Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 26 Sjötugur: Séra GarðarÞor- steinsson prófastur Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, er sjötíu ára í dag. Hann á þegar langan og merkan starfsferil. Veitingu fyrir presta- kalli slnu fékk hann 18. júní 1932 og hefur þjónað því æ síðan. Við andlát séra Hálfdáns Helgasonar, prófasts, var séra Garðar einróma kjörinn prófastur í Kjalarness- prófastsdæmi og skipaður í það embætti 1. maí 1954. Mörgum félags- og trúnaðar- störfum hefur séra Garðar gegnt. Hann var stundakennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði um langt árabil. Nemendur hans hafa ýmsir tjáð mér, að kennsla hans hafi vérið hvort tveggja I senn markvis og skemmtileg. Honum er og mjög lagið bæði i ræðu og riti að koma máli sinu fram á lipran og skilmerkilegan hátt. Hin ágæta þýðing hans og endursögn á bókinni: „Ö, Jesú bróðir besti“ ber því gott vitni. Séra Garðar hefur ávallt verið mikill áhugamaður um skógrækt og lagt drjúgum að mörkum í félagsmálum á þeim vettvangi. Við heimili hans i Hafnarfirði er fagur garður þeirra hjóna, sem þau hafa sameiginlega yrkt af þekkingu og smekkvísi. Mörgum er séra Garðar minnis- stæður fyrir fagra söngrödd hans, enda var hann lengi í hópi fremstu einsöngvara landsins. Hann tók virkan þátt i starfi Fóst- bræðra og Þrasta í Hafnarfirði og var með í frægum söngferðum til nágrannalandanna. Í stjórn Sambands íslenskra karlakóra sat hann lengi. Ungur stundaði hann framhaldsnám erlendis i sönglist og helgisiðafræði hefur fögur þjónusta hans við helgiathafnir kirkjunnar jafnan verið rómuð. í stuttri afmælisgrein verða ekki rakin að neinu marki hin margvislegu störf séra Garðars Þorsteinssonar. Starf prestsins er margþætt og reynslurikt. Séra Garðar á hlýtt hjarta, sem hefur fundið til með öðrum i sorg og mótlæti og hann á fúsa hönd til hjálpar þeim, sem byrði þurfa að bera. En hann er líka gæddur þeim hæfileika að vera glaður með glöðum. Það mun honum þakkarefni, hversu byggð hans hefur vaxið og farsæld aukist meðal samferðafólksins. Það er og þakkarefni í dag, hversu ríkan þátt sóknarpresturinn átti í þeim framförum í hálfan fimmta ára- tug. Séra Garðar Þorsteinsson er maður heinskilinn og fylginn sér til allra framkvæmda. Hann er nákvæmur og skyldurækinn embættismaður. Prófastsvisi- tasiugjörðir hans eru frábærlega vel ritaðar og þær eru nú þegar hinar gagnmerkustu heimildir um kirkjur og störf í prófasts- dæminu. Prófastur hefur verið okkur samstarfsmönnum sínum hollráður húsbóndi og vinsamleg- ur. Persónulega er mér ljúft að þakka honum mjög náið samstarf og gott. Veit ég, að þar má ég og mæla fyrir hönd safnaðanna í Garðaprestakalli, en þeim þjónaði hann áður. Kvæntur er séra Garðar frú Sveinbjörgu Helgadóttur. Á fagurt heimili þeirra hefur ávallt verið gott að koma. Gestrisni og glaðlyndi þeirra hjóna beggja er okkur sínýtt þakkarefni. „Vér, sem byggjum þetta land, erum í mörgum skilningi ham- ingjubörn." Svo mælir séra Garðar í jólahugvekju. Og hann segir ennfremur: „Trúin á hann, sem á jólum kom í heim til þess að frelsa úr neyð og styrkja í þraut, sú trú varð þjóð vorri það ljós, sem lýsti út úr ógöngunum og bjargaði lífi hennar." Ég hygg, að séra Garðar Þor- steinsson telji sig hamingjubarn og það fyrir margar ástæður. Og það tel ég og vfst, að hamingjan mesta í lífi hans hafi verið sú, að hann hefur fengið um langan starfstíma að boða þá trú, sem ein getur orðið það ljós, sem aldrei bregst. Starfsbræður séra Garðars Þor- steinssonar í Kjalarnessprófasts- dæmi fyrr og nú senda prófasti sínum hugheilar hamingjuóskir á merkum tímamótum. Við biðjum honum og ástvinum hans bless- unar Guðs. Við vonum, að ljós trúarinnar megi um alla framtíð bregða birtu sinni á brautir þeirra. Bragi Friðriksson. Séra Garðar Þorsteinsson, sóknarprestur í Hafnarfirði og þrófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi, er sjötugur í dag. Mér er Ekta skinnfrakki Gædavara á aðeins 33.950.— ii vió Lækjartorg Simi 11595 '/WV bæði ljúft og skylt að þakka honum fyrir langa og góða þjón- ustu við Hafnarfjarðarkirkju i nær 45 ár, en hann var kosinn prestur í júní 1932, og prófastur i Kjalarnesprófastsdæmi hefur hann verið síðan árið 1954. Auk þessa starfa hefur séra Garðar tekið mikinn þátt í alls konar félagsmálum í Hafnarfirði. For- stöðumaður Vetrarhjálpar í Hafnarfirði frá stofnun hennar, söngstjóri karlakórsins Þrasta, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Slysavarna- deildarinnar Fiskakletts og Rauðakrossdeildar Hafnar- fjarðar, og forseti Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar svo eitthvað sé talið. Séra Garðar hefur verið mikill starfsmaður og reglusamur í embættisstörfum og rækt störf sín af mikilli kostgæfni. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka séra Garðari trygga og góða vináttu í rúma fjóra áratugi, vin- áttu, sem mér er mikils virði, og sendi honum, konu hans og börn- um hugheilar árnaðaróskir frá mér og fjölskyldu minni á þessum mer(tu tímamótum í ævi hans. S.G.S. Sveit Ellerts Krist- inssonar sigraði í sveitakeppni í Hólminum Sveitakeppni Bridgefélags Stykkishólms er nýlokið, en í henni tóku þátt sex sveitir. Urslit urðu þessi: stig 1. Sveit Ellerts Kristins. 87 2. „ Viggó Þorvarðars. 59 3. „ Harðar Finnssonar 59 4. „ Sigurbjargar Jóhannsd. 32 5. ,, Más Hinrikssonar 25 6. „ Sigurjóns Helgason- ar 11 I sveit Ellerts Kristinssonar eru auk hans: Sigfús Sigurðs- son, Kristinn Friðriksson, Guðni Friðriksson og Halldór S. Magúusson. Nú hafa þrír spilarar I Bridgefélagi Stykkishólms náð yfir 200 bronsstigum og þar með titlinum félagsmeistari. Þeir eru: Ellert Kristinsson, Kristinn Friðriksson og Guðni Friðriksson. Nýlega er hafin fjögurra kvölda tvfmenningskeppni hjá félaginu, sem Ijúka mun fyrir jól. Þetta er aðaltvímennings- keppni þessa starfsárs. Eftir eitt kvöld er staða efstu para þessi: 1. Þórður og Már 129 stig 2. Jón og Snorri 128 „ 3. Ellert og Halldór M. 123 „ 4. Halldór J. og Isleifur 120 „ 5. íris og Sigurbjörg 119 „ 6. Kjartan og Viggó 117 „ Miðlungur er 110 stig. Keppnisstjórar á á farandsfæti Um slðustu helgi fóru tveir af okkar þekktustu keppnisstjór- um sunnanlands, þeir Guðmundur Kr. Sigurðsson og Vilhjálmur Sigurðsson, til Akureyrar. Komu þeir á baro- meterkeppni fyrir Akureyringa og nágranna þeirra og spiluðu alls 28 pör. Var spilað á föstudagskvöld, laugardag og sunnudag og spil- uð 4 spil við parið. Höfðu mjög Bridge umsjón ARNÓR RAGNARSSON mörg paranna ekki spilað baro- meter áður og þótti þeim hin bezta skemmtan að hinu nýja keppnisformi. tJrslit urðu þau að Mikkael Jónsson og Þórir Leifsson sigruðu I keppninni en nánari fréttir hafa ekkl borist af röð efstu para. Að sögn Vilhjálms var vel tekið á móti þeim félögum og greiddu norðanmenn fæði og uppihald fyrir þá félaga, Kristjana og Halla sterkastar á loka- sprettinum hjá BK Hinni löngu barometer- keppni Bridgefélags kvenna er nú lokið. Sigurvegarar urðu Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir. Hlutu þær 5497 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Sigrún Olafsdóttir — Sigrún Isaksdóttir 5412 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 5393 Vigdls Guðjónsdóttir — Hugborg Hjartardóttir 5342 Steinunn Snorradóttir — Þor- gerður Þóraransdóttir 5285 Kristln Þórðardóttir — Guðrlður Guðmundsdóttir 5277 Sigrlður Pálsdóttir — Ingibjörg Halldórsdóttir 5187 Elín Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 5097 Júllanna ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 5070 Laufey Arnalds — Ása Jóhannsdóttir 4935 Meðalskor 4760. A mánudaginn kemur verður spiluð sveitakeppni við Bridge- deild Breiðfirðinga og hefst keppnin kl. 19.30. Framhald á bls. 31 Myndin er tekin hjá Bridgefélagi kvenna. A borðinu fjærst á myndinni má sjá þær stöllur Höllu Bergþórsdóttur og Kristjönu Steingrfmsdóttur sem sigruðu f barometerkeppni Bridgefélags kvenna eins og fram kemur f þættinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.