Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
I STUTTU MALI
Viðar Sfmonarson, bezti leikmaður FH-liðsins f gærkvöldi leitar þarna að smugu f vörn Slask-liðsins, en þar eru margar hendur á lofti.
Evrópubikarkeppni meistaraliða
Laugardalshöll 18. nóv.
(Jrslit: FH — Slask 20—22 (9—9)
Gangur leikslns: Mln. FH Slask
2. 0:1 Kembel
3. 0:2 Moczulski
5. öm 1:2
6. Kristj&n 2:2
7. öra 3:2
7. 3:3 Sokotwski
11. 3:4 Czykaluk
13. Viðar (v) 4:4
14. Þórarinn 5:4
16. Viðar (v) 6:4
17. 6:5 Klempei
18. Viðar 7:5
21. 7:6 Klempel (v)
22. 7:7 Klempel
23. Viðar (v) 8:7
23. 8:8 Klempel
28. Viðar 9:8
29 9:9 Klempel
hAlfleikur
32. 9:10 Klempel
34. Geir 10:10
35. 10:11 Sokotowski
36. 10:12 Klempel (v)
37. Geir 11:12
37. 11:13 Klempel
38. Geir 12:13
39. 12:14 Faleta
40. 12:15 Czykaluk
40. Viðar 13:15
41. 13:16 Klempel
42. Þðrarinn 14:16
42. 14:17 Kowacki
44. 14:18 Faleta
46. 14:19 Klempel
47. Guðmundur S. 15:19
48. Janus 16:19
50. Geir 17:19
52. 17:20 Klempel
53. Geir 18:20
53. Þórarinn 19:20
55. Geir 20:20
56. 20:21 Klempel
57. 20:22 Czykaluk
MÖRK FH: Vióar Slmonarson 6, Geir
Hallsteinsson 6, Þórarinn Ragnarsson 3,
örn Sigurósson 2, Kristján Stefánsson 1,
Janus Guólaugsson 1, Guómundur A
Stefánsson 1.
MÖRK SLASK: Jerzy Klempel 13,
Bogdan Faleta 2, Krzysztof Kowacki 2, Jan
Czykaluk 2, Jacwk Moczulski 2 og Andrzej
Sokotowski 1.
BROTTVf SANIR AF VELLI: Jerzy
Klempel og Jan Czykaluk ( 2 mfn., Geir
Hallsteinsson (2 m(n.
MISHEPPNUÐ VfTAKÖST: Bogdan
Kowalczyk varði vftakast Geirs Hallsteins-
sonar á 6. mln. og Vióars Slmonarsonar á
29. mín. —stjl.
FH-ingar réðu ekki við pólsku
stórskyttuna Jerzy Klempel
- hann skoraði 13 mörk er Slask vann FH 22-20
FH-ingar urðu að bíta í það súra epli í
gærkvöldi að tapa fyrri leik sinum
við pólska liðið Slask í Evrópubikar-
keppni meistaraliða í handknattleik.
Þar með má sec;;a að möguleikar
FH-inga um áframhald i keppninni
séu úr sögunni, þar sem harla ólik
legt verður að teljast að þeim takist
að vinna pólska liðið á útivelli. En
það var sannarlega gremjulegt fyrir
FH-inga að tapa leiknum i gærkvöldi,
þar sem Hafnfirðingarnir voru ekki
siðra liðið í leiknum. Það sem gerði
gæfumuninn var að stórskytta
pólska liðsins Jerzy Klempel var i
miklum ham og skoraði hann alls 13
mörk í leiknum. Hefur það örugglega
ekki komið oft fyrir í 2. umferð
Evrópubikarkeppninnar i handknatt-
leik að sami maðurinn skori svo
mörg mörk. Virtist nægjanlegt fyrir
Klemptel að hitta FH-markið, sér-
staklega i seinni hálfleiknum, en þá
heyrði til algjorrar undantekningar
að markverðir FH verðu skot.
Markvarðaleysið er greinilega höfuð-
vandamál FH-liðsins um þessar
mundir, og er þá af sem áður var.
Reyndar er vitað að Birgir getur oft
varið ágætlega, en það var greinilega
ekki dagurinn hans í gær Má mikið
vera ef það hefur ekki verið misráðið
hjá þjálfara FH-liðsins og liðsstjóra
þess að tefla ekki Hjalta Einarssyni
fram með Birgi en ólíklegt er annað en
að Hjalti hefði varið betur i þessum leik
heldur en félagar hans reyndust gera
Mikil barátta var í leik þessum,
einkum framan af, og sýndu FH-ingar
þá oft skemmtileg tilþrif Þar áttu
mestan hlut að máli þeir Geir
Hallsteinsson og Viðar Símonarson, en
Geir var ákaflega óheppinn með skot
sín og skoraði ekki mark í fyrri hálf-
leiknurr. Haim fór síðan bærilega í
gang í seinni hálfleiknum og skoraði
þá falleg mörk, en oft náðu pólsku
markverðirnir þó að verja skot hans
Viðar var hins vegar sá leikmaður FH
sem komst bezt frá þessum leik Hann
ógnaði stöðugt og Pólverjarnir máttu
ekki sleppa honum eitt andartak, þá lá
knötturinn í marki þeirra Var auðséð í
seinni hálfleiknum að Viðar var sá
FH-leikmaður sem þeir óttuðust mest
og gerðu mest til þess að stöðva í tíma
Varnarleikur FH-inganna í leik
þessum var hins vegar oft ekki upp á
marga fiska Þegar séð var að Klempel
myndi geta skorað í hvert sinn sem
hann náði að skjóta, var tvimælalaust
liðsins á upphafsmínútunum, skorað
tvö falleg mörk og verið einn bezti
varnarleikmaður liðsins. Máttu FH-
ingar illa við því að missa hann útaf,
þar sem breiddin I liði þeirra virðist
ekki alltof mikil um þessar mundir, og
einstakir leikmenn liðsins bæði þungir
og nokkuð klaufskir á köflum
Auðunn Óskarsson lék nú með FH-
liðinu eftir langa fjarveru og verður
ekki annað sagt en að hann hafi komist
vel frá leiknum. Greinilegt er þó að
hann hefur ekki náð upp sömu snerpu
og hann hafði áður, en það hlýtur að
koma fljótlega með meiri æfingu
Danskir dómarar dæmdu leikinn i
gærkvöldi og sýndu, að það eru ekki
nauðsynlegt að stöðva hann nógu
framarlega. Það reyndu FH-ingar líka
um tíma, en gæzlumennirnir réðu
hreinlega ekkert við hann Þegar bezt
tókst til með gæzlu hans varð leikur
Pólverjanna óákveðinn og þrívegis
misstu þeir knöttinn þannig beint í
hendur FH-inga Allt spil Slask og þau
fáu leikkerfi sem liðið er með byggðist
á þessum eina manni, og því meira en
lítið áríðandi að freista þess að gera
hann óvirkan. Vonandi tekst FH-ingum
betur til við það í leiknum í Póllandi,
því ella er hætt við að þar fari illa
FH varð fyrir þvi óhappi snemma í
leiknum að Örn Sigurðsson meiddist
og gat ekki leikið meira inná eftir það
Hafði Örn verið mjög virkur i spili
bara islenzkir dómarar sem geta gert
mistök. Þeir voru alltof flautuglaðir —
flautuðu á aukaköst við öll hugsanleg
tækífæri Og oft voru þeir of fJjótir að
gripa til flautunnar — þannig dæmdu
þeir t d tvö löglega skoruð mörk af
FH-ingum. í öðru tilvikinu dæmdu þeir
reyndar vítakast, en þá varði pólski
markvörðurinn, þannig að sá brotlegi
hagnaðist á brotinu. —stjl.
Æfingar og leikir
nær daglega fram
að B-keppninni
Þórarinn Ragnarsson stekkur inn úr horninu I leíknum I gær og skorar
þrátt fyrir góða tilburði pólska markvarðarins.
— ÞAÐ er enn ekkert
ákveðið hvort sá kostur
verður valinn að leik-
mennirnir sem leika með
erlendum liðum verði
kaliaðir f landsleiki ts-
lands f vetur. Mun það
örugglega ráðast mikið af
því hvernig okkur gengur í
fyrstu landsleikjunum.
Landsliðsþjálfarinn
leggur geysilega mikla
áherslu á samæfingu leik-
manna, en af eðlilegum
ástæðum geta
„útlendingarnir" ekki
tekið þátt f þeim.
Þannig fórust Sigurði Jónssyni,
formanni Handknattleikssam-
bands íslands, orð á fundi með
fréttamönnum er stjórn HSI
efndi til I gær, þar sem kynnt var
„prógramm" fslenzka landsliðsins
við æfingar og keppni fram að
B-heimsmeistarakeppninni í
Austurríki í vetur. Fyrsti stórleik-
ur liðsins, og jafnframt fyrsti
leikurinn sem pólski landsliðs-
þjálfarinn Janus Cerwinski mun
stjórna liðinu í, verður pressu-
leikur er fram mun fara í Laugar-
dalshöllinni laugardaginn 27.
nóvember n.k.
Nú hafa 18 leikmenn verið
valdir til landsliðsæfinga, en
segja má að æft verði og leikið
hvern einasta dag fram að B-
keppninni. Verður það rétt um
jólin sem leikmennirnir fá frí.
Jafnvel um áramótin þurfa þeir
að taka þátt f keppni, en þá mun
landsliðið verða sent til Berlínar,
þar sem það mun taka þátt f móti
ásamt nokkrum sterkum liðum.
Leikmennirnir 18 sem valdir
hafa verið (il æfinga eru eftir-
taldir:
Jón Karlsson, Val, Bjarni Guð-
mundsson, Val, Þorbjörn
Guðmundsson, Val, Geir
Hallsteinsson, FH, Viðar
Sfmonarson, FH, Þróarinn
Ragnarsson, FH, Arni Indriðason,
Gróttu, Vfggó Sigurðsson,
Vfkingi, Björgvin Björgvinsson,
Víkingi, Þorbergur Aðalsteins-
son, Vfkingi, Magnús Guðmunds-
son, Vfkingi, Ölafur Einarsson,
Víkingi, Ágúst Svavarsson, IR,
Sigurður Sveinsson; Þrótti,
Gunnar Einarsson, Haukum,
Birgir Finnbogason, FH, Ólafur
Benediktsson, Val, og Kristján
Sigmundsson, Þrótti.