Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 37 jj VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI betur færir um að sjá fótum sín- um forráð 16 ára. En hvar eiga þeir að öðlast þá reynslu og þroska sem þeir þurfa á að halda til að komast klakk- laust gegnum það skemmtanalif sem er á boðstólunum nú til dags. Margir 16 ára unglingar eru óþroskaðir en geta þá farið á skemmtanir, i útilegur og á stór- mót í önnur héruð þar sem allt flóir í víni, og mórallinn er slíkur að fólk verður helst að vera drukkið til að teljast menn með mönnum. Það er erfitt að koma allt í einu inn í slíkt skemmtanalíf án alls undirbúnings og með þær skoðan- ir að nú sé allt leyfilegt og sjálf- sagt, sem krakkarnir álíta að þeir fullorðnu geri, ekki að furða þó ölvun og ólæti séu áberandi þegar þau komast loksins að. Ég býst við að margir álíti að þetta eigi skólarnir að sjá um, þeir geti séð um félagslegt upp- eldi æskunnar, þeir séu hvort sem er að taka að sér meira og meira af uppeldinu, en þeir hafa hvorki fé né mannafla til þess að sinna þessum nauðsynlegu þætti að neinu gagni. Við getum ekki ætl- ast til á þessari kröfuöld þar sem flestir vilja alheimta daglaun að kvöldi og rúmlega það, að kennar- ar og skólastjóra taki á sínar herðar þá ábyrgð, óþægindi og stórkostlega vinnu af þegnskap, enda erfitt i framkvæmd þar sem heimkeyrsla barna er svo algeng. Þó ég sé ekki eins kunnug þess- um málum í þéttbýlinu gæti ég trúað að víða væri pottur brot- inn.“ Bréfritari sendi með nokkrar visur en ekki verður unnt að birta þær allar. Velvakandi leyfir sér þó að taka nokkrar þeirra en sleppa öðrum: „Ýmislegt þó eigi að banna, afleiðingar skynja má. Kynslóðabil kappar hanna, komin er djúp og mikil gjá. Æskufólki allir gleyma, ánægðir með þennan sið. Sjálfsagt að það sitji heima, svo þeir eldri hafi frið. Alltof margt er alveg bannað, allir vita nema flón. Að vafalsut það verður annað, að vera Jón en séra Jón. Margrét Guðjónsdóttir Dalsmynni. I>essir hringdu . . . % Um kefír-gerla Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur hringdi og vildi koma á framfæri ábendingu varðandi SKAK / UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR Þessi staða kom upp f Ólympfu- skákmótinu i Haifa. Stean (Englandi) hafði hvitt og átti leik gegn Schneider (Svíþjóð). kefir-gerlana sem verið hafa til umræðu að undanförnu. Sigurður sagði að þessi kefir-gerill væri svo vinsæll til drykkjar vegna þess að í honum væri alkóhól. Þetta væri gersveppur og þó ekki væri drykkur sem innihéldi þessa gerla eins sterkur og pilsner, gerði hann drykki allt öðru vísi til drykkjar. Síðan vitnaði Sigurður í Gerla- fræði sína, frá árinu 1956, Gerla- fræði Búnaðarfélags Islands, en þar stendur á bls. 97: „Kefír er gerður úr nýmjólk og eru notuð til þess kefir-korn, en það eru litlir kekkir svipaðir og örlitil blómkálshöfuð. I þessum kornum eru bæði mjólkursýru- gerlar og gersveppir svo að í mjólkinni myndast bæði mjólkur- sýra og vínandi. Kefír-kornin eru látin liggja í mjólkinni þangað til hún er orðin súr, en þá eru þau síuð frá og má þá strax setja þau i aðra mjólk. Kefír er upprunninn frá Kákasus. Þykir kefír-mjólk ágætur drykkur." Þetta var ábending frá Sigurði Péturssyni gerlafræðingi og við þökkum honum fyrir. I HP iU X ím m §§§ nn I* m Íl i i §§§J mw §§ 1 ■ §Jf HP ÉH Éfp wm^ . il m A w$, 13 & wm o m & §g| ww m ■ m a jpp Wá wm. 16. Rf5!! — exf5 (Ef 16... Dd8 17. Rd5!) 17. Rd5 — Dd8, 18. exf5 — He8, 19. Df3 — Bf8., 20. Rf6+! — Rxf6, 21. gxf6 — Bd7, 22. Bd4 — Da5, 23. Hxg7+! — Kh8, 24. Dg4 og svartur gafst upp, því að eftir 24.. ,h6, 25. Hg8+ — Kh7, 26. Dg6... — fxg6, 27. fxg6 — Kg8 verður hann mát með 28. f7. Ein af beztu skákum Ólympiumótsins. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorgunblabiþ HOGNI HREKKVISI < 1975 /2-27 McNaughl Syodlctlt, loc. Ég var búinn að banna að opnað yrði fyrir sjónvarpið! NYSMIÐI Til sölu er 50 lesta fiskiskip sem er í smíðum. Báturinn gæti verið afhentur á næstu vetrar- vertíð. m SKIPASMÍÐASTÖÐIN SKIPAVÍK HF. STYKKISHÓLMI. SÍMI 93-8289 DRATTHAGI BLYANTURINN AKUREYRI-NÆRSVEITIR Spönsk hátíð — Grísaveizla í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri föstudaginn 3. des. kl. 19. Skemmtunin hefst með borðhaldi. Ekta spönsk grísaveizla, svína- steik og kjúklingar. Veizlumaturinn kostar aðeins kr. 1.650,- Sýndar verða nýjar litkvikmyndir Ásgeirs Long frá Kanaríeyjum, Mallorca, Costa del Sol og Costa Brava. Ferðakynning Sunnu — Stórbingó. Vinningar 3 sólarlandaferðir. Dansað til kl. 1. Enginn aðgangseyrir nema rúllugjaldið og maturinn. Missið ekki af góðri skemmtun og pantið borð tímanlega hjá yfirþjóni. FERDASKR/FSTOFAN SUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.