Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 13 Jón Sigurgeirsson dregur hvergi af sér þó kominn sé á 68. aldurs- ár. Ætli áhuginn hafi verið meiri fyrir fþróttunum árið 1912 þegar hann var meðal þeirra sem stofn- uðu Knattspyrnufélag Akureyr- ar? nokkrir Akureyringar haustið 1945, segir okkur Armann Helgason kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og hans eru einnig upphafsorð þessa pistils. — I upphafi var þetta blandaður hópur, kennar- ar, verkfræðingar og fleiri í þau rúm 30 ár, sem við höfum verið að ieika okkur f þessu, hafa orðið mikil mannaskipti. Þeir eldri hafa helzt úr lestinna og aðrir yngri menn hafa komið í þeirra stað. Af þeim hópi sem byrjaði erum við tveir eftir, ég og Jón Sigurgeirsson skóla- stjóri Iðnskólans, segir Ár- mann, sem sjálfur er 59 ára gamall. Jón er enn eldri, en lætur engin ellimörk á sér sjá þó orðinn sé 67 ára. — Þetta er einstakur hópur og ég segi satt að maður hlakk- ar til alla vikuna að komast á æfingu hér á föstudögum, segir Jón Sigurgeirsson við Morgun- blaðsmenn, en hann var einn af stofnendum Knattspyrnufélags Akureyrar árið 1912 og enn er hann sami áhugamaðurinn um íþróttir og fyrir 64 árum. — Þeir voru að gantast með það strákarnir að aldurstakmörk f Ármann Helgason lygnir aftur augunum eftir að hafa skallað knöttinn yfir netið. Þó að spennan hafi verið mikil f mannskapnum leyfði Karl sér þó að skella upp úr annað slagið. þessu væru miðuð við áttrætt, en ég fékk þá tillögu fellda og hér eftir verður miðað við 90 árin, heldur Jón áfram. Margraddað og falskt — Það er mikil ánægja og góð heilsubót, sem við fáum f þess- um æfingum og ég hef ekki trú á að „húmorinn" sé betri í öðr- um hópi íþróttamanna. Við höf- um alið yngri strákana upp í þessu og þeir eru bara orðnir góðir margir hverjir. Ég skal nefnilega segja þér að þessi fþrótt krefst hárffnnar tækni og sálfræðibrellum er óspart beitt, segir Jón Sigurgeirsson að lokum. Að æfingunni lokinni er erf- itt að ræða mikið saman f bún- ingsherberginu því ekki er dregið af sér við sönginn frekar en æfinguna. Einhver segir að þeir syngi að vfsu margraddað og falskt, en það er ekki okkar mál. Það kfemst þó til skila að skallabolti er nú æfður af ólík- ustu hópum á Akureyri, þar á meðal af lögreglu, slökkviliði og hópum afdankaðra knatt- spyrnumanna, eins og þeir nefndu það félagarnir úr kennarastétt á Akureyri. hafi kostað drjúgan skilding tek- ur Sigurður fram að nauðsynlegt sé fyrir félagið að hafa svo full- komna viðgerðar- og viðhaldsað- stöðu. Við leiðum hugann að öryggi á flugvöllum þeim sem Flugfélag Norðurlands flýgur til og segir Sigurður að þeir séu betur settir en t.d. Austfirðingar og Vestfirð- ingar. Aðflugsskilyrði á flugvöll- um norðanlands séu yfirleitt betri. — Hins vegar vantar yfir- leitt betri lýsingu á þessa minni flugvelli þverbrautir og ýmsan Jón Karlsson hallar sér upp að vængnum, en Skarphéðinn Magn- ússon við viðgerðir á stéli vélar- innar f nýrri skemmu Flugfélags Norðurlands á Akureyrarfiug- velli. öryggisútbúnað eins og t.d. al- mennileg slökkvitæki. — Varðandi allt flug, og þá sér- staklega áætlunarflugið, eru sí- fellt gerðar auknar kröfur um öryggisbúnað flugvélanna og af- kastagetu, bæði af Loftferðaeftir- liti og þeim sem nota þurfa þessa þjónustu. Við viðurkennum að sjálfsögðu að aukið öryggi sé nauðsynlegt, en það kostar pen- inga að bæta við nýjum öryggis- tækjum. Það er dálitið erfitt að mæta þessum aukna tilkostnaði með því að beina honum beint út í verðlagið og það er kannski ein ástæðan fyrir því að við erum með eldri vélar en við vildum. Því þó að þær séu óhagkvæmar að mörgu leyti, þá er fjármagnskostnaður enginn við þær. — Ég nefni að eldri vélarnar séu að ýmsu leyti óhagkvæmar í rekstri og á ég þar fyrst og fremst við Beechcraft-vélarnar. Ég er með þessu þó ekki að segja að þær séu ekki öruggar því sannast sagna eru þær með öruggustu Framhald á bls. 29 Skarphéðinn Magnússon undirbýr aðra Beechkraft-vélina áður en lagt er af stað til Þórshafnar. Erum flutt aðLaugawgi 42 uosauo^ g 199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.