Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 v-. ., .Vv^, .... ÍSLENDINGAR eru fyrsta þjóðin í heiminum, sem tekur fyrir beitarrannsóknir og landnýtingartil- raunir á öllu sínu landi og öilum tegundum gróður- lendis í einu. Og þetta er eitthvert bezta beitarverk- efni, sem ég hefi séð. Þegar er búið að leggja mikið í þetta, meiri hluti tilraunareitanna girtur á mismun- andi stöðum, gripum verið beitt þar og strax búið að finna hvar mörkin eru og línur skerast af hámarks- vaxtarauka á hektara og hámarksvaxtarauka á grip. IVIargt fróðlegt er þegar að koma í Ijós. Og ég verð að segja það, að á engum öðrum stað hefi verið hægt að fá þetta allt gert svo vei. Ég dáist mjög að því hve vel allur sá stóri hópur manna frá mismunandi rann- sóknastofnunum, landgræðslu- og búvísindastofnun- um, svo og bændur og starfsfólk úr öllum stéttum, vinnur og leggur sig fram. Enginn þeirra hefur sagt um verkefni „að það sé ekki hægt“. í öðrum löndum hafa verið gerðar beitarrannsóknir á ákveðnum svæðum og tilraunir, þar sem vfsindamennirnir hafa annaðhvort haft áhuga á beitinni einni eða þá á gróðrinum. Mér vitanlega hefur aldrei fyrr verið gert sameiginlegt átak frá öllum hliðum, til að hafa alla landnýtingarmyndina í heild í landinu. En að sjálfsögðu þarf að fylgja eftir þessari 5 ára áætlun með framhaldstilraunum. Þetta eru ummæli banda- ríska beitarsérfræðingsins R. Bements frá Coloradoháskóla, sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu okkur í upphafatil, vegna þessara umfangsmiklu beitar- tilrauna. Hann er einn viður- kenndasti sérfræðingur í beitarrannsóknum i veröldinni, hefur m.a. stjórnað slíkum verkefnum víða í Evrópu, Afríkulöndum, Austurlöndum nær og Bandarfkjunum, þar sem hann stjórnaði 90 vísinda- mönnum f beitarrannsóknun- um sem gerðar voru á svoköll- uðum „Central Great Plains“, sem taka yfir 50 þúsund ekrur lands eftir Bandarikjunum endilöngum, norðan frá Dakota og suður til Mexico. Það eru því ummæli manns, sem veit hvað hann er að segja, þegar hann hrósar beitarþolsrannsóknum Islendinga, sem nú eru hafnar. En líklega kemur það okkur Islendingum á óvart, að við skulum ekki síður vera braut- ryðjendur í heiminum á sviði landnýtingar en hafnýtingar með rannsókna- og verndunar- sjónarmið í huga. Fréttamaður Mbl. hitti R. Bement að máli á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, þar sem er miðstöð þessara um- fangsmiklu rannsókna, og ræddi við hann ásamt þeim Ölafi Guðmundssyni, sérfræð- ingi i fóðurfræði, og Andrési Arnalds, sérfræðingi f vistfræði beitarinnar, en í þeirra hönd- um er samræming allra þátta verksins. Að þessu verkefni vinna tugir manna. — Þe.tta er mjög margþætt og umfangs- mikið, segir Bement, og því ríð- ur á að hafa góða heildarstjórn og samræmingu. Sjálfur hefur Bement komið hingað margar ferðir síðan 1973, er farið var að skipuleggja verkið. Þegar þróunarsjóður Sameinuðu þjóð- anna varð vegna fjárskorts að kippa að sér hendinni f fyrra og hætta aðstoð við svo vel stæða þjóð sem íslendinga, vorum við þegar búin að fá þaðan öll nauðsynleg tæki, girðingar- styrkinn upp á 200 þúsund doll- ara o.fl. En sérfræðiaðstoð Bements hafa íslendingar sjálfir tekið við að greiða á þessu ári. I upphafi gera þeir Bement, Ölafur og Andrés grein fyrir því hvað er verið að gera og hvernig verkinu miðar. Áform- aðir tilraunareitir voru á 11 Beitarverkefni ( Sölvholti f Hraungerðishreppi. Sést vel munurinn á landi innan girðingar og utan. Og með tilraununum í sumar og fyrrasumar gengur vel að ákvarða mörkin í öllum hólfun- um, sem Bement segir að sé stórkostlegur árangur og sýni hve vel hér sé unnið. Allir sem koma við sögu segja hiklaust hvað þeir álfta og það sparar. strax mikinn tfma, segir hann. Og sfðan vinna þeir sam- vizkusamlega að því að leysa verkefnin. Að vísu höfum við haft tvö rigningasumur, en von- umst til að fá líka þurr ár til samanburðar á þessu fimm ára rannsóknatímabili. Andrés fylgist með gróðrin- um, en viðbrögð gróðurs eru borin saman í hólfunum. Og árlega kannar Ingvi Þorsteins- son og hans menn hvaða breyt- ingar verða á tegundum í gróðurreitunum. Jafnframt fóru fram jarðvegsrannsóknir í upphafi og verður sfðar borið saman við þær. Hvað hefur þá merkilegast komið fram á þessum tveimur árum? Þremenningarnir taka fram, að niðurstöður séu að sjálfsögðu ekki komnar og það sem fram komi, veki margvfs- legar spurningar. En það at- Blóðtaka úr lambi á Hvanneyri. Liður í landnýtingartilraununum. f > Fyrsta þjóðin, sem gerir beitarrannsókn- ir í landi sínu í heild R. Bement, sérfræðingurinn, sem hefur yfirumsjón með beitarrannsóknunum lengst til hægri, þá Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur I fóðurfræði, og Andrés Arnalds, sérfræðingur f beitarvistfræði. stöðum á öllum tegundum gróðurlendis, allt frá mýrunum á láglendinu og upp f beitar- lönd í yfir 600 m hæð á hálend- inu. A 8 stöðum er verkefnið þegar komið á veg og að fara af stað á 9. staðnum. Hólfin hafa verið girt með neti, og gaddavir að ofan og neðan við það. Og í sumar voru f þessum reitum fé og nautgripir. Gripirnir voru vigtaðir á þriggja vikna fresti og gróður mældur. Fyrsta skrefið var að finna hvar mörk- in eru, sem sýna mestan vaxtar- auka á hektara og vaxtarauka á grip, þ.e. annars vegar hvenær kindin hættir að þyngjast, þó hún hafi nægilega beit, og hins vegar við hve mikla beit gróð- urinn hættir að endurnýjast og halda í við beit. Sagði Bement, að línurit sýndu alls staðar það sama. Gripalínan hækkar jafnt og þétt með auknu beitarrými upp að vissu marki, en lfnan sem sýnir gróðurinn hækkar fyrst ört og myndar svo kúrfu. Þurfi á hverjum stað að finna hvar þessar línur skerast. _Þar fæst bezt nýting af gróðurlend- inu, án þess að á það sé gengið. > / ! Vindmylla á Auðkúluheiði, sem dælir upp vatni, en hún er notuð við tilraunirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.