Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 29 Rafiðnaðarsambandsþing: V erkmenntunin er grundvallaratriði Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá 4. þingi Rafiðnaðarsambands Islands: 4. þing Rafiðnaðarsambands ts- lands telur brýna nauðsyn bera til að verkmenntun í landinu verði aukin og bætt án frekari tafa. Efling verkmenntunar er að dómi þingsins grundvallarskilyrði fyrir þvl að hér á landi komist á sú iðnvæðing atvinnulffsins sem er forsenda bættra lífskjara þjóðar- innar. Aðilar atvinnulífsins eiga að sjálfsögðu mest undir því að þessi þróun eigi sér stað og af þeim ástæðum ber rfka nauðsyn til að allar breytingar f verk- menntunarmálum séu gerðar í fullu samráði við þessa aðila. Með framangreind atriði í huga fordæmir þingið þau vinnubrögð menntamálaráðuneytisins að stinga undir stól ítarlegum tillög- um fulltrúa vinnumarkaðarins um átak í endurskipulangingu verkmenntunar á framhalds- skólastigi, sem öll helstu samtök launþega og atvinnurekenda stóðu að, en láta þess í stað hefja áróðursherferð fyrir hugmyndum embættismanna sem settar eru fram án nokkurra samráða við atvinnulífið, hugmyndir aðila sem litla þekkingu hafa á þörfum þess eða óskum. Norðmenn eiga stærstu bílahöfn á Norðurlöndum Fyrir 10 árum var stofnsett við árósa Drammen f Noregi, á svo- kölluðum Hðlmi, sérstök bfla- höfn, sem er frfhöfn, fór hægt af stað og smám saman hefur hún byggzt upp og nýlega var sjötta byggingin á athafnasvæði hafnar- innar tekin f notkun. Nýbyggingin er að grunnfleti 2.300 fermetrar og er þrjár hæðir. Er þetta fyrsta byggingarstig þessa áfanga, sem er langt frá þvf að vera lokið. Á fyrstu hæð bygg- ingarinnar er stór salur þar sem bílar eru gerðir tilbúnir til afhendingar, er þeir koma til landsins. Á staðnum eru allir bilarnir yfirfarnir og eru þeir fluttir til á 18 vögnum, sem hafa getað flutt 2.000 bfla á ári. Bílarn- ir eru þvegnir og ef þeir hafa dældast f flutningnum er unnt að lagfæra það og mála. Því er bill- inn lýtalaus þegar viðskiptavinur- inn fær hann f hendur. Þessi bílahöfn afgreiðir um 60 þúsund bfla á ári og er hún stærsta bílahöfn sinnar tegundar á Norðurlöndum. Fjárfestingin í mannvirkjum í höfninni er nú tæplega 1100 milljónir íslenzkra króna, en þar af kostaði sú bygg- ing, sem er nýlega reist og tekin í notkun, um 260 milljónir króna. Þá hefur fyrirtækið og 20 bíla- flutningavagna, sem hver getur flutt 7 bíla og eru þeir f notkun nótt sem nýtan dag. Höfnin rekur og 3 sérsmíðuð bílaskip, sem eru f strandferðasiglingum i Noregi og hvert þeirra getur flutt 150 bíla. Tvö bílaskip eru í smfðum, sem hvort um sig kemur til með að geta flutt 250 bíla. Þórunn Elfa Fyrsta ljóða- bók Þór- unnar Elfu ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér þrjár nýjar ljóðabæk- ur á árinu, allar eftir höfunda sem ekki hafa áður sent frá sér ijóðabækur. Elfarniður heitir eín þeirra og er eftir Þórunni Elfu. Er það tuttugasta og önnur bókin sem Þórunn sendir frá sér, hinar bækurnar eru skáldsögur og smá- sagnasöfn. Þórunn Elfa er þvf mörgum kunn, en auk bókanna hefur hún samið leikrit fyrir út- varp og ritað fjölda greina, sem birzt hafa vfðs vegar. Ljóðin i Elfarnið eru frá ýms- um tfma og í margs konar formi, rímuð og órfmuð og persónuleg. Þórunn Elfa skiptir bók sinni f fimm kafla og alls eru í bókinni 32 Ijóð, sem er 76 bls. að stærð og prentuð á prentverki Akraness. Mbl. hefur áðu getið úfkomu hanna ljóðabókanna. Málafjöldi á rafiðn- aðarþingi 4. ÞING Rafiðnaðarsambands Is- lands fór fram í Reykjavík 20.—21. nóvember og sátu þingið 57 fulltrúar félaga rafiðnaðar- manna viðsvegar að af landinu. Aðild að sambandinu eiga allir rafiðnaðarmenn þ.e.a.s. rafvikjar, rafvélavirkjar, útvarpsvirkjar, skriftvélavirkjar auk lfnumanna og eru aðildarfélögin 8 talsins. Forsetar þingsins voru Óskar Hallgrímsson, Albert K. Sanders og Sigurður Sigmundsson. Þingritarar voru Björn Júlíus- son og Bjarni Sigfússon. Helstu mál þingsins voru þessi: Kjara- og atvinnumál, mennta- mál, löggildingarskilyrði, vinnu- löggjöf og stefnuyfirlýsing A.S.l. Á þinginu var staðfest ákvörðun um kaup Styrktarsjóðs raf- iðnaðarmanna á hluta húseignar- innar að Háaleitisbraut 68 hér í borg. I stjórn sambandsins næsta kjörtímabil voru þessir kjörnir: Miðstjórn: formaður Magnús Geirsson varaformaður Gunnar Bachmann ritari Oskar Hallgrímsson gjaldkeri Sigurður Sigmundsson meðstjórnendur Guðmundur Gunnarsson, Sigurbergur Hávarð- arson, Björn Júlíusson, Hilmar Pétursson, Rúnar Bachmann Sambandsstjórn: Bjarni Árnason, Bergmann Ólafs- son, Sigurður Magnússon Sigl., Sævar Sæmundsson, Björn Gunn- ar Jónsson, Egill H. Bjarnason. OSTAKYNNING - OSTAKYNNING / dag og á morgun frá kl. 14—18 Hanna Guttormsdóttir, húsmæðrakennari kynnir ýmsa ostarétti og smákökubakstur. Ókeypis uppskriftir. Osta- og smjörsalan s.f, Snorrabraut 54 12861 13008 13303 laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17 Herrar-. Stakir flauelsjakkar, herraföt meö vesti og stakar terelínbuxur. Skyrtur frá Men's Club, enskar Maoskyrtur, ullar rúllukragapeysur, rúllukraga- bolir. Kúrekastígvél — támjóir herra- skór. Dömur: Regn- og ullarkápur. Úrval af dömupeysum. Kjólar, jakkar, hvítar og mislitar blússur. Gallabuxur frá: Levi's, Inega og Kobi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.