Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 10
Hann fór höndum um grjótið
eins og móðir um barn sitt,
þetta venjulega islenzka
grjót sem svo margir horfa
framhjá. Þarna var stór
hrúga af grjóti, moldugu og
það var í rauninni ósköp litið
spennandi. Dagurinn leið og
að kvöldi var farin að koma
ný mynd á grjótið Hann var
byrjaður að hlaða grjót-
vegginn/ kant meðfram
veginum. Hver steinninn
eftir annan lagðist hlið að
hlið og smátt og smátt ófst
mynstur grjótsins í eina
órofa heild. Egilsstaðabúar
stöldruðu við, ræddu málin
við grjóthleðslumennina,
gættu að því sem var verið
að gera til að prýða um-
hverfið
Sveinn Einarsson heitir hann,
grjóthleðslumaðurinn
reyndi, sem stjórnar
verkinu, 66 ára gamall
búsettur á Hallormsstað. Ég
rabbaði við hann: ,,Jú, ég er
nú frá Fljóti í Hjaltastaða-
þinghá, en þar er allt í eyði,
grænar tættur. Ég hef alið
allan minn aldur á héraði,
bjó í Miðhúsaseli í Fellum í
30 ár með blandaðan
búskap, en ég hætti búskap
1 967 og fluttist til Hallorms-
staðar þar sem ég hef átt
heima síðan, en á þessum
tíma hef ég mikið verið í
grjóthleðslu jafnhliða
gróðursetningu á trjáplönt-
um."
Ég spurði Svein hvort hann
gæti ekki mundað aðeins
hamarinn við grjóthögg á
meðan ég myndaði, hafði
séð hann fyrr um daginn í
slíku.
Sjálfsagt þótti honum að gera
það og svo velti hann fyrir
sér steinunum og valdi úr
um leið og hann sagði: „Ég
ætla ekki að höggva mér til
ónýtis, ekki ætla ég að eyði-
leggja grjót."
Svo röbbuðum við saman
stundarkorn og hann rifjaði
upp hleðslur sem hann hafði
gert: ,,Já, svo er ein hleðsla
eftir mig hér hjá bankanum,
maður er búinn að gleyma
þessu." Á leiðinni að
bankanum stönzuðum við
hjá vegg sem hann hafði
gert hjá símstöðinni,
feiknmyndarlegur grjót-
kantur á lóðinni. Hann
staldraði við hjá stærsta
steininum, strauk honum,
og sagði: „Hann er myndar-
legur þessi."
Sveinn hefur verið i grjót-
hleðslu víða á Austfjörðum,
allt suður til Hafnar i Horna-
firði og í flestum þorpum á
Austfjörðum hefur hann
hlaðið eitthvað.
„Þetta er talsverð list," sagði
ég
„Ekki veit ég það nú," svaraði
hann, „en ekki getur hver
sem er gert það, nei, það er
alveg áreiðanlegt, það getur
ekki hver sem er."
Og þetta er einfaldur sann-
leikur, þvi menn verða í það
minnsta að vera mjög hand-
lagnir til þess að geta hlaðið
fagran grjótvegg.
Sveinn er yfirleitt fenginn til
þess að velja grjót sjálfur í
þau verk sem hann tekur að
sér. „Mér finnst það lika
borga sig," sagði hann, „en
það er misjafnt hvert ég
sæki grjót, allur háttur á því
Siðast á Seyðisfirði notaði
ég grjót úr hörpun, eins og
það kom fyrir. Þetta var í
vegkanta í bænum. Hins
vegar veit ég ekki hvaða
grjót mér finnst skemmti-
legast, mér er alveg sama
Það er þó mikið atriði að það
sé allt jafn Ijótt eða jafn
fallegt. Ég hef mestu bölvun
á ósamstæðu grjóti. Maður
sækist auðvitað eftir því að
hafa grjótið fallegt, en að
öðru leyti er mér alveg sama
hvaða efni ég hef til þess að
hlaða úr, torf eða grjót."
Hvernig stendur á því að við
byggjum ekki meira úr torfi
og grjóti", spurði ég.
Já, Það er einkennilegt. Norð-
menn og Færeyingar byggja
mikið úr þessu efni og hafa
alltaf gert, en við töpuðum
öllum hæfileikum til að
sinna þessum byggingarstil
þegar við komum hingað til
lands, það stendur ekki
steinn yfir steini. Hitt virðist
svo sem Grænlendingar geti
byggt á þennan máta, en
hér hefur það aldrei fallið
inn í tízkuna hvað þá sjálf-
sagðan byggingarmáta. í
Fljótsdælu er sagt frá Ásbirni
Vegghamar, sem var mjög
eftirsóttur hleðslumaður.
Hann mun hafa verið galla-
gripur að öðru leyti flestu,
en hann gat byggt miklu
betur en aðrir og þess vegna
vildu menn fá hann í vinnu.
Slíkir voru ekki á hverju
strái Hann var víst
sunnlenzkur, kom í Fljóts-
dalinn, síðan í Hjaltastaða-
þinghá og endar ævi sína i
Njarðvík."
Hvort er nú betra að eiga við
torf eða grjót?"
Það er aldrei það sama að
eiga við grjótið. Torfið er
einfaldara ef maður kann
það, en hitt er að það er
alltaf skemmtilegra að eiga
við verk eftir því sem meira
þarf að hugsa og þar býður
grjótið oftast meira "
„Heldur þú að við eigum
eftir að nota torf og grjót
meira í byggingar en gert
hefur verið?"
Það hygg ég og ég held að
það séu margir sem geta
gert þetta en hafa bara ekki
nógu gaman af þvi. Menn
þurfa að hafa auga fyrir
þessu og ánægju af verkinu
og því að sjá eftir sig. Það er
ekkert höfundarmark á
steyptum vegg, en slíkt er á
grjót- og torfveggjum. Það
má þekkja slika veggi á
verklagi ef þú hefur séð eitt-
hvað eftir höfundinn áður."
■4
—éj
EKKIÆTLA ÉG AÐ
EYÐILEGGJA
GRJOT"
„Mikið atriði að grjótið sé jafn
Ijótt eða jafn fallegt," segir
SVEINN EINARSSON hleðslumaður á Egilsstöðum
■ " ■ ■
Æ/ 4L. V*