Morgunblaðið - 02.12.1976, Side 1

Morgunblaðið - 02.12.1976, Side 1
40 SIÐUR 280. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezku togararnir yfir- gáfu landhelgina í nótt BREZKU togararnir að búa sig til brottfarar _JLgaM- undir eftir* litl var, tek- ifi í gæzluflugi í gær. H|mjá Éj j "• > ' ' ^ Ljósm. Rax Gilmore tekinn af lili á mánudaginn Provo, Utah 2. desember — Reuter DÓMSTÓLL í Utah fyrirskipaði f dag að hinn dæmdi morðingi, Gary Gilmore, skuli verða tekinn af lffi og skotinn við sólarupprás á mánudagsmorgun. Gilmore hefur haft uppi kröfur um að fá að „deyja eins og maður“, fyrir morðið á gistihúss- starfsmanni í júlí. Hann hefur þegar reynt að svipta sig lífi með þvi að taka inn stóran skamt af svefnlyfjum. Galmore, sem var grár og gugginn, eftir tveggja vikna hungurverkfall, þegar hann kom fyrir réttinn, fór fram á að vera skotinn standandi og án poka yfir höfðinu. Urskurðurinn var kveðinn upp af Robert Bullock, sýsludómara. Hann sagðist vera reiðubúinn til að Angóla orðin 146. ríki SÞ Sameinuðu þjóðunum 1. desem- ber — Reuter. ANGÓLA var f dag veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum og er nýlendan fyrrverandi 146. aðildarrfki samtakanna. Við form- lega atkvæðagreiðslu var aðildin samþykkt með 116 atkvæðum gegn engu. Eitt land sat hjá — Bandaríkin. fresta aftökunni í 30 daga svo að Gilmore geti búið sig betur undir dauðann. Ef ekki verður farið fram á það fyrirskipaði dómarinn aftökuna við sólarupprás á mánu- dag. „Ég get fallist á þetta“, sagði Gilmore, en hann hefur barist fyrir rétta sfnum að fá að deyja eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum 6. október. Gilmore LAUST fyrir miðnætti f gær- kvöldi bars stjórnstöð Land- helgisgæziunnar skeyti frá varð- skipunum Baldri og Ægi á Hvalbaksmiðum fyrir Austur- landi að brezku togararnir þar væru að hætta veiðum, hffa inn veiðarfærin og búast til brott- farar í samræmi við samkomulag- ið milli Islands og Bretlands sem gert var f Ósló f sumar, og varð- skipið Óðinn, sem statt var úti af Horni, tilkynnti að þar væru tveir brezkir togarar á austurleið ásamt brezka eflirlitskipinu Othello. í skeytum varðskipanna fyrir austan kom fram, að þar hefðu fimm togarar verið að veiðum undir það síðasta en fjórir þeirra hefðu tekið að hífa inn veiðarfær- in skömmu fyrir miðnætti og bú- ast til brottfarar. Óljósara var með fimmta togarann og var annað varðskipanna á leið að honum til að kanna hvað honum liði en rétt er að taka fram, að þar er ekki um að ræða togarann Arctic Rebel, því að komið hefur fram að útgerðarfyrirtæki hans Framhald á bls. 22 Jens Even- sen hefur áhyggjur Osló 1. desember — NTB GREINAGERÐ Jens Evensen til þingsins um viðræður hans um fiskveiðiréttindi við Efnahags- bandalagið einkenndist af áhyggjum af ofnýtingu fiskstofna eftir að samstarfið innan Norð- austur- Atlantshafsfiskveiðinefnd ar innar leystist upp. „Ný og mjög háskaleg staða hefur komið upp,“ sagði Evensen Framhald á bls. 22 Fyrirmælin til brezkra togara: „Þetta er búið strákar Þið siglið út kl. 23,59” London og Húll 1. desember — frá fréttaritara Morgunblaðsins, AP og Reuter. „ÞETTA er búið strákar. Þetta er allt búið. Þið siglið út klukkan 23.59“ Þannig hljóðuðu fyrirmæli sem brezkum togurum við tsland voru gefin f dag. Voru það sfðustu tólf togararnir af hinum geysimikla brezka togaraflota, sem á undanförnum áratugum hefur veitt við Island. Ahafnirnar komu veiðarfær- um sfnum fyrir og héldu sumir togararnir heimleiðis á fisk- markaði þar sem menn bjuggu sig undir að taka á móti sfðasta aflanum frá tslandi. Rfki mikil - svartsýni í Húll og Grimsby en Islandsveiðar hafa sett sinn svip á mannlffið þar um margra alda skeið. Aðeins sjö togarar frá Húll og Grimsby og þrfr frá Fleetwood voru við Island um miðnætti. Tveir fóru fyrr í dag heimleið- is. Voru það Loch Eribol frá Húll og Ross Khartoum frá Grimsby. Hinir ætluðu að hætta veiðum klukkan 23.59. Sumir þeirra fara heim að landa þeim afla, sem þeir hafa fengið, en aðrir fara á mið vestur af Skot- landi. Þvfer spáð, að fiskverð muni hækka verulega í Bretlandi og að þess verði ekki lengi að biða að brezkar húsmæður verði að borga eitt sterlingspund fyrir pundið af þorski út úr búð. Nokkur veitingahús hafa þegar tekið þorsk af matseðlinum. Sölur togara f Bretlandi að und- anförnu sýna þróunina, Síðasta sólarhringinn hafa tvö sölumet verið sett. Brezki togarinn Hammond Innes seldi afla sinn fyrir 89.875 pund f gær og var það nýtt met. En það var þó slegið nokkrum klukku- stundum seinna af islenzka togaranum ögra, sem seldi minni afla fyrir 98.000 pund á meðan reiðir brezkir sjómenn horfðu á. Nú þegar búið er að útiloka brezka togara frá Islandsmið- um, má búast við að islenzk skip muni landa mestum þeim fiski, sem fer f uppáhaldsrétt Breta, „fish and chips“. Fred Kirby, skipstjóri á Grimsbytogaranum Hudders- field Town, sagði f samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í Framhaid á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.