Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
33% hækkun á sveitar-
sjóðsgjöldum frá 1975
Ráðstefnu Sambands ísl. sveitar-
félaga um fjármál lauk 1 fyrradag
Ráðstefnu Sambands íslenzkra
sveitarfélaga um fjármðl sveitar-
félaga lauk 1 fyrradag og þágu
ráð-stefnufulltrúar boð forsætis-
ráðherra 1 gærkvöldi. I gær var
einkum rætt um áætlanagerð
rfkis og sveitarfélaga. Þá var lagt
fram á fundinum yfirlit um
álagningu sveitarsjððsgjalda fyr-
ir árið 1976 og nema þau gjöld
samtals 14.4 milljörðum króna og
er þar um að ræða 33% hækkun
frá 1975.
Fasteingaskattur, sem lagður
var á sveitarfélög, nam 2.2 millj-
örðum í ár og er það 34% hækkun
frá 1975. Aðstöðugjöld voru 2.2
milljarðar, 40% hækkun frá 1975,
og álögð útsvör voru tæplega 10
milljarðar, en það er 26% hækk-
un. t sambandi við útsvarsálagn-
inguna var bent á, að útlit er fyrir
að sala á áfengi og tóbaki nemi 10
milljörðum króna í ár, eða sömu
upphæð og útsvörin.
Af þeim 14.4 milljörðum, sem
lögð voru á í sveitarsjóðsgjöld í
ár, hafa nú verið innheimt um
60% af þeirri upphæð, eða um 8.4
milljarðar. Otistandandi eru hins
vegar um 6 milljarðar. Eins og
fram hefur komið í fréttum hafa
Grímseyingar einir sveitarfélaga
gert fullnaðarskil á sveitarsjóðs-
gjöldum, en t.d. í Reykjavík hafa
verið innheimt 61.5% af þessum
gjöldum. Svipaðar tölur eru í
hinum sveitarfélögunum á
Reykjavíkursvæðinu en t.d. á
Húsavík, Fáskrúðsfjarðarhreppi,
Stokkseyri og Dalvík hafa verið
innheimt yfir 70% af sveitar-
sjóðsgjöldum.
„Fannfeykir”
í Breiðholti
ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja
upp „fannfeyki" við Möðrufell og
Litlafell I Breiðholti og var þetta
samþykkt á fundi borgarráðs á
þriðjudaginn. Að sögn Ólafs
Guðmundssonar verkfræðings er
þarna um nokkurs konar snjó-
skerm að ræða, svipaðan og Vega-
gerðin hefur m.a. verið með á
Hellisheiði. Á hann að draga úr
snjóþyngslum þarna og auðvelda
umferð, en þarna er snjóþungt
mjög.
Á þessari mynd má sjá ungan mann, Þóri Baldursson úr Garðabæ, taka
á móti bifreið þeirri er hann hlaut I vinning I happdrætti Hjarta-
verndar. Það er Hjördfs Kröyer fulltrúi Hjartaverndar sem afhendir
Þóri bifreiðina, sem er af Mazda gerð.
Kynning á
armálum í
A RÁÐSTEFNU um kjör lág-
launakvenna, sem var haldin á
Hótel Loftleiðum 16. maí s.l. vor
var gerð ályktun um dagvistunar-
mál þar sem segir að fordæmi sé
sú breyting, sem hafi verið gerð á
lögunum um þátttöku rfkisins I
stofnun og rekstri dagvistunar-
stofnana og fella niður'hlutdeild
rfkissjóðs f reksturskostnaði
þeirra.
Sfðan segir: „Ráðstefnan telur
að varanleg lausn á uppbyggingu
nægilega margra dagvistunar-
stofnana fáist ekki nema rfki og
sveitarfélög stofni þau og reki
eins og aðrar uppeldisstofnanir
og skóla þjóðfélagsins, svo að öll
börn geti átt aðgang að þeim.
Ennfremur telur ráðstefnan æski-
legt að stéttarfélögin beiti sér fyr-
ir þvf að tekið verði inn I kjara-
samninga þeirra að atvinnurek-
endur greiði ákveðið gjald í
dagvistun-
næstu viku
byggingarsjóð dagvistunarstofn-
ana til að flýta fyrir framkvæmd-
um.“
Sérstakur starfshópur var
stofnaður um málið að ráðstefn-
unni lokinni og hefur nú verið
ákveðið að efna til sérstakrar
kynningarviku dagana 21—28
nóvember til að vekja athygli á
hvernig staðan er I þessum efn-
um.
I fréttatilkynningu starfshóps-
ins segir m.a. að verið sé að vinna
að allsherjarkönnun á þörf fyrir
dagvistunarstofnanir á öllu land-
inu. Biðtími eftir plássi f leikskól-
um og dagheimilum er nú frá
hálfu ári upp í þrjú ár og f
Reykjavík eru nú 1043 börn á
biðlasta eftir leikskólaplássi og
liðlega 400 börn bíða eftir dag-
heimilsplássi og eru það eingöngu
börn forgangshópanna tveggja
einstæðra foreldra og náms-
manna.
Þorsteinn Matthías-
son skrifar um íslend-
inga í Vesturheimi
komendur þeirra er að finna í
bókinni og fjölda mynda. Fyrir-
hugað er að framhald verði á
skrifum Þorsteins um land-
nemana í Vesturheimi og er ráð-
gert að önnur bók um sama efni
komi út á næsta ári.
Þorsteinn Matthfasson
Gosbrunnurinn í
Tjörninni tekinn
upp á næstunni
ÝMSIR byrjunarerfiðleikar hafa f
sumar verið við gosbrunninn í
Tjörninni og bilanir komið fram í
rafmagnsútbúnaði, sem stjórnar
gosinu i brunninum eftir vind-
hraða og stöðvar það alveg ef ein-
hver vindur er að ráði. A næst-
unni mun gosbrunnurinn verða
tekinn upp og tæki hans sett I
geymslu yfir vetrarmánuðina.
Næsta vor mun hann hins vegar
aftur verða settur á sinn stað og
búnaður hans þá verða betrum-
bættur og gerður fullkomnari.
Vitni vantar
MILLI klukkan 3.30 og 4 á mið-
vikudaginn voru systkin, 7 ára
stúlka og 11 ára drengur, á leið
suður yfir Miklubraut á gang-
braut við Háaleitisbraut,
austanmegin. Einnig kom Austin-
mini bifreið suður Háaleitisbraut
og beygði austur Miklubraut.
Ökumaður stöðvaði ekki fyrir
börnunum, heldur ók rakleitt
áfram og stórskemmdi hjól, sem
drengurinn leiddi, en börnin
sluppu ómeidd sem betur fer. Er
ökumaður bifreiðarinnar beðinn
að gefa sig fram við lögregluna og
sömuleiðis vitni, ef einhver eru.
Sigurður Bjarna-
son afhenti trúnað-
arbréf í Nígeríu
Hinn 15. nóvember s.l. afhenti
Sigurður Bjarnason Olusegun
Obasanjo hershöfðingja trúnaðar-
bréf sitt sem sendiherra Islands í
Nígeríu.
Á 17. landsþingi Slys'avarnafélags
Islands, sem haldið var á sfðast-
liðnu vori var samþykkt ályktun
varðandi umdæmisskiptingu
bjsv. SVFl. 1 ályktun þessari var
ákveðið að skipta landinu f 10
umdæmi og síðan hverju um-
dæmi f ákveðin leitar- og
björgunarsvæði með tiiliti til
staðsetninga björgunarsveitanna
og eftir ábendingu og ákvörðun
þeirra.
Að undanförnu hefur erindreki
SVFÍ Öskar Þór Karlsson unnið
að stofnun þessara umdæma,
ásamt fulltrúum landsfjórðung-
anna í stjórn SVFÍ. Haldnir hafa
ve’rið fjölmargir fundir slysa-
varnadeilda og björgunarsveita,
þar sem þessi mál hafa verið
rædd og undirbúin. Um mánaða-
mót fór fram fjölmenn samæfing
björgunarsveitanna í V-
Skaftafellssýslu, Vestmanna-
eyjum og Rangárvallasýslu, en 10.
SVFÍ umdæmi mun spanna yfir
þetta landssvæði.
Var æfingin þríþætt:' Björgun
manna úr sjávarháska, „flugvéla-
leit“ í óbyggð, skyndihjálp og
flutningur slasaðra. Að Iokinni
æfingu var fundur björgunar-
sveitamanna, þar sem slysavarna-
og björgunarmál voru til um-
ræðu. Reynir Ragnarsson var
kjörinn umdæmisstjóri 10. um-
dæmis SVFl, en hann hefur um
árabil verið formaður bj.sv. Vík-
verji í Vík í Mýrdal.
1 þessu umdæmi eru starfandi 9
björgunarsveitir, en nýstofnuð er
björgunarsveit í Skaftártungum.
A síðasta áratug hafa bjsv. þess-
ar bjargað 97 ísl. og erlendum
sjómönnum ú strönduðum
skipum, auk þess sem þær hafa
tekið þátt í mörgum leitar- og
björgunaraðgerðum bæði í byggð
og óbyggð
Á strandlengjunni frá Skeiðará
að Hjörleifshöfða starfrækir
SVFI 9 skipbrotsmannaskýli, auk
þess sem skýli eru í Faxaskeri og
Surtsey. Þá eru björgunarskýli
við Hafursey, skammt frá veg-
inum yfir Mýrdalssand, sem oft
reynist ferðamönnum erfiður í
vetrarferðum og einnig er björg-
unarskýli við neyðarflugvöllinn á
Sprengisandsleið. Þá hafa björg-
unarsveitirnar á Hvolsvelli og í
Vík reist veglegar og velbúnar
björgunarstöðvar vegna starfsem-
innar.
Mikill áhugi er meðal
björgunarsveitamanna um aukið
samstarf, æfingu og þjálfun á sem
breiðustum vettvangi. I lok sam-
æfingarinnar og fundarins bauð
Kristinn Sigurðsson frá
Björgunarfélagi Vestmannaeyja
til næsta umdæmisfundar og æf-
ingar í Vestmannaeyjum og var
því fagnað innilega.
Erindreki SVFl flutti fram-
söguerindi á fundinum og meðal
gesta, sem fundinn sóttu, voru
Jón Þórisson, frá Reykholti, full-
trúi Sunnlendinga í aðalstjórn
SVFI og Ragnar Þorsteinsson frá
Höfðabrekku, sem u a ártuga-
skeið var í hópi fremstu slysa-
varna- og björgunarmanna í V-
Skaftafellssýslu.
Á þessu korti sést hvernig björgunarsveitarumdæmi Slysavarnafélags-
ins skiptast niður eftir landshlutum. Eins og sést á kortinu er ekki
farið eftir hinni hefðbundnu skiptingu landsins, heldur eftir þvf hvað
er heppilegast I sambandi við björgunarmálefni.
ÆGISÚTGÁFAN hefur gefið út
bókina Islendingar I Vesturheimi
— land og fólk eftir Þorsteinn
Matthfasson.
I bókinni er að finna frásagnir
af landnámi íslendinga fyrir vest-
an haf og Þorsteinn greinir frá
þeim erfiðleikum sem land-
nemarnir áttu við að stríða. Fjöldi
viðtala við landnema og af-
Gullastokkurinn nefnist leikfagnasafn sem Lions-klúbburinn Muninn
í Kópavogi færði Kópavogshæli aðgjöf nýlega.
Lions-klúbburinn
Muninn gefur Kópa-
vogshæli leikföng
LIONS-KLÚBBURINN Muninn
f Kópavogi afhenti nýlega Kópa-
vogshæli leikföng að gjöf fyrir
yngri vistmenn hælisins. Á veg-
um Lions-klúbbsins Munins starf-
ar Ifknarnefnd og gerir hún til-
lögur um fjárveitingar til Ifknar-
mála. Hefur klúbbiirinn á undan-
förnum árum stutt fjölskyldur
sem hafa átt við fjárhagserfið-
leika að stríða, lagt öldruðum lið,
og stutt starfsemi skáta f Kópa-
vogi og Handknattleiksféiags
Kópavogs.
S.l. laugardag gaf Muninn
Kópavogshæli leikföng og voru
þau valin i samráði við Auði
Hannesdóttur þroskaþjálfara eft-
ir ábendingu stjórnar hælisins.
Friðrik Haraldsson, formaður
líknarnefndar Lions-klúbbsins,
afhenti gjöfina og var leikfanga-
safninu valið nafnið Gullastokk-
urinn eftir tillögu eins félaga
Munins.
Lions-klúbburinn Muninn var
stofnaður í apríl 1971 og var Frið-
rik Haraldsson fyrsti formaður
hans. Núverandi formaður er
Helgi Magnússon, ritari er Einar
Long Siguroddsson og gjaldkeri
Ásgeir Kristinsson.
Björgunarsveitarum-
dæmi S.V.F.Í. stofnuð