Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið Ályktun ASÍ-þings Igær lögðu 59 fulltrúar á þingi Alþýðusambands íslands fram ályktunartillögu um landhelgismál, sem sam- þykkt var með nær öllum greiddum atkvæðum. Þessi ályktun ASÍ-þings er svohljóðandi: „í dag, 1. desember 1976, fagna Islendingar merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Eftir margra alda rányrkju hverfa brezk fiskiskip úr íslenzkri landhelgi. Ótvíræð yfirráð íslendinga yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögu við strendur landsins eru þar með viðurkennd Fundur 33. þings ASÍ haldinn 1. desember 1976 fagnar unnum sigrum í þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar og hvetur til aðgæzlu um stjórnun fiskveiða og nýtingu helztu fiskstofna." Þessi samþykkt ASÍ-þings er sérstakt fagnaðarefni. Með henni hafa fulltrúar á þingi Alþýðusambandsins undirstrikað þá stað- reynd, að með Óslóarsamningunum, sem gerðir voru í byrjun júnímánaðar sl., viðurkenndu Bretar að fullu yfirráð íslendinga yfir 200 milna fiskveiðilögsögunni. Þeir samningar voru því miklir sigursamningar fyrir íslenzku þjóðina. Á miðnætti sl. hurfu allir brezkir togarar á brott úr íslenzkri fiskveiðilögsögu í samræmi við ákvæði Óslóarsamningsins. Þar með hafa Bretar staðið við sinn hluta samningsins en þeir hafa skuldbundið sig til að halda ekki áfram veiðum hér við land nema þeir nái samkomulagi um það við islenzk stjórnvöld. Samþykkt ASÍ-þings er einnig ánægjuleg vegna þess, að hún sýnir nú breiðari og almennari stuðning við stefnu rikisstjórnar- innar i landhelgismálum en verið hefur um skeið. Hún er líka, ásamt brotthvarfi brezku togaranna, staðfesting á þvi, að and- mæli þeirra, sem börðust gegn Óslóarsamningunum á sinum tíma, hafa ekki reynzt á rökum reist. Þess vegna er full ástæða til að ætla, að víðtæk samstaða geti tekizt um þær ákvarðanir, sem taka verður á næstu mánuðum um hagnýtingu fiskstofnanna við landið. Eftir að þessi ályktun hafði verið samþykkt á ASÍ-þingi var lögð fram og samþykkt qnnur tillaga þess efnis, að samningar um fiskveiðiheimildir annarra þjóða hér við land komi ekki til greina. Þessi tillaga var borin fram bersýnilega vegna þess, að flutnings- mönnum hennar hugnaðist ekki samþykkt hinnar fyrri tillögu. Á þessu stigi málsins er bæði ástæðulaust og ótímabært að binda sig við fasta afstöðu til þessa máls. Efnahagsbandalagið hefur engin tilboð gert okkur íslendingum enn. Enginn veit, hvort það getur nokkur tilboð gert, sem þjóni hagsmunum íslendinga. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að við eigum ekki að binda okkur fast við afstöðu af því tagi að skilyrðislaust eigi að gera samninga eða ekki samninga. Við eigum að bíða og sjá hvað Efnahagsbandalagið hefur fram að færa. Ef tilboð þess reynast að okkar mati lítils virði gerum við enga samninga við það um fiskveiðiheimíldir hér við land. Ef Efnahagsbandalagið hefur hins vegar eitthvað fram að færa, sem er okkur í hag, hljótum við að skoða þau tilboð Allir íslendingar ættu að geta sameinazt um þá stefnu. Stúdentar og 1. des. Igær var fullveldisdagur íslenzku þjóðarinnar. Að þessu sinni hafði þessi dagur sérstaka þýðingu ,vegna þess, að einmitt þennan dag hurfu brezkir togarar úr íslenzkri fiskveiðilögsögu og íslendingar fengu þar með full yfirráð yfir fiskimiðum sínum. Um langt árabil hafa stúdentar við H'skóla íslands annazt hátíðahöld þennan dag. Þeim hefur farizt það misjafnlega úr hendi en öllum er Ijóst að ekki hefur mikil reisn hvilt yfir þeim hátíðahöldum hin síðustu ár. Hins vegar vakti það athygli við hátíðahöldin í gær að þessi merki áfangi í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar var ekki á dagskrá, er brezkir togarar hurfu úr íslenzkri fiskveiðilögsögu. Hvað veldur? Eru stúdentar í dag þeirrar skoðunar að það skipti engu máli fyrir íslenzku þjóðina? Telja þeir að það sé enginn áfangi í sjálfstæðisbaráttu hennar að þjóðin hefur náð fullum yfirráðum yfir fiskimiðum sínum, eða eru svokollaðir forystumenn þeirra bundnir svo á pólitiska bása sina, að þeir megi sig þar hvergí hræra. Það hlýtur að vera óskemmti- legt að vera rauðskjöldóttur upp á þær spýtur Að hálfnuðu ASÍ-þingi lögðu blaðamenn Mbl. leið sína á Hótel Sögu í gær og tóku af handahófi nokkra fulltrúa landsbyggðarinnar tali. Við spurð um þá í fyrsta lagi hver væri afstaða þeirra til kjaramálanna og hins vegar hvernig atvinnuástand væri í þeirra byggðarlagi eða þeirra starfsstétt. þarf afleysingum en ég hef ekki orðið mikið vör við að fólk komi á skrifstofu félagsins til að leita að vinnu. Við viljum alltaf fá meira og meira samband við kjaramálin. Okkar stétt er láglaunastétt og við þurfum að fá bætt kjör okkar f næstu samningum. Það getur eng- inn lifað af launum sfnum f dag, Jóhann G. Möller frá Siglufirði. Verkalýðs- samtökin þurfa að beita sam- takamættmum • JÓHANN G. Möller situr þing A.S.I. fyrir verkalýðsfélagið Vöku f Siglufirði og var hann fyrst spurður um viðhorf sitt til kjaramála: — Mitt viðhorf er það að verka- lýðshreyfingin þurfi á næstu mánuðum að beita samtakamætti sfnum til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Þá á ég við þá, sem hafa kannski um 16.000 krónur á viku í kaup, þeir þyrftu að fá um 100—120 þúsund krónur. Það er það minnsta sem vísitölufjöl- skyldan kemst af með og það er það minnsta sem maður getur sætt sig við. Síðan var Jóhann spurður um atvinnuástandið í Siglufirði. — Við Siglfirðingar höfum þurft að heyja harða baráttu fyrir því á undanförnum árum að byggja upp atvinnuvegina og þá hafa allir staðið saman f verki, hvar í flokki sem þeir standa. Ástandið hefur verið gott í ár og er það kannski sérstaklega vegna legu Siglufjarðar við sumarloðnuveiðunum. Það er fyrst og fremst byggt á vinnu í tveím hraðfrystihúsum þar sem tveir togarar leggja upp svo og fjöldi smábáta á sumrin. Þessir smábátar eru aðeins gerðir út á sumrin og því nokkuð sveiflu- kennd atvinna f kringum það, sagði Jóhann G. Möller að lokum. Enginn getur lifað af þeim kjörum sem fást í dag 0 MÁLFRlÐUR Ölafsdóttir er frá Félagi starfsfólks f veitinga- húsum. — Ég held mér sé óhætt að segja, að atvinnuástandið hjá okk- ur sé sæmilegt. I félaginu eru nú um 420 manns og það er ófaglært aðstoðarfólk í veitingahúsum, að- stoðarstúlkur þjóna og s.frv. Vinnan er kannski eitthvað í skorpum, mest að gera á sumrin þegar sumarfríin eru og sinna Málfrfður Ólafsdóttir nema þar sem tveir vinna fyrir heimili, það er iðulega svo að hús- móðirinn verður að fara út á vinnumarkaðinn. Annars þurfum við kannski ekki að kvarta mest, við höfum nokkuð örugga atvinnu en það er verra með það fólk f okkar stétt sem er lausráðið, það er á tíma- kaupi og mfn ósk er sú, að við fáum kjarabætur fyrir alla, ekki sízt það fólk. Línumenn hafa mikið að gera FELAG Islenzkra Ifnumanna er samtök þeirra, sem vinna við lagningu rafmagnslfna og verða þeir oft að vinna sfn störf við erfiðar aðstæður, og getur þvf, að sögn, oft orðið hættulegt starf. Annar fulltrúi þessara samtaka á ASI-þinginu var Sigurður Sig- mundsson, og fengum við hann fyrst til að segja okkur um af- stöðu sfna til kjaramálanna. „Nú, ætli skoðun flestra i þeim málum sé ekki svipuð. Við erum allir að verða láglaunamenn, og það er mjög brýnt að mfnu mati, að tekin verði upp hörð barátta fyrir því að tryggðar verði raun- hæfar kjarabætur. I þessu sam bandi er það ekki einhlítt að horfa alltaf á krónutölur, heldur verður að koma eitthvað til sem er varanlegra. 1 þessu sambandi hef ég einnig mikinn áhuga á þvf að úr því að verið er að tala um samdrátt f rfkisrekstrinum, að haft verði betra eftirlit með ráð- stöfun fjármunanna. Það er nefnilega öruggt, að það vantar eitthvað á í þeim málum, og meira og betra aðhald og eftirlit er nauðsynlegt. Hvað varðar okkar verksvið, þá mætti spara meira með því að reka minna á eftir sumum framkvæmdum og hafa meira eftirlit með greiðslum fyrir verkefnin sem unnin eru, í þeim málum virðist vanta nokkuð mik- ið á. Atvinnuástandið f minni starfs- stétt er gott. Það er mikið að gera. Við vinnum núna að lagningu tveggja stórra raflína, þ.e. Kröflu- línu og Byggðalínu, og á okkar félagsskapur, sem telur um 100 manns þar mikinn fjölda starfs- manna. Auk þessara tveggja lína fara viðhald og endurbætur á eldri línukerfum nokkuð vaxandi, og því er alveg nóg að gera hjá lfnumönnum. Hins vegar er starf Ifnumanna geysilega erfitt, og álagið á sál og líkama getur á stundum verið gífurlega mikið og hættulegt. Við línumenn höfum mikinn áhuga á að þessi hættu- þáttur okkar starfs verði metinn meir við næstu kjarasamninga en verið hefur, sagði Sigurður að lok- um. in tekur í kjaramálum, en af þeim ræðum, sem þegar hafa verið fluttar, þá verður ekki annað ráð- ið en að leitað verði eftir sérstök- um leiðum til að bæta kjör þeirra lægst launuðu." Hvernig er atvinnuástandið á Raufarhöfn? „Það sem af er árinu megum við vel við una. Þetta stafar fyrst og fremst af þvf, að togari frystihússins hefur fiskað mjög vel, og því hefur landverkafólk gétað stundað stöðuga og ágæta vinnu. Hins vegar hefur fiskirí verið miklu minna hjá smærri bátum, þ.e. þeim bátum, sem koma daglega að landi. Góða veðrið f sumar hjálpaði þó til að afli varð ágætur, en sóknin var mjög mikil og gefur því ef til vill ekki alveg rétta mynd af málum. En án togarans væri mikil eymd f atvinnumálum Raufarhafnarbúa. Nú blasir við að atvinna mun dragast saman á næstunni. 1 desember og janúar geta smábát- ar lítið stundað veiðar og fiskirf minnkar almennt á þessum tíma hjá öðrum. Framkvæmdir aðrar dragast alltaf saman eða leggjast jafnvel niður á þessum tfma árs, og er nú þegar komið nokkurt atvinnuleysi á Raufarhöfn, en það á vonandi eftir að batna. Eina vonin til að atvinnuástand okkar Raufarhafnarbúa batni yfir háveturinn, er að loðnan komi sem fyrst. I því sambandi álít ég það frumskilyrði að verksmiðjan verði tilbúin til starfsrækslu strax og loðnan gerir vart við sig. Undanfarin ár hefur ekki verið brugðið nógu fljótt við og þurft hefur að bfða í 8—10 sólarhinga áður en bræðsla hefur hafizt. Maður verður að vona að á næstu loðnuvertíð verði verksmiðjan tilbúin nógu snernma," sagði Þor- steinn Hallsson að lokum. 1 Sigurður Sigmundsson Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn r An togara væri eymd á Raufarhöfn • ÞORSTEINN Hallsson er annar fulltrúi Verkalýðsfélags Raufarhafnar á ASt-þinginu. Sagði Þorsteann okkur, að félagar f félagi hans væru 196 f dag. Við spurðum Þorstein fyrst um afstöðu hans til kjarabarátt- unnar. „I stuttu máli má segja, að laun séu alltof lág meðal verka- lýðs. t stað beinnar hækkunar launa kemur þó margt annað að mfnu áliti, og má þar t.d. nefna skattana, en enn eru þó til ýmsar úrbætur til að fá fram launhækkun launa. Nú f kjarabaráttu hlýtur hlutur þeirra lægst launuðu að verða að skipa öndvegi, en það fólk sem lægst laun hefur f dag á mjög erfitt með að framfæra sér. Þeir lægst launuðu þurfa að kaupa alla þjónustu, mat, íbúðir og annað á sömu kjörum og aðrir. Það er erfitt að segja að svo stöddu hvaða afstöðu verkalýðshreyfing- Nú eru tveir togarar að veiðum sem leggja upp á Akranesi en það er verið að selja hinn þriðja og breyta þeim fjórða í nótaskip og þeir fiska ekki fyrir frystihúsið á meðan. Þetta er fyrst og fremst það sem verður vandmál f vetur en annars er töluvert mikið um byggingarframkvæmdir núna en maður veit ekki hvernig þetta á eftir að verða. Hver eru viðhorf þfn til kjara- málanna? Það á tvímælalaust að heimta fulla verðtryggingu á laun og það þarf að ná þeim kjarabótum sem almenningur hefur tapað að und- anförnu. Ég man ekki eftir neinni ríkis- stjórn á undanförnum árum sem hefur ekki getað með einu penna- striki eyðilagt þær kauphækkan- ir, sem orðið hafa. Ef ríkisstjórn gengur þannig á undan og virðir ekki þær reglur sem fara á eftir hvernig getur hún þá ætlazt til þess að landsmenn virði öll lög og reglur. Það er án efa hægt að halda verðbólgunni niðri ef vilj- inn er fyrir hendi, öll álagning er einhver ákveðinn hundraðshluti, hvort heldur það eru skattar eða einhver þjónusta og það er eng- inn vafi á þvf, að þetta er verð- bólguhvetjandi. Það þarf að draga úr þeim þáttum sem eru verð- bólguhvetjandi. kM Guðbrandsson frá Agnar Jónsson frá Akranesi. r Ottumst minnkandi atvinnu í vetur AGNAR Jónsson frá Akranesi er formaður verkamannadeildar Verkalýðsfélags Akraness og vildi hann segja þetta um at- vinnuástand og horfur á Akra- nesi: — Ástandið hefur verið frekar gott í ár, þó er náttúrlega ekki hægt að neita þvf, að dálftil hræðsla er við að atvinna verði manni í frystihúsunum í vetur vegna fækkunar togara hjá okk- ur. tími auki ekki afköstin heldur hafi þveröfug áhrif. Þá tel ég að þörf sé á þvi að gera vinnustaði manneskulega og vinnuaðstöðu betri en nú er víða, það eru þannig vinnustaðir, vel skipulagðir og manneskjulegir sem geta aukið afköstin. Það þarf þvf að koma betri skipulagi á vinnustaði og aðstöðuna til að auka afköstin og það má bera saman aðstöðu frystihúsfólks og bankafólks, og spyrja hvor staður- inn sé betri að vinnn aaa á '. Frystihússvinna þarf ekki að vera verri en hver önnur vinna ef aðstaðan er góð. Heiðar Súðavfk. Stórhækka þarf dag- vinnulaunin 0 FRÁ Verkalýðs- og sjómanna- félagi Alftafjarðar situr A.S.I.- þingið Heiðar Guðbrandsson. Um atvinnumálin á Súðavfk sagði Heiðar: — Við erum með einn afla- hæsta skuttogarann af minni tog- urunum sem er Bessi ís 410. Þetta skip er með aflahæstu togurum sem gerðir eru út i landinu í dag og leggur það upp allan afla sinn f Súðavík. Þetta er nú ekki nema 260 manna bær og hraðfrystistöð- in Frosti veitir langflestum at- vinnu við fiskvinnslu og rækju- vinnslu. Rækjan er þó aðeins á vorin og haustin. Það hafa sem sagt flestir atvinnu af sjósókn og fiskvinnslu. — Mfn viðhorf til kjaramálanna eru í fyrsta lagi þau, að við þurf- um að stórhækka dagvinnukaup verkamanna og fækka þarf næt- urvinnutímunum. Það er algengt að hér sé unnið allt upp f 90 tíma á viku og það er lögð á það áherzla af atvinnurekendum að svo sé gert. Ég tel að þessi langi vannu- Laufey Pálmadóttir frá Akureyri Hlýtur að vera hægt að bæta k]orm a einhvem hátt 0 MEÐAL fulltrúa frá Akureyri er Laufey Pálmadóttir frá Verzlunarmannafélagi Akureyr- ar og sagði hún þetta um atvinnu þar nyrðra: — Ég tel að atvinnuástandið á Akureyri hafi verið gott, ég man ekki neinar tölur til að nefna en ég held að enginn hafi verið á atvinnuleysisskrá og það hefur verið svo undanfarin ár. Stórar fjölskyldur hafa það nokkuð erfitt og ekki mikið af- gangs til að hafa það verulega gott, til þess þarf konan yfirleitt að vinna úti. En þá koma dagvist- unarmálin til sogunnar, það eru þrfr leikskólar í bænum og þeir anna ekki öllum. Kostnaður við að húsmæður vinna úti er þvf alltaf nokkur. Ég vil nefna að í verzlunarstétt- inni finnst mér ekki nægilega mikill munur á launum þeirra sem eru að byrja sín störf á starfs- greininni og þeirra, sem eru kannski búin að vinna í 10 ár eða lengur. Það tekur vissan tíma að komast inn f verkið og læra að þekkja vörur sem verið er að selja og geta sagt viðskiptavini annað en að varan sé mikið eða litið keypt. Það þyrfti að koma upp nám- skeiðum fyrir verzlunarfólk til að gera það hæfari í sfnu starfi. — Nú, það eru margir sem ekki geta lifað af launum sfnum í dag og margt láglaunafólk borgar svo mikla skatta, meiri en margir, sem hafa miklu betri tekjur en það. Það finnst öllum gott að fá peninga og kauphækkanir en ég held að kjarabætur séu frekar fólgnar í öðrum aðgerðum en beinum kauphækkunum, t.d ein- hverjum breytingum á skattamál- unum og öðrum frfðindum. Við getum ekki heimtað að allt gerist á fáum mánuðum eða einu ári, þetta tekur allt vissan tíma en það þarf að vinna markvisst að þess konar kjarabótum. Lítið verka- lýðsfélag fær ekki miklu áorkað 0 F'iA Hvammstanga situr þing A.S.t. Birgir Jónsson, sem er annar fulltrúi verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga. Hann sagði, að það væri næg atvinna fyrir verkafólk á Hvammstanga núna, þar stæðu yfir miklar byggingarframkvæmdir, sem margir ynnu við. — Saumastofa er rekin þar og tekur hún eitthvað af konum og á vetrum er það rækjan, sem veitir konunum atvinnu, en hún hverf- ur á sumrin og þá hafa þessar konur ekki vinnu. Þetta eru að mestu leyti húsmæður sem vinna við rækjuna en það eru samt alltaf einhverjir sem þurfa vinnu allt árið. Nokkuð er um, að einstaklingar séu að byggja og þeir byggja náttúrlega frekar ef næg atvinna er, en um leið og dregur úr at- vinnu dregur úr byggingarfram- kvæmdum einstaklinga, þetta vinnur allt saman. Verið er að reisa mjólkurstöð fyrir kaupfélag- ið og er verið að hefja það verk \. Birgir Jónsson frá Hvammstanga núna svo það verður áfram á næstu árum einhver vinna við það. — Um kjaramálin er það að segja að hjá okkur á Hvamms- tanga teljast eiginlega allir til lág- launafólks, það er lítið af iðnaðar- mönnum, nema við mjólkur- stöðina og þeir hafa ekki hátt kaup. Við höfum í sumum tilvik- um náð nokkuð hagstæðum samningum, t.d. eru samningar á sjúkrahúsinu betri en á sumum öðrum stöðum. En lítið verkalýðs- félag eins og okkar getur ekki gert mikið upp á eigin spýtur. Alþýðusamband Norðurlands er nú I molum, og það verður fyrsta skref okkar að reisa það við. að nýju. Við sáum að sambandið fékk miklu áorkað þegar það var í lagi. Hreinn Erlendsson, Selfossi „Atvinnu- ástand á Selfossi ekki glæsilegt” 0 „HVAÐ kjaramálin snertir, þá er það ljóst, að aðstaða þeirra lægst launuðu er afar slæm, og gera verður hlut þeirra f næstu samningum betri. Það ætti að vera hverjum sem er Ijóst að þvf fólki sem ekki hefur nema 60—70 þúsund króna laun fyrir mánuð- inn er ómögulegt að lifa mann- sæmandi lffi. Meginmarkmið allr- ar kjarabaráttu verkalýðshreyf- ingarinnar hlýtur þvf að vera það að laun og kjör þessa atvinnuhóps verði bætt, og það verulega. Atvinnuástandið á mínu svæði er ekki nógu glæsilegt. Fjölmiðlar hafa að undanförnu getið Straum- ness og Prjónastofu Selfoss. Auk þessara atvinnufyrirtækja er Bif- reiðaverkstæði Selfoss að hætta starfsemi og starfsmönnum þess hefur verið sagt upp, og svo er framundan samdráttur hjá ýms- um smærri fyrirtækjum, en i heild held ég að atvinnuástand sé að verða hrikalegt á Selfossi. Ekki veit ég hvort til er ein skýring á þessum afturkipp i -.tvinnumál- um okkar Selfyssinga. Það getur vel verið, að ekki hafi verið nógu vel á málum haldið hjá hrepps- nefnd, sérstaklega i því tilliti að laða að fyrirtæki, en svo held ég megi segja, að það sé almennur skortur á atvinnutækifærum, þ.e. fjölbreytni á vinnumarkaði skort- Nú þegar er komið fólk á at- vinnuleysisskrá, og það má næst- um fullyrða að atvinnulausum eigi eftir að fjölga. Það, sem er alvarlegast við þessa skrá núna, er það, að það eru þeir lakast settu sem eru á henni, þ.e. ekkjur og roskið fólk. Maður verður bara að lifa í voninni um að það eigi eftir að verða breyting til batnað- ar í atvinnumálum okkar Sel- fyssinga," sagði Hreinn að lokurn. Hreinn Erlendsson, sem er fulltrúi Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi, sagði okkur að í hans félagi væru á fjórða hundrað félaga, og meirihlutinn væri kon- ur. Sagði Hreinn ennfremur, að það væru um 5 önnur stéttarfélög vinnandi fólks á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.