Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
33
Kjördæmaskipan og
kosningaréttarmálefni
Að undanförnu hefur
sameiginleg nefnd á veg-
um Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, Sambands
ungra framsóknarmanna
og Sambands ungra jafnað-
armanna unnið að tillögu-
gerð um kjördæmaskipan
og kosningarétt. Hefur
nefnd þessi komizt að sam-
eiginlegri niðurstöðu og
fer álitsgerð hennar hér á
eftir í heild, en það skal
tekið fram, að einstök sam-
bönd hafa ekki tekið af-
stöðu til hennar:
SAMEIGINLEG ÁLITSGERÐ
UM KJÖRDÆMASKIPAN OG
KOSNINGARÉTTARMALEFNI
Á tlmabilinu desember 1975 til
október 1976 hefur verið starf-
andi samvinnunefnd skipuð full-
trúum frá Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna i þeim tilgangi að
gera tillögur til ofangreindra
sambanda um sameiginlega
stefnu þeirra I kjördæma- og
kosningaréttarmálum.
Þeir sem tekið hafa þátt f starfi
nefndarinnar eru: Jón Sigurðsson
og Magnús Ólafsson frá S.U.F.,
Bjarni Magnússon og Finnur
Torfi Stefánsson frá S.U.J. og
Haraldur Blöndal, Jón Steinar
Gunnlaugsson og Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson frá S.U.S.
Þegar í upphafi urðu nefndar-
menn sammála um að leita eftir
tilnefningum I nefndina frá
æskulýðsnefndum Alþýðubanda-
lagsins og Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna. Haft var sam-
band við aðila þessa og létu þeir i
ljós áhuga á þátttöku. Þeir voru
sfðan ftrekað hvattir til að senda
fulltrúa sína á fundi nefndarinn-
ar, en án árangurs. Þótti loks full-
reynt, að ekki yrði um þátttöku að
ræða af þeirra hálfu.
Hér á eftir fer greinargerð um
sameiginlegar niðurstöður sam-
vinnunefndarinnar. Við endan-
lega afgreiðslu voru eftirtaldir
nefndarmenn viðstaddir: Jón Sig-
urðsson, Finnur Torfi Stefánsson,
Haraldur Blöndal og Jón Steinar
Gunnlaugsson.
Við erum sammála um það höf-
uðmarkmið, að stuðla verði að
auknu og virkara lýðræði f þjóðfé-
laginu, þannig að borgararnir
verði leiddir til arukinna beinna
áhrifa á málefni sín. Stefnumótun
f þessa átt er margslungin, og
ljóst er, að breytingar á fyrir-
komulagi kosninga til þjóðþings-
ins geta aldrei einar sér haft
nema lítil áhrif til úrbóta í þessu
efni. Engu að síður er ljóst, að
kosningafyrirkomulagið verður
að vera þannig úr garði gert, að
þar sé tryggt svo virkt lýðræði
sem nokkur kostur er.
Þvf má halda fram, að mjög
virkt lýðræði verði í sumum til-
vikum fallið til að draga úr skil-
virkni stjórnarframkvæmdar. I
öðrum dæmum er þessu þveröf-
ugt farið, þar sem stjórnarathafn-
ir ná því einungis tilgangi sfnum,
að þær séu byggðar á lýðræðis-
legri ákvörðun. Hér á tslandi eru
aðstæður þannig, að verulegar
breytingar verður að gera frá
óréttlátum og ólýðræðislegum
þáttum í fyrirkomulagi kosninga.
I fyrsta lagi erum við sammála
um, að tafarlaust verði að jafna
kosningafétt borgaranna, þannig
að einn kjósandi hafi ekki marg-
faldan kosningarétt á við annan
eins og nú er.
1 annan stað erum við á einu
máli um, að brýn þörf sé á að
auka valfrelsi kjósandans á kostn-
að flokksræðisins. Eins og nú er,
getur hver kjósandi einungis kos-
ið frambjóðendur eins stjórn-
málaflokks og verður þá að greiða
þeim öllum atkvæði sitt. Kjósand-
inn getur ekki einu sinni með
útstrikun komið f veg fyrir, að sá
frambjóðandi á listanum, sem
honum lfkar ekki, hljóti atkvæðið.
Allt núverandi kerfi er þannig úr
garði gert, að framboðin eru
framreidd af stjórnmálaflokkun-
um og valkostir kjósendanna eru
litlir.
Nefndin varð sammála um það
meginmarkmið að taka beri upp
persónubundið kjör þingmanna.
I þriðja lagi teljum við að gera
verði gagngerar breytingar í þá
átt að auðvelda fólki að koma að
framboði og er þetta atriði raunar
nátengt þvf sfðast talda.
1 fjórða lagi er mikilvægt, að
tryggja beri nýtingu atkvæða en
nú verður við komið, þannig að
sem allra flestir kjósendur hafi
áhrif á kjörið.
Eftir að hafa athugað margar
mismunandi kosningaaðferðir og
leitað víða fanga höfum við orðið
sammála um að leggja til að upp
verði tekin sú tilhögun sem tíðk-
ast á Irlandi og víðar, en hana má
kalla „persónukjör með valkost-
um“. Hér er um að ræða persónu-
bundna kosningu, þar sem kosnir
eru fleiri en einn frambjóðandi
úr hverju kjördæmi.
I megindráttum eru tillögur
okkar á þessa lund:
1. Framboð verði einstaklings-
bundið og reglur settar um það
með hverjum hætti stjórnmála-
flokkur hefur forgöngu um fram-
boð. Flokksaðilar frambjóðenda
sé getið á kjörseðli.
2. Kjósandi hefur eitt atkvæði,
en getur einnig gefið til kynna
valkosti sfna að frágengnum þeim
sem hann kýs. Gerir kjósandinn
það með þeim hætti, að hann tölu-
setur frambjóðendur og setur þá
töluna 1. við nafn þess sem hann
kýs, 2. við næsta valkost og sfðan
koll af kolli að vild. Kjósandi er
óbundinn af flokkum í valkostum
sínum.
3. Talning fer fram í lotum, og
er einu þingsæti úthlutað í hverri.
Hlutfallsskipting þingsæta milli
stjórnmálaflokka er að vild kjós-
enda tryggð með því að þeir fram-
bjóðendur, sem fæst atkvæði fá,
eru felldir brott og atkvæðum
þeirra skipt milli annarra fram-
bjóðenda samkvæmt valkostum
kjósenda og þeim atkvæðum
hinna kjörnu, sem eru umfram
það lágmark sem þarf til að ná
kjöri er skipt milli annarra á
sama hátt.
4. Nánari reglur um talningu og
úthlutun þingsæta eru þessar:
a) Fyrst er fundið það atkvæða-
lágmark sem til þarf til að ná
kjöri. Hver frambjóðandi sem
nær þvf, er rétt kjörinn. At-
kvæðalágmarkið er fundið
með því að deila f fjölda
gildra atkvæða í kjördæmi
með tölu, sem er einum hærri
en fjöldi þeirra frambjóð-
enda, sem kjósa skal f því
kjördæmi. Atkvæðalágmarkið
Framhald á bls. 37
LITAVER— LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —LITAVER |
I
CC
UJ
>
<
I-
□
I
oc
UJ
>
<
H
1
oc
UJ
>
2
-I
I
oc
UJ
>
<
h
□
I
oc
UJ
>
<
h
□
I
oc
UJ
>
<
h
Zj
I
LITAVERS — KJÖRVERÐ
ÁÖLLUM VÖRUM
Gólfdúkur — Verð frá kr. 835,- fermetrinn
Gólfteppi (komið á gólfið) — ver Verð frá kr. 2150,- ferm.
Fíltteppi — Verð pr. fermetri kr. 1190,-
Veggfóður — Verð pr. rúlla frá kr. 500,-
Strigaveggfóður —Verð pr. metri frá kr. 597,- (90 cm breitt)
Amerískt leðurlíki breidd 130 cm—Verð pr. metri kr. 1300,-
Bílteppi — Verð pr. fermetri kr. 2800,-
Amerísk málning — Sértilboð kr. 1200,- pr. gallon
Opið til kl. 7 eh. í dag og til
kl. 12 á hádegi á morgun
Lítið við í Litaveri því það
hefur ávallt borgað sig
umn
H
>
<
m
30
i
r
H
>
<
m
JJ
I
r
H
>
<
m
JJ
I
r
H
>
<
m
3)
I
Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18
LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVÉR — LITAVER -