Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 íslenzkar skákbókmenntir UPPHAFSMAÐUR að skákbðka- útgáfu á tslandi var hinn mikli tslandsvinur og skákáhugamaður, Daniel Willard Fiske, sem gaf út árið 1901 leiðarvísi um skák, sem hann nefndi: Mjög lítill skák- bæklingur‘% með helztu skákregl- um og skáklögum, 12 blaðsíður og kostaði 25 aura. Síðan tók hann að gefa út skáktímarit sem hann hefndi ,,í uppnámi", sem var hið vandaðasta rit og kom út í tvö ár. Var tilgangurinn eingöngu að ryðja braut íslenzkum skákbók- menntum og vekja athygli íslend- inga á skákbókmenntum almennt. Hann gaf sfðar út „Nokkur skák- dæmi og tafllok" eftir Samuel Loyd og fleiri. Ennfremur gaf hann út 24 póstkort með 110 skák- dæmum og önnur 5 með 17 skák- dæmum. Að lokum ritaði hann geysistóra bók á ensku og mörg- um öðrum tungumálum um skák á íslandi sem hann nefndi „Chess in Iceland" (and in Icelandac literature with historical notes on other table games). Fjallar hann þar um hvernig skáktaflið fluttist til íslands, hvernig breytingum það hefur tekið þar, hve mikilli útbreiðslu það hefur náð, og hve mikið megi reiða sig á frásagnir um það frá fyrri tímum. Rekur hann í bókinni sögu skáktaflsins víða um lönd til samanburðar og skýringar og er þar samankomínn mikill fróðleikur um margskonar töfl yfirleitt. Þessi bók kom árið Tafllok. Getur hvítur unnið 1 þessari stöðu, eöa er skákin jafntefli? Lausnin er (lok þessa þáttar. 1905 og voru allar þessar bækur prentaðar í Florens á ttalfu, en þar bjó Fiske um nokkurra ára skeið. Gefst vonandi tækifæri síðar til að fjalla um þennan merka mann nánar. Fyrsti íslendingurinn sem ríður á vaðið með útgáfu skákbókar er Pétur Zóphoníasson árið 1906 með „Kennslubók ( skák“ og síðar „Skák, lög og reglur". Árið 1925 er hleypt af stokkunum tímariti um skák: „Islenzkt skákblað", út- gefandi hið nýstofnaða Skáksam- band íslands, og var Þorsteinn Þ. Thorlacius á Akureyri fyrsti rit- stjóri. Þess má geta að blöð og tímarit á Islandi hafa sýnt skákinni mikla gestrisni enda skákin útbreidd og vinsæl meðal landsmanna frá alda öðli. Má því víða finna greinar um skák og skákfréttir og jafnvel skákdálka. Elzt munu vera skákdæmi „Fjallkonunnar" frá árinu 1888 og skákdálkur frá árinu 1901. Síðan tekur „Þjóðólf- ur“ við árin 1902 og 1903. HELZTU SKÁKBÆKUR Á tSLENZKU Eftir þessa myndarlegu bókaút- gáfu um og stuttu eftir aldamót kemur algjör stöðnun i útgáfu íslenzkra skákbóka. Fyrir utan þessar fyrrnefndu kennslubækur fyrir byrjendur, voru engar bæk- ur til sem höfðuðu til hinna kunn- áttusamari í hópi skákmanna og urðu þeir því að leita fanga, eftir því sem kostur var, í erlendum blöðum og bókum og má leiða getum að því að skortur á íslenzk- um fræðiritum um skák hafi stað- ið skákmennt íslendinga fyrir þrifum á tímabili. Árið 1951 sér dagsins ljós þýð- ing Magnúsar G. Jónssonar á bók hins fyrrum heimsmeistara í skák, Emanuel Lasker, sem nefndist: „Kennslubók í skák“ og síðar önnur þýðing Magnúsar eft- ir annan heimsmeistara Max Euwe: „Teflið betur". Arið 1958 kemur siðan enn ein kennslubók fyrir byrjendur eftir þá félaga Friðrik Ólafsson og Ingvar Ásmundsson sem nefndist „Lærið að tefla". Enn er Magnús G. Jóns- son á ferðinni með þýðingu á hinni afbragðsgóðu bók: „Svona á ekki að tefla“ eftir Znosko- Borovsky og síðan „Miðtaflið“ eftir sama höfund. Árið 1967 kem- ur út merk bók, sem markar að nokkru þáttaskil i sögu íslenzkra skákbókmennta. Tímaritið skák gefur þá út bók sem nefndist „Fléttan", undirtitill: miðtaflið, eftir Romanovsky í þýðingu Helga Jónssonar. Sú bók fjallar um skák á fræðilegan hátt ein- Fiske göngu eins og t.d. hvað er leik- flétta? frumþættir leikfléttunnar, tækni og hugmynd að leikfléttum, leikfléttufræði og saga leikflétt- unnar svo tekin séu nokkur dæmi. Þá má minnast á eina merka bók, sem komið hefur út hér á landi, en það er hin vandaða bók Friðriks Ólafssonar um ein- vígi þeirra Spasskvs og Fischer árið 1972. Eru skýringar við þær skákir sennilega þær vönduðustu sem gerðar hafa verið og hafa þó margar bækur verið gefnar út um þetta sögufræga einvígi. Ekki má skiljast svo við þessa upptalningu skákbóka að ekki sé getið „65 Friðrik Ólafsson teflir við Tal ( Reykjavíkurskákmótinu 1964 skáka yngri skákmanna tslands“ sem gefin var út af Friðrikssjóði 1957. Sú bók var gefin út til minn- ingar um Guðjón M. Sigurðsson, sem lézt 1956. t þessari bók eru 65 úrvalsskákir 13 skákmanna íslenzkra og þeir kynntir lltillega, en skýringar eru flestar eftir skákmennina sjálfa. Athygli vek- ur hið merka framlag Magnúsar Skáldskapur á skákborði Guðmundur Arnlaugsson Uti2efandi tímaritið Skák Jóhann Þórir Jónsson, hefur átt heiðurinn af þessu framlagi til (slenzkra skákbókmennta. Bæk- urnar eru prentaðar í eigin prent- smiðju tfmaritsins, sem er undir stjórn Birgis Sigurðssonar, fyrr- um ritstjóra Skákar færasta skák- prentara landsins að öðrum ólöst- uðum. Verður nú þessara fjög- urra bóka getið hér lítillega. Júrí Averbak Mikael Beilin KVERIÐ Fyrir byrjendur Útgefímdi tímaritið Skák G. Jónssonar sem hefur þýtt 4 bækur, allar afbragðsgóðar. NÝJAR SKÁKBÆKUR Eftir þessa stuttu upptalningu íslenzkra skákbóka, er gleðilegt til þess að vita að nú virðist vera að renna upp ,,gullaldartímabil“ skákáhugamanna hvað snertir skákbókaútgáfu. Hvorki meira né minna en þrjár bækur hver ann- arri betri hafa komið út nú með stuttu millibili og hin fjórða er væntanleg fyrir jólin. Tfmaritið Skák, en ritstjóri þess og eigandi, TALGEGN BOTVINNIK 1960 (Hvernig ég varð heims- meistari). Þýðandi Bragi Halldórsson menntaskólakennari. Þessi bók kom út á sfðast laðnu ári. Við skulum gefa þýðandanum orðið, en hann segir svo í formála: „1 þessu einvígi laust saman tveim ólfkum stefnum í skák. Skákstíll Tals er eiginlega tfmaskekkja í skáksögunni. Leiftrandi sóknir Tals, sem hrifu flesta áhorfendur á hans band, voru oft og tíðum Jólasundmót öryrkja S VR hjálpar tU með f lutninga ----_3^~ Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. — 13. des. (nafn) (aldur) (heiniilisfang) Sundstaður: Örorka vegna: Sendisf''v. til Í.S.Í. Box 864, Reykjavík! (tilgreimð » d lomun. fotlun, blinda. vangefni o s.frv. Þðtttoku staðfestir Frá fundi starfshóps þess sem Iþróttafélag fatlaðra kallaði saman til að sjá um fram- kvæmd jólasundmótsins og til að hvetja öryrkja til þátttöku. VIKA ER nú liðin frá þvf að jólasundmót öryrkja byrjaði og enn eru eftir 10 dagar af þessu sundmóti. Þátttaka hefur vfðast verið mjög góð, en þó má.enn duga betur ef þessi herferð á að bera þann árangur sem stefnt var að f upphafi. Dvalarfólk á hinum ýmsu stofnunum hefur verið mjög virkt og helzt fund- ið að þvf að ekki er hægt að synda oftar en einu sinni f jóla- sundmótinu. Á hinum almennu sundstöðum hefur hins vegar verr gengið og þurfa öryrkjar, sem dvelja á einkaheimilum, að taka sig á þá daga, sem eftir eru af mótinu. 1 Reykjavík var það upphaf- lega Iþróttabandalag Reykja- víkur, sem átti að sjá um fram- kvæmd jólasundmotsins, en íþróttafélag fatlaðra tók þó framkvæmdina yfir. Hefur félagið haft samband við Strætisvagna Reykjavíkur um að flytja hópa frá stofnunum f Reykjavik og á sundstaðina. Var skipaður sérstakur starfs- hópur af hálfu Iþróttafélags fatlaðra til að skipuleggja þessi mál og hefur það starf gengið vel síðustu daga. Iþróttafélag fatlaðra flýtti framkvæmdum við að setja upp lyftara í Árbæjarsundlauginni fyrir mikið fatlað fólk og eru æfingar þar opnar fyrir alla ör- yrkja á vegum íþróttafélags fatlaðra á miðvikudögum frá 20 —21.30 og á laugardögum frá 15 — 17. Fremstu sundménn félagsins æfa hins vegar sér, þar sem laugin í Arbænum býð- ur ekki upp á aðstöðu fyrir keppnisfólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.