Morgunblaðið - 19.11.1976, Side 38

Morgunblaðið - 19.11.1976, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 umHORP Aðalfundur Heimdallar, sam- taka ungra sjálfstæðismanna f Reykjavfk, var haldinn f 'ok septembermánaðar sl. og sam- þykkti fundurinn eftirfarandi st jðrnmálaályktun: „Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik grundvallar stefnu sína enn sem fyrr á frjálshyggju, at- hafnafrelsi einstaklinga og bar- áttu fyrir jöfnum möguleikum allra þegna þjóðfélagsins. Við úrlausn aðsteðjandi vanda i efnahags- og fjármálum er rik- ari ástæða en jafnan áóur, að hafa þessi meginsjónarmið í huga. Framfarir og bætt lifs- kjör eru komin undir atorku einstaklinga og félaga þeirra. Heimdallur S.U.S. harmar hversu illa rikisstjórninni hef- ur gengið I baráttunni við þá óðaverðbólgu og óreiðu er vinstri stjórnin skildi eftir sig. Þrátt fyrir tveggja ára valda- setu sjást enn lítil batamerki, en fullnaðarsigur í þessari bar- áttu er forsenda þess, að grund- völlur skapist að heilbrigðu at- hafnalífi í anda þeirrar stefnu er Sjálfstæðisflokkurinn í orði hefur fylgt i gegnum árin. Ekki þótt góður siður að lifa um efni fram Breyting á lögum Framkvæmdastofnunar rfkisins einungis kák Heimdallur S.U.S. lýsir mik- illi undrun yfir alls óþörfum málaferlum ríkisins vegna end- urgreiðslu skyldusparnaðar ungs fólks. Málaferli sem þessi eru einungis til þess fallin að veikja enn frekar trú unga fólksins á getu stjórnsýslunnar og heiðarleika embættismanna. Það er einföld réttlætiskrafa að ríkið endurgreiði þeim er hlunnfarnir hafa verið á und- anförnum árum án allra mála- ferla. Ríkisstjórnin ætti þegar i stað að leiðrétta þessi hrapal- legu mistök embættis- mannanna. Heimdallur S.U.S. hefur jafn- an bent á mikilvægi þess, að sem flestir eignist eigið íbúðar- húsnæði og að ungu fólki sé auðveldað að leggja út í kaup á eldra húsnæði eða byggingu. Skattaívilnanir og góð lánafyr- irgreiðsla eru nauðsynlegir þættir til þess að gera slíkt kleift. Einkaeign á Ibúðarhús- næði er og hefur verið ein áhrifaríkasta leiðin til þess að treysta fjárhagslegt sjálfstæði borgaranna. Heimdallur S.U.S. telur breytingu þá er gerð var á Framkvæmdastofnun ríkisins einungis kák, sem breyti ekki í neinum grundvallaratriðum þeirri stofnun. Flokkspólitík eftirlitsmanna og fyrirgreiðslu- kerfi í opinberri stjórnsýslu verður ekki með nokkru móti réttlætt undir rikisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild Hættan, sem islenzku þjóð- inni stafar af sivaxandi skulda- söfnun erlendis, verður seint um of fyrir mönnum brýnd. Það ábyrgðarleysi, sem í þvi felst, að velta á þennan hátt vandamálum nútímans yfir á framtíðina er dæmigerð úr- lausn íslenskra stjórnmála- manna í dag. Það hefur hingað til ekki þótt góður siður að lifa um efni fram og fresta vanda- málum líðandi stundar til morgundagsins. Meginviðfangsefnið í skatta- málum er að létta heildarskatt- byrðina. Nauðsynlegt er, að koma í veg fyrir það misrétti* sem nú viðgengst í skattamál- um. Ójöfnuður í þessum efnum kemur fyrst og fremst fram i sambandi við álagningu tekju- skatts. Til þess að bæta úr þessu misrétti og einfalda skattheimtukerfið, leggja ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík til, að verulega verði dregið úr tekjuskatti, en í stað þess verði skattheimtan í. formi óbeinna neyzlu- og eyðsluskatta. Þannig verði skattborgurunum gert kleift í ríkara mæli en nú er, að ráða hvernig þeir verja fjár- munum sinum. Jafnframt verði skattaeftirlit stóreflt. Stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar: „Að velta vandamálum nútímans yfir á framtíðina er dœmigerð úrlausn ísl. stjórnmálamanna í dag að. Skiptir þar litlu þó kommisaraembættin og feitir bitlingar falli þá fremur þing- mönnum flokksins í skaut. Þingmönnum flokksins á ekki að vera stætt á því að bregðast margyfirlýstri stefnu Flokks- ráðs- og Landsfundar Sjálfstæð- isflokksins. þeirri vandvirkni og hraða sem nauðsyn ber til. Aðalfundurinn telur það vera eitt alllra brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar á sviði inn- anlandsmála, að efla og styrkja réttargæzluna í þjóðfélaginu og stuðla á allan hugsanlegan hátt að uppljóstrun og afgreiðslu saka- og glæpamála án undan- dráttar. Drykkjuskapur ungs fólks er vandamál, sem þjóðin verður að láta til sfn taka í æ ríkara mæli Tjóir Iftt að nota samsteypustjórnina sem skálkaskjól Heimdallur S.U.S. krefst þess, að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins standi við gefin loforð um raunhæfan samdrátt í rikis- búskapnum. Meðan ekki hafa verið lagðar fram tillögur þar að lútandi og látið reyna á hver afstaða samstarfsflokksins í rikisstjórninni er, tjóir litt að nota samsteypustjórnina sem skálkaskjól. Einnig þarf nú þegar að skapa þau skilyrði er nauðsynleg eru til að einstak- lingar og samtök þeirra geti sinnt þvi hlutverki i uppbygg- ingu atvinnulifsins sem sjálf- stæðismenn ætlast til. Aðalfundur Heimdallar vek- ur athygli á þeirri uggvænlegu þróun, sem á síðustu misserum hefur orðið í hvers kyns af- brota- og glæpamálum í flestum sviðum þjóðlifsins. 1 ljós hefur komið, að hvers konar afbrota- starfsemi hefur skotið miklu dýpri rótum i Islenzku þjóðlifi en ætlað hefur verið hingað til. Margt bendir til að angar þess- arar glæpastarfsemi einkum á sviði fjármunaréttarbrota teygi sig inn i ýmsar viðurkenndar stofnanir samfélagsins. Þá hef- ur og komið fram, að réttar- gæzlukerfið I landinu sýnist ekki vera fært til að upplýsa og afgreiða flókin afbrotamál með Færa verður hugsjónir réttar- kerfisins um heiðarleika og réttlæti til vegs og virðingar á ný Það er skoðun Heimdallar, að sú alvarlega siðferðissýking, sem komið hefur í ljós I sam- bandi við fyrrgreind glæpamál stuðli að stórkostlegri hnignun þess réttarrikis, sem íslending- ar hafa reynt að byggja upp á undanförnum áratugum. Við þessari þróun þarf að sporna og færa hugsjónir réttarríkisins um heiðarleika og réttlæti til vegs og virðingar á ný. Heimdallur S.U.S. telur, að fslenzk skólamál stefni I algjört óefni enda vanræktur mála- flokkur af síðustu ríkisstjórn- um. Við krefjumst þess, að stjórnvöld hefjist nú þegar handa um mörkun og fram- kvæmd ákveðinnar stefnu i famhaldsskólastiginu. Heim- dallur S.U.S. telur að sam- ræmdur framhaldsskóli eigi að taka við af grunnskólastiginu og sérstaka áhézlu beri að leggja á eflingu verkmennt- unar, sem hefur árum saman verið hornreka í skólakerfinu, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað um árabil. Heimdallur S.U.S. lýsir yfir áhyggjum sínum vegna vaxandi notkunar alls kyns ólöglegra vínugjafa, einkum á meðal ungs fólks. Það er ekki hægt að leiða þetta vandamál hjá sér og láta sem það sé ekki til. Þeir einstaklingar, sem ánetjast eiturlyfjum, verða byrði fyrir aðstandendur sína og þjóðfélag- ið. Við hvetjum því til stórauk- innar fræðslustarfsemi um skaðsemi ólöglegra vímugjafa, sem við teljum árangursrikara en að refsa neytendunum. Við bendum þó á, að nauðsynlegt er að hafa þung viðurlög við sölu og dreifingu ólöglegra vimu- gjafa, því að þeir aðilar sem stunda slíka iðju valda öðrum óbærilegum þjáningum. Drykkjuskapur ungs fólks er einnig vandamál, sem þjóð- félagið verður að láta til sin taka í rikara mæli en hingað til. Á þvi sviði er einnig nauðsyn á stóraukinni fræðslustarfsemi og breyttu viðhorfi foreldra gagnvart börnum sinum. Heim- dallur S.U.S. vekur athygli á því, að skylda rfkisins til fyrir- byggjandi aðgerða hvað þetta snertir er mjög rfk, þar sem ríkið er eini löglegi dreifingar- aðili áfengis hér á landi og hefur af þvf miklar tekjur. Ein virkasta leiðin til að forð- ast misnotkun áfengis og annarra vímugjafa er að efla hollt tómstundastarf og hlúa að starfsemi fþrótta- og æskulýðs- félaga m.a. með beinum fjár- styrkjum i ríkara mæli en nú er gert. Að öðrum kosti getur svo farið að þjóðfélagið þurfi að ala önn fyrir stórum hóp einstakl- inga, sem annars hefði orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Heimdallur S.U.S. krefst þess, að stjórnvöld hefjist þeg- ar handa um endurskoðun kjör- dæmaskipunarinnar með það fyrst og fremst í huga að jafna kosningarétt fólksins í landinu. Sá ójöfnuður, sem nú viðgengst í þessum efnum er með öllu óþolandi og andstæður grund- vallarhugmyndum lýðræðis. Við endurskoðun kjördæma- skipunarinnar þarf ennfremur að gæta þess, að kjósendur geti í ríkara mæli en nú er, valið á milli einstaklinga en ekki einvörðungu flokkslista. Aðild Islands að varnar- bandalagi vestrænna þjóða, NATO, og vera bandarísks varnarliðs hér á landi hefur í rúmlega aldarfjórðung tryggt öryggi landsins. Það hernaðar- jafnvægi er skapast hefur á milli stórveldanna tveggja, Sovétrikjanna og Bandarikj- anna, er grundvöllur þess til- tölulega friðsæla ástands er ríkt hefur í Evrópu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þessu jafnvægi megum við Is- lendingar síst raska með fljót- færnislegum ákvörðunum um brottrekstur hersins eða úrsögn úr NATO. Enn um sinn erum við hlekkur i þessu jafnvægi og stuðlum þannig að eigin öryggi jafnt sem annarra. Bilið milli rikra þjóða og fátækra breikkar sífellt. Þess- ari þróun verður að snúa við. Aðstoð Islands við vanþróuðu ríkin hefur verið með þeim hætti að Islendingar þiggja meira fé, en þeir veita til þróunaraðstoðar. Heimdallur S.U.S. álitur nauðsynlegt að að- stoð Islendinga við vanþróaðar þjóðir verði í framtíðinni aðal- lega í formi kennslu í fisk- veiðum, beitingu nýrrar tækni og nýtingu sjávarafurða. Vernda verður fiskistofnana við landið gegn eigin ofveiði Heimdallur S.U.S. lýsir ánægju sinni með það, hversu vel hefur tekist til í baráttu Islendinga fyrir viðurkenningu á 200 milna landhelginni. Nú þegar séð er fyrir endann á þessari áralöngu baráttu gegn ofveiði erlendra fiskveiðiflota er það brýnasta verkefni okkar að vernda fiskstofnana við landið gegn eigin ofveiði. Það er fullkomið ábyrgðar- leysi að tefla á tæpasta vað i þeim efnum. Heimdallur lýsir furðu sinni á því að stjórnmála- menn okkar skuli leyfa sér að bjóða hættunni heim með þvf að hunsa álit fiskifræðinga um ástand fiskstofnanna hér við land og vanrækja að taka þær póiitísku ákvarðanir sem nauð- synlegt er að taka, ef skila á jafn hagsælu landi til uppvax- andi kynslóðar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.