Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976
19
hyglisverðasta, sem komið hef-
ur í ljós, er í mýrlendishólfun-
um, og það er Ólafur sem úr-
skýrir það:
— 1 byrjun ágústmánaðar f
haust hættu lömbin að vaxa i
tilraunareitum á mýrlendi á
láglendinu, burt séð frá þvf
hvort um var að ræða ræktað
land eða óræktað, áborið eða
ekki. Á þessu bar ekki hjá án-
um eða nautgripunum, aðeins
lömbin hættu að bæta við sig.
Ekki er vitað af hverju þetta
stafar, en ýmsar getgátur eru á
lofti. Kemur það vafalaust bet-
ur í ljós við fóðurfræðalegar
rannsóknir, sem Gunnar Ólafs-
son hefur á hendi.
Ein kenningin er sú, að sögn
þremenninganna, að rakinn sé
svo mikill í gróðrinum á mýr-
lendinu, að lömbin fái ekki
nóga orku eða önnur efni, þó að
þau hafi næga beit. Ærnar og
nautgripirnir eru stærri og fá
því meira af þurrefnum með
grasinu. Þetta sýnir, að ekki er
einhlftt að hafa næga beit til að
auka afurðirnar. Gæti útkoman
orðið sú, að á landi af þessari
gerð væri hagkvæmara að
skilja lömbin frá í lok júlf og
beita þeim á fóðurkál. Og á
búinu á Hesti var það gert ein-
mitt nú, að setja lömbin á
fóðurká 19. ágúst og hafa þau
þar á beit til 20. september.
Reyndust þau 3—4 kg þyngri
við þær aðgerðir.
Á þurru heiðarlöndunum, svo
sem á Auðkúluheiði og i Álfta-
veri, hefur allt gengið vel. Þar
virðist bara þurfa að finna hinn
rétta beitarþunga. Með þvf að
hafa fátt fé á stóru landi verði
ekki vandi að fita lömbin. En
ekki má samt draga of fljótt
ályktanir af slfkum tilraunum.
Til dæmis getur gripafjöldi f
haga orðið einn þáttur í rann-
sóknunum. Ormar gætu komið
fram á þriðja ári, þegar fé er
haft margt saman í hólfunum.
En ormatilraunir eru einnig
gerðar í umsjá Sagurðar Richt-
ers á Keldum og ormalyf gefin.
Einnig hafa verið gerðar kopar-
tilraunir fyrir styrk frá vísinda-
sjóði, en auðvelt er að bæta
slíkum þáttum við, þegar um7
svo umfangsmiklar rannsóknir
er að ræða.
Fleira þarf til en að fylgjast
með áhrifum beitarinnar á
gripina. Ekki þarf sfður að
fylgjast með þvf hvort nægiléga
mikið sé eftir af grænum
plöntum til að halda við
gróðrinum. Sé beitarþungi
kominn yfir visst mark í hagan-
um, minnkar framleiðslugeta
landsins. Það kemur til af því,
að ekki er orðinn nægilega mik-
ill grænn blaðmassi fyrir
hámarks ljóstillífun, ef of
nærri gróðrinum er gengið. Við
þær aðstæður nær gróðurinn
ekki að endurnýjast, útskýrir
Andrés. Og hann segir að slíkt
komi I ljós í öllum í beitarhólf-
unum.
Bement bætir við, að sama
lögmál gildi raunar á öllu gras-
lendi um samband gróðurs og
vaxtaraukningu gripa. Fyrir
um það bil 10 árum var fundin
erlendis formúla um samhengi
milli beitarþunga og þunga-
aukningar á hvern grip og eftir
hvern hektara. Nokkur tími
leið þar til sú þekking var orðin
kunn og útbreidd meðal þeirra,
sem við þessi verkefni fást.
Hefði þetta verið þekkt fyrr, þá
hefðu svona beitartilraunir
áreiðanlega verið gerðar miklu
víðar í heiminum, sagði hann.
Skrokkarnir
vigtaðir úr hólf-
um með mis-
munandi beit f
beitarverkefn-
inu f Keldu-
hverfi. Sést
glögglega mis-
munurinn á þvf
hve vel lömbin
gengu fram
eftir stað hólf-
anna.
Þessari aðferð var m.a. beitt við
beitarrannsóknir, sem hann
stjórnaði f bandarfkjunum. Þá
var tekið fyrir gróðurbelti, sem
náði gegnum rfkin Colorado,
Wyoming, Nebraska, Kansas,
Montana, North-Dakota, South-
Dakota, New Mexico, Oklahoma
og Texas. Þetta var merkileg
tilraun, og bændurnir áttuðu
sig fljótlega á því að miklu gat
munað i heildartekjum að vita
nákvæmlega hvernig mætti fá
mestar afurðir af hverjum
hektara lands. Annars voru það
konurnar, sem fyrst áttuðu sig
á þessu, bætti Bement við kfm-
inn.
Og er hann var spurður nán-
ar út f þau ummæli, sagði hann
eftirfarandi sögu: — Þegar við
vorum að byrja að útskýra
niðurstöður fyrir bændum, reis
upp kona ein á fundi og spurði
hvernig tilraunin hefði gengið
á landi þeirra hjóna. — Ef við
getum fengið betri nýtingu af
beitarlandinu, þá get ég fengið
nýja þvottavél, bætti hún við.
Og þá stungum við upp á þvf, að
konurnar yrðu með á fundum
upp frá því. Þær mundu skilja
hversu mikilvægar niðurstöð-
urnar væru fyrir afkomuna. Og
ekki er þetta sfður mikilvægt
þegar um heilt land er að ræða
og nýtingu á því. Þetta sjá
menn fljótlega með því að bera
hér saman skrokkana af fénu
Framhald á bls. 29
ÁKVÖRÐUN Á BEIT A RÞOLI
—!----------?---------rt---------rt--------ft---------*■
ÓBITINN GRÖÐUR Á HEKTARA
Fundíð hefur verið samhengi milli'beitarþungans og þungaaukn-
ingarinnar eftir hvern hektara og á hvern grip, fyrir hverja
tegund gróðurlendis. Á þann hátt eru beitarrannsóknirnar unnar
hér. Búið er til lfnurit, þar sem þetta samhengi er notað, svo sem
sést hér og leitað að þeim mörkum, þar sem lfnur skerast.
14 millj. kr. f jár-
veiting — en eng-
ar framkvæmdir
Homafirði, 17. nóvember.
Á FUNDI hreppsnefndar Hafnar-
hrepps þann 11. nóvember sl. kom
m.a. frá að árið 1975 og 1976 var
samkvæmt fjárlögum áætlað að
veita 14 milljónum króna til flug-
vallarins á Hornafirði. Þar sem
engar framkvæmdir né undirbún-
ingsframkvæmdir hafa verið við
flugvöllinn þau tvö ár, sem hér
um ræðir skorar fundurinn á al-
þingismenn og yfirvöld að láta
meðal annars gera heildaráætlun
um fullnaðarbyggingu Horna-
fjarðarflugvallar á sem allra
skemmstum tfma og nái áætlun
þessi til allra þátta. Fundurinn
leggur ríka áherzlu á að verkið
verði unnið sem allra fyrst til að
tryggja öruggari flugsamgöngur
en verið hafa.
Þá leggur fundurinn til: 1. Að
þverbraut austur-vestur verði
endurbyggð og breikkuð og lengd
um 1200 metra og sfðan búin að-
flugshallaljósum svo hún notist
án takmarkana. 2. Tækjabúnaði
verði komið upp til er svari til
þeirra nýju tækja, sem nú er ver-
ið að koma fyrir f Fokker-
flugvélum Flugfélagsins. 3. Norð-
ur-suður flugbrautin verði lengd í
1500 metra.
Elfas.
Jörundur Pálsson sýnir um þessar mundir um 50 verk, aðallega
vatnslitamyndir, f sýningarsal Arkitektafélags Islands við Grensásveg.
Þetta er þriðja sýning Jörundar, og nú sem fyrr sýnir hann myndir
sem fást við einhver ákveðin blæbrigði úr Esjunni. Flestar myndanna
á sýningunni eru til sölu, en þær eru allar málaðar sfðustu árin. Verð
þeirra er frá 15—45 þúsund kr. Sýningin er opin frá 14—20 á
helgidögum, og frá 10—20 á virkum dögum, og verður sýningin opin
fram yfir næstu helgi.
Ný bók um kapp-
akstur frá Leiftri
LEIFTUR hefur sent frá
sér bókina „GT kappakst-
urinn“ eftir Eric Speed i
þýðingu Arngríms Thorla-
cius.
Þetta er þriðja kappakstursbók-
in um Wynn og Lonny frá Leiftri.
Hinar fyrri eru „Rally á Mexicali
1000“ og „Kappar í kappakstri".
„Wynn og Lonny selja
Formúlu-V bílinn sinn og kaupa f
staðinn Datsun 260-Z-soprtbíl.
Þótt þeir lendi f hættulegum æv-
intýrum og mæti mótlæti, þá er
GT-kappaksturinn alltaf efstur á
baugi hjá þeirn," segir á bókar-
kápu.
Vorboðinn í Hafnarfirði:
Erna S. Mathiesen
kjörin formaður
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Vorboðans f
Hafnarfirði, var haldinn I Sjálf-
stæðishúsinu 18. október s.I. og
var hann fjölsóttur. Formaður
frú Helga Guðmundsdóttir gaf f
byrjun fundarins skýrslu um
störf félagsins á liðnu ári og
þakkaði konum störf á árinu.
Við stjórnarkjör baðst frú
Helga Guðmundsdóttir, sem verið
hefur formaður s.l. 3 ár, eindreg-
ið undan endurkjöri, en f hennar
stað var frú Erna S. Mathiesen
kjörin formaður og með hennl f
stjórn kjörnar: Sesselja Erlends-
dóttir, Þóra Magnúsdóttir, Ást-
hildur Magnúsdóttir, Helga Guð-
mundsdóttir, Elfn Jósefsdóttir,
Sólveig Eyjólfsdóttir, Halldóra
Sæmundsdóttir, Guðrfður Peter-
sen, Sigrfður Ólafsdóttir, Björg
Ivarsdóttir, Svanhildur Ingvars-
dóttir.
Hin nýkjörna stjórn hefur þeg-
ar hafið undirbúning vetrar-
starfsins og sunnudaginn 28. nóv-
ember kl. 20.30 verður haldinn
hinn árlegi jólafundur Vorboðans
með fjölbreyttri dagskrá aðc
venju. Undirbúning fundarins
annast sérstök nefnd, sem skapuð
er Jakobfnu Mathiesen, Sólveigu
Eyjólfsdóttur, Sigríði Oliversdótt-
ur, Svanhildi Ingvarsdóttur og
Ásdísi Valdimarsdóttur.