Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 Sérstakt línu og netasvæði útaf Faxaflóa Sjávarútvegsráðuneytið hefur eins og á síðastliðnu hausti gefið út reglugerð um sérstakt línu- og neta- svæði út af Faxaflóa. Sam- kvæmt reglugerð þessari eru allar togveiðar bannað- ar, tímabilið 8. desember 1976 til 15. maí 1977 á svæði út af Faxaflóa, sem markast af línu sem dregin er réttvísandi vestur frá Sandgerðisvita í punkt 64°02’4 N og 23°42’0 V þaðan i punkt 64°20’4 N og 23°42’0 og þaðan í réttvis- andi austur. Reglugerð þessi, er sett vegna beiðni stjórnar Útvegsmanna- félags Suðurnesja f þeim tilgangi að koma í veg fyrir veiðarfæra- tjón lfnu- og netabáta af völdum togbáta, en veruleg aukning heur orðið á lfnuútgerð frá Suður- nesjum á þessu hausti. Færd tekin ad spillast á mörg- um f jallvegum FJALLVEGIR eru nú farnir að teppast vfða um land eða færð á þeim orðin viðsjárverð, nema hér um Suðurland og Suðvesturland þar sem allir vegir eru færir. Samkvæmt upplýsingum vega- eftirlitsins var færð tekin að spill- ast f Bröttubrekku og leaðindaveð- ur var í gær á Holtavörðuheiði, þótt hún héldist fær öllum bílum. Fremur þungfært var um Þorksa- fjarðarheiði á Vestfjörðum, þótt stórir bflar kæmust þar um. Fært var til Patreksfjarðar en Rafns- eyrarheiði var ófær og einnig var ófært um Botnsheiði og Breið- dalsheiði þar vestra. Vegir voru hins vegar færir f Húnavatnssýslu en ófært orðið norður f Arneshrepp. Þungfært var til Siglufjarðar nema fyrir stóra bíla og var erfiðast í Fljót- unum. Lágheiði var ófær, en á öxnadalsheiði og flestum vegum Eyjafjarðar var töluverð hálka í gær. Ólafsfjarðarmúli var viðsjár- verður en Vaðlaheiði orðin ófær. Þá var mokað fyrir Tjörnes f gær og fært var víða með strönd- um á Norðausturlandi fyrir stóra bfla og jeppa, en þó ófært um Hólssand og öxarfjarðarheiði og eins upp úr Vopnafirði. Möðru- dalsöræfi og Jökuldalur voru ófær í gær en mokað var að Hróarstungu. Á Austurlandi var víða þung- fært og ófært um Fjarðarheiði og um Vatnsskarð til Borgarfjarðar en Fagridalur var mokaður f gær. Eins var mokað milli Reyðarfjarð- ar og Eskifjarðar og rutt af vegin- um um Oddsskarð. Þá var Breiðdalsheiðin ófær úr Skriðdal en aftur frá Reyðarfirði og suður með fjörðunum er fært fyrir stóra bfla. Úr Breiðdalsvík er öllum bflum fært en hálka er þó á fjallvegum eins og Lónsheiði. Hungurverkfallið í Kenn- araháskólanum um helgina BOÐAÐ hungurverkfall Kjara- baráttunefndar námsmanna verð- ur haldið I húsakynnum Kennara- háskóla tslands og þátttakendur munu koma úr öllum framhalds- skólum, bæði listaskólum, háskól- um og verkmenntunarskólum, að þvf er segir f fréttatilkynningu nefndarinnar. Hefst verkfallið kl. 19 á föstu- dag nk. og fljótlega eftir það verð- ur öllum dyrum háskólans lokað og engum hleypt inn nema lækn- um og fulltrúum fjölmiðla. Hyggj- ast námsmennirnar dveljast þarna i tvo sólarhringa eða til kl. 19 á sunnudag og einskis neyta nema vatns þann tfma. Gert er ráð fyrir allfjölbreyttri dagskrá meðan á verkfallinu stendur, en sfðdegis á sunnudag er ætlunin að halda fund um námslán og menntunarmál, en þangað hefur verið boðað mennta- málaráðherra, fjármálaráðherra og formanni Lánasjóðs ísl. náms- manna. 5 Friðaða svæðið út af Kögri stækkað Fyrsta skyndifriðunin samkvæmt nýsettum lögum Sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur gefið út reglu- gerð um stækkun friðaða svæðisins út af Kögri. Samkvæmt reglugerð þessari stækkar svæði þetta til austurs og tak- markast nú af loran- línunni 46880. Eru því nú allar veiðar bannaðar á þessu svæði innan línu, sem dregin er á milli eftirgreindra punkta: a. 67°17’0 N 23°51’0 V b. 67*21’5 N 22°03’0 V c. 67°02’4 N 21o47’0 V d. 66°57’0N 23*21’0 V Á miðnætti 27. nóvember s.l. var hið lokaða svæði stækkað til suðurs og austurs. Var sú lokun gerð samkvæmt ábendingu eftirlitsmanna ráðuneytisins Gunnars Hjálmarssonar sem var um borð í m/b Ingólfi Arnarsyni og að viðhöfðu sam- ráði við leiðangursstjóra á r/s Bjarna Sæmundssyni, dr. Sigfús Schopka, sem tilkynnti lokunina í útvarp og talstöðvar. Er þetta í fyrsta skipti sem gripið er til slíkra skyndilokana samkvæmt heimild í lögum 81/1976 um veiðar í fiskveiði- landhelgi íslands, ðem gildi tóku 1. júlí s.I. Frekari rannsóknir á svæði þessu leiddu til þess að Haf- rannsóknastofnunin gerði til- lögur til sjávarútvegsráðu- neytisins um að felld yrði úr gildi stækkunin til suðurs en stækkunin til austurs yrði látin gilda áfram, þar sem f Ijós kom að á þessu svæði var mest magn af smáfiski og fjöldi þorska undir 55 cm vfðast hvar um og yfir 60%. 09 þó» í þeirri viðldtm okkar að bceta þjónustuna við viðskiptavim, hafa hljámplötuverzlun og heirmlistcekjaverzlun skipzt á húsnœði-við höfum stcekkað báðar verzlammar breytt innréttingum og mun það gera okkur kleift að stórauka vöruúrvalið. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.