? Allt þetta var rætt og margt, margt fleira. En þar komu þeir tali sínu, þessir heiðurs- menn, að þeir urðu sammála um, að það vantaði, væri sterkur for- ingi, foringi sem þyrði að draga línu milli rétts og rangs. Ég hrökk við. Hvað voru þeir að biðja um? Voru þeir að biðja um fangabúðir Stalfns, jarnhæl Hitlers eða budduvald Nixons? Fær lýðræði virkilega ekki staðizt vegna kröfugræðgi þegnanna ? Ég reyndi að sveigja tal þeirra að þessari spurn. Spurði þá, hvort það væri ekki undarlegt, að svo stuttu eftir síðari heimsstyrjöld- ina sendu „frjálsar" þjóðir Evrópu ráðherra sfna til Þýzka- lands, t.þ.a. fá þar að vita, hve hátt þeir voldugu herrar meta gjaldmiðil viðkomandi? Viðmæl- endur mínir gláptu á mig, skildu hreint ekki svo kjánalega spurn- ingu, kannski ekki að undra, því ég, spyrillinn, skil hana ekki sjálf- ur. Skil ekki í hverju styrkur þessarar merkilegu þjóðar er fólginn. Fyrir fáum árum stóð hefndarþyrstur heimur yfir þýzku þjóðinni í molarúst. 1 dag standa ráðherrar sömu þjóða þar kengbognir með hatta í höndum og bænaskrár um að gjaldmiðill þeirra verði ekki að engu gerður. Er það lögmálið að vor fylgi vetri, sem veldur? Þurfa þjóðir i rúst, svo að þegnarnir hætti að bítast og togast á, leggi fram krafta sína til sameiginlegs átaks, geri þann- ig þjóð sina sterka? Stundum læðist að mér, að lýð- ræði gefi þegnum sínum þann rétt stærstan, að þar sé þeim leyfilegt, í nafni frelsisins, að ráðast að rótum þjóðarmeiðsins, naga þar og rífa, unz þjóðfélagið fellur yfir þá og mer þá til dauðs. Það virðist ekki vera aðeins haf- aldan sem rfs og fellur, — þjóð- félög gera það lfka, hún undan þunga sínum og aðdráttarafli jarðar, þau vegna aðgæzluleysis þegnanna og dýrslegrar ágirndar þeirra. Þegar þegnarnir hætta að skilja það, að þeir eru eindirnar sem þjóðfélögin mynda, þá er voðinn vís, — og þegar einstak- lingskrafan ræðst í offorsi að þjóðarhollustunni og kyrki hana, nú þá er fall þjóðar á næstu greösum. Meðan óánægju- raddirnar í brjóstum einstaklinga fá saðning í sterkum orðum og höggum í borðplötur í heima- húsum eða kráarrápi, er enn tími fyrir stjórnvöld að snúa við, til- veru þjóðar er ekki hætt. En þegar menn taka að hrópa i hóp- um um helgan rétt sinn til stærri og stærri sneiðar af sameiginlegri köku, þá er lýðræði hætt, lýðræði, þar sem valdastólarnir eru keyptir fyrir sykruð snuð handa þegnunum. Hér sagði stjórnmála- maður um daginn: „Mér er óhætt að segja sannleikann, því að flokkur minn er svo lítill. Ég þarf ekki að taka tillit til skoðana nema fámenns hóps." Undarleg orð og hrollvekjandi, ef þau eru sönn. Þurfi stjórnendur að fela sannleikann, — sé kaupverð atkvæða lygasmjaður, þá er þjóðin að falli komin. Kannski er anguværð mfn og ótti ástæðulaus, sprottin af hræðslu minni við að missa það, sem mér e kært, hina norrænu arfleifð. Enginn múll, enginn hlekkur, engin svipa gætu í minum huga orðið frelsi okkar nú eftirsóknarverðara. Sértu mér sammála, þá vaknar næsta spurn: Hvað gerum við t.þ.a. vernda það,— hvað t.þ.a. styrkja það? Hvað gerum við til þess að lög þjóðfélagsins séu fyrir alla jafnt, bæði hinn minnsta meðal bræðra okkar sem hinn volduga i vafningsgróðri valdsins? Hvað gerum við til þess að byrðar þjóð- félagsins séu ekki aðeins á herð- um þeirra, sem ekki hafa aðstöðu t.þ.a. velta þeim af sér? Hvað ger- um við til þess að hjálpa stjórn- endum okkar til þess að stýra eftir áttavita skynseminnar i stað stefnunnar: Ég skal gera eins og þú vilt, ef ég má sitja svolítið lengur. Aðeins með okkar hjálp verða stjórnendurnir nægjanlega sterkir, t.þ.a. stefna í þá átt eina, sem þjóðarheill varðar. Að ætla sér að stefna í margar áttir í einu er vfs leið til falls. Það er lögmál, sem ég lærði eitt sinn á skiðum i hliðum Vaðlaheiðar. Vilji vinstri fóturinn í suður, þegar sá hægri hefir valið stefnuna i norður, þá fellur skiðakappinn, hversu snjall sem hann mí annars er. Ég bað þig að setjast með mér um stund, þvf að ég væri að tapa áttum, áttavitarnir farnir að minna mig á vindhana á stöng. Það sem ég á við er þetta: Er okkur þegnun hinna norrænu vel- ferðarríkja þjóðfélagshættir okkar svo kærir, að við viljum í raun og veru axla þær byrðar sem frjálsir menn verða ætið að taka á sfnar herðar, eða viljum við það feigt, kjósum barnabörnum okkar morgundag undir svipuhöggum einhvers kúgarans. Gildir virkilega alltaf sama lög- málið: haust fylgir sumri síðar vetur? Sé þetta rétt, þá gleymum því ekki heldur, að vor vaknar við faðmlög þeirrar hlýju, er um- lykur jörðu. Vindar, sem um þjóð- félög leika, eiga aðeins ibrjóstum þegnanna upptök sín, bæði vekj- andi vorblærinn og svæfandi hauststormurinn. Sr. Lárus Halldórsson. SEM fyrrverandi starfsmaður f lögreglunni f Keflavfk, langar mit til að spyrjast fyrir um nokkur atriði varðandi löggæslu á umráðasvæði Keflavfkurlögregl- unnar. Máli minu til útskýringar, mun ég lýsa hér fáeinum atriðum, sem ég tel að séu alls óviðunandi. 1 fyrsta lagi, húsnæðisaðstaðan er í algjörum lamasessi. Lögreglu- stöðin, sem er f eldgömlu for- sköluðu timburhúsi, stendur við aðalgötu bæjarins. Þar er aðstaðan slík að vart trúi ég að slíkt þekkist annars staðar. I kjallara eru 7 fangaklefar, en af þeim hefir þrem verið lokað af heilbrigðisástæðum, þar sem allt er þar á floti ef rignir. Allir eru klefarnir þiljaðir með timbri og oft hefur litlu mátt muna, að ekki hlytist stórslys af vegna elds. Á efri hæð er vinnuaðstaða lög- reglumanna og hafa þeir til um- ráða 3 lítil herbergi, sem saman- lagt eru um 40 fermetrar. Allt er húsnæðið mjög óvistlegt og hreint kvalræði fyrir menn, sem dvelja eiga þar í 12 tima samfleytt á sólarhring. 1 öðru lagi, lögsagnarumdæmi Keflavíkurlögreglunnar nær yfir mjög stórt svæði, nánar tiltekið Keflavik, Njarðvík, Sandgerði, Garð, Voga og Hafnir. Á þessu svæði munu lauslega áætlað búa um 10 þús. manns, en reikna má með að um aðal vertíðartímann fjölgi þar í 15 þús. manns, þar sem stórar verstöðvar eru á svæðinu. Fyrir utan þessa höfða- tölu býr svo fjöldi Bandarfkja- manna á svæðinu. Grindavík, tel ég ekki hér, þar sem hún hefur sina eigin lög- gæslumenn. Þó sinnir Keflavikur- FINNBJORN HJARTARSON PRENTARI: EFTIR að ofanritaður skrifaði stutta grein um Þjóðleikhúsið, og gerði að umtalsefni efnisal og meðferð leikrita, hefur sú hugsun gerzt áleitín, hverjum yrði um kennt, ef fólk almennt færi að sneiða hjá Þjóðleikhúsinu. Við höfum nefnilega dagblöð, sem kenna almenningi um, að þau séu ekki keypt og bæta því gjarn- an við, að útbreiðsla Morgun- blaðsins rnóti skoðanir almenn- ings í réttu hlutfalli við fjármagn, sem sé aðalhvati útbreiðslunnar. sem sagt, það er æ ofan í æ nánast fullyrt, að almenningur sé til orð- inn fyrir Morgunblaðið en ekki að Morgunblaðið sé til orðið fyrir almenning. Slíkar fullyrðingar, dulbúnar og ódulbúnar móðganir og svívirðingar eru algengar t.d. í Þjóðviljanum. Samanburður þessara dagblaða er gerður vegna þess, að einn dálkahöfundur Þjóðviljans varði hina nýju stefnu Þjóðleikhússins af heift þess, sem náð hefur tangarhaldi á leiðitamri sál, og sem hann vill ekki með nokkru Leikhúsfólki vísað til vegar móti sleppa, sem ganga á erinda annars siðferðis en þjóðin heldur enn tryggð við. Og ekki er fráleitt að halda því fram, eftir sýningu sjónvarpsins á „Ringulreið“, að höfundur þessa „listaverks" sé aðalráðgjafi Þjóðleikhússins í þeim efnum. Eða eigum við að segja aðal„hvíslari“? Það mætti spyrja Þjóðleikhússtjóra: „Segóu mér hverjir eru vinir þínir, og ég skal segja þér hver þú ert“. Það er auðvitað aldrei minnzt á það einu orði, að útbreiðsla Morgunblaðsins gæti stafað af því, að það heldur sig innan þeirra siðferðismarka, sem þjóðin hefur tekið í arf og reynir að viðhalda. Þau siðferðismörk þekkja allir íslendingar. Jafnvel óprúttnir dálkahöfundar Þjóðviljans. En kommúnistar vinna að þvi, leynt og ljóst að brjóta niður þrek fólks- ins í landinu. Og þeir eru fljótir að finna inn á, ef menn eru ístöðulitlir og veikgeðja, sem þeir geta notað við iðju sína. Menn, sem virðast hafa gleymt því, sem þeir áttu að hafa lært unglingar. En það eru nokkrar setningar, sem hefjast flestar á þessa leið: Þú skalt.. . Þú skalt ekki... GILDIGÖÐRA MINNINGA Ég sagði í upphafi, að ég hefði verið að velta því fyrir mér, hverju yrði um kennt, ef aðsókn að Þjóðleikhúsinu minnkaði? Og á ég þá ekki aðeins við eina einstaka sýningu. Heldur það, að hætt er við, að fólk sæki ekki næstu verk hússins, vegna þess að því hefur verið sýnd lítilsvirðing, og það á ekki lengur góðar minn- ingar úr Þjóðleikhúsinu ein- göngu. Og ef svo heldur fram sem horfir, getur svo farið, að almenn- ingur, sem orðið hefur fyrir klám- höggi er um var fjallað i fyrri grein, fari ekki í Þjóðleikhúsið árum saman. Eða hvernig bregð- ast þeir Þjóðleikhúsgestir við næstu leiksýningum, er gengið hafa úr húsinu á mióri sýningu? Og hve lengi stendur sú kona við orð sin, sem sagði eftir umrædda sýningu: „Ég fer aldrei aftur í Þjóðleikhúsið"? Hve margir eru sama sinnis, þó þeir hafi ekki hátt um þáð? Ef svo færi, að bakslag kæmi í aðsókn að Þjóðleikhúsinu, þá þætti mér miður, ef hrópað yrði í rfkisfjölmiðlana og .Þjóðviljann, að svo væri íslenzk „borgarastétt" andlaus og sneydd allri menn- ingarhvöt, að hún færi hvorki í leikhús né keypti Þjóðviljann. En slík er jafnan túlkun kommúnista á viðhorfi almennings til þess blaðs. Það má bæta þvi við, að ekki virðist Þjóðviljann skorta fé, eU tekið er mið af auglýsingum hans f sjónvarpi, þar sem 1 mín. kostar 70—80 þús. krónur. Þjóðleikhúsið hefur ávallt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.