Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NOVEMBER 1976 25 ennslisrörin og vegurinn kringum aðrennslisskurðinn. Grein: Þórleifur Olafsson Myndir: Ragnar Axelsson Með framkvæmdir 115 löndum og 4 heimsálfum „Energoprojekt hefur staðið að framkvæmdum i 15 löndum og 4 heimsálfum, og mörg þeirra verkefna, sem fyrir- tækið hefur tekið að sér eru mörgum sinnum stærri og viða- meiri en Sigalda, „sagði Lazc Zakuia framkvæmdastjóri Energoprojekt við Sigöidu. „Það er margt, sem hefur orðið til þess að tefja fyrir framkvæmdum hér. Það má nefna, að um tíma höfðum við hvorki nógu marga smiði né járnabindingamenn, og við fengum ekki leyfi til að flytja þá inn frá Júgósiavíu, en þó hefur okkur tekist að ljúka verkinu á réttum tima. Verkið hefur gengið samkvæmt áætlun f allt þetta ár, þó svo að við misstum um það bil mánuð úr vegna snjóa.“ Hækkanirnar farið illa með okkur. :ði dugað ivlishús tíðinni verði Sigölduvirkjun fjarstýrð frá Búrfelli eða Geit- hálsstöð og verða því aðeins 2 gæzlumenn hér efra, og er fyrirhugað að byggja tvö hús í því skyni." „Við höfum ekki mikla reynslu af hve mikinn ís Tungnaá ber með sér. En það er hald manna, að lónið við stíflugarðinn leggi tiltölulega fljótt og á það að draga úr ís- myndun. Lónið og Þórisvatn verða birgðastöð fyrir allar virkjanir, sem byggðar verða við Tungná og fyrir neðan ármót við Þjórsá. Það er til mynsturáætlun fyrir Þjórsársvæðið og segir þar að þar séu allmargir virkjunarstaðir, sem þyki fýsi- legir bæði tækni- og fjárhags- lega.“ Páll Olafsson hefur unnið við byggingareftirlit í Sigöldu- virkjun frá 1973. Kvað ekkert sérstakt óhapp hefði komið upp. Aætlunin um magn hefði staðist, en aðalerfiðleikarnir hefðu verið að eiga við mikinn vatnselg í stöðvarhúsgrunn- inum, og væri ágreiningur um það atriði milli verktaka og framkvæmdaraðila. Kappkostað að skila vel af sér. „Júgóslavarnir hafa kapp- kostað að skila öllu vel af sér, og hafa þeir í einu og öllu farið eftir óskunv byggingareftirlits- ins. Að staðaldri hafa verið hér 5 verkfræðingar og 4 tæknifræð- ingar frá Landsvirkjun og 2 verkfræðingar frá hönnuðum virkjunarinnar. Byggingar- eftirlitið hefur séð um að út- boðsgögnum sé fylgt, og það hefur séð um alla samræmingu á framkvæmdum verktakanna, þó svo að þeir hafi átt að gera það sjálfir í upphafi. Það er engin launung að Energoprojekt mun tapa mikið á byggingu þessarar virkjunar og nemur tapið milljónum doll- ara. En við höfum alla tíð staðið við okkar verksamninga, þótt á móti hafi blásið og aldrei hlaup- ist á brott,“ segir Zakula. „Það var skrifað undir verk- samninginn 1973 og frá þeim tíma hafa orðið gífurlegar verð- hækkanir á öllum sviðum og mikil kreppa f heiminum í kjölfar olíuhækkananna. En höfuðástæðan fyrir okkar tapi er kannski fjármálapólitfkin á íslandi, og því græða íslend- ingar það sem við höfum tapað. Samningurinn var gerður i dollurum og vegna gengissigs fáum við að vfsu tvisvar sinnum fleiri krónur nú en verða átti þegar við gerðum samninginn. Hins vegar hafa allar verð- hækkanir á íslandi verið miklu meiri en gengissiginu og er- lendum verðhækkunum nemur. Við þurfum t.d. að borga 5,5 sinnum meira fyrir ^olíu- og bensínlítrann en þegar við komum. Og við notum gífur- legt magn af olíum og bensíni við þessar framkvæmdir. Sam- skipti okkar við íslenzka verka- menn hafa á hinn bóginn verið góð, sérstaklega eftir því sem liðið hefur á verktímann. Við höfum ekki lent í sömu erfiðleikum annars staðar í heiminum þar sem við erum með framkvæmdir, en á hverju ári skilar Energoprojekt verki sem er eins og 10 Sigölduvirkj- anir. Já, ef olíukreppan, gegnis- sigið og allar verðhækkanirnar hér hefðu ekki verið fyrir hendi, hefði Energoprojekt komið með hagnaði út úr þessum framkvæmdum. „Ef ekkert verður úr frekari framkvæmdum hjá okkur á Íslandi, fara okkar tæki til Ghana, en þar var verið að ganga frá samningi á stóru verki. Við erum með tæki hér á landi sem kostuðu 4—5 millj. dollara er við hófum fram- kvæmdir hér, en kosta nú á milli 14 og 15 millj. dollara. Þessi tæki kæmu öll að góðum notum ef við fengjum að byggja Hrauneyjarfossvirkjun," sagði Zakula að lokum. Byrjunarörðugleik- arnir yfirþyrmandi. „Byrjunarörðugleikarnir voru vægast sagt yfirþyrmandi. Mörg vandamálin virtust óleysanleg, en þau leystust öll Fóðringin kringum ankerið (túrbfnu 1 er komin á sinn stað. fyrst og fremst vegna þess, að Júgóslavarnir voru mjög góðir í viðkynningu, „sögðu þeir Hilmar Jónasson, form. Verka- lýðsfélagsins Rangæings og Sigurður Óskarsson, fram- kvæmdastjóri verkalýðs- félaganna í Rangárvallasýslu. „Sum þessara vandamála komu upp vegna ólíks hugsunarháttar. En þetta breyttist eftir þvf sem á leið og forráðamenn Energoprojekt voru óþreytandi að leita sér þekkingar hjá okkur. Samband okkar við þá batnaði Ifka mikið er Pétur Pétursson var ráðinn starfsmannastjóri fyrirtækis- ins, en hann hafði fyrileitt góðan skilning á stöðunni." Kaffistofan látin eyðileggjast „Annars er okkur minnis- stætt, að þegar flóðin voru hér í vor, að dýrmæt kaffistofa að verðmæti 6—7 millj. kr. var látin eyðileggjast. íslenzkir verkamenn buðust til að reyna að bjarga kaffistofunni, en það var ekki þegið, og kaffistofan flaut inn i botnlokurnar og kom út sem spýtnabrak." Þá sögðu þeir Hilmar og Sigurður, að allt hefði staðizt sem Júgóslavarnir hefðu lofað verkalýðsfélaginu. Þeir hefðu skilað mjög vel félagsgjöldum o.fl., en hins vegar hefði ekkert Framhald á bls. 26 Egill Skúli Ingibergsson og Páll Ólafsson við kort af mannvirkjun- um I Sigöldu. Lazc Zakula heldur hér á blaði sem Energoprojekt gefur út. Sigurður Óskarsson t.v. og Hilmar Jðnasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.