Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976
Nú er
skrattanum
skemmt
FRÉTT í Morgunblaðinu í fyrri
viku fjallaði um áhyggjur páfa-
garðs yfir vaxandi velgengni
gamla satans á hvíta tjaldinu,
þar sem hann væri ört hækk-
andi stjarna. Ahyggjur páfa-
garðs af þessum óheppilegu
vinsældum eru tilkomnar
vegna mjög vel sóttra endur-
sýninga á THE EXORCIST, og
uggs yfir rétt ósýndu framhaldi
þeirrar myndar. Þá hafa og
nokkrar öllu ómerkilegri
myndir um djöfsa og dára hans
notið all-nokkurra vinsælda
upp á síðkastið, og má t.d.
nefna BURNT OFFERINGS,
með Oliver Reed og Karen
Black, i þvf sambandi.
En fyrst og fremst eru það
hinar gífurlegu vinsældir
myndarinnar THE OMEN
<„Fyrirboðinn“), sem þeim óar
svo við, og er þyrnir I augum
hinnar geistlegu stéttar. Það er
því kannski ekki úr vegi að
kynna þessa umtöluðu mynd
fyrir íslenskum kvikmyndahús-
gestum, og fjalla örlítið um efni
hennar og innihald.
Á auglýsingaspjöldum kvik-
myndahúsa víða um heim má í
dag lesa uggvænlegar setningar
likt og..... Ef eitthvað hræði-
legt hendir þig i dag, þá
hugsaðu um það — það gæti
verið fyrirboðinn“. Ásamt þess-
ari setningu er mynd af litlum
dreng, og ef skuggi hans er
skoðaður aðeins nánar, þá má
sjá að hann er ekki eins og á að
vera, heldur skuggamynd ein-
hvers óargadýrs með opinn-
skolt. Og innan stafsins O í
THE OMEN eru þrjú 6, áláka
velkunnug guðfræðinemum og
djöfladýrkendum, sem megin-
tákn hinna síðarnefndu.
Auglýsingaherferð myndar-
innar þótti með eindæmum vel
heppnuð, og afleiðingarnar láta
ekki á sér standa, nú er myndin
búin að taka inn einar fimmtiu
milljónir dala — I Bandaríkj-
unum einum. Og ein af
ástæðum vinsældanna er ein-
mitt sú, að myndin stendur við
gefin loforð. Þó að þema THE
OMEN sé nokkuð dulspekilegt
(fæðing Anti-Krists eins og
spáð er I opinberunarbók
Jóhannesar), þá keppast hand-
ritshöfundar við það að hafa
efnið sem sennilegast; engir
hófar né horn eða klaufir.
I rauninni er kveikja allrar
skelfingarinnar hrokkinhærð-
ur drengsnáði, munaðarleys-
ingi, sem bandarisku sendi-
herrahjónin i Bretlandi ætt-
leiða með leynd, þegar þeirra
eigið barn deyr I fæðingu
(leikinn af Gregory Peck og
Lee Remick). Fyrstu árin á
eftir er llf þeirra samfelld ham-
ingja, en fljótlega birtist
sverðsoddur Demoklesar I röð
einkennilegra atburða: litla
Damien (Harvey Stephens)
grípur æði þegar foreldrar
hans hyggjast taka hann með
sér til kirkju: skemmtiferð I
dýragarðinn breytist I hræði-
lega martröð þegar dýrin tryll-
ast við það eitt að sjá drenginn;
hin holla barnfóstra Damiens
fremur sjálfsmorð af ó-
útskýranlegum ástæðum. Og
það sem kannski er verst, sér-
vitringslegur klerkur hefur
ásókn á hendur sendiherranum
með nákvæmum lýsingum á
uppruna drengsins, varnar-
orðum um bölvun þá sem eigi
eftir að fylgja honum.
Upp frá því gerist sögu-
þráðurinn öllu mergjaðri.
Nokkrir af nánustu samstarfs-
mönnum sendiherrans verða
fórnarlömb margra óútskýran-
legra slysa. Einn finnst látinn
með girðingarstaur rekinn I
gegnum sig, annar háls-
höggvinn á mjög svo hugvat-
samlegan hátt... Og þegar loks
kemur að enda myndarinnar,
eftir ýmisleg furðuleg áföll, þá
hefur áhorfandinn upplifað
flestar hinar sigildu uppákom-
ur hryllingsmyndarinnar:
skelfingarspádóma geðveika
prestsins; klausturrústirnar;
öskrandi þrumuveður; tauga-
strekkjandi atriði I kirkjugarði
um miðnæturskeið.
Spennan I THE OMEN fæst
fyrst og fremst vegna fágaðra
vinnubragða frekar en ódýrra
bellibragða. „Special effect"
John Richardsons eru áhrifa-
rík; sama máli gegnir um
rökkvaða kvikmyndatöku Gil
Taylors og tónlist Jerry Gold-
smiths (sem byggð er á ljóð- og
lagastefum úr ófölsuðum tíða-
söng djöflatrúarmanna.
En sá sem kemur öllum
endum saman er lítt þekktur
leikstjóri, Richard Donner.
Hann hefur starfað um árabil
við gerð sjónvarpskvikmynda,
en byrjaði sem leikara og slðar
sem aðstoðarleikstjóri. Á
meðan hann leitaði að og beið
eftir góðu verkefni fyrir kvik-
myndagerð, leikstyrði Donner
mörgum sjónvarpsmyndum
sem vöktu athygli. M.a mörgum
þáttum af WANTED DEAD OR
ALIVE (með Steve McQueen),
BRONK og KOJAK, auk þess
sem hann gerði næst vin-
sælustu kvikmynd, sem gerð
hefur verið fyrir sjónvarp þar
vestra, PORTRAIT OF A
TEENAGE ALCOHOLIC.
Um kvikmyndina segir
Donner: „Ætlun mín var að
sýna tvær hliðar á THE OMEN.
Ef þú vilt trúa þvl, að djöful-
legir, ómennskir kraftar stjórni
gerðum persónanna, geturðu
það. Á hinn bóginn má álíta að
skyndileg brjálsemi sendr-
herrahjónanna sé orsök allra
óskapanna. öll eigum við það
til að ruglast I ríminu, jafnvel
sturlast."
iiieíiioæitis- utanrfkismál tíl ao
Vatíkanid harmar
vinsældir satans
Vatikanmu — 9. náirmber — AF
PAFAGARÐIR hefur lýst vanþóknun sinni i auknum áhu^a
kvikmyndaframleióenda á djöflinum. og sagði í orðsendingu. sem
lesin var í útvarpi Valfkansins í dag. að satan væri á góðri leið með
að verða ný stjarna á hvfta tjaldinu.
„Vér hljótum að harma. að svo alvarlegur hlutur sem djöfullinn
sé notaður í gróðaskyni,4* saRði f tilkynningu páfagarðs, um leið og
lýst var áhygííjum vesna vinsælda kvíkmyndarinnar '.'.The Fxorc-
isf ok annarra ni»nda, seni fyl|»t hafa í kjnlfar hennar.
A leið til kirkju, ræðst Damien á móður sfna, (Lee Remick).
ó Ijciklinu
AUSTURBÆJARBlÓ: AMARCORD ☆☆☆☆
GAMLA BlÓ: ARNARBORGIN
HAFNARBIÓ: HUGSÝKI
STJÖRNUBÍÓ: SERPICO
NÝJA BtÓ: YOUNG FRANKENSTEIN
YFIftLIT
Eftir langar, magrar vikur stór-
batnaði val kvikmyndahúsanna
skyndilega NÝJA BÍÓ stillti upp
hinum stórkostlega farsa Brooks,
YOUNG FRANKENSTEIN, Og nýtur-
hann gífurlegra vinsælda yngri sem
eldri hér líkt og annars staðar. Sama
máli gegnir um afbragðsgóða
lögreglumynd i Stjörnubíói,
SERPICO. þó má segja að hún sé
örlítið farin að láta á sjá fyrir aldurs-
sakir, þar sem hippatlskan og hugar-
farið eru i dag orðin fjarlæg okkar
veruleika. Og er það vel. En það
breytir engu um ýmislegt ágæti
myndarinnar, einkum stórleik Pacin-
os og leikstjórn Lumets
Sem kunnugt er gerðu þeir félag-
ar fljótlega aðra kvikmynd um
mannlíf New York borgar. Nefnist
hún DOG DAY AFTERNOON (Warn-
er Bros 1975), og var fjallað um
myndina hér á siðunni fyrir nokkru
D. D.A. tekur SERPICO I flestu fram,
og óskandi að hún verði ekki jafn
meinlega lengi á leiðinni til lands-
ins. Nú, það nýjasta að frétta af
þeim Lumet og Pacino er það, að
þeir eru nú um það bil að hefja töku
þriðju myndarinnar.
HAFNARBÍÓ sýndi, við ófyrir-
gefanlega lélegar undirtökur kvik-
myndahúsgesta, eina bragðmestu
einkaspæjaramynd siðari ára. að
CHINATOWN meðtalinni, MORÐ
MÍN KÆRA Siðan kom mynd eftir
Robert Altman, IMAGES, ein af
hans slakari að visu, en engu að
síður athyglisverð Þrátt fyrir kynn-
ingu í sjónvarpi og góða dóma hlaut
myndin nánast enga aðsókn Er illt
til þess að vita að sllkar ágætis-
myndir fái jafn lélegar viðtökur og
raun ber vitni.
Nú hefur HAFNARBÍÓ stillt upp
enn einni • mynd, amerlskri stór-
mynd, THE DAY OF THE DOLPHIN
Er hún gerð af hinum gamalgróna
leikhúsmanni Mike Nichols (THE
GRADUATE, WHO IS AFRAID OF
VIRGINIA WOLF, CARNAL KNOW
LEDGE, THE FORTUNE). En
myndir hans, einkum þær fyrri, hafa
allar verið eftirtektarverðar DAGUR
HÖFRUNGSINS þykir nokkuð lang-
dregin ævintýramynd, en Scott svík-
ur örugglega engan frekar en endra-
nær.
í þessu sambandi má geta þess til
gamans, að D.H. kostaði einmitt Joe
E. Levine, yfirmann Avco Embassy
kvikmyndaversins, atvinnuna, þar
sem að myndin gekk ekki nógu vel á
bandarískri grund frekar en
CARNAL KNOWLEDGE — sem
kvikmyndaverið gerði einnig að til-
hlutan Levines. En gamli klækja-
refurinn lætur ekki að sér hæða:
hann kemur llklega aldrei sterkari
fram á sjónarsviðið en að vori
komanda þegar að nýjasta mynd
hans. A BRIDGE TOO FAR, verður
frumsýnd, en henni er spáð miklu
brautargengi. Hún þykir það álitleg,
að dreififyrirtæki um allan heím hafa
nú þegar greitt ótrúlega háar upp-
hæðir til þess eins að fá sýningar-
réttinn á sinu markaðssvæði. Levine
hefur fyrir löngu fengið allan kostn-
að við gerð myndarinnar greiddan,
en hann var „aðems" um 24 millj.
dala. og rúmlega þaðl
GAMLA BÍÓ á sannkallaða gull-
námu í hinni ágætu hasarmynd
ARNARBORGINNL og sýnir hana
nú enn einu sinni við góðar undir-
tektir
Eitt besta verk Fellinis, fyrr og
siðar, AMARCORD, stendur nú til
boða I AUSTURBÆJARBÍÓI Það er
kjörið fyrír hinn almenna kvik-
myndahúsgest til að kynnast töfrum
maestro Fellini, þvi skemmtigildi
AMARCORDS er engu minna en
listrænt gildi verksins. En þvi miður
berast mér þær fréttir, að myndin
hafi valdið vonbrigðum — hvað
aðsókn snertir.
I TÓNABÍÓI standa yfir sýningará
hinu stórskemmtilega sköpunarverki
Hergé hins franska, Tinna og félög-
um hans Nefnist myndin TINNI OG
HÁKARLAVATNIÐ Likt og búast
mátti við, er myndin hin ágætasta
skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
Ég hvet þvi ekki aðeins yngri kyn-
slóðina til þess að sjá þessa bráð-
skemmtilegu teiknimynd, heldur og
alla þá sem vilja létta skapinu I
leiðindum þessa árstima.
HÁSKÓLABÍÓ hefur að undan-
förnu endursýnt nokkra þokkalega
vestra, og er það hin ágætasta til-
breyting
LAUGARÁSBÍÓ sýnir „grát-
mynd", A WINDOW TO THE SKY,
sem er að öllum líkindum þekktari
hérlendis undir nafninu THE OTHER
SIDE OF THE MOUNTAIN, og fjallar
um hörmuleg örlög einnar efni-
legustu sklðakonu Bandarikjamanna
á sjötta áratugnum.
Eins og ég hef drepið á hér að
framan, þá hefur kvikmyndahús-
gestum staðið til boða að sjé nokkr-
ar frábærar myndir að undanförnu
Nokkrar hafa gengið vel, en þær eru
fleiri sem ekki hafa kitlað nægilega
vel bragðlauka okkar Nægir það að
nefna BADLANDS, AMARCORD,
IMAGES og FAREWELL MY
LOVELY. Við ættum þvi að minnast
þess, að það er ekki nóg að kvarta
og kveina og setja fram kröfur.
Myndir af þessum gæðaflokki fást
tæpast sýndar án okkar áhuga.