Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 37
Lánasjóður
margfaldur
lögbrjótur
— segir Kjarabaráttunefnd námsmanna
í opnu bréfi til alþingismanna
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi „opið bréf Kjarabaráttu-
nefndar námsmanna til alþingis-
manna" með ofanskráðri fyrir-
sögn:
Með þessu opna bréfi vill Kjara-
baráttunefnd námsmanna gera al-
menningi og þingmönnum grein
fyrir nokkrum atriðum þess, sem
námsmenn nú berjast fyrir.
Verða hér tekin fyrir nokkur brot
á lögum og reglum, sem meiri-
hluti stjórnar Lánasjóðs fslenskra
námsmanna og ráðherra hafa
gerst sekir um.
1. Eðlilegt tillit
til f jölskyldustærðar“
t lögum þeim, sem sett voru s.l.
vor, segir svo orðrétt f 3. gr.:
„Stefnt skal að þvf að opinber
aðstoö við námsmenn samkv. lög-
um þessum nægi hverjum náms-
manni til að standa straum af
eðlilegum náms- og framferslu-
kostnaði þegar eðlilegt tillit hefur
verið tekið til tekna námsmanns
og maka hans, fjölskyldustærðar,
framfærslukostnaðar f þvf landi
þar sem nám er stundað, lengdar
árlegs námstfma og annarra
atriða er áhrif kunna að hafa á
fjárhagsstöðu námsmanns."
(leturbr. höf.)
Varla þarf að efast um, hver
vilji löggjafans hefur verið með
því, sem hér er sagt, nefnilega að
upphæð námslána miðaðist við
fjölskyldustærð, þ.e. fjölda barna
á framfæri námsmanns og maka á
framfæri námsmanns (s.s. vegna
veikinda, barnaf jölda o.fl.) Slfkur
skilningur er einnig f samræmi
við það, sem hingað til hefur tfðk-
ast. Uthlutunarreglur þær, er
meiri hluti sjóðstjórnar samdi og
ráðherra hefur lagt nafn sitt við,
brjóta hinsvegar algjörlega f bága
við þennan augljósa vilja löggjaf-
ans. Hámarksupphæð námsláns
miðast nú að engu leyti við fjöl-
skyldustærð, nema hjá einum
hópi námsfólks, einstæðum
foreldrum. Tillit til framfærslu-
þunga er nú ekki tekið, fyrr en
við ákvörðun um hversu mikill
hluti tekna (séu þær mjög háar),
dragist fránámsláni. Tveir náms-
menn með litlar sumartekjur,
annar t,d. með 3 börn og maka
sem ekki vinnur á framfæra, hinn
einstaklingur, fá nú jafnhá náms-
lán. Við spyrjum ykkur alþingis-
menn: Ætlið þið að una þv(, að
lög ykkar séu þannig rangtúlkuð
af ráðherra og þekkingarlausum
nýgræðingum I stjórn Lánasjóðs?
2. Námsmenn f
foreldrahúsum
Nánsmenn, sem búa í foreldra-
húsum, fá 40% lægri námslán en
aðrir. Það má í sjálfu sér teljast
eðlilegt, að námsfólk, sem nýtur
ókeypis fæðis og húsnæðis, fái
lægri lán, en hins vegar verður að
efast um réttlætisást þeirra
manna (ráðherra og meiri hluta
sjóðsstjórnar), sem neita að taka
tillit til þess að á fátækum heimil-
um verða námsmenn að greiða
heim til framfæris síns. Við spyrj-
um ykkur alþingismenn: Er það (
samræmi við vilja ykkar, að þann-
ig sé sérstaklega ráðist á kjör
þeirra efnaminni I þjóðfélaginu?
3. Seinkun
úthlutunar
Skv. skýrum ákvæðum í úthlut-
unarreglum ber að greiða út
haustlán fyrir 15. okt. til náms-
manna erlendis, en fyrir 15. nóv.
til námsmanna á tslandi. Þetta
hefur allt verið þverbrotið. Hins
vegar hefur meiri hluti sjóðs-
stjórnar hótað, að þeir náms-
menn, sem sóttu um lán stuttu
eftir lok umsóknarfrests, fái eng-
in lán. Og þetta gerist, þótt meira
hluti stjórnar sé fullkunnugt um,
að slíkar seinkanar verða ein-
göngu vegna ýmiskonar mis-
skilnings, nýrra reglna o.þ.h. Og
ráðherra hefur lagt blessun sfna
yfir þessa fyrirætlun, því að hann
miðaði fjárveitingu til haustlána
við aðeins þær umsóknir, sem
bárust fyrir 11. okt. Hingað til
hafa námsmenn getað skilað um-
sóknum sinum því nær hvenær
sem er á árinu, og stjórn sjóðsins
hefur ekkl auglýst, að upp séu
teknar gjörbreyttar reglur að
þessu leyti. Við spyrjum ykkur
alþingismenn: Eru reglur og
frestir aðeins til fyrir yfirvöld, en
ekki einstaklangana?
4. Lán til stuttf
náms felld brott
Það gengur eins og rauður þráð-
ur i gegnum lögin, að námslán
skuli veitt til náms, sem tekur allt
niður í eitt námsmisseri, og m.a.s.
er þetta tekið beinlinis fram í 6.
gr.: „Námsmaður skal að jafnaði
hafa heimild til að taka lán á
hverju misseri meðan hann er við
nám.“ Einu takmarkanirnar, sem
lögin nefna á þessu eru: „þó ekki
lengur en hæfilegur námstfmi er
talinn i þeirri grein og í þeim
skóla, sem námið er stundað í. Þó
skulu námslán (eða styrkir) ekki
veitt nema framvinda náms sé
með eðlilegum hætti".
En meiri hluti stjórnar Lána-
sjóðs og ráðherra menntamála
dirfast að brjóta þetta ákvæði og
þessa meginhugmynd laganna og
binda rétt til námslána við það, að
námið taki a.m.k. tvö ár. Við
spyrjum ykkur alþingismenn:
Ætlið þið að þola það, að fram-
kvæmdaaðilar brjóti þannig þau
lög, sem þið setjið?
5. Réttur til lána
skertur (blóra
við lög
1. gr. laganna segir svo orðrétt:
„Meginhlutverk Lánasjóðs Is-
lenskra námsmanna er að veita
fslenskum námsmönnum, sem
hafa þá námsgráðu eða hafa að
baki jafnlangt nám sem á hverj-
um tima er krafist til háskóla-
náms hérlendis, f járhagsaðstoð til
framhaldsnáms." Þetta merkir,
að námsmaður með 13 ára nám að
baki skuli njóta námslána til frek-
ara náms. Þetta lagaákvæði er
brotið kyrfilega í reglugerð Vil-
hjálms Hjálmarssonar, mennta-
málaráðherra. Þar segir í 1. gr.:
„Meginhlutverk Lánasjóðs
islenskra námsmanna er að veita
fslenskum námsmönnum fjár-
hagsaðstoð til framhaldsnáms við
stofnanir, er gera sambærilegar
kröfur til undirbúningsmenntun-
ar nemenda og gerðar eru til
háskólanáms hérlendis."
Þarna er rétturinn til námslána
sem sagt ekki bundinn náms-
manninum sjálfum, heldur skóla
þeim, sem nám er stundað I. öll
beiting þessa reglugerðarákvæðis
er því f blóra við lögin. Sem dæmi
um mismun þessara tveggja
ákvæða, má taka námsmann með
stúdentspróf, sem hyggst hefja
nám f Leiklistarskóla tslands.
Skv. ákvæðum laganna ætti þessi
námsmaður tvfmælalaust að fá
námslán, en skv. ákvæðum reglu-
gerðar ekki. Við spyrjum ykkur
alþingismenn: Sættið þið ykkur
við, að ráðherra búi til reglugerð
við þau lög, sem þið setjið, án
þess að hlýða fyrirmælum lag-
anna?
Lokaorð
Alþingismenn, við ætlumst ekki
til þess, að þið svarið þessu erindi
okkar með 60 svarbréfum I öllum
blöðum. En við ætlumst til þess,
að þið bregðist við þeim í verki.
Hvernig væri t.d., að þið bæruð
fram fyrirspurnir á þingi á gund-
velli þessa bréfs okkar? Við ef-
umst um, að þið látið ykkur nægja
svör frá ráðherra I sama dúr og
hann hefur svarað námsfólki, sem
til hans hefur leitað: „Elskurnar
mfnar, fáið þið ekki haustlán? Eg
veit ekki, hvernig stendur á þvf,“
o.s.frv. o.s.frv. I raun réttri er
námsfólk orðið hundleitt á að tala
við þennan mann, sem lofar öllu
fögru, talar um veður og vind,
slátt fyrir austan og annað f þeim
dúr, en efnir ekkert af loforðum
sfnum. Og ef þið berið fram fyrir-
spurnir, væri kannski von til þess
að hann neyddist til að kynna sér
málin og læra nöfnin á þeim fyrir-
bærum, sem við sögu koma s.s. að
úthlutunarreglur heita úthlut-
unarreglur, en ekki „útlána-
reglur“.
Væri þá til einhvers skrif að.
Kjarabaráttunefnd hefur
ákveðið að leita réttar námsfólks
fyrir dómstólum þessa lands. Nóg
er um kjaraskerðingar, þótt ekki
séu einnig brotin lög á námsfólki.
Reykjavfk, 15. nóvember 1976
F.h. Kjarabaráttunefndar náms-
manna
Arna Jónsdóttir (sign)
Fósturskóla tslands
Frfmann Sigurnýasson (sign)
Iðnskóla Reykjavikur
Guómundur Ingólfsson (sign)
Kennaraháskóia tslands
Guðmundur Sæmundsson (sign)
Sambandi isl. námsmanna
erlendis
Hjördis Bergsdóttir (sign)
Myndlista-. og handfðaskóla
tslands
Sæmundur Guðmundsson (sign)
Stýrimannaskóla tslands
össur Skarphéðinsson (sign)
Hfiskóla tslands.
— Kjördæma-
skipan ....
Framhald af bls. 33
er þá næsta heila tala fyrir
ofan útkomuna, sem þannig
fæst.
b) Atkvæðum þess, sem kjörinn
hefur verið, þeim sem eru um-
fram lágmark, er skipt milli
annarra frambjóðenda sam-
kvæmt hlutfalli valkosta á öll-
um kjörseðlum hans.
c) Nægi þau engum til kjörs er
sá, sem minnst hefur fylgi
felldur brott og atkvæðum
hans skipt á sama hátt.
d) Við þessar skiptingar er ekki
tekið tillit til þeirra, sem þeg-
ar hafa náð kjöri, eða hinna
sem felldir hafa verið brott.
Fyrst er talið, hvernig val-
kostir skiptast milli þeirra
frambjóðenda sem enn eru
eftir, Síðan er öllum seðlun-
um skipt samkvæmt þessu
hlutfalli.
e) í hverri lotu er aðeins skipt
seðlum frá einum frambjóð-
anda.
f) Ef kjósendur gefa ekki val-
kosti til kynna, eða ekki nægi-
lega marga, er atkvæðalág-
mark reiknað út að nýju mið-
að við samsvarandi lægri
heildartölu atkvæða.
5. Varaþingmenn eru engir.
Andist þingmaður á kjörtimabili
eða segi af sér þingmennsku, skal
sæti hans standa autt til næstu
kosninga.
Reynsla hefur sýnt, að þessi til-
högun tryggir jafnt persónulegt
kjör sem réttláta skiptingu þing-
sæta milli stjórnmálaflokka.
Framboð og kosning eru mjög
einfaldar og skýrar athafnir.
Reyndar eru talningarreglurnar
augljósar einnig, og voru hér rak-
in nokkur framkvæmdaratriði til
skýringar.
Mörg álitamál koma upp er gera
skal tillögur um útfærslu framan-
greindrar til tilhögunar hér á
landi. Hér er gert ráð fyrir að
kosningarréttur verði þvi sem
næst jafn. Enn fremur er lagt til,
að ekki verði sérstakt tillit tekið
til minnihlutahópa með öðrum
hætti en þeim, að kjördæmi verði
fremur stór og sem jöfnust að
þingsætafjölda; þannig er gert
ráð fyrir þvi að uppbótarsæti
hverfi. Tillögurnar eru miðaðar
við að tilhögunin úreldist ekki,
heldur leiðréttist reglulega eftir
þvl sem fólksflutningar veita til-
efni tal. Ekki er lögð á það áherzla
að halda niðri fjölda þingmann i
heild, en það látið ráðast af öðrum
röksemdum Þá er við það miðað
að kjördæmi hafi aðeins þýðingu
við val fulltrúa til Alþingis, en
skipti að öðru leyti ekki máli sem
umdæmaskipting I öðru sam-
bandi.
I fyrsta lagi höfum við orðið
sammála um þá gundvallarreglu
að sem næst 2.000 til 2.600 at-
kvæði verði að baki hverjum
þingmanni á Alþingi, þannig að
gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun
eftir þvl sem kjósendafjöldi kann
að vaxa I landinu. Af þessari
reglu verði einnig leitt það mis-
vægi sem mest má verða á
atkvæðisrétti I landinu, og verði
það aldrei meira en 1 : 1,3. Hér er
átt við misvægi atkvæðisréttar al-
mennt án þess að miðað sé sér-
staklega við dreifbýli andspænis
þéttbýli.
I öðru lagi erum við sammála
um að leggja til að þingsæti I
hverju kjör'dæmi landsins verði
sjö eða átta. Er þá gert ráð fyrir
því að til grundvallar verði lögð 7
þingsæti fyrir hvert kjördæmi, en
reynist nauðsynlegt að breyta frá
þeirri skipan vegna fyrstu regl-
unnar, þá verði bætt við einu
þingsæti fyrir fjölmennasta/fjöl-
mennustu kjördæmi. t samræmi
við þetta bendum við á hugsan-
lega kjördæmaskiptingu um land-
ið sem hér segir:
Vesturland og Vestfirðir
Norðurland vestanvert
Norðausturland
Suðaustuland
Miðsuðurland
Suðvesturland
Reykjavlk - f jögur kjördæmi.
Þessi skipting er að vfsu aðeins
einn kostur margra sem til greina
gætu komið, en settur fram sem
hugmynd. I annan stað verður að
leggja á það áherslu að hér er
ekki tekin afstaða til þess hvernig
þessi kjördæmi skuli skilgreina
nákvæmlega eða hvar mörk
þeirra skulu liggja um landið.
1 þriðja lagi náðum við sam-
komulagi um það, að ef fyrsta og
önnur regla rekast á, þ.e.á.s. þeim
tiltölulega jöfnuði atkvæðisréttar
sem kveðið er á um I fyrstu reglu
innan þess ramma þingsætaf jölda
og kjördæmaskiptingar sem önn-
ur regla fjallar um, - þá verði
mörkum kjördæma breytt á þá
lund að markmiðum verði náð.
Við slikar breytingar verði mark-
mið tilhögunarinnar það sjónar-
mið sem stuðst er við, en ekki
umdæmaskipting landsins á öðr-
um vettvangi.
1 fjórða lagi teljum við skyn-
samlegast að sérstök nefnd skip-
uð af Hæstarétti fjalli um þessi
mál og framkvæmi þær breyt-
ingar sem nauðsynlegar og rétt-
mætar teljast. Sett verði þau
ákvæði að endurskoðun tilhög-
unarinnar fari fram þegar ofan-
greindar reglur krefjast og ekki
sjaldnar en á tólf ára fresti.
Varðandi stærð kjördæma er
rétt að taka tvennt fram sérstak-
lega. 1 fyrsta lagi teljum við að
kjördæmi með færri þingmenn en
sjö tryggi minnihlutahópum ekki
nægilega aðstöðu, frá lýðræðis-
sjónarmiði séð, og er þá miðað við
að uppbótarsæti verði engin. I
öðru lagi ber að leggja á það
áherslu að landfræðileg stærð
kjördæmis og landfræðilegir
minnihlutahopar innan stórra
heilda horfa all örðuvlsi við þeirri
skipan kosninga sem hér er gerð
tillaga um en þeirri sem nú við-
gengst á Islandi. Persónukjör
með valkostum, sem hér er gert
ráð fyrir, tryggir miklu betur að-
stöðu sllkra minnihlutahópa en sú
lokaða listaframboðs- tilhögun
sem nú tiðkast.
Jón Sigurðsson
Finnur Torfi Stefansson
Haraldur Blöndal
Jón St. Gunnlaugsson