Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 31 „í moldinni glitrar gullid” ný bók eftir Kormák Sigurðsson „I MOLDINNI glitrar gullið“ nefnist bók eftir Kormák Sigurðs- son og er bókin endurminninga- brot úr fórum Sigurðar Haralz. Um bókina segir m.a. á bókar- kápu: „Við ferðumst með Sigurði Haralz frá Hæstarétti til Hratn- istu, með viðkomu á nokkrum stöðum til sjós og til sveita, við næturvörzlu i Völundi eða í heim- sókn hjá Ingibjörgu og Þorgrími í Laugarnesi. — Meðal þeirra manna sem vikið er að í bókinni eru Páll Halldórsson stýrimanna- skólastjóri, séra Arni Þórarins- son, Jóhannes Kjarval, Erlingur Filippusson, Guðbrandur ríki, en allir þessir menn voru vinir Sig- urðar Haralz. Bókin „I moldinni glitrar gull- ið“ er 223 blaðsíður að stærð. Skuggsjá gefur út og prentar, en Bókfell h.f. sá um bókbandið. Framhald af bls. 23 notkun þessara upplýsinga og viðhafðar eru um önnur gögn lögreglunnar og Skýrsluvéla. 0 12. Sp.: Telur ekki ráðherr- ann, að mál af þessu tagi sýni nauðsyn þess, að hér á landi, eins og vlða annars staðar, verði sett löggjöf um tölvu- notkun við söfnun upplýsinga um einstaklinga og persónu- lega hagi þeirra? Svar: Vfðast hvar erlendis, þar sem tölvur hafa verið teknar I notkun á þann hátt, sem hér um ræðir, hefur verið sett viðamikil löggjöf um vernd einstaklinga gagnvart mis- notkun á slfkum tölvuuppiýs- ingum. Nú hefur verið ákveð- ið, að samin skuli löggjöf um þessi efni hér á landi, og hefur nýiega verið skipuð þriggja manna nefnd til þess að vinna að undirbúningi löggjafar um meðferð efnis f tölvum, er varðar einkahagi manna, þar með um söfnun upplýsinga til varðveizlu f tölvum, um varð- veizlu efnis í tölvum og um vernd gegn misnotkun slfks efnis, svo og um skyldur þeirra manna, er starfa við rekstur á tölvum. t nefndinni eiga sæti dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómari, sem jafn- framt er formaður nefndar- innar, Hjalti Zóphónfasson, fulltrúi f dómsmálaráðuneyt- inu og Þorkell Helgason, dósent. Sækja tveir hinir sfðar- nefndu nú ráðstefnu, sem haldin er nú f Strassborg, og fjallar um vernd einstaklinga gegn misnotkun f sambandi við tölvunotkun. — Lögbann Framhald af bls. 3 en á meðan hófst fundurinn. Er Ingi R. Helgason sá, að fundarstörf höfðu hafizt reiddist hann mjög. hóf hávær framíköll og krafðist þess, að fundinum yrði frestað á meðan fógetafulltrúinn úrskurðaði um málið. Ekki var orðið við þessari kröfu Inga og hljóp hann þá upp til fógetafulltrúans, sem vann að úrskurðinum á efri hæð Lögbergs, og fékk hann til að koma niður og setja lögbannið á án tafar og án efnislegrar athugunar. Fógetafulltrúinn lagði lög- bannið á og hafði við orð að það væri gert vegna þess, að hann hefði ekki fengið tíma til þess að kynna sér rök gerðarþola þar sem Kjartan Gunnars- son hefði hafið fundinn og ekki frestað honum eins og Ingi óskaði eftir. Morgunblaðið sneri sér til formanns Stúdentafélagsins, Kjartans Gunnars- sonar, og leitaði álits hans á lög- banninu „Það vekur athygli að enn einu sinni hefur alþýðubandalagslögfræðingur- inn Ingi R Helgason afskipti af háskólapólitíkinni, og reynir með lög- bannskröfum að hindra eðlileg félags- störf stúdenta," sagði Kjartan, „en ég tel þetta lögbann reist á mjög hæpnum rökum. í fyrsta lagi átti fógetafulltrúinn tvímælalaust að vísa lögbannskröfu Garðars Mýrdals frá, því að í henni talar hann sem formaður Stúdenta- félagsins, en við í stjórninni lögðum einmitt lögbann 1. apríl s.l. á alla starfsemi Garðars og hóps hans í nafni félagsins. Og kynnti ég fógetafulltrúan- um sérstaklega úrskurð fógetaréttarins um það efni í réttarhaldinu í gær. í öðru lagi þóttu mér og öðrum fundarmönnum þau ummæli fógeta- fulltrúans undarleg er hann sagði þegar hann hafði lagt lögbannið á fundinn, en þá var fundarstöfum því nær lokið, að þetta væri gert vegna þess, að ég hefði ekki gefið honum tíma til að kanna málið nægilega vel. Lögbannsbeiðendur höfðu þvert á móti haft heila viku til að óska eftir frestun fundarins eða til að leggja lögbann en hófu hins vegar ekki aðgerðir fyrr en nokkrum stundarfjofðungum áður en fundurinn átti að hefjast. Fógetanum ber auðvitað að athuga efnisrök og lögrök í málinu en ekki að láta flækja sér á neinn hátt í pólitisk átök eins og ég tel að Ingi R. hafi gert að þessu sinni. í þriðja lagi má benda á, að Garðar Mýrdal tók fullan þátt í störfum aðal- fundarins í gær þrátt fyrir lögbanns- kröfu sína. Garðar tók þátt í atkvæða- greiðslum og var kjörinn endurskoð- andi félagsins samkvæmt eigin uppástungu Allt hnígur þvi að þeirri sömu niðurstöðu, að lögbanns- úrskurður þessi sé mjög vafasamur, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Garðar Mýrdal og kommúnistarnir félagar hans geta ekki kyngt þvi að hafa orðið undir á aðalfundi félagsins 23. marz s.l. og reiddu því nú fram hundrað þúsund króna lögbanns- tryggingu til þess að koma í veg fyrir að eðlileg og lögmæt starfsemi stúdentafélags Háskóla íslands gæti farið fram." — Skák- bókmenntir Framhald af bls. 15 1966 til 1971. Enginn núlifandi íselndingur hefur lagt sig jafn- mikið fram um að kynna og kenna og vekja áhuga á skák á íslandi og Guðmundur Arnlaugsson rektor. Hann hefur um áraraðir verið óþreytandi að miðla öðrum af fróðleik sínum og gert það á þann hátt, að torvedustu og flóknustu þrautir, sem hann leggur fyrir okkar, verða i höndum hans lokk- andi viðfangsefni og einfaldari en þau sýnast vera. Með mörgum þessara þátta fylgir ýmiss konar fróðleikur um höfundana og sagt er frá uppruna skákþrauta. Höf- undur segir réttilega f formála, að þessi þáttur skákarinnar hafi orð- ið útundan í fzlenskum skákbók- menntum og er þessi bók því mik- ill fengur áhugamönnum á þessu sviði. Hann segir ennfremur: „Það er von mín að bókin eigi eftir að opna augu einhverra skákunnenda fyrir fegurð og fjöl- breytni þess, sem ort hefur verið á taflborðinu." Bókin minnir okk- ur jafnfram á brýnt verkefni, sem er heildarútgáfa íslenzkra skák- dæma, en þau hafa um áraraðir birzt með höppum og glöppum f skáktímaritum okkar og væri að því mikill fengur að fá þau útgef- in i sérstakri bók. VIÐ SKÁKBORÐIÐ I ALDARFJÓRÐUNG, EFTIR FRIÐRIK ÓLAFSSON Þessi bók er væntanleg á markaðinn nú fyrir jólin og eru þetta 50 valdar sóknarskákir Frið- riks í samantekt hans sjálfs. Þetta verður vissulega forvitnileg bók, en auk skákanna verður formáli að hverri skák, auk þess fjölmarg- ar töflur yfir skákmót, sem þarna er fjallað um og fjöldi mynda mun prýða bókina. Er ekki að efa að marga mun fýsa að eignast þessa bók Friðriks, en alltof fáar skákir hans hafa birzt opinber- lega og harla fáar með hans eigin skýringum. Eins og fyrr segir eru allar þess- ar bækur gefnar út af Tfmaritinu Skák. — Bridge Framhald af bls. 26 Meistaramót Sel- foss í tvímenning Staðan f meistaramóti Bridgefélags Selfoss f tvfmenn- ingi eftir 1. umferð 25. nóv. 1976. 1. Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 210stig 2. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálss. 198 stig 3. Sigurður Sighvatsson — Tage R. Olesen 185 stig 4. Guðmundur G. Ólafsson — Haukur Baldvinsson 185 stig 5. Friðrik Sæmundsson — Sigurður Þorleifsson 185 stig 6. Gísli Stefánsson — Þorvarður Hjaltason 184 stig 7. Hannes Ingvarsson — Jóhann Jónsson 178 stig 8. Bjarni Sigurgeirsson — Ástráður Ólafsson 169 stig 9. Jón Bjarni Stefánsson — Guðmundur S. 168 stag 10. Gestur Haraldsson — Trausti Gunnarsson 163 stig Meðalskor 156 stig. Næsta umferð verður spiluð fimmtudaginn 2. des. kl. 7.30. [ Kaffivélar 4 gerðir Grillofnar 3 gerðir Djúpsteikingarpottar 2 gerðir Hárþurrkur 4 gerðir Jj Hárliðunarjám með eða án gufu Vöfflujárn með telfon húð SKOÐIÐ OG KAUPIÐ ROWENTA RAFTÆKI í NÆSTU RAFTÆKJAVERZLUN ■ ^...............................................................................................................................................................-.................... Straujárn 5 gerðir Rowenra, UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.