Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 17 Guðrún Helga Sederholm kennari: r Ovæntur heiður Aðalhvatinn að þessum skrifum mínum var fundur haldinn í Breiðholtsskóla föstudaginn 19. nóv. s.l. Þetta var fundur með kennurum skólans og námsstjór- um, sem heimsóttu okkur til að fjalla um nýútkomna námsskrá, almenna hlutann. Satt að segja varð ég steinhissa á þessum mikla heiðri, sem menntamálayfirvaldið sýndi okk- ur „óbreyttum" kennaratuskum að senda okkur heila tvo náms- stjóra, auk þess ætluðu þeir að leita álits okkar kennara á náms- skránni! Nemendum var gefið frí frá kl. 1—5 þennan föstudag, svo við mættum I ró og næði ræða málin, jafnvel komast að ein- hverri niðurstöðu og skila áliti í fundarlok. Þarna var okkur kenn- urum gefinn kostur á, að taka þátt í mótun þeirrar námsskrár sem við eigum að framkvæma og hafa að leiðarljósi í kennslunni. Þarna er að mínum dómi byrjað á röng- um enda. Hefði ekki verið mun skynsamlegra og eðlilegra að halda með okkur fundi, skipta okkur í umræðuhópa og fá frá okkur ábendingar fyrir samningu námsskrárinnar, t.d. á meðan við höfðum mánaðarleyfin? Upphaf- lega voru þau ætluð til kennara- funda þó þróunin yrði önnur. Eðlilegast hefði verið að viðhalda þeim sem fundardögum í stað þess að fella þau niður — ef stefn- an á að vera su að notfæra sér hugmyndir og reynslu kennara við samningu námsskrár og fl. Það kemur betur og betur í ljós, að þörfin fyrir slíkar skólamála- umræður er nauðsynleg og eðli- legast að kennarar taki virkan þátt í þeim. Ég hugsa að kennarar teldu ekki eftir sér að mæta á fundi og láta I sér heyra, ef þeir fyndu að á þá væri hlýtt, og farið eftir ábendingum þeirra I einstök- um málum. Nei, nú „býðst“ okkur kennur- um að leggja eitthvað til málanna milli eitt og fimm á föstudegi, án nokkurra undangenginna funda Þegar Bandartkjamenn eru orðnir alteknir kosningahita skeyta stjórn- málamenn þeirra úr því lltt um áhyggjuefni annarra þjóða En áverkar, sem þaer hljóta I kosningahrlðum I Bandarlkjunum gróa stundum seint, og geta þær undir jafnvel opnazt aftur á örlagatimum Mér fellur að mörgu leyti vel utanrlkisstefna þeirra Carters og Brzezinskis. eða að þvl marki sem ég skil hana, en mér er því miður hulið, hvernig Carter tæki á Austur- Evrópumálum, ef hann kæmist til valda. Þvi æsilegri. sem deilurnar um orð Fords forseta verða, þeim mun siður skýrist málið En þar sem Jimmy Carter er nú þegar búinn að græða á þvi jafnmörg atkvæði og unnt er ætti hann að segja kjósendum með hverju móti hann hyggst hjálpa Austur-Evrópumönnum að ..endurheimta frelsið'. svo fremi sem hann hyggst gera nokkuð til þess. Einnig ætti hann að segja kjósendum. hver áhætta fylgi þeim aðgerðum, ef nokkur áhætta fylgir þeim. Sovétmenn stefna að þvi, svo sem stjórn Brésnefs hefur ákveðið, að styrkja stjórnmála- bönd sin við Austur-Evrópumenn, einkum með efnahagslegum sambreiskingi, þannig. að hvorir verði öðrum enn háðari en fyrr. Fari þetta út um þúfur verða skriðdrekar sendir út af örkinni eins og til Tékkóslóvakiu forð- um Stefna næstu Bandarikjastjórnar i Austur-Evrópumálum er orðin eitt aðal- atriði kostninganna Verði Carter knú- inn til þess að gera grein fyrir stefnu sinni fá bandarlskir kjósendur og Kremlverjar ef til vill að vita, hvað þeir eiga i vændum Einnig er rétt hugsan- legt, að kynþáttabrotin fái þá eitthvað fyrir sinn snúð. þ e.a.s. öll atkvæðin, sem þau fyrirhuga Carter að sumra sögn. Stefna Bandarikjastjórnar í Austur- Evrópumálum mætti verða árangurs- rikari en stefna rikisstjórnar Fords hefur reynzt, og þyrfti þó ekki að verða egnandi En fyrst af öllu verður að skýrgreina hana eöa umræöna og mátulega búið að afnema mánaðarleyfin! Auk þess ríkir mikið sambandsleysi á milli námsstjóra I einstökum greinum og kennara. Þetta sambandsleysi kennara og námsstjóra kemur oft greinilega í ljós á vorin þegar prófin eru send út f skólana. Það er stundum ýmislegt sem kemur okkur kennurum skringilega fyrir sjónir, þegar við rennum augum yfir blöðin rétt áður en þeim er dreift til nemenda. Prófin hafa þó einn samnefnara, þau eru yfirleitt miðuð við þá nemendur sem eiga gott með að nema það bóklega. Hver mótmæl- ir? Þetta er staðreynd og allir virðast sætta sig við hana. Ekki hef ég séð á prenti nein hávær mótmæli, hvorki frá kennurum né öðrum sem málið snertir. Er þá nokkuð undarlegt þó námsstjórar og yfirvaldið haldi sinni hefð- bundnu stefnuf þessum málum? Þetta umrædda sambandsleysi námsstjóra og kennara er vafa- lítið báðum að kenna — afleiðing af miklu vinnuálagi beggja. Það er nefnilega ekki óþekkt meðal kennara — að þeir vinni aðra vinnu með kennslunni — hafi heimili með fullri kennslu — kenni margfalt fleiri stundir en kennsluskyldan segir til um, þá er hætt við að kennsluhugsjónin lendi í þriðja sæti. Ég efast ekki um að náms- stjórarnir sjálfir vilji hafa mikið Guðrún Helga Sederholm. og gott samstarf við kennarana, halda með þeim fundi, koma í heimsóknir i kennslustundir, ræða fyrirhugaðar námsskrár, próf o.m.fl. — á hverju strandar — hvers eiga nemendur að gjalda — eru allir ánægðir? Kennarar virðast almennt hafa tamið sér þá framkomu sem þeir kjósa að nemendur þeirra sýni — að þiggja og þegja. Barnakennar- ar sýndu lífsmark 8. nóv. s.l., skipulögðu fundi án fyrirmæla að ofan. Landsmenn kipptust við, enda óvanir slíkum viðbrögðum kennara. „Hvað eru kennaratusk- urnar að rífa sig, eiga frf allt sumarið." Hvílíkt frí! Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að semja grunnskólalög, námsskrár, próf, kennslubækur, fjalla um z-frumvarp án þess að leitað sé álits hjá hinum „óbreytta" kennara — hjá kennarastéttinni í heild. Það er eins og okkur kennurum séu málin ekki skyld. Hverja snertir það meira en kennara og nemend- ur? Ég heFþað oft á tilfinningunni, t.d. á foreldrafundum þegar for- eldrar spyrja um leiðir til fram- haldsnáms o.fl., að ég „grunn- skólakennarinn" leiki aukahlut- verk f leikriti án þess að hafa séð handritið eða kynnst samleikur- um mínum. Ég fæ ekki betur séð en foreldrarnir séu hinir óvirku áhorfendur í þessum stóra skrfpa- leik. Er alveg fráleitt að halda hverfisfundi með foreldrum, námsstjórum, kennurum og öðr- um, eitt kvöld í upphafi skólaárs, kynna foreldrum námsskrárnar og hvers skólinn krefst af börnum þeirra. Gefa þeim tækifæri til að spyrja og spjalla um þessi mál. Þá má líka „ganga svo langt“ að sýna þeim skólann, bókasafn, kennslu- stofur, kennslutæki, iþróttasal o.m.fl. Það ætti að vera sjálfsögð krafa foreldra að fá að kynnast þeim stað, þar sem börn þeirra eyða mestum hluta æsku sinnar — kljást við flest sín vandamál — eiga flestar ánægjustundirnar. Ég skora á kennara, foreldra og landsmenn yfirleitt að vakna af þessum þægilega en heilsuspill- andi svefni — skiptast á skoðun- um um skólamál — það er þó alltaf góð tilbreyting frá veðrinu og verðbólgunni. Guðrún Helga Sederholm, kennari, Breiðholtsskóla, Reykjavfk 22. nóv. ’76. 18 fórust í árekstri Mexikóborg, — 30. nóvember Reuter 18 fórust og að minnsta kosti 15 slösuðust alvarlega I morgun þegar strætisvagn rakst á járn- brautarlest þar sem akbraut liggur yfir brautarteina I útjaðri Mexikó-borgar snemma I morgun, að þvf er Rauði krossinn skýrði frá f dag. Lék Amin — og dó Burbank. Kaliforníu 29. nóv. Reuter. ÞEKKTUR bandarfskur gaman- leikari, svertinginn Godfrey Cambridge, lézt úr hjartaslagi er hann var að leika hlutverk Idi Amins f kvikmyndinni „Victory at Entebbe". Leikarinn, sem var aðeins 43 ára gamall, fékk slag er hann var i miðju atriði, en unnið hefur verið við gerð þessarar myndar nokkrar undanfarnar vikur. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús, en var látinn þegar þangað kom. Meðal þeirra mynda sem Cambridge lék í má nefna Water melon man, Cotton comes to Harlem og Presidents analyst. I þeirri fyrstnefndu lék hann hvít- an mann, sem breytist skyndilega í svertingja. Geróu kröfur og pú velur Philishave Hleðsluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga.fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa,sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnu níutiu raufar, sem grípa bæði löngogstutt há: í sömu stroku. Er ekkikominn tími til,aðþú tryggir þérsvo frábæra rakvél? Philishave 90-Super 12,hefur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegnahinna nýju 36 hnífa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofi og auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP1121). rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frá síðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og i fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Super' 12. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnífa kerfisins. Rennileg vél sem fer vel í hendi. Bartskeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, í bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggjafjölmarga hraða og þægilega rakstra. í þægilegri ferðaöskju (HP 1207). Nýja Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishave 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. PHIUPS Fullkomin þjónusta tryggir yðar hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.