Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 47 tslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu i nauminton. BLÓÐHITI í EVRÓPULEIK UM síðustu helgi léku Smuc Marseilles frá Frakklandi og Porto frá Portúgal fyrri leik sinn f Evrópubikarkeppni bikarhafa i handknattleik. tJrslit leiksins urðu þau að Frakkarnir sigruðu með 26—18. Mikill hiti var í leik þessum og áður en lauk brutust út slagsmál malli leikmanna. Þegar dómarar ætluðu að skerast í leik- inn fengu þeir sinn skerf óþveg- inn. , , ,__ ÁRSÞING FSÍ Arsþing Fimleikasambands Is- lands verður haldið n.k. laugar- dag, 20. nóvember f Féfagsheimili starfsmannafélags Rafmagns- veitu Reykjavfkur við Elliðaár og hefst þingið kl. 13.30. MIKILL FJÖLDIMEIST- ARA MUN REYNA MEÐ SÉR Á NORÐUR- LANDAMÓTINU - landsleikur við Rnna á sunnudaginn Badmintonsamband tslands gengst nú fyrir Norðurlandamóti f badminton f fyrsta skipti hér á iandi, en þetta verður það 15. f röðinni. Norðurlandamótið i bad- minton var fyrst fyrst haldið f Noregi 1962 en sfðan hefur það verið haldið á Norðurlöndum til skiptis að tslandi undanskildu þar til nú. Til þessa eru það aðeins Danir og Svíar sem hafa unnið til titla á Norðurlandamótunum og hefur mótið alltaf verið eins konar ein- vígi milli þessara þjóða og eru þær meðal þeirra sterkustu f heimi og til dæmis varð daninn Svend Pri heimsmeistari f einliða- leik karla 75 og er hann tvfmæla- laust einn af þeim beztu í heim- inum f þessari íþróttagrein. Þá er Svíinn Sture Johnson afar sterk- ur leikmaður og hefur hann þrisv- ar orðið Evrópumeistari. Það má því með sanni segja að aldrei hafi jafn margir meistarar (heims- meistarar, evrópumeistarar og norðurlandameistarar) leikið hér á landi og ætti enginn að verða svikinn af þvf að leggja leið sfna í Laugardagshöllina um helgina, en mótið hefst með tvenndarleik á laugardagsmorgun klukkan 11.00 og verður þá leikið til klukk- an 18.30. Klukkan 9 á sunnudags- morgun verða svo undanúrslit og á þeim að ljúka klukkan 12.30. Klukkan 14.00 verður svo aðal- gamanið, en þá verða leiknir úr- slitaleikir í öllum flokkum. Verð aðgöngumiða verður 500 krónur, það er kr. 500 fyrir laugardaginn, kr. 500 fyrir hádegi á sunnud. og einnig mun kosta kr. 500 á úrslit — sem leikin verða eftir hádegið, en ef menn kaupa heilmiða mun hann aðeins kosta kr. 1000 og gildir hann á alla leikina. tslenzku keppendurnir verða alls 20 að þessu sinni en þeir eru svo margir vegna þess að sú þjóð sem mótið heldur hefur rétt til að bæta við þátttakendum ef hinar þjóðirnar nota ekki kvóta sinn, sem er 12 keppendur, en það gera aðeins Danir og Svfar. kepp- endurnir eru án efa þeir Harald- ur Kornelíusson og Steinar Peter- sen, en Haraldur hefur tekið þátt í 4 norðurlandamótum og Steinar 3. Þá er Sigurður Haraldsson flestum kunnur, en hann er nú- verandi íslandsmeistari f einliða- og tvíliðaleik. Af kvenfólkinu eru þekktastar þær Lovfsa Sigurðar- dóttir og Hanna Lára Pálsdóttir, sem eru báðar margfaldir Tslands- meistarar. Möguleikar fslenzka liðsins eru nú ekki taldir miklir og er sann- leikurann sá að við erum aftastir á merinni í badmintoninu og höfum við aðeins tvisvar unnið leik á norðurlandamóti enn sem komið er, þó er talið að við eigum nokkra möguleika gegn Finnum, en þeir eru í svipuðum gæðaflokki og við. Svona til að ganga endanlega úr skugga um það hvar við stöndum hefur verið ákveðið að leika landsleik við Finna að loknu norðurlandamótinu á sunnudag og hefst hann strax að því loknu. Undirbúningur fyrir mótið hef- ur verið geysimikill og var kosin sérstök undirbúningsnefnd til að annast hann og hefur hún leyst hlutverk sitt með prýði. Til marks um hinn mikla kostnað sem sam- bandið verður að leggja f má nefna að reiknað er með að nota þurfi 60 tylftir af boltum, sem kosta munu um 240 þúsund krón- ur, en leikmenn eru mjög kröfu- harðir með bolta og telja þeir hann ónýtan eftir hvert smass og þess eru dæmi að 4 tylftir fari í einum leik. Þá má nefna að það þarf að minnsta kosti 60 dómara þegar flestir leikir fara fram f einu og á úrslitaleik getur þurft 13 dómara. En vonandi láta menn þennan einstaka fþróttaviðburð ekki fara framhjá sér og fjöl- menna í Laugardagshöllina til að hvetja landann og til að sjá beztu badmintonleikara heims leika listir sínar. HG Þjóðverjar unnu Tékka VESTUR-ÞVSKALAND sigraði Tékkóslóvakíu 2—0 í vináttu- landsleik í knattspyrnu sem fram fór f Ha nover f fyrradag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik. Heinz Flohe skoraði fyrra markið á 17. mfnútu með hjól- hestaspyrnu aftur fyrir sig, eftir hornspyrnu frá Bonhof og Erich Beer skoraði seinna markið á 34. mínútu, eftir að hafa einleikið frá vallarmiðju. Tékkarnir sóttu öllu meira f seinni hálfleik, en þá varði þýzki markvörðurinn Sepp Maier oft stórkostlega vel. □ DÖMUFÖT — NÝTT SNIÐ □ HERRAFÖT M/ VESTI SNIÐ „GATSBY/ SPORT OG MILANO' EFNI: GRÓFRIFFLAÐ FLAUEL, 100% FLANNEL ’ OG „CALVALIRY TWILL" TERYLENE & ULL f 4 □ HERRASKYRTUR □ DÖMUPEYSUR □ HERRAPEYSUR □ KULDAJAKKAR O.M.FL. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.