Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 16 ísclu jjork eimcð jNeUr Jlork £imcö íCclu Jjork eimcð iNeitr jjíork eimcð -Nclu jjork Simcð Einvaldur gerir sig heimakominn Leynimakk og vafasöm starf- semi Suðurkóreana f Banda- ríkjunum er orðin mikið hneyksli og verður æ meira. Og það hlýtur að verða eitthvert fyrsta viðfangsefni Jimmy Car- te.rs í forsetaembættinu. Þetta er vandmeðfarið mál. Það snertir bæði utanríkisstefnu Bandaríkjanna og stjórnmálin innan lands, siðgæði og lög. Á undan förnum árum hafa útsendarar Park Chung Hee, einvalds í Suðurkóreu, reynt mjög að kaupa sér vinskap i Bandarikjunum og borgað margar milljónir dollara fyrir. Þetta er víst; það hafa ýmis dagblöð leitt í ljós. (Sjá ,,Ver- öld i Mbl. 14. þ.m.). Þetta gæti orðið Jimmy Carter til nokk- urra leiðinda. Það vill nefni- lega svo til, að nokkrir mikils háttar þingmenn Demókrata eru meóal þeirra, er notið hafa góðs af örlæti Suðurkórean- anna. John J. McFalI, þingmaður frá Kaliforniu og agameistari Demókrata i fulltrúadeildinni, játaði nú eftir kosningarnar, að hann hefði þegið 3000 dollara (u.þ.b. 560 þús. kr) af Tongsun nokkrurh Park, suðurkóreskum kaupsýslu- og athafnamanni i Washington. Hafði aðstoðar- maður McFalls þó neitað þessu áður, er hann var spurður. Fé þetta rann ekki í kosningasjóð, heldur til skrifstofu McFalls, þ.e. til einkanota hans. McFall þáði einnig af Tongsun rándýrt armbandsúr og teborð úr silfri. Carl Albert, fráfarandi þing- forseti i fulltrúadeildinni, var líka mikill vinur Suðurkóreana. Hann réð i mikils vert starf á skrifstofu sinni konu ættaða frá Suðurkóreu; Sue Park Thomson heitir hún. í fyrra sumar vildi svo til, sem fátítt er, að utanrikisnefnd fulltrúa- deildarinnar kom sér saman um ályktun; hún var þess efnis m.a., að fordæmd skyldu réttar- höld yfir 18 andstæðingum Parks forseta, sem haldin höfðu verið í Seoul þá fyrir nokkru. Ályktunin var svo lögð fram. En á elleftu stundu brá Carl Albert við og tók hana af dagskrá deildarinnar. Þá leikur og grunur á þvf, að suðurkóreski predikarinn Sun Myung Moon hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Árið 1974 fóru fylgjendur Moons kröfugöngur og höfðu uppi mikið andóf gegn þvi, að Richard Nixon yrði sóttur til saka í forsetaembætti. Nú mun komið á daginn, að suður- kóreska leyniþjónustan, KCIA, hafi efnt til þessa andófs. allnærri sjálfsvirðingu Banda- ríkjamanna. Þeim þykir auð- mýking að því, að erindrekar erlends smáveldis vaði uppi í Bandarfkjunum með mútum og ofbeldi. Suðurkóreanar eru reyndar ekki einir um þetta. Það má líka nefna Chilemenn og írana. Það er grunur manna, að chíleska leyniþjönustan sé í ráðum með kúbönskum útlög- um sem nú búa í Bandaríkjun- um og eru grunaðir um ýmis hermdarverk, m.a. morðið á Or- lando Letelier, fyrrum utanrík- isráðherra Chíle. Hann var drepinn í Washington ekki alls fyrir löngu. Flestum Bandaríkjamönnum hlýtur að vera þvert um geð, að svona iðja skuli stunduð í land- inu. En skyldu margir hafa leitt hugann að því, að þetta er ekk- ert nema það, sem ýmsir aðrir hafa orðið að þola Bandarikja- mönnum? Bandaríska leyni- þjónustan CIA, hefur mútað Tongsun Park: Örlátur „kaup- sýslumaður" frá Suður-Kóreu. Sue Park Thomson: Forseti fulltrúadeildarinnar réð hana á skrifstofu sína. ANTHONY LEWIS ræðir mútugreiðsl- ur Suður-Kóreumanna í Bandaríkjunum KCIA mun hafa komið við sögu viðar og oftar í Bandaríkj- unum. Fjöldi Suðurkóreana býr þar í landi. Til dæmis eru þeir fjölmennir í Los Angeles. Er sagt, að KCIA hafi menn á meðal þeirra til að gæta virð- ingarinnar við Park forseta; sé þeim hótað illu og þeir jafnvel barðir til óbóta, sem ekki leggja gott til forsetans. Með þessu athæfi höggva Suðurkóreanar stjórnmálamönnum og ritstjór- um í fjölmörgum löndum. Hún hefur lagt á ráðin um morð, háð leynd strið og efnt til valdrána með vopnum gegn réttkjörnum ríkisstjórnum. Þetta ætti nú að vera öllum kunnugt. Vafasöm starfsemi Suður- kóreana og hneykslið af henni ætti að gera Bandarikjamönn- um ljóst hve hættulegt það er að fylgja stjórnarskránni, lög- um og viðteknu siðgæði aðeins heima hjá sér en ekki annars staðar. Ef við teljum sjálfsagt að múta erlendum stjórnmála- mönnum, hlera símtöl landa okkar erlendis og leggja á ráð um ofbeldi getum við varla lagzt gegn því, að aðrar þjóðir stundi slíkt hið sama í Banda- rikjunum. Þegar starfsemi Suðurkóre- ananna verður tekin til með- ferðar þarf fyrst af öllu að fara fram rækileg, opinber rann- sókn svo, að staðreyndir máls- ins verði lýðum ljósar. Þar næst þarf að taka af tvímæli um það, að Bandaríkjamenn muni ekki þola í landi sínu myrkraverk njósnara og annarra útsendara erlendra rikja, hvort sem þau riki eru kommúnísk — þ.e. „vinveitt", ellegar hægrisinn- uð, þ.e. „fjandsamleg". Þetta mun þó ekki valda neinu, nema okkur takist að færa öllum heim sanninn um það, að við séum sjálfir reiðubúnir að halda þessa reglu. Eitt sinn fyrir tveimur árum var Ford forseti spurður, hvort það væri stefna Bandaríkja- stjórnar að grafa undan rikis- stjórnum annarra landa, eða „veikja stöðu þeirra“. Hann lét þá svo um mælt, að það reyndu allar ríkisstjórnir. Heldur var þetta kuldalegt svar. Og það var Bandarikjamönnum til minnk- unar. Það hæfir nefnilega ekkí hugmyndum þeirra um sjálfa sig. Stjórn Jimmy Carters ætti að hafa hraðann á og gera það, sem Ford lét ógert — setja skorður við þess konar starf- semi, sem hér hefur verið rætt um og haft getur „djúptæk áhrif á framtið landsins" svo, sem Clark Clifford komst að orði. Og þótt seint sé mætti stjórnin líka sýtia löghlýðni sína í verki með því að sækja til saka þá embættismenn leyni- þjónustunnar, sem logið hafa fyrir rétti og framið ýmsa aðra glæpi. Þetta verður ekki tekið út með sældinni, en það verður nú samt að gerast. Það er Banda- ríkjamönnum einfaldlega fyrir beztu. En í lokin má minna á það, sem Jimmy Carter mælti í marzmánuði siðast liðnum; „Stefna okkar á að vera jafn- hreinskilnisleg, heiðarleg og sómasamleg og bandaríska þjóðin sjálf“. „Vináttutengsl” Sovét- manna og granna þeirra austan tjalds Þegar „ vinahótin" duga ekki, er gripiS til kröftugri meSala. Frá innrás Sovétmanna l Tékkóslóvakíu 1968 Kosnmgagrinið í Bandarikjunum út af orðum Fords forseta um Austur- Evrópulöndin varð einmitt gm þær mundir. að Sovétstjórmn var að reyna að koma nýrri skipan á tengsl Sovét- ríkjanna og Austur-Evrópurikja Leóníd Brésnef, aðalritari sovézka kommún- istaflokksins, gaf það i skyn á flokks- þinginu í febrúar siðast liðnum, að Sovétmenn hefðu gefið Austur- Evrópuríkjunum tauminn heldur laus- an á undan förnum árum og væri nú kominn tími til að herða tökin aftur. Sagði hann, að „síendurnýjuð vináttu- tengsl" Sovétríkjanna og hinna væru orðin „lögbundið ferli ', er það marx- ískt fagmál og þýðir, að tengslin verða „síendurnýjuð" hvað, sem í skerst Því hefur svo verið marglýst í sové/kum blöðum hversu „endurnýjun vináttu- tengslanna'' fer fram; þ.e með sam- krulli efnahags- og utanrikisstefnu, hermála, menningarmála og hug- myndafræða Ford forseti lét svo um mælt, að „Sovétrfkin réðu ekki yfir Austur- Evrópú'. Slðar kvaðst hann hafa ætlað að segja, að Bandarlkjamenn „könnuð- ustekki við ' sllk yfirráð Nú skiptir það Kremlyerja litlu, hvort Ford mismælti si^'eðadkki Þaðskiptir þá meira máli, hvört Bandarikjastjórn hyggst eða hýggst ekkr skipta sér af þvi, er þeir herðo r tóumhaldið á Austur- Evrópúrfkjunum Glappaskot Fords vaktr almenna gremju I Bandarlkjun- um ' Áður bafði orðið þar mikill mót- blástur gegn Sonnenfeldt-kenningunm svonefndu Hvort tveggja hlýtur að vera Kremlverjum talsvert áhyggjuefni Helmut Sonnenfeldt, helzti aðstoð- armaður Kissingers, sat fund með bandariskum diplómötum i desember siðast liðnum Skildist mönnum, að hann hefði sagt þar, að Bandarikja- menn ættu að láta sér lynda forræði Sovétmanna I Austur-Evrópu Þegar þetta fréttist brugðu málsvarar i Hvita húsinu við og lýstu yfir þvi, að hið opinbera ágrip af máli Sonnenfeldts á fundinum væri orðað lauslega. En Sonnenfeldt sagði fleira Hann sagði lika, að Sovétrikin héldu Austur- Evrópurikjunum i skefjum með hreinu hervaldi; tengsl þessara rikja væru annarleg, stæðu hinum siðarnefndu fyrir þrifum, og væru miklum mun hættulegri heimsfriðnum en ágreining- urinn milli austurs og vesturs. Kynni að sjóða upp úr fyrr eða siðar og koma til þrjiðju heimsstyrjaldarinnar, ef tengslum þessum yrði ekki breytt. M enn gengdu þessu fáu og var það vonlegt Þar er i rauninni komin skýr- ingin á þvi. að Bandarikin héldu að sér höndum og höfðust ekki að, þegar Sovétmenn réðust inn i Ungverjaland i stjórnartið Eisenhowers, sem var repú- blikani, og ekki heldur þegar þeir réð- ust inn i Tékkóslóvakiu i stjórnartið Johnsons, sem var demókrati. Löngum hefur verið þögult samkomulag með Bandarikjastjórnum og Sovétstjórnum um áhrifasvæði. og Sonnenfeldt end- urtók það einungis; það var kenning hans Kremlverjar svöruðu þessu að Igrunduðu máli i fyllíngu tlmans og birtist svarið í timaritinu „U.S.A." i Moskvu Var þar rætt um „lætin út af Sonnenfeldtkenningunni" og mótmælt harðlega þvi, sem ég fullyrti hér i dálkinum, að þögult samkomulag væri með stjórnum Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna Neita Kremlverjar því vegna þess, að slikt samkomulag hlyti að teljast tvihliða; yrðu þá ekki aðeins viðurkennd áhrifasvæði Sovétmanna, heldur einnig Bandarikjamanna. Má nefna ítaliu. eða einhver Asiu- og Afríkurlki til dæmis A eftir Sonnenfeldtkenningunni komu ummæli Fords forseta og löks svar Jimmy Carters vfð þeim Neitaði hann alveg tilkalli Sovétmanna til áhrifa i Austur-Evrópu svo sem Kreml- verjar höfðu hafnað hugsanlegu tilkalli Bandaríkjamanna Á fundi með pólsk- ættuðum Bandarlkjamönnum i Chi- cago rifjaði Carter upp orð, sem hann lét falla fyrir nokkrum mánuðum en engum urðu hugföst þá „Jafnvægi verður aldrei i Austur-Evrópurikjum," sagði hann, „fyrr en þau endurheimta frelsi sitt." Átti hann við það, að hann mundi hjálpa þeim til þess, ef hann kæmist til valría? Samdægurs sagði Carter öðrum áheyrendum, að „Bandarikjamenn ættu með öllum ráðum að stuðla að frelsi Austur-Evrópuþjóðanna, sem nú eru undirokaðar " Hann skýrði lika frá þvi, hversu farið skyldi að þvi Efla ætti verzlun við þjóðir þessar og gagn- kvæm ferðalög; einnig ættu Banda- ríkjamenn að heita þeim vináttu sinni og „stuðningi" Nú vildi Kremlarfræð- ingur fá að vita, hvað Carter ætti við með „stuðningi" En hann fyndi enga skýringu I ræðum Carters. hvernig sem hann leitaði Hann yrði þvi, að snúa Sér til Zbigniew Brzezinski. ráðgjafa Car- ters I utanrikismálum. Brzezinski hefur ritað margt um þessi efni; og hafa Krelmverjar oft borið hann þeirri sök að vilja stia Austur Evrópurikjum og Sovétríkjunum i sundur. Brzezinksi fann upp á þeirri stefnu. sem kunn er frá stjórnartið Johnsons, að „brúa bil- ið" milli Austur-Evrópulanda og Vest- urlanda Þykir Kremlverjum hún litlu betri en stefna Jchn Foster Dulles. sem vildi „hrinda" veldi Sovétmanna i Aust- ur-Evrópu. Hvor tveggja miðaði að því, að Austur-Evrópumenn yrðu frjálsir áð- ur lyki, og nú kveðst Carter lika stefna að þvi Bandaríkjamönnum kann að virðast svo, að þeir deili einungis um mismæli Fords forseta og það sé allt og sumt. En deilur þær eru Kremlverjum meira alvörumál en svo Þær hafa vakið þeim aftur hinn versta ugg um fyrirætlanir Bandarikjamanna Þess vegna réðust sovézkar skriðdrekasveitir inn í Ung- verjaland og Tékkóslóvakiu, að Kreml- verjar óttuðust, að frelsissmit bærist frá löndum þessum inn I Sovétrikin sjálf Þeir Ford og Carter kunna að telja, að mál þetta snúist fyrst og fremst um atkvæði kynþáttabrota i Cleveland og Chicago Kremlverja skiptir það aftur á móti mestu, hvort þau atkvæði muni h'afa áhrif á stefnuna i framtiðinni eða ekki. Enn kunna þeir í Kreml ad grípa til skriddrekanna, skrifar VICTOR ZORZA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.