Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 39 Vestmannaeyingar í sókn í handknatdeik og körfuknatlleik 30. ársþing FRÍ: Nýkjörin stjörn og varastjðrn Frjálsíþróttasambandsins. Fremri röð frá vinstri: Magnús Jakobsson, örn Eiðsson, Sigurður Björnsson og Sigurður Helgason. Efri röð frá vinstri: Þórður Guðmundsson, Hreinn Erlendsson, Páll Ú. Pálsson, Sveinn Sigmundsson, Kristinn Sigurjónsson og Einar Frfmannsson. Þarf íþróttaforystan að fara í verkfall? - svo að áhugafólki verði fært að sinna sjálfboðastarfi í þágu tugþúsunda æskufólks ÞAÐ var mikið um að vera I lþróttahúsinu i Vestmannaeyjum um s.l. helgi. Tveir leikir f 3. deildinni f handknattleik og eann leikur f 3. deildinni f körfuknatt- leik. Þór — Breiðablik 26—23. Eftir tvö slæm töp í deildinni náði Þórsliðið sér verulega á strik í þessum leik, lék sinn besta leik og sigraði Breiðablik 26—23. Framanaf var leikurinn jafn og um miðjan f.h. var jafnt 6—6 en þó tók Þór góðan sprett og komst í 12—8 í hálfleik. Þessu forskoti hélt liðið svo út leikinn og loka- tölurnar urðu 26—23. Hannes Leifsson var mest áberandi hjá Þór eins og vænta mátti og er hann sýnilega að ná upp harð- skeyttu og baráttuglöðu liði. Breiðablik fór flatt á því að taka lifinu með of mikilli ró í f.h. og náði ekki að vinna sig upp f s.h. Krastján Gunnarsson sá um að bjarga liðinu frá verra tapi. Mörk Þórs: Hannes Leifsson 10, Asmundur Friðriksson 7, Þórarinn Ingi Ólafsson 4, Herbert Þorleifsson 3, Arsæll Sveinsson 1, Þórður Svansson 1. Mörk Breiðabliks: Kristján Gunnarsson 12, Ólafur Björnsson 3, Sigurjón Rannversson 3, Brynj- ar Björnsson 2, Hannes Eyvinds- son 2, Valdimar Valdimarsson 1. Týr — Breiðablik 23—27. Breiðabliksmenn komu ákveðnari til þessa leiks og léku nú mun hraðar en f fyrri leiknum. Týs-liðið hafði þó lengi vel forustuna í leiknum, þetta tvö- þrjú mörk, en Breiðablik vann á og hafði yfir 16—13 í leikhléi. S.h. var mjög jafn og mega Týsmenn kenna um slökum varnarleik að þeir urðu að láta f minni pokann og tapa leiknum 23—27. Breiða- bliksliðið var jafnbetra I þessum leik, ekki eins mikið byggt upp á Kristján Gunnarsson og nú blómstraði Daníel Þórisson sem ekki komst á blað í fyrri leiknum. Týs-liðið sýndi á köflum ágætan handknattleik af 3. deildarliði en slæmir kaflar í vörninni urðu lið- inu dýrkeyptir. Mesta athygli vakti lfnumaðurinn Páll Guðlaugsson, stórmikið efni. Mörk Breiðabliks: Daníel Þóris- son 7, Kristján Gunnarsson 6, Brynjar Björnsson 5, Theódór Guðfinnsson 3, Sigþór Halldórs- son 3, Valdimar Valdimarsson 2, Hannes Eyvindsson 1. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 9, Þorvarður Þorvaldsson 5, Páll Guðlaugsson 3, Gústaf Baldvins- son 2, Hjalti Elfasson 1, Ingi- bergur Einarsson 1, Snorri Rúts- son 1, Valþór Sigþórsson 1. 3. deild f körfuknattleik IV — UMSB 64—50. Eyjamenn hafa farið vel af stað í körfuboltanum. Um fyrri helgi unnu þeir Frímenn úti með 57 stigum gegn 34 og þeir fylgdu þessum góða sigri eftir með að leggja að velli höfuðandstæðing sinn f deildinni, Borgfirðinga, með 64 stigum gegn 50. F.h. var jafn en ÍV þó ávallt með þetta 2—3 stiga forskot og staðan í hálf- leik var 29—23 fyrir IV. 1 s.h. bætti síðan ÍV jafnt og þétt við þetta forskot og sigraöi örugglega með 14 stiga mun, 64—50. Bestur f liði IV var Bjarni Gunnarsson, sem áður lék með 1S, hann skoraði 16 stig. Haraldur Júlfus- son skoraði 14, Friðfinnur Finnbogason og Sigurður Danfels- son 10 stig hvor. Hjá Borgfirðingum var Trausti Jóhannesson áberandi bestur og skoraði 12 stig en næstur honum kom Astráður Geirsson með 9 stig. Á sunnudagskvöld fór sfðan fram harðmót f handknattleik með þátttöku Breiðabliks, Þórs og Týs. Týr sigraði Þór 14 £ 8, Þór sigraði Breiðablik 13—10 og Breiðablik sigraði Tý 9—7. Týr vann mótið á markamun. — hkj. HAUKAR VERIÐ er a8 vinna að stofnun full- trúaráðs Hauka I Hafnarfirði. Kjörin hefur verið þriggja manna undir- búningsstjórn og eiga sæti I henni þeir Jón Egilsson, Sigurgeir Guðmundsson og Hallgrlmur Stefánsson. i kvöld verður svo f ramhaldsstofnf undur ráðsins haldinn I Haukahúsinu og hefst kl. 20.30. Vænta Haukar þess að eldri félagar fjölmenni á fundinn. ÁRShlNG Frjálsíþróttasambands fs- lands fór fram I 30. sinn nú um helgina, að hótel Loftleiðum. Þingið sóttu um 50 fulltrúar viðs vegar að af landinu. Örn Eiðsson var endur- kjörinn formaður sambandsins og er það I nlunda sinn I röð, að honum er sýnt það traust. Fráfarandi stjórn var að mestu endurkjörin, að undan- teknu því að I stað Svavars Markús- sonar sem féll frá á árinu og Þor- valds Jónassonar. sem dvelst erlend- is. voru þeir Einar Frlmannsson og Sveinn Sigmundsson kjörnir aðal- fulltrúar en aðrir aðalmenn eru Sig- urður Bjömsson, Páll Pálsson. Sig- urður Helgason og Magnús Jakobs- son. Þá varð alger breyting á vara- stjóm, en I hana voru kjömir þeir Hreinn Erlendsson Kristinn Sigur- jónsson og Finnbjörn Þorvaldsson, en hann kemur nú inn I stjórn FRÍ eftir nokkurra ára fjarveru. Það kom fram I skýrslu formanns að mesfur tími stjórnarinnar fer I ýmiss konar snúninga vegna fjármála sam- bandsins, en fjármálaöflun iþrótta- hreyfingarinnar nú til dags byggist upp á snapi meðal fyrirtækja og stofnana, svo notuð séu ummæli sumra ræðu- manna á þinginu. Sagði einnig i skýrsl- ÓLAFUR Júlíusson var kjörinn „Knattspyrnumaður ársins 1976“ í Keflavík og var það Knatt- spyrnuráð Keflavíkur sem stóð að kjörinu. Var Ólafi afhentur veg- legur verðlaunagripur er fylgir sæmdarheitinu í hófi sem Knatt- um að iþróttahreyfingin I heild væri afar illa stödd fjárhagslega og væri ástandið þannig að til hreinna vand- ræða horfði. Séu reikningar FRÍ skoð- aðir kemur i Ijós að gjöld sambandsins voru á árinu samtals 8,7 milljónir króna og tap á rekstrinum nam 800 þúsundum Samkvæmt efnahagsreikn- ingi kemur fram að tap sambandsins nemur um 3,9 milljónum króna. Helstu gjaldliðir eru: stjórnunarkostn- aður um 1 milljón. útbreiðslukostnað- ur um 1 milljón, erlend mót um 2,4 milljónir og kostnaður við innlend mót 3,4 mílljónir á árinu, en innlend mót eru einnig stærsti tekjuliður sambands- ins þvi þau skiluðu tekjum upp á 2.5 milljónir. Fjárhagsáætlun sem sam- þykkt var fyrir komandi starfsár hljóðar upp á 10 milljónir. Þegar reikningar FRÍ eru skoðaðir. þá er það reyndar nokkuð athyglisvert að allar tölur um opinberan tilstyrk hverfa innan um all- ar aðrar vegna smæðar sinnar. Þannig nemur núverandi styrkur opinberra að- ila, þ.e. Menntamálaráðuneytis, Reykjavikurborgar og annarra sveitar- félaga og ÍSÍ, ekki nema tæpum 10% af heildartekjum sambandsins. en var rúm 25% árið 1971. Þá má nefna að styrkur ÍSÍ. sem er i rauninni hluti af heildarúthlutun hins opinbera til hinn- ar frjálsu iþróttarstarfsemi, er svo rýr að hann nægir ekki til að greiða vexti af skuldum FRÍ, eins og í skýrslu stjórnar segir. í lokaorðum skýrslu formanns, sem helguð voru fjárhagserfiðleikum FRÍ og iþróttahreyfingarinnar. segir m.a., að slfellt sé verið að skora á stjórnvöld að veita meira fé til iþróttastarfsins. en þar sé talað fyrir daufum eyrum. Segir einnig i skýrslunni. að þótt fyrrverandi iþróttamenn og iþróttaleiðtogar sitji á hinu háa Alþingi. þá virðist það duga skammt. þó svo að þeir menn ættu að skilja hið alvarlega fjármálaástand sem Iþróttahreyfingin á við að striða í þessu sambandi segir m.a i lokaorð- um: „Bent er á mikla þýðingu íþrótt- anna 1 þágu æskunnar í landinu og spyrnuráð Keflavíkur hélt nýlega. Ólafur er fjórði Keflvíkingur- inn sem hlýtur þennan titil, en áður höfðu þeir Guðni Kjartans- son, Einar Gunnarsson og Þor- steinn Ólafsson verið kjörnir. þjóðarinnar i heild. Æfingar og keppni þroska æsku landsins og gera hana færari um að takast á við vandamál lifsbaráttunnar, og ennfremur. „Flestir állta að iþróttir séu mótvægi gegn uggvænlegri óreglu. auknum glæpum og rótleysi í þjóðfélaginu." Þá er þeirri spurningu varpað fram hvað stjórnvöld og valdhafar geri til að hlúa að þessu mikilvæga starfi sem nær eingöngu er unnið i sjálfboðavinnu Þeirri spurn- ingu er svarað á þann hátt i skýrslunni, að framleg hins opinbera sé smánar- legt, og að fjórfalda þurfi opinbért framlag til iþróttahreyfingarinnar eigi sú fjárveiting að vera eitthvað I sam- ræmi við þýðingu þess starfs sem unnið er i þágu 60 þúsund virkra félaga innan iþróttasamtakanna í enda lokaorða skýrslu formanns stjórnar FRÍ er varpað fram þeirri hug- mynd að verkfall iþróttaforystunnar sé ef til vill það sem koma skuli. eigi áhugafólki að vera fært að sinna sjálf- boðastarfi i þágu tugþúsunda æsku- fólks. Spurt er þeirrar spurningar hvað gerðist ef forystumennirnir legðu niður störf, og þvi fleygt fram að kannski endi varnarbarátta iþróttahreyfingar innar á verkfalli. Væri það þó von forystumannanna að augu ráðamanna opnuðust áður en til slikra aðgerða kæmi. og að sýna mætti stjórnvöldum fram á þýðingu iþróttastarfsins. segir i niðurlagi lokaorðanna. Stærstu verkefni FRÍ á starfsárinu voru Kalott-keppnin. sem haldin var hér á landi. svo og Evrópuþing frjáls- iþróttaleiðtoga I ár fór Kalott-keppnin i fyrsta sinn fram á íslandi. en I þeirri keppni tóku þátt um 200 útlendingar auk íslendinganna Landinn endaði sem kunnugt er i öðru sæti sameigin- legu képpninnar, en kvenfólkið vann kvennakeppnina og karlmennirnir urðu i öðru sæti í karlakeppninni. Evrópu- þingið fór einnig fram i fyrsta sinn hér á landi. og var þetta þing fyrsta Evrópuþing iþróttasambands, sem haldið er hér á landi. Það sóttu um 1 10 fulltrúar frá 28 löndum. auk nokk- urra gesta frá öðrum heimsálfum. Það kemur fram í skýrslu stjórnarinnar að hinir erlendu gestir hafa látið i ijós mikla ánægju með þingið hér á landi og framkvæmd þess og hafa FRÍ borist mörg þakkarbréf þar að lútandi Þá kemur i Ijós að alls hafa verið sett 94 íslandsmet á árinu. 27 innanhúss og 67 utanhúss Síðastliðin ár hafa flest met verið sett I yngri flokkunum, en nú er dæmið að snúast við. og þannig eru 37 af 67 mptum utan húss i flokkum fullorðinna, 1 7 i karlaflokki og 20 i kvennaflokki. Sagði Magnús Jakobs- son, formaður FRÍ að metin væru óvenju mörg, og að í ár hefðu verið slegin eða jöfnuð mörg gömul met. svo að nú væri metaskráin að færast nær nútimanum. i máli formanns útbreiðslunefndar kom fram að líkur eru á að um metþátt- töku verði að ræða í þriþraut FRÍ og Æskunnar, sem nú er farin af stað i 6. sinn. Þessi keppni nýtur mikilla vin- sælda meðal skólabarna. og að sögn Sigurðar Helgasonar formanns nefnd- arinnar lætur nærri að i keppninni taki þátt þriðja hvert barn þess aldursflokks sem keppnin nær til. Sjá má af skýrslu útbreiðslunefndar að starfsemi nefnd- arinnar er mjög umfangsmikil og hlaut nefndin mikið lof meðal þingfulltrúa Þannig mælti Jón Guðjónsson formað- ur HVÍ að sinna yrði vel græðlingun- um. þvi ef ekki væri vel að þeim hlúð þá yrði sennilega aldrei styrkur stofn. Umræður miklar og jákvæðar. Umræður á þessu afmælisþingi FRÍ urðu allmiklar og jákvæðar fyrir starf- semina i heild. en óhætt er að segja að mikill hugur hafi verið i fulltrúum og stjórnarmönnum Þingskjöl urðu um eða yfir 20, og tillögur nokkru fleiri. Umræður um tillögur voru yfirleitt mjög málefnalegar, og þá hefur sú nýbreytni verið tekin upp að nefndir þingsins voru opnár og voru öllum fulltrúum heimil seta á fundum þeirra. Lofuðu menn þetta fyrirkomulag og hvöttu til þess að önnur samtök íþróttahreyfingarinnar tækju upp slikt fyrirkomulag Meðal þeirra tillagna sem voru sam- þykktar var tillaga um breytingu á 3000 m hlaupi bikarkeppni FRÍ i 1. deild i 3000 m hindrunarhlaup Þá voru vegalengdir á viðavangshlaupi is- lands lengdar að jafnaði um 50% og þar bætist einnig við nýr kvenna- flokkur, þ e. kvennaflokkurinn verður tviskiptur. Stjórn FRÍ var og heimilað að gera tilraunir til breytingar á MÍ, en of langt mál yrði að telja allar þær tillögur sem þingið samþykkti. Stjórn sambandsins samþykkti að veita eftirtöldu fólki heiðursmerki FRÍ: Adrian Paulen. forseti IAAF gullmerki, Sigvaldi Ingimundarson Leiknir, Ágúst Björnsson ÍR, og Páll Ólafur Pálsson. FRÍ, silfurmerki og Finnbjörn Finn- björnsson ÍR, Jóakim Pálsson ÍR. Axel Kristjánsson, FH, Sveinn Jónsson KR. og Hafsteinn Jóhannesson UBK. eir- merki. Sveinn Björnsson varaforseti ÍSÍ ávarpaði þingið. en þess ávarps verður getið sérstaklega. og þingforsetar voru þeir Hreinn Erlendsson frá HSK og Ólafur Þórðarson frá Akranesi — égés ÚLAFIIR KJÖRINN í KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.